Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI MESSUR LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 37 MAGNÚS BERGSTEINSSON í DAG, 14. janúar, er áttræður Magnús Berg- steinsson húsasmíða- meistari, Skaftahlíð 42, Reykjavík. Magnús er borinn og barnfæddur Reykvík- ingur, fæddur á Spít- alastígnum, sonur hjón- anna Ragnhildar Magn- úsdóttur frá Laugar- vatni og Bergsteins Jó- hannessonar. Magnús gerði húsa- smíðar að sínu lífs- starfi. Hann hefur í iðn sinni notið mikils og verðugs trausts. Hann hefur byggt ijölda húsa víðs vegar um borgina og úti á landi, bæði fyr- ir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila. Verk Magnúsar blasa daglega við augum okkar í miðborginni og má þar nefna Morgunblaðshúsið, hús Almennra trygginga við Austurvöll, Búnaðarbankahúsið, Domus Medica, Gevafótóhúsið, hús ísiandsbanka við Lækjargötu, breytingar á Ingólfs- hvoli og breytingar á Landsbanka- húsinu við Austurstræti. Þá sá Magn- ús um og hafði eftirlit með breyting- um og viðhaldi forsetabústaðarins á Bessastöðum eftir fyrirsögn Gunn- laugs Halldórssonar arkitekts uns þessi verkefni voru falin Húsameist- ara ríkisins á áttunda áratugnum. Meðal verkefna Magnúsar á Bessa- stöðum voru bygging bókhlöðunnar og breytingar á kirkjunni, þar á meðal ísetning nýrra glugga með listaverkum eftir Finn Jónsson og Guðmund frá Miðdal. Síðast en ekki síst ber að nefna Norræna húsið meðal þeirra húsa sem Magnús byggði. Er smíði þess var lokið lét hönnuðurinn, hinn heimskunni finnski arkitekt Alvar Aalto þau orð falla um handbragðið, að hann væri harla glaður og ánægð- ur með það. Þeim sem til Magnúsar þekkja komu þessi ummæli arki- tektsins ekki á óvart og samglöddust Magnúsi með vel unnið verk. I ársbyrjun 1979 hóf Magnús störf sem húsasmíðameistari við viðhald og endurbætur á húsnæði Háskóla íslands. Síðar varð hann byggingastjóri Háskól- ans og starfaði sem slík- ur uns hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir fyrir ljórum árum eða þar um bil. A sínum yngri árum lék Magnús um margra ára skeið með knatt- spyrnufélaginu Val. Var hánn að margra dómi frábær knattspyrnu- maður. Albert Guð- • mundsson segir m.a. í bók sinni „Albert" um félaga sína í Val: „Sum- ir knattspyrnumenn þarna, þeir sem voru eldri en ég, hefðu getað talist liðtækir í hvaða knattspyrnulið sem var, hvar sem var í heiminum. Það voru menn eins og þeir Magnús Bergsteinsson, Ellert Sölvason (Lolli), Gísli Kærnested og Snorri Jónsson. Magnús og Snorri voru einhveijir þeir leiknustu knatt- spyrnumenn sem ég hef séð á mínum ferli. ..“ Á leikvelli lífsins er Magnús dreng- skaparmaður, traustur vinur og fé- lagi. Hvergi nýtur hann sín betur en austur í Grímsnesi. Þar byggði hann þeim hjónum sumarhús árið 1968 og þau hafa ræktað þar af natni mikinn trjá- og blómagróður. Eftir að Magnús hætti störfum dveljast þau nánast sumarlangt fyrir austan og una sér hvergi betur. Magnús hefur verið mikill gæfu- maður í sínu einkalífi. Hann kvænt- ist Elínu Sigurðardóttur húsmóður. Elín hefur verið honum traustur og ástríkur lífsförunautur í 55 ár og alið honum sjö efnileg börn, en elsta soninn misstu þau ungan. Barna- börnin eru orðin 14 og barnabarna- börnin átta. Á áttræðisafmælinu senda fjöl- skyldurnar í Stigahlíð 89 og Berg- staðastræti 86 afmælisbarninu og hans góðu konu og fjölskyldu hug- heilar hamingjusóskir með ósk og bæn um góða heilsu og farsæla fram- tíð. Magnús og Elín dvelja um þessar mundir hjá syni sínum í Svíþjóð. Dögg Pálsdóttir. Kolaportið Ókeypis sölupláss fyrir börn og unglinga BÖRN og unglingar, 16 ára og yngri, geta fengið ókeypis sölupláss í Kola- portinu um helgina, bæði laugardag og sunnudag. Kolaportið hefur á undanförnum árum efnt til slíkra barna- og unglingadaga sem jafnan hafa verið mjög vinsælir. Reiknað er með að um 200 ung- menni fái sölupláss þar sem þau geta selt gamalt dót, boðið þjónustu eða stundað fjáröflunarstarfsemi af öllu tagi, allt þó innan ramma laga og velsæmis. Sala matvæla er háð leyfi heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. um helgina Tilgangurinn er að vekja athygli barna og unglinga á því hvernig þau geta notað Kolaportið til að afla fjár á heiðarlegan hátt með eigin vinnu og hugvitsemi. Til að örva hug- myndaflug ungmennanna mun Kolaportið veita sérstaka viðurkenn- ingu og verðlaun fyrir frumlegustu ijáröflunarleiðina. Foreldrar þurfa að veita leyfi fyrir þátttöku en æskilegt er að ungmenn- in fái að standa sjálf sem mest að sinni ijáröflunarstarfsemi. Guðspjall dagsins: Jóh. 2, Lúk. 19, Matt. 9, 27-31. