Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Brigitta Vil- helmsdóttir á Blönduósi fæddist í Þýskalandi 27. jan- úar 1926. Hún Iést á Landspítalanum 6. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Vilhelm og Erna Leuschner og var æskuheimili hennar í fyrrum Austur- Þýskalandi. Systk- ini Brigittu voru sjö, en þar af eru þijú látin. Eitt af fjórum eftirlifandi er Erika, búsett á Islandi. Brigitta flúði ásamt fjölskyldu sinni til herná- mssvæðis Vesturveldanna og vann við ýmis störf og nám þar til hún flutti til Islands árið 1949. Brigitta giftist Sigursteini Guðmundssyni lækni 17. júní 1950 og tók hún þá nafnið Brig- itta Vilhelmsdóttir. Þau eignuð- ust þijú böm. Elstur er Matthí- as skipstjóri á Blönduósi, maki Í OKTÓBERMÁNUÐI síðastliðn- i um kom Brigitta ásamt annarri konu frá Blönduósi í stutta heim- ! sókn til okkar hjóna í sumarbústað okkar Kima í Norðurárdal. Ekki grunaði okkur að það yrði í síðasta skipti sem við hittumst. Við töluð- um oft við Brigittu í síma. Síðast núna milli jóla og nýárs. Þá var hún hress, kát og glöð yfir því að geta haft alla sína nánustu fjöl- skyldu hjá sér um jólin. Þetta sam- tal varð það síðasta. Á þrettándan- um, 6. janúar, var hringt til okkar og okkur sagt að hún hefði látist þá um daginn. Við vissum að skömmu áður hafði hún verið flutt alvarlega veik á sjúkrahús í Reykjavík. En að dauðinn væri svona nálægur grunaði okkur ekki. En það sannast nú sem oft áður að sá mikli sláttumaður boðar oft komu sína með stuttum fyrirvara. Brigitta var 68 ára þegar hún lést. Æskuheimili hennar var í Austur-Þýskalandi í héraði sem nú tilheyrir Rússlandi, þ.e. síðan í lok síðari heimsstyijaldarinnar. En Þjóðverjar urðu þá að láta allt Prússland af hendi til Rússa. Þegar Rauði herinn nálgaðist að austan flýðu flestir íbúanna vestur á bóg- inn eftir eyðilögðum vegum yfír- fullum af flóttafólki. Sumir reyndu að flýja með skipum á Eystrasalti, sem gekk misjafnlega vegna árása flugvéla og kafbáta. Brigitta og fjölskylda hennar komust með skipi það tímanlega að þau sluppu við mestu ringulreiðina og komust inn á hemámssvæði Vesturveld- anna. Það var mikil ringulreið í Þýskalandi á vordögum 1945 þeg- ar styijöldinni í Evrópu var að ljúka. Margar fjölskyldur sundruð- ust og gekk illa að ná saman aft- ur. Það gefur augaleið að margur maðurinn hefur farið illa út úr þessum vikum og mánuðum og margir sem lifðu þetta af biðu þess aldrei bætur. Auðvitað fór unga fólkið verst út úr þessu. Brig- itta slapp furðu vel enda fádæma dugleg og úrræðagóð. Hún fór til íslands í júlí 1949. Hún fékk starf á heimili Guð- mundar í. Guðmundsonar bæjar- fógeta í Hafnarfirði og Rósu konu hans. Þar kynntist hún manni sín- r um, Sigursteini Guðmundssyni, | sem þá var í læknisfræðinámi við “** Háskóla íslands. Þau Sigursteinn og Brigitta giftu sig á lýðveldis- daginn 17. júní 1950. Fyrripart ársins 1959 gerist Sig- ursteinn aðstoðarlæknir hjá Páli Kolka lækni á Blönduósi. í júní 1960 losnaði læknishéraðið á Pat- reksfirði, sem Sigursteinn réð sig v og starfaði þar í rúmt ár. I beinu framhaldi af starfinu á Patreks- Fanney Zopanias- dóttir og eiga þau þijú börn. Næstelst er Rósa M., útibús- stjóri íslandsbanka á Blönduósi, maki Rúnar Þór Ingvars- son, rafvirkjameist- ari. Þau