Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 24
24 LAUPARDAGUR 14. IANÚAR 1995 'MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Langvarandi getuleysi UPP Á síðkastið hef ég nokkr- um sinnum rekið augun í nýja skilgreininu á háskólastarfi, sú nefnist „protraeted incompet- ence“. Venjulega er þetta orðalag notað um getulausa menn, ónýta til kvenna; nú eiga orðin einnig við þá sem staðna í greinum sínum langtímum saman, þar ríkir lang- varandi ófijósemi. Mér hefur orðið hugsað til þessa illbærilega ástands nú, þegar Háskóli íslands kveinar sárt eftir sjálfstæði og fémunum. Það gerir hann á nokk- uð vafasömum forsendum. Há- skólaráð spyr í Mbl. 20 okt. hvort það sé „stefna stjórnvalda að gera Háskóla íslands að annars flokks háskóla?" Sagt er að það geri stjórnvöld með því að Pjársvelta háskólann. Sannleikurinn er sá að fjársvelti kemur þessu máli harla lítið við. Það er hin fáheyrða hug- kvæmni háskólans við að koma sér hjá tjáningarfrelsi, sem gert hefur Háskóla íslands að þeirri stofnun sem hann er. En það er ekki eingöngu Há- skóli íslands sem lent hefur í þess- ari lítt öfundsverðu aðstöðu; í tímaritinu Newsweek 7. nóv. sl. kvartar hinn kunni bókmennta- fræðingur Harold Bloom yfir því sama í amerískum háskólum; nám í húmanískum fögum er nú orðið hluti af svokallaðri „þjóðfélags- rýni“, skólarnir eru orðnir það sem hann nefnir „háskóla gremjunnar“ (school of resentment). Kennurun- um gremjast örðugleikar yfir því sem örðugt er að skilja; í staðinn eyða þeir tímanum í að „breyta þjóðfélaginu". Vart þarf að taka það fram að hið rétta svið bók- menntafræðings er að kryíja bók- menntir; í staðinn telur Bloom sig „fínna lykt hræsnarans í þessum málum langar leiðir“ (I smell a hypocrite in these matters from a considerable distance); því að fæsta þessara sjálfskipuðu „sósíal- “fræðimanna varðar hætishót um hina svokölluðu alþýðu. Það sem þá varðar um fram allt eru völd sjálfra þeirra og fjárframlög til eigin nota. Sósíal-fasistinn Bloom notar orðið „social fasc- ism“ til úskýringar á ofangreindu fyrirbæri: „Það eru gervi-marxist- arnir, gervi-feministamir, útvatn- aðir dýrkendur Foucaults og ann- arra franskra kenningasmiða. Og þeir eru blygðunarlaust að fremja sjálfa sig í háskólum vorum; þeir ganga rækilega úr skugga um að þeir einir sem játa nákvæmlegar þeirra eigin skoðanir komist áfram eða hljóti stöður“ (They are the pseudo-Marxists, pseudo-femin- ists, watery disciples of Foucault and other French theorists. And they are transparently at work Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á KastrnpflugveiU og Rábhústorginu JDurgusiilabtb -kjarni máisins! Einar Pálsson propagating themsel- ves in our universities, making sure that only those who hold their precise views receive advancement and appointments). Þetta mun nú víst ekki alls ókunnugt hérna. En það er at- hyglisvert, að Bloom telur heiðarlega há- skóla hafa farið hal- loka; fyrirsögnin hljóðar beinlínis svo: „Við höfuð tapað stríðinu." „í meira og meira mæli eru þessár rannsóknir að víkja fyrir ösku- haugarusli því sem nefnt er menn- ingargagnrýni" (Increasingly, those studies are being taken over by the garbage called cultural criticisism). Og kannast víst flestir ekki síður við það fyrirbæri hér- lendis úr fjölmiðlum og