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 á veg- um Kirkju heyrnarlausra. Sr. Miy- ako Þórðarson. Hrafnista: Guðs- þjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BUSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ein- söngur Guðrún Jónsdóttir. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAIM: Biskupsmessa kl. 11. Ólafur Skúlason biskup ís- lands messar við upphaf vísitasíu í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Dómkirkjuprestarnir þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Barnasamkomur kl. 11 í safnaðarheimilinu og kl. 13 í Vesturbæjarskóla. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. GrímurGríms- son messar. Organisti Kjartan Ólafsson. Féla’g fyrrverandi sókn- arpresta. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Jakob Hall- grímsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnasamkoma kl. 11. Organisti Hörður Áskelsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða söng. Sr. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Sigurður H. Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju syngur. Ólöf Kolbrún Harðardótt- ir syngur einsöng. Sunnudaga- skóli á sama tíma. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Félagar úr Kór Laugarnes- kirkju syngja. Organisti Jónas Þórir. Barnastarf á sama tíma. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Viera Gulasciova. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma í umsjá Elínborgar Sturludóttur og Sigurlínar ívars- dóttur. KVENNAKIRKJAN: Guðsþjón- usta í Laugarneskirkju kl. 20.30. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir prédikar. Organisti Bjarney Ingi- björg Gunnlaugsdóttir. Kaffi eftir messu. Kvennakirkjan. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Sigrún Stein- grimsdóttir. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra í guðsþjónustunni. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta á sama tíma. Bryndís Malla Elídóttir guðfræðingur prédikar. Barnakórinn syngur. Órganisti Daníel Jónasson. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur Guð- mundur Karl Ágústsson. Organ- isti Lenka Mátéová. Barnaguðs- þjónusta á sama tíma. Umsjón Ragnar og Ágúst. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón: Valgerður, Hjörtur, Rúna. Guðs- þjónusta kl. 14. Sigurður Arnar- son guðfræðingur prédikar. Org- anisti Bjarni Þór Jónatansson. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur þjónar. Organisti OddnýJ. Þorsteinsdótt- ir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Orgaisti Örn Falker. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur prédikar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknar- prestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cec- il Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. SÍK, KFUM og KFUK, KSH: Sam- koma á morgun kl. 16.30 við Holtaveg. í biíðu og stríðu. Tómas Torfason, Halldór Elías Guð- mundsson og Sveinbjörg Björns- dóttir hafa nokkur orð. Barna- samverur á sama tíma. Léttur kvöldverður til sölu eftir sam- komuna. VÍÐISTAÐAKIRKJA. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. guðsþjónusta kl. 14 Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson predikar. Aldraðir í Víðistaða- og Garðaprestaköllum sérstaklega boðnir velkomnir. Samvera í Kirkjuhvoli, Garðabæ, að guðs- þjónsutu lokinni. Ferð verður frá Víðistaðkirkju. Sigurður Helgi Guðmundsson. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelf- ía: ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: messa kl. 11. Inga Backman syngur ein- söng. Kirkjukórinn syngur undir stjóm Péturs Mátés. Messunni verður útvarpað. Þórsteinn Ragn- arson, safnaðarprestur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjöl- skyldusamkoma kl. 11. Ann Mer- ete og Sven stjórna og tala. Hjálp- ræðissamkoma kl 20. Ingibjörg Jónsdóttir talar. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. GARÐA- OG BESSASTAÐA- SÓKNIR: Sameiginleg guðsþjón- usta í Víðistaðakirkju kl. 14. Sam- koma í safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli, Garðabæ, að kirkjuathöfn lokinni. Dagskrá í minningu Dav- íðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Konur úr götum á Grundum sjá um veitingar. Bílferð frá Kirkju- hvoli kl. 13.20. Eldri borgarar sérstaklega boðnir velkomnir. Sr. Bragi Friðriksson. GARÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Organisti Helgi Bragason. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Kapellan lokuð um tíma vegna viðgerða. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 árd. Munið skóla- bílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingva- son. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti og stjórnandi Einar Örn Einarsson. Kynning á nýrri teikn- ingu af safnaðarheimili við kirkj- una verður í Kirkjulundi að lokinni guðsþjónustu. Prestarnir. KAÞOLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Biblíulestur mánudagskvöld kl. 20.30. Tómas Guðmundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Almenn guðsþjónusta, sr. Bjarni Þór Bjarnason héraðs- prestur þjónar. Molasopi í sanfaðarheimili að lokinni messu. KFUM 8< K Landakirkju: Unglinga- fundur kl. 20.30. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvolsvelli. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjuskólinn hefst á ný laugar- daginn 28. janúar kl. 11. Sóknar- prestur. ODDASÓKN. Sunnudagaskólinn hefs á ný sunnudaginn 29. janúar kl. 11 í húsakynnum Grunnskól- ans á Hellu. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í kirkjunni í dag, laugar- dag, kl. 11. Stjórnandi.er Sigurður Grétar Sigurðsson. Kirkjuskóli yngstu barnanna í safnaðarheim- ilinu kl. 13. Stjórnandi Axel Gúst- afsson. Messa í kirkjunni sunnu- dag kl. 14. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta verður í Borgarnes- kirkju kl. 11.15. Árni Pálsson. KVENNAKIRKJAN: Messa kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir prédikar og talar um nýja byrjun á nýju ári. Sönghópur Kvenna- kirkjunnar leiðir almennan söng undir stjórn Bjarpeyjar Ingibjarg- ar Gunnlaugsdóttur. Kaffi á eftir í safnaðarheimilinu. Slllá auglýsingar I.O.O.F. 11 =17601142 = 9.0. FERÐAFÉLAG % ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Sunnudaginn 15. janúar - dagsferð FÍ.: Kl. 13.00 Gönguferð um Álfs- nes. Þægileg gönguleið. Ath. vegna aðstæöna verður ekki gengið frá Blikastaðakró. Kl. 13.00 Skíðagönguferð á Mosfellsheiði. Nægur snjór. Verð I ferðirnar kr. 800,- (tilboös- verð í byrjun árs). Ath. Nýjung hjá Ferðafélaginu - göngumiðar í dagsferðum - fri ferö á tíunda miða! Brottförfrá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Næsta myndakvöld verður fimmtudagskvöld 19. janúar (ath. breytt dagsetningl). Ferðafélag islands. y.v SkíðadeildlR Fundur um vetrar- !fa I Ijl starf skíðadeildar I . •/ ÍR verður haldinn I \\lyj ÍR-húsinu v. Skóg- vlv' arsel mánudaginn 16. janúarkl. 20.30. Uppl. í simum 72206 og 666794. Allir velkomnir. Stjórnin. Lífefli - Gestalt Námskeið I stjórn og losun til- finninga. Tekist á við ótta og kvíöa. Sjö miðvikudagskvöld. Hefst 18. janúar. Sátfraaðiþjónusta, Gunnars Gunnarss., sími 641803. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma i dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Við minnum á bænastund uppi á Vatnsendahæð í dag kl. 13.00 þar sem við ætlum að biðja fyrir borginni okkar. Við Ijúkum svo bænavikunni með sameigin- legri bænastund með Veginum hér I Fíladelfíu i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Miðvikudagur: Skrefið kl. 18.00. Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingagamkoma kl. 20.30. Laugadagur: Sameiginlegur kvöldverður fyrir alla fjölskyld- una hefst kl. 18.00. Að þvt loknu eða kl. 21.00 verður fyrsti safn- aöarfundurinn á árinu. Hallveigarstíg 1 • sími 614330 Dagsferð laugardaginn 14. janúarkl. 10.30 Kjörgangan. Brottför frá BSI bensínsölu. Kynningarverð kr. 500,-. Sjáumst! Útivist. ÝMISLEGT Útsala - útsala Viðskiptavinir athugið 30-70% afsláttur af hljóðritunum (geisla- diskum, kassettum). Athugið að tilboð þetta stendur aðeins ( einn mánuð. Landsins mesta úrval af kristi- legu tónlistarefni. Líttu inn, það borgar sig. Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl. 10-13. Jata, fyrir þig. l/grsluninjy^j^ Hátúni 2, sími 25155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.