eiga einnig þijú börn. Yngstur var Guðmundur, en hann fórst með MS Hafrúnu frá Eyrar- bakka í aftakaveðri í mars 1976. Systur- dóttir Brigittu, Martina, ólst upp hjá læknishjónunum. Vegna starfs eiginmanns bjuggu Brigitta og Sigursteinn á nokkrum stöðum innanlands og í Þýskalandi, en þar dvöldu þau er Sigursteinn lauk fram- haldsnámi í kvensjúkdóma- lækningum. Árið 1962 fluttu þau til Blönduóss og hafa verið búsett þar síðan. Útför Brigittu fer fram frá Blönduóskirkju í dag. firði hóf hann framhaldsnám í læknisfræði í Kiel í Þýskalandi með kvensjúkdóma sem sérgrein. Seint á árinu 1962 losnaði lækn- ishéraðið á Blönduósi. Sigursteinn mun helst hafa viljað halda áfram með sérgrein sína. En vildi þó ekki sleppa Blönduósi og sótti um það embætti. Margir munu hafa hvatt hann til þess meðal annarra Páll Kolka. Enda naut Sigursteinn þá þegar álits sem læknir og hefur verið ákaflega farsæll í starfi. í desember 1962 kom hann alkom- inn til Blönduóss með konu sína og böm. Var hann skipaður hér- aðslæknir á Blönduósi og seinna yfirlæknir við sjúkrahúsið á Blönduósi. Ekki var Sigursteinn búinn að gefa kvensjúkdómana upp á bátinn, því fyrir nokkrum árum lauk hann við þá sérgrein. Eiginkonan hún Brigitta mun í þessu sem öðru hafa stutt hann og hvatt til þess að ljúka þessum áfanga. Við hjónin kynntumst þeim Brigittu og Sigursteini fyrst á Blönduósi, þegar Sigursteinn var aðstoðarlæknir hjá Páli Kolka. Má segja að með okkur hafi tekist fljótlega góður kunningsskapur og síðar vinátta. Hélst það svo þó að ijarlægð yrði nokkur á milli okkar þegar við fluttumst til Borgamess árið 1968. Það hentaði þeim oft að koma við í sumarbústaðnum okkar Kima eða á heimili okkar í Borgamesi, þegar þau áttu leið um. Við skmppum einnig oft norð- ur yfír heiðar til Blönduóss, nutum hinnar ágætu gestrisni læknishjón- anna. Í slíkum tilfellum var margt spjallað og stundum tekið í spil. Brigitta var glæsileg kona. Hafði dökkt og mikið hár og skipti vel litum. Hún var ávallt vel klædd og smekklega til fara. Hún hafði sterka réttlætiskennd og heitt skap. Hún gat verið hrókur alls fagnaðar og hafði hvellan smitandi hlátur. Hún unni fegurð lita og tóna þó ekki léki hún sjálf á hljóð- færi. Það er á engan hallað þó sagt sé að heimili þeirra hafí verið mjög faliegt, sem er fyrst og fremst verk húsmóðurinnar. Hún taldi sig hiklaust vera íslending og tók því illa ef það var dregið í efa. Það, að hún var fædd í Þýska- landi, skipti ekki máli, starfsævi sinni hafði hún eytt á íslandi. Eitt er víst að meiri „íslending" hef ég tæplega hitt á lífsleiðinni en Brig- ittu. Brigitta vann nokkuð að félags- málum. Var t.d. virk í Krabba- meinsfélaginu á Blönduósi. Ómæld er sú mikla vinna sem hún lagði á sig fyrir sjúkrahúsið á Blönduósi, ýmist til aðstoðar manni sínum við aðgerðir o.fl., eða þá að hún heils- aði upp á sjúklingana og gamla fólkið, glöð í bragði. Ótal margt fleira mun hún hafa innt af hendi sem við kunnum ekki upp að telja. Greiðslu mun hún aldrei hafa tekið fyrir vinnu sína að þessum málefn- um. Brigitta og Sigursteinn eignuð- ust þijú börn. Elstur er Matthías, skipstjóri á Blönduósi, maki Fann- ey Zophoníasdóttir. Næst er Rósa M., bankaútibússtjóri íslands- banka á Blönduósi, maki Rúnar Þór Ingvarsson, raiVirkjameistari. Yngstur