skólum. Ungir stúdentar sem óska óhefts „sjálfstæðis háskóla" vita vart hvað þeir gera. Svo rækilega hefur verið þagað um „sósíal fas- isma“ Háskóla íslands undanfarin ár, að menn virðast beinlínis hafa gleymt því til hvers háskólar eru ætlaðir. Meginhugsjón háskóla er að leyft sé að spyija spurninga, að litið sé á viðfangsefnin frá ferskum sjónarhóli — að nemend- um sé gert að.líta málin frá öllum hliðum. Það er þetta sem ekki hefur verið leyft við heimspeki- deild Háskóla íslands áratugum saman. Bjami Guðnason lýsti því yfir á sinni tíð í Mbl., að enginn maður við Háskóla íslands væri fær um að fjalla um þau fornu fræði sem höfundur þessarar greinar hefur glímt við um ævina. Ekki einn éinasti. Og hver voru viðbrögðin? Algert, formlegt og skilyrðislaust bann við að þau væru skýrð og rökrædd. Ekkert, ekki einu sinni sómi háskólans, gat fengið þá þungbrýndu þreyttu menn, sem beittu valdinu, til að leyfa fijálsa umræðu um efnið. Frjótt umhverfi Ungur stúdent, Ingvi Hrafn Óskarsson, ræðst fram ritvöllinn í Mbl. fyrir jól og krefst sjálfstæð- is háskólans. Hann telur að há- skólar Vesturlanda hafi í aldanna rás verið uppspretta nýrra hug- mynda. „En brautryðjendastarf háskólanna hefur ekki alltaf vakið eintóma hrifningu. Valdsmenn á hveijum tíma hafa viljað hafa hönd í bagga með þessu starfi og kæfa gagnrýnisraddirnar. Því leggja háskólamennirnir mikið upp úr því að háskólamir séu sjálfstæðir, enda verður ekki séð að hægt sé að skapa frjótt umhverfi rann- sókna, kennslu og þjóðfélagsum- ræðu nema háskólarnir séu í öllum grundvallaratriðum óháðir öðmm þjóðfélagsöflum. Um leið og utan- aðkomandi aðilar geta með ein- hveijum hætti stýrt stefnu háskól- ans er hætt við að eitthvað annað en sannleiksleitin komizt i ödvegi.“ Ljóst er, að þessi ungi stúdent ber hag skóla síns fyrir brjósti. Það hvarflar ekki að honum, með hvílíkum fítonskrafti háskólinn hefur barizt gegn einmitt því sem hann ber fyrir bijósti undanfarna áratugi. Óvart verður orðalag hans með einstæðum hætti árás á Há- skóla íslands. Hveijum dettur í hug að Háskóli íslands sé hin eina og sanna „uppspretta nýrra hug- mynda“ í fomum fræðum íslend- inga? Skólinn hefur reynzt fá- dæma dragbítur á þau fræði þegar mest á reyndi, eða halda menn, að uppspretta nýrra hugmynda sé fólgin í því að kæfa nýjar hug- myndir og banna rökræður um þær? Eða eru það valdsmenn þjóð- félagsins, sem kæft hafa gagnrýnisradd- irnar? Ekki aldeilis, það hafa verið valds- menn háskólans sjálfs sem einskis hafa látið ófreistað í þeim efn- um. „Hætt er við að eitthvað annað en sannleiksleitin komizt í öndvegi,“ ef háskól- arnir era ekki gerðir með öllu óháðir öðrum öflum en þeim sem nú þykja heppilegust á Melunum. Ekki getur aðra eins þversögn í samanlagðri sögu há- skólans. „Sjálfstæði háskólans“ Hætt er við, að svonefnt „sjálf- stæði háskólans“ merki að þröngir hópar, sem náð hafa kverktaki á einstökum deildum hans, telji sig hafa fijálsar hendur um dráp tján- ingarfrelsis. Að sjálfsögðu eru deildir geysi misjafnar hvað vald- beitinguna snertir. En mér nægir að vísa til eigin reynslu: gjöi’valla mína starfsævi hefur mér veríð bannað að skýra við háskólann Það er ekki fjársveltið eitt sem þrengir að Há- skóla íslands, að mati Einars Pálssonar. Hann segir að þar komi ekki síður til