Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 33 ' + Gísli Jón Odds- son fæddist i Innri Njarðvík 6. júlí 1922. Hann lést á Selfossi 5. janúar síðastliðinn. Gísli Jón var sonur hjón- anna Þuríðar Jóns- dóttur og Odds Ól- afssonar. Börn þeirra, auk Gísla: Katrín, Þorsteinn, Halldór og Ólafur, öll látin. Eftir lifa tvær hálfsystur samfeðra, Jórunn og Friðbjörg. Gísli fluttist með foreldrum sínum upp á Kjalarnes, er þar nokkur ár, eða þar til hann er 11 ára, þá slitu foreldrar hans sam- vistir og sá hann um sig sjálfur eftir það, gerðist vikapiltur á bæjum þar í sveit, uns han fer að vinna við garðyrkju í Mos- fellssveit, sem og varð hans ævistarf. Hann flytur í Gufudal í Ölfusi og er þar í nokkur ár. Gísli kvæntist eftirlifandi konu sinni Sigurbjörgu Steindórs- dóttur 7. október 1944 og eign- þau þijú 1) Sigur- björgu, maki Hann- es Kristmundsson, eignuðust þau þijá syni, einn þeirra er látinn, Gisli Jón. Eiga þau eitt barna- barn. 2) Sveinn, maki Magnea Árna- dóttir, eiga þau þijú börn og tvö barnabörn. 3) Svan- hvít, maki Reynir Gislason, eiga þau þijú börn. Árið 1951 flytur Gísli með fjölskylduna norður í Eyjafjörð og tekur við garð- yrkjustöð Kaupfélags Eyfirð- inga á Brúnalaug og hefur umsjón með henni í tólf ár, flytur þá aftur til Hveragerðis og vinnur í Gufudal og Álfa- felli þar til þau hjón kaupa Ljósaland i Biskupstungum og hafa búið þar síðan garðyrkju- búskap. Útför hans fer fram frá Hveragerðiskirlgu í dag. GÍSLIJÓN ODDSSON Hvað boðar nýárs blessuð sól? hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð, hún ljómar heit af Drottins náð. (MJ.) í DAG er kvaddur kær mágur og vinur, Gísli Jón Oddsson. Hann andaðist 12. dagjóla, eftir langvar- andi veikindi, sem hann bar með ró og stillingu, enda var Gísli þann- ig gerður að þar var ekki verið að bera eitt eða annað á torg. Fyrir mörgum árum greindist Gísli með krabbamein, en fékk bót á því og átti mörg góð ár, en fyrir um það bil tveimur árum fer að halla undan fæti og voru nú engin gríð gefin eftir það. Þorsteinn bróðir Gísla andaðist í ágúst síðast- liðinn úr sama sjúkdómi, er hegð- aði sér eins. Því er nú skammt stórra högga á milli hjá fjölskyldu Gísla. Við Gísli höfum verið í nánum tengslum rúma hálfa öld og vorum orðin nokkuð vel kunnug og marg- ar eru minningarnar um skemmti- legar samverustundir. Nokkrar ferðir voru farnar á Brúnalaug meðan þau bjuggu þar og fengum við alltaf frábærar móttökur. Frændsystkinin höfðu gaman af var þó nokkur spölur fyrir ungling innan við fermingu og hræðslan við kríuna aftraði manni ekki að ná á áfangastað. Oft var mikill gestagangur á heimili þeirra hjóna, enda gestrisnin í fyrirrúmi. Þar hittumst við systk- inabömin oft við ýmis konar leiki og sá Ásta um að öllum liði sem best. Ég og fjölskylda mín sendum öllum ástvinum hennar samúðar- kveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt, (V. Briem.) Guðrún Sigmundsdóttir. Ásta ólst upp í föðurgarði og tók fljótt þátt í þeim störfum, sem féllu til á stóru heimili, bæði innanhúss og utan við nytjar og vitavörsluna, þar til hún stofnar sitt heimili. Hinn 13. janúar 1927 giftist hún Haraldi Jónssyni. Áttu þau saman farsælt heimili meðan báðum entist tíð, en Haraldur lést árið 1962, hinn 13. mars. Þau bjuggu fýrstu árin í Gróttu, en síðan í Litlabæ á Sel- tjarnarnesi og að lokum á Sólvangi á sömu slóðum. Heima stýrði Ásta heimili af að hittast. Gísli virti bömin og