var Guðmundur. Hann var ákaflega geðugur piltur. Hann réð sig á bátinn Hafrúnu frá Eyrar- bakka vetrarvertíðina 1976. Bátur- inn fórst með allri áhöfn í mars 1976. Sonarmissirinn gekk nærri Brigittu, sem harmaði son sinn mjög. Þau óiu upp þýska stúlku, sem varð þeirra fósturdóttir, Mart- inu. Hún er nú búsett í Mosfellsbæ. Ein af systrum Brigittu, Erika, er búsett á Islandi. Þær systur urðu fyrir þeirri óhamingju að bróðir þeirra og mágkona fórust í bílslysi í Þýskalandi 20. desember sl. Rúmlega tveim vikum seinna veikist Brigitta og deyr. Mikið er á sumt fólk lagt. Stundum er þó hamingjan hlið- holl. Svo var að minnsta kosti í Neskaupstað 20. desember 1974, þegar 12 manns fórust í snjóflóði þar, sem auðvitað var mikill harm- leikur. Rósa Sigursteinsdóttir var þá starfandi í Neskaupstað og bjargaðist með ævintýralegum hætti úr snjóflóðinu ásamt ungu barni sínu. Brigitta og Sigursteinn bjuggu lengst af í embættisbústað á Blönduósi, svo sem algengt er með opinbera embættismenn úti á landi. Þegar sér fyrir endann á starfi þeirra flytjast þeir gjarnan til Reykjavíkur því þá þarf að rýma embættisbústaðinn. Sigursteinn og Brigitta höfðu annan hátt á. Þau ákváðu að búa meðal Húnvetn- inga, sem þau höfðu eytt meiri- hluta starfsævinnar fyrir. Þau keyptu húsið nr. 7 við Árbraut á Blönduósi, breyttu því og stækk- uðu miðað við þarfir á efri árum. Þetta hús er fullfrágengið og lóð þess hefur verið skipulögð og rækt- uð. AHt er þetta vandað og snot- urt eins og sæmir þeim hjónum. Við höfum oft komið í þetta nýja hús og notið þar ágætrar gestrisni þeirra. Nýja húsið þeirra stendur á bakka Blöndu þar sem þetta voðalega fljót streymir fram jafnt og þétt án hvíldar. Síðast þegar við gistum hjá þeiin nutum við hins rómaða sólseturs á Blönduósi og geislar kvöldsólarinnar spegl- uðu sig í spegilsléttum Húnaflóan- um og skáhallt yfir hinn raunveru- lega ós Blöndu. Nú er lengra liðið á kvöld hjá Brigittu og við getum ekki framan horft á sólsetrið með henni þar sem hún er komin á undan okkur yfír landamæri lífs og dauða. Við vonumst til að eiga eftir að hitta hana seinna á öðru tilverustigi. Nú þegar leiðir skilur þökkum við Brigittu áratuga vin- áttu. Við vottum vini okkar Sigur- steini, bömum hans og allri hans fjölskyldu okkar sýpstu samúð. Anna Ingadóttir, Ólafur Sverrisson. Sjúkrasaga Brigittu Vilhelms- dóttur var stutt og þess vegna kom fregnin um andlát hennar okkur vinum hennar mjög á óvart. Brigitta kom til Islands skömmu eftir stríð ásamt svo mörgum sem flýðu hörmungarnar og eymdina sem heimsstyijöldin skildi eftir sig í Þýskalandi. Strax eftir komuna til landsins tók hún að sér hús- hjálp hjá Guðmundi í. Guðmunds- syni sýslumanni í Hafnarfírði og hans ágætu konu. Naut Brigitta vinskapar þeirra alla tíð síðan. í HafnarLrði kynntist bún ung- um námsmanni, Sigursteini Guð- mundssyni. Tókust strax með þeim góðar ástir og varð hann lífsföru- nautur hennar upp frá því. Þau Sigursteinn gengu í hjónaband 17. júní 1950 en það ár útskrifaðist Sigursteinn sem stúdent frá MR. Ungu hjónin bjuggu í Hafnar- firði fyrstu árin meðan Sigursteinn var við nám í læknisfræði við Há- skóla íslands en fluttu síðan á Blönduós sem varð upp frá því þeirra heimabyggð. Brigitta var að mörgu leyti sérstakur