sög- unnar sú viðleitni skól- ans að „traðka á tjáningarfrelsinu“. helztu rannsóknir á verklagi mið- aldaritunar. Nú hefur háskólinn gefíst upp, þeir sem til þekkja vita, að það sem bannað var að skýra — allegórísk ritmennt miðalda, skoðun baksviðsins og skýringar á táknmáli þess — verður ekki lengur véfengt. En nú þarf að sýnast sem sjálf deildin, sem bann- aði skýringar af slíkum stórhug, hafi fundið þetta, svona upp úr þurra. Þetta er svo einfalt fyrir „sjálfstæðan" háskóla; hann ræð- ur sjálfur hvað er satt. Og að sjálf- sögðu einnig, hvað sagt er ósatt — með þögn. Afstaðan HÍ er þessi: Við skiljum ekki manninn, hann kann að hafa rangt fyrir sér, því skal honum undir engum kringum- stæðum leyft að tala. í háskóla með metnað er þetta öfugt: Mað- urinn fær leyfi til að tala — og SÍÐAN er dæmt. Allur réttur er í rauninni tekinn frá mönnum með fijálsa hugsun við þann „sjálfstæða“ háskóla sem sótzt er eftir af slíkri fíkn um þessar mundir. Engin gögn gilda lengur, hvorki stúdentpróf, há- skólapróf, próf frá listaháskóla, jafnvel ótvíræðustu meðmæli sem fengin verða hjá sérfræðingum, til að málfrelsi sé leyft við slíka stofn- un. Maðurinn hefur óæskilegar skoðanir. Sem era þær sömu og unga stúdenta dreymir enn í dag: að uppsprettu hugmynda sé að leita við Háskóla íslands og að sannleiksleitin skyldi höfð í heiðri þar. Sú trú fór fyrir lítið. Svo lýsa stúdentar háskólans því yfir í Mbl. að þeir „óttist að prófgráður frá HÍ verði einskis virði“, ef skólinn fái ekki meira vald og peninga. Sorgleg tilhugsun það. En með leyfí, hvers virði halda stúdentar HÍ að prófgráður frá heimspekideild háskólans séu þessa dagana? Höfundur er fræðimaður. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 779 þáttur Ósköp leiðist mér sögnin að kíkja. Hún er nú notuð gegndar- laust og linnulaust. Ég er ekki að biðja menn um að útrýma henni, en ég bið þess að hún verði ekki látin útrýma öðrum sögnum og sagnasamböndum. Nú heyrist mér að á flest sé kíkt. Hvemig væri að gægjast á sumt. Svo er fyrir að þakka að enn er til Gluggagægir, en ekki *Gluggakíkir, svo að ég viti. Hvemig væri að gá að einu og öðra, eða gæta að því, gefa því auga, eða líta á það, jafnvel athuga það, kannski horfa á það sem snöggvast. Tökuorð eiga rétt á sér að vissu marki. En þau eiga engan einkarétt, og allra síst rétt til að rýma burt góðum og gildum íslenskum orð- um, kannski mörgum, og gera mál okkar þannig sneyðilegra. Þá er sögnin að telja, notuð upp á dönsku, orðin ákaflega hvimleið. Hitt og annað „telur“, einkum fyrirbrigði sem kunna ekki að telja frekar en kötturinn. Mörk í knattleik telja ekki, þau ráða (úrslitum). Sala á bókum telur ekki svo og svo mörg ein- tök. Salan kann ekki að telja. Salan nemur þúsundum eintaka, ef allt gengur að óskum. íbúar Reykjavíkur telja ekki hundrað þúsund. Þeir mundu ekki nenna því. Þeir eru um það bi! hundrað þúsund. Þá er enn herfilegra að heyra ferðamálafrömuði tala um að selja „vöruna“ jól og áramót. Látum nú vera að eitt og annað sé selt fyrir jólin, margs konar vara, en jólin eru ekki vara, ára- mótin eru ekki vara, en þetta skal nú selt og auðvitað ísland allt. Við bjóðum hinsvegar út- lendingum til landsins um jól og áramót, og reyndar allan ársins hring, og veitum þeim þjónustu (vonandi) og seljum þeim ýmiss