tal- aði til þeirra eins og jafningja og þótti þeim vænt um hann alla tíð. Þau eignuðust góða nágranna, er þau dvöldust fyrir norðan og hefur sá vinskapur haldist í gegnum árin. Seinni árin fórum við hjónin í árlega reisu austur að Ljósalandi á haustin og gistum yfir nótt og voru það sérstakir uppáhalds túr- ar. Þau voru svo samtaka í að taka á móti gestum, allt angaði af hrein- læti og huggulegheitum. Gísli var sérstakt snyrtimenni, gekk vel um alla hluti úti og inni, bráðduglegur garðyrkjumaður og var mér sagt fyrr á árum að hann væri með færustu mönnum í þeirri grein, enda allt fyrsta flokks vara er hann framleiddi. Krusarnir hans voru yndislegir. Þuríður, móðir Gísla, var dugnaðar og myndar kona, barðist harðri baráttu fyrir sér og sínum, var hún stundum hjá Böggu og Gísla. Kynntist ég henni þó nokkuð, en Oddi kynntist ég minna, hann dvaldi hjá þeim af og til. Hér eru fluttar kærar kveðjur og þakklæti fyrir samfylgdina frá mág- fólki, Halldóru og ijölskyldu og Aðal- steini og fjölskyldu. Biðja þau Guð að blessa systur sína og hennar fólk. myndarskap og mikilli gestrisni, sem þau áttu bæði mikið rúm fyrir svo og þeirri hjartahlýju sem þeim var svo eðlileg. Haraldur var oft fjarri vegna starfa sinna meðan hann var stýri- maður á togurum innanlands og erlendis og síðan með eigin útgerð um skeið. Eftir að Ásta missti mann sinn vann hún um árabil við sauma og einnig á Fæðingarheimili Reykja- víkur uns sjón dapraðist og hún varð að hætta. Börn og barnabörn eiga góðar minningar um ást og umhyggju móður og ömmu, er umvafði þau hlýju og kærleika, sem hún átti svo mikið af. Fyrir um það bil 6 árum fór að bera á þeim sjúkleika sem hamlaði því að hún gæti verið ein og sér. Þá komst hún á annan Sólvang eða Dvalar- og hjúkrunarheimilið í Hafnarfírði, þar sem hún var síðan og naut frábærrar umönnunar alit til að yfir lauk. Er starfsfólki þar færðar einlægar þakkir af ástvin- um. Kvödd er hinstu kveðju mikilhæf og góð kona, sem skilur eftir hjá vinum og ástvinum göfugar og fagrar minningar. Gunnlaugar P. Steindórsson. MININIINGAR Elsku systir mín, það eru stór tímamót í lífi þínu og þinna, bið ég Guð að styrkja þig og gefa þér heilsu og ykkur öllum óska ég vel- farnaðar. Til þín Gísli minn, með hinstu kveðju frá mér og mínum. Við öll í fjölskyldunni kveðjum þig með virðingu og þökkum samfylgdina. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga en sér í lagi þau sem tárin lauga og sýndu miskunn öllu því sem andar en einkum því, sem böl og voði grandar. (MJ.) Guðríður Steindórsdóttir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast míns kæra tengdaföð- ur, Gísla Jóns Oddsonar. Gísli fór ungur að vinna fyrir sér eins og algengt var í þá daga, eða fyrir fermingu. 15 ára réð Gísli sig til Stefáns í Reykjahlíð í Mosfellsbæ og lærði þar garðyrkju sem varð hans ævistarf. Gísli réðst til garðyrkjustarfa hjá Guðjóni í Gufudal í Ölfusi 1943 og vann þar til 1945 að hann fór að vinna hjá Gunnari í Álfafelli í Hveragerði. Hjá Gunnari var Gísli til 1951 að hann tók við umsjón garðyrkju- stöðvar Kaupfélags Eyfirðinga á Brúnalaug í Eyjafirði og gegndi því starfi til 1964 að hann flutti aftur til Hveragerðis með fjöl- skyldu sína og fór að vinna í Álfa- felli. Þegar Gísli vann í Gufudal kynntist hann ungri glæsilegri stúlku í Hveragerði, Sigurbjörgu S. Steindórsdóttur, dóttir Sigur- bjargar Þorkelsdóttur í Ásum í Hveragerði. Hún var fædd 1894 