persónu- leiki, á stundum skapmikil en í annan stað viðkvæm og blíð. Hún gat svo sannarlega verið glöð á góðri stundú, hafði mikinn áhuga á tónlist og átti ágæta söngrödd sem heyrðist alltof sjaldan. Mér er minnisstætt þegar hún og systir hennar Kristín, sem þá var stödd hér á landi, sungu saman dúett á þýsku eitt fallegt vorkvöld við læk- inn í Hafnarfírði. Brigitta bjó manni sínum og börnum mjög snoturt heimili hvar sem þau bjuggu. Hún var mjög smekkvís og nákvæm í öllu sem laut að heimilishaldinu. Þar var einstök regla á öllu og hver hlutur átti sinn stað. Hún gerði allt sem hún gat til þess að létta manni sínum, lækninum, störfín sem oft voru erfíð og erilsöm og gjarnan heyrði ég hana segja: „Já, hann á það svo sannarlega skilið hann Sigursteinn minn.“ Heimilið sem þau voru nýbúin að koma sér upp á hinum fegursta stað á bökkum Blöndu bar ljósan vott um smekkvísi þeirra hjóna. Þar hafði Brigitta unnið hörðum höndum og lagt hart að sér enda ætlaði hún að eyða ævikvöldinu þar eins og hún komst að orði. En margt fer öðruvísi en ætlað er og okkur mannanna börnum verð- ur ekki alltaf að ósk okkar því eigi má sköpum renna. Segja má að örlagadísirnar hafi gripið inn í líf þeirra hjóna á eftir- minnilegan hátt. Er þá fyrst að nefna er þær færðu þeim Rósu, dóttur þeirra og ungbarnið hennar lifandi úr snjóflóðinu mikla á Norð- fírði 1974. Öðru sinni er hrifinn var frá þeim piltur í blóma lífsins, piltur sem var allra manna hug- ljúfí og átti allt lífíð framundan, en hann fórst í sjóslysi. Nú hittast þau aftur, móðir og sonur, á græn- um grundum hinum megin við móðuna miklu. Við vonum að til- hugsunin um það megi verða Sig- ursteini, börnum og bamabörnum huggun og biðjum þeim Guðs blessunar. Patricia og Aðalsteinn Jónsson. Nú um hávetur kveðjum við Brigittu hinstu kveðju. Hastarleg veikindi hennar komu eins og norð- an stórhríð, sem ekki varð séð fyr- ir. Gjörgæsla læknisfræðinnar og hetjuleg barátta hennar sjálfrar máttu sín lítils. Heljartök sjúk- dómsins voru slík, að ekki var hægt að vinna sigur. Storminn lægði, Brigitta hefur fengið hvíld í friðsæld, en eftir standa eigin- maður, aðstandendur og vinir harmi slegnir. Við hjónin kynntumst Brigittu og Sigursteini fyrir fimmtán árum, þegar við ung lænishjón, eins og þá var oft sagt, komum í héraðið hans Sigursteins. Sigursteinn var þá búinn að vera héraðslæknir Austur-Húnvetninga í samfellt tuttugu ár. Við fundum strax sam- heldnina, sem einkenndi þau hjónin alla tíð. Brigitta leit á það sem heilaga skyldu sína að styðja mann sinn í erfíðu starfí hans. Og mikið hefur mætt á Brigittu, þegar Sigursteinn var eini læknirinn í víðlendu héraði mánuðum og árum saman. Við fundum einnig, að Brigitta hafði mikinn metnað fyrir fjölskyldu sína. Hún hugsaði einnig mjög til eldra fólksins í bænum og aðstoðaði það. Aldraðir ná- grannar og vistfólk Héraðshælisins í gegnum árin, munu minnast hennar með þakídæti. Brigitta var nákvæm og skipulögð, og hafði án efa kynnst því í uppeldi sínu í BRIGITTA VILHELMSDÓTTIR Þýskalandi. Brigitta vildi hafa hlutina í röð og reglu. Heimili þeirra Sigursteins hefur alltaf bor- ið vitni um þá reglusemi og reisn, sem einkenndi hana sjálfa. Við minnumst margra góðra stunda á heimili þeirra, og það var Brigittu jafn