konar vöra með þjónustunni. í guðs bænum ekki jólin, ekki ára- mótin, ekki landið. ★ Geirhildur er fornt nafii og fomlegt. Geir er spjót og minna samsetningar eins og Geirhildur á víkinga og bardagamenn í fyrnsku. Þijár Geirhildar era í Landnámu, og til er bæjarnafn- ið Geirhildargarðar, en svo er eins og mönnum hafi ekki þókn- ast þetta nafn. Engin er í Sturl- ungu og aðeins ein (ef rétt er lesið í ógreinilegri skrift) í mann- talinu 1703. Spurningarmerki er sett við nafnið í hinni prentuðu útgáfu. Ef við gerum ráð fyrir að rétt sé lesið, þá er þetta Geir- hildur Þórðardóttir, tvítug vinnu- kona á Meðalfelli í Kjósarsýslu. En allar götur frá 1800 og til okkar daga hef ég aðeins eitt dæmi, og nafnið virðist nú dautt. Það væri skaði. Þetta er stór- myndarlegt nafn og vafalaust upphaflega valkyijuheiti, eða samið í stil við slík nöfn. Ótelj- andi eru þau kvenheiti forn sem merktu valkyija, rétt eins og ekki verður tölu komið á karl- heiti sem merktu hermaður (vík- ingur), kappi. ★ Maður sem ómögulega vill að sín sé getið, hreifst af gömlum bragarhætti („skafarahætti"?) og sendi þetta: Séra Siggi handan, sá er harður fýr, langar oft í landann, lasinn mjöð til býr. Skjaðak er í skjólu, skemmist jukkið því (garmar úti gólu, glópar mændu í ský). En glundri hellir geira Týr góms í helli sómarýr, verður i hvelli hupmhýr, en hrörnar brátt á ný. „Vor oberstýrimaður gekk inn í sitt kammer að vökva sér á brennivíni eftir venju, því hann drakk gjarnan pott brennivín á vakt sinni, sem vora fjórir tímar. Leggur sinn stóra kikkert á kompáshúsið, þegar inn gekk. Jens Lange fann stóra lús í höfði sér, lagði hana á glasið í kikkert- en. Vor stýrimaður tók strax sinn kikkert, og þegar hann hafði séð lítið í hann, lofar hann guð, að vér séum nú ei langt frá landi, því nú komi jula til okkar með þremur árum á borð. Gengur til kapt. Hólms og segir hönum þessi markverðugu tíðindi. Hann, úrillur og nýlega upp vaktur af sænginni, tekur og sinn stóra kikkert og fær öngva julu að sjá. Vor yfírstýrimaður segist hana gjörla sjá — „en þeir forustu eður fremstu menn halda árunum upp í loftið“. Þeir þrætast á um þetta. Að síðustu tekur vor kaptein oberstýri- mannsins kikkert og fer að reyna, hvert sjá kunni þessa julu, en þegar hann tók kikkerten, sneri það fremsta glas niður, so lúsin af féll, hvar fyrir vor kap- tein fékk ekkert að sjá.“ (Árni Magnússon frá Geitastekk.) ★ Hlymrekur handan kvað: Þegar árið var liðið í aldanna, skaut áleiðis til máttarvaldanna herra Egill í Tombu einni tívoiíbombu. Takk, mælti alfaðir aldanna. ★ Auk þess er beðið um íslenskt orð fyrir grísk-latneska orðið nepotismi, en það er haft um þá áráttu valdamanna að hygla og halda til valda og makinda frændum, afkomendum og sifjal- iði. Ungir menn á Amtsbóka- safninu á Akureyri hafa verið að prófa sig áfram með orð eins og frændhygli, frændgæði og sifjahygli. Hyglun er til, ekki síður en hygli (=hygla einhveij- um, gefa aukaskammt), en er ekki í bili komið nóg af orðum með endingunni -un? Já, og svo er annað verra. Umsjónarmanni urðu á þau herfílegu ritglöp í áramótaþætt- inum að setja útgáfuár Sálma- bókar (1589) í stað útgáfuárs Guðbrandsbiblíu (1584). Naumast er hægt að biðjast veí- virðingar á þvílíkri skyssu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.