og dáin 1945, og Steindórs Sigur- bergssonar, sem lést um aldur fram 1930, en hann var fæddur 1890. Gísli og Sigurbjörg gengu í hjónaband 7. október 1944 og áttu því fimmtíu ára hjúskaparafmæli í október síðastliðnum. Ungu hjón- in hófu búskap í Álfafelli 1944 en réðust í að byggja sér hús sem þau nefndu Varmá og fluttu í það 1945. Hjá Gísla og Böggu, en svo var Sigurbjörg jafnan kölluð, var í mörg sumur bróðursonur Gísla, Halldór Viðar Halldórsson, búsett- ur í Hafnarfirði. Þáttaskil urðu í lífi Gísla og Böggu 1971 er þau kaupa garðyrkjustöðina Ljósaland í Laugarási í Biskupstungum, sem þau byggja upp og hafa búð þar síðan. Fyrir tæpum tveim árum kenndi Gísli sér meins og fór í meðferð vegna þess en meinið tók sig upp að nýju á öðrum stað. í nóvember síðastliðnum gekkst hann undir aðgerð en ekkert varð við ráðið. Tengdafaðir minn var fróður og víðlesinn. Sem dæmi má nefna að hann hafði margoft lesið íslend- ingasögurnar. Hann var dagfars- prúður og van sín verk í hljóði. Snyrtimenni var hann mikið og sá maður aldrei svo mikið sem arf- akló í gróðurhúsunum hjá Gísla. Ég kom fyrst á heimili Gísla og Böggu fyrir tuttugu og átta árum þegar ég kynntist Svenna. Mér var afar vel tekið og hafa þau reynst mér vel allt frá fystu kynnum. Börnin fóru oft í sveitina til afa og ömmu og var Árni þar oft nokkra daga í einu og naut þess að stjanað væri við sig. Nú á kveðjustund vil ég þakka þér Gísli minn samfylgdina og veit að vel hefur verið tekið á móti þér fyrir handan. Elsku Bagga, Guð gefi þér og fjölskyldunni styrk í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir ailt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. ^ (V. Briem.) Þín tengdadóttir, Magnea Ásdís. SVANLAUG AUÐUNSDÓTTIR + Svanlaug Auð- unsdóttir var fædd 4. mars árið 1930 á Ysta-Skála í V estur-Eyjafjalla- hreppi. Hún lést á sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 5. janúar síðastliðinn. Svanlaug var níunda af fjórtán börnum hjónanna Auðuns Jónssonar, f. 1892, d. 1959, og Jórunnar Sigurðar- dóttur, f. 1895, d. 1983. Systkini Svan- laugar eru Unnur, f. 1918, Sig- uijón, f. 1919, Sigurður Þor- berg, f. 1921, Frímann, f. 1922, d. 1922, Kristinn, f. 1923, Guð- rún, f. 1925, Magnúsína Lilja, f. 1927, Elí, f. 1928, Sigfús, f. 1932, Olafur, f. 1934, Eyrún, f. 1935, Auður Jóna, f. 1937, og Jón, f. 1941. Maður Svan- laugar var Siguijón Ólafsson frá Syðstu-Mörk í Vestur-Eyja- fjallahreppi, f. 3. júlí 1927, d. 8. nóvember 1992. Hófu þau búskap á Efstu-Grund í Vestur- Eyjafjallahreppi árið 1949, en fluttu árið 1958 að Stóru-Borg í Grímsneshreppi og bjuggu þar síð- an. Svanlaug og Siguijón eignuðust tíu böm, þau eru Auðunn, f. 1948, kvæntur Sigríði Magnúsdóttur, Ólafur, f. 1949 kvæntur Ingu Henningsdóttíir, Halldór Ingi, f. 1951, kvæntur Kol- < brúnu Sigurðar- dóttur, Jórunn Erla, f. 1951 gift Kjartani Helgasyni, Pálmar Karl, f. 1953, í sambúð með Kristínu Lindu Óskars- dóttur, Erlendur Sigurður, f. 1954, kvæntur Margréti Sig- rúnu Grímsdóttur, Bjöm Krist- inn, f. 1956, d. 1981, Siguijón Svanur, f. 1959, í sambúð með Sólrúnu Hrönn Guðmundsdótt- ur, Þröstur, f. 1962, í sambúð með Hildi Magnúsdóttur, Trausti, f. 1964, kvæntur Salóme Eggertsdóttur. Bama- börnin em orðin 26 og bama- bamabömin era tvö. Útför *“ Svanlaugar Auðunsdóttur verð- ur frá Stóru-Borgarkirkju í dag. MIG langar að minnast ástkærrar ömmu minnar, sem nú er fallin frá eftir erfið veikindi. Fyrstu