létt að taka á móti okkur og börnunum og heilu ráðuneyti eða læknafélagi. Tíminn líður fljótt í dagsins önn. Það finnum við best, þegar litið er yfir farinn veg. Minningarnar geyma margar ánægjulegar sam- verustundir, sem þó urðu alltof fáar. Við þökkum Brigittu sam- fyldina. Blessuð sé minning henn- ar. Við hjónin viljum votta Sigur- steini og öllum aðstandendum, okkar dýpstu samúð. Böðvar Örn og Gestný. Brigitta var frá Köningsberg í Austur-Þýskalandi og fullt skírnar- nafn hennar Brigitte Dorothea Leuschner. Hún kom til íslands vorið 1949 og giftist árið eftir Sig- ursteini Guðmundssyni, sem þá var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Árið 1959 komu þessi ungu hjón hingað til Blönduóss þar sem Sigursteinn varð staðgengill héraðslæknisins Páls Kolka. Varð það upphafið að dvöl þeirra hjóna á staðnum með nokkrum frávikum, en samfelld hefir dvöl þeirra á Blönduósi verið frá ársbyijun 1963 að Sigursteini var veitt læknishér- aðið og yfirlæknisstaða við Héraðs- hæli Austur-Húnvetninga. Þannig hafa þau hjónin, um hálfan fjórða áratug, deilt kjörum með okkur Austur-Húnvetningum. Er Brigitta kom til íslands var hún í rauninni reynd kona, langt umfram ungan aldur, því að baki voru stríðsárin, með þeim róttæku áhrifum, sem þau höfðu á þýsku þjóðina og aðra sem þátt tóku í þeim hildarleik. Brigitta samdi sig strax að háttum íslensku þjóðar- innar og ísland varð hennar land. Hún fékk nafni sínu breytt að ís- lenskum hætti og til staðfestingar því að hún væri Islendingur klædd- ist hún, þá strax, íslenska þjóðbún- ingnum á hátíðardögum og -stund- um. Var það hinni ungu konu metnaður og mjög tók hún sér til fyrirmyndar hætti forvera síns, Guðbjargar Kolka, um alla hátt- semi við vistmenn á héraðshælinu og samskiptum við íbúa héraðsins. Var sú fyrirmynd góð og framhald hennar engin sýndarmennska. Að sjálfsögðu er það strangur skóli að semja sig að háttum fram- andi fólks og tileinka sér málfar þess. Brigitta lagði sig fram um hvoru tveggja og varð fljótt ósvik- inn Húnvetningur, ásamt manni sínum. Hún tók mjög þátt í starfi hans á alvörustundum og naut gleði og gáska þegar það átti við. I hvoru tveggja var Brigitta hrein og bein en hvergi hálf. Var henni af því veitt athygli umfram margar konur og hún metin eftir því. Brautargengi Brigittu við stofnun Krabbameinsfélags Austur-Hún- vetninga var með eindæmum. Hún bókstaflega hreif héraðsbúa með sér, hundruðum saman, til stofnun- ar og starfrækslu félagsins og hopaði ekki af verðinum eftir það. Þannig var um flest sem hún tók sér fyrir hendur. Nú síðast að byggja upp nýtt hús og umhverfi þess er þau hjónin reistu sér á fögrum stað á norðurbakka Blöndu. Með garðyrkjuáhöldin í höndum var sem æskuroði færðist yfír þessa hvatlegu og viljasterku konu. Og draumurinn var að ræt- ast þar sem njóta átti efri áranna með góðum grönnum og starfí að hugðarefnum. Við óvænt og skyndilegt fráfall Brigittu Vilhelmsdóttur hafa ör- lögin farið sína leið og mannlegur máttur fékk ekki við ráðið. Að morgni var hún full starfsorku og tók til hendi, svo sem venja var, en að kvöldi var hún fársjúk. Bar- áttan var í algleymingi og skammt til endalokanna. Eiginmaður og fjölskylda drúpa í sorg og stór i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.