Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
Veljum íslenskt og
brosum - já, takk
Frá Skarphéðni Össurarsyni:
ÞAÐ VAR laugardaginn 7. janúar
sl. sem ég heyrði ávæning af því í
útvarpinu að hin þjóðlega landkynn-
ing í Leifsstöðinni á því að velja
íslenskt og segja jafnframt ,já-
takk“ og brosa út í a.m.k. annað,
væri fólgið í því að selja þar m.a.
reyktan lax á 2.700 krónur hvert
kíló.
Það er ekkert nema gott um það
að segja þegar auraglatt fólk er
þess albúið að greiða niður afglöp
reikningsmeistara í því að hanna
og byggja slíka umferðarmiðstöð
sem Leifsstöðin er. Það er kapítuli
út af fyrir sig.
Hitt er minna skiljanlegt fyrir-
bæri þegar kaupendur þessarar vöru
eru ekki endilega með það í huga
að greiða fyrir afglöp annarra sér-
staklega, þegar þeir kaupa reyktan
lax á 2.700 krónur. Þegar þeir geta
fengið hann á ca. 1.700 kr. í flestum
stórmörkuðum landsins, s.s. Hag-
kaupum, Bónusi og Nóatúni, - og
að lokum frá Deplu hf. á 1.250 krón-
ur kílóið í Kolaportinu sl. fimm ár.
Auk þess selur Depla hf. sína vöru
á vinnustað sem er á Eldshöfða 18
í Reykjavík.
Kílóverð á laxi segir aðeins hálfa
sögn um ágæti vörunnar.
Ég tel víst að á aldýrasta sölu-
stað á íslandi með þessa vöru fái
fólk að kynna sér gæði hennar með
því að smakka á henni áður en það
kaupir. Það er vel.
Ég tel líka að þetta sé beinhreins-
aður fiskur. Það eykur gæði og verð-
mæti vörunnar.
Persónulega er ég lítið á ferli í
Leifsstöð og hefí ekki augum litið
þessa vöru þar. - Mér er sagt að
seljendur þar séu Eðalfiskur í Borg-
arnesi og íslensk matvæli í Hafnar-
firði.
Mér er líka sagt að til þess að
þessi fyrirtæki fái að selja sína
framleiðslu þar, þurfi þau að leggja
til mannskap til þess að afsetja
hana þar. - Það er þó nokkur skatt-
ur sem þessi markaður tekur ekki
þátt í.
Konunni vafðist þess vegna tunga
um tönn þegar hún reyndi að út-
skýra það í þessu útvarpsviðtali sem
ég heyrði ávæning af, hvers vegna
í ósköpunum þetta okur ætti sér
stað á mesta kynningarstað þjóðar-
innar. Og ekki þekktist virðisauki á
þessum stað á neinum vörum þarna
í markaðnum, ólíkt því sem allir
aðrir verða að sæta. Svo ekki er það
hann sem heldur verðlaginu uppi
þarna suðurfrá.
Þess má geta til samanburðar við
Leifsstöðina, að verðlag á reyktum
laxi á tilboði stórmarkaðanna hefur
komist niður í 887 krónur kílóið
með virðisauka. Slíkt undirboð er
að sjálfsögðu algjör vitleysa. Hvern-
ig sem það rugl er svo útfært reikn-
ingslega.
Ég skrifa þetta af því tilefni að
mér blöskrar það hvers vegna ís-
lenskur markaður í Leifsstöð út-
hrópar verðlag á þessari vöru með
þeim hætti að þannig sé verðlag á
Islandi þegar velja á íslenskt og
segja já-takk, og brosa svo breitt
að eyrun blakta baksviðs.
Gæði vörunnar þar bera þaðanaf
heldur alls ekkert af öðrum fram-
leiðendum í landinu.
SKARPHÉÐINN ÖSSURARSON,
Kleppsvegi 2, Reykjavík.
Svar til fjár-
málaráð-
herra
Frá G. Margréti Jónsdóttur:
ÉG ÞAKKA fyrir svarið við
bréfi mínu til þín sem birtist
í Morgunblaðinu sl. miðviku-
dag, en vil að það komi fram
að talan sem fjármálaráðherra
nefnir væri æskileg útborguð
laun kennara.
Útborguð laun kennara án
yfirvinnu eftir 32 ára starf er
talan sem kom fram á launa-
seðlinum.
Virðingarfyilst,
G. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
kennari.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 41
12.00 Matarhlé.
um menningarmál
í Reykjavík
Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, boðar til
tveggja mólþinga um menningarmól og stefnu borgaryfirvalda í
þeim efnum.
Fyrra mólþingið fjallar um hagsmuni og aðstöðu listamanna í
borginni og hið síðara um list- og menningarmiðlun í Reykjavík.
Fyrra mólþingið, Listsköpun í Reykjavík - síefna og stjómkerfi,
verður haldið í Róðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 14. janúar
1995. Mólþingið er öllum opið.
Dogsktá;
10.00 Skráning þátttakenda.
10.15 Setning málþings, ávarp
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra.
10.30 Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar:
Listsköpun í Reykjavík -
stefna og stjórnkerfi borgarinnar.
Umrœður og fyrirspurnir.
13.15 Hagsmunir og aðstaða til listsköpunar í Reykjavík - viðhorf listamanna:
Myndlist: Þorvaldur Þorsteinsson.
Tónlist: Petur Jónasson.
Leiklist: Kolbrún Halldórsdóttir.
Kvikmyndir: Ásdís Thoroddsen.
Arkitektúr: Sigurður Harðarson.
Bókmenntir: Ólafur Haukur Símonarson.
Listdans: Auður Bjarnadóttir.
15.15 Kaffihlé
15.30 Almennar umrœður og fyrirspurnir.
16.30 Fundarstjóri gerir grein fyrir helstu niðurstöðum málþingsins.
16.50 Málþinginu slitið.
Fundarstjóri: Halldór Guðmundsson.
Vinsamlega tilkynnið upplýsingaþjónustu
Ráðhússins þátttöku í síma 632005.
Þátttökugjald til greiðslu á hádegisverði
og kaffi er kr. 1000.
Dagskrá seinna málþingsins, sem haldið
verður [ Ráðhúsinu laugardaginn
18. febrúar, verður auglýst síðar.
Skritstofa borgarstjóra