minningarnar sem ég á um hana er þegar ég var lítil stelpa í sveit hjá ömmu og afa heitnum, þar sem mér leið alltaf vel. Amma var sívinnandi inni sem úti. Það var sama hvað gekk á og hversu marg- ir gestir voru hjá þeim, var allt í röð og reglu hjá henni ömmu, hún hugsaði fyrir öllu, hafði alltaf nógan mat handa öllum og það voru allir velkomnir á heimili þeirra. Það var ávallt gestkvæmt hjá þeim enda þekktu þau mikið af fólki. Amma vildi alltaf að allir færu vel mettir frá henni og ef það var vont veður og erfið færð og við á leið í bæinn, þá dúðaði amma okkur svo okkur yrði ekki kalt ef eitthvað kæmi uppá eða þá að hún sagði þið farið ekkert fyrr en veðrið lagast. Svona var hún amma mín, svo hjartahlý og yndislega góð. Ömmu var mjög annt um allt og alla og eftir að ég veiktist spurði hún ávallt um mig, nú seinast nokkru fyrir jól þegar hún gat ekki talað nema örfá orð. Þá skildi ég samt að hún var að spyija mig hvemig mér liði. Þegar ég svo eign- aðist son fyrir ári fór ég með hann til ömmu til að sýna henni auga- steininn minn. En hvað ég varð stolt þegar amma hélt á honum og brosti sínu blíðasta, væntumþykjan og stoltið skein úr augum hennar. Einnig þótti mér afar vænt um þegar hún sagði mér að skímar- myndin af Brynjari Atla sem ég gaf henni væri á náttborðinu.henn- ar við hliðina á myndinni af afa heitnum. Amma var mjög dugleg kona sem gat ekki auðum höndum setið. Ef hún kom hingað í heimsókn varð hún alltaf að hafa nóg fyrir stafni. Hún var líka trúuð og hún fann ýmislegt á sér, til dæmis þegar við sátum í eldhúsinu á Stóru-Borg og útidyrnar opnuðust óvænt og eng- inn var fyrir utan, þá vissi amma hver var á leiðinni í heimsókn. Eins eftir að afi dó, þá fann amma oft fyrir honum heima og heyrði til hans á næturnar. Síðasta ósk ömmu var að fá að vera heima um jólin og varð henni að ósk sinni en svo eftir að hún kom aftur á spítalann veiktist hún en náði sér ekki aftur. Elsku amma mín, það er sárt að sjá á eftir þér en ég hugga mig við að nú þjáistu ekki lengur. Þú hefur aftur fengið máttinn og getur því gengið á ný, ég veit líka að þú ert nú hjá afa og Bjössa og þar líður þér vel. Nú ertu leidd mín ljúfa, iystigarð Drottins í, þar áttu hvild að hafa hörmunga og rauna fri, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól, unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (H.P.) Þakka þér fyrir allt, þér mun ég aldrei gleyma. Þín, Júlíana. Elsku amma, nú veit ég að þér líður vel og ég veit líka að það var tekið vel á móti þér hinum megin. Við vitum öll hveijir það eru. Núna þegar ég hugsa um allar góðu stund- irnar sem við áttum saman kemur margj; í huga mér. Ég man þegar ég sagði þér „leyndarmálið okkar“ þá Ijómaðir þú og ég sá gleðina og eftirvæntinguna skína úr andliti þínu, Jþótt þú gætir ekki sagt mér það. Ég veit að þú fylgist með mér þegar þar að kemur. Eftir að þú komst á Selfoss kom ég á hveijum degi til þín í heimsókn og þetta voru góðar stundir sem við áttum saman. Mér fannst dagurinn ekki vera búinn fyrr en ég var búin að koma til þín. Þegar ég sat hjá þér síðasta kvöld- ið og hélt í höndina á þér, fann ég að þú vissir af mér og það var yndis- legt að vita af þvi. Það var erfitt að kveðja þig og ég sagði við þig, láttu þér líða vel og þú gerðir það. Amma, þín er sárt saknað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Svanlaug Kjartansdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.