Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Salan á Sigurborgu VE rædd í bæjarstjórn Vestmannaeyja
Veðhafar tryggi for-
kaupsrétt bæjarins
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
Á FUNDI bæjarstjómar Vest-
mannaeyja í vikunni var samþykkt
að skora á veðhafa í Sigurborgu
VE að samþykkja ekki nýja skuld-
ara án þess að Vestmannaeyjabæ
verði fyrst boðinn forkaupsréttur
að bátnum.
Þá var skorað á stjómvöld að
koma í veg fyrir að hægt sé að
komast hjá því ákvæði í lögum að
bjóða sveitarfélögum forkaupsrétt
á bátum.
Sæhamar hefur gengið frá
samningi um sölu Sigurborgar til
Meleyrar hf. á Hvammstanga.
Meleyri stofnaði hlutafélagið Von
í Vestmannaeyjum til að annast
kaupin. í blaðinu Fréttum í Eyjum
kom fram í viðtali við Guðmund
Tryggva Sigurðsson, fram-
Skorað á stjórnvöld
að sjá til þess að
ákvæði um for-
kaupsrétt bæjar-
félaga sé virt
kvæmdastjóra Meleyrar, að þeir
hefðu stofnað Von hf. til að reyna
að tryggja sér bátinn.
Með því að hlutafélag sem skrá-
sett er í Eyjum kaupir bátinn er
hægt að komast hjá því að bjóða
Vestmannaeyjabæ forkaupsréttinn
eins og lögin kveða á um þó svo
að báturinn sé á leið til Hvamms-
tanga. Vestmannaeyjabær hefur í
fjögur skipti nýtt sér forkaupsrétt
á bátum sem búið var að ganga
frá samningi um að selja úr bæn-
um.
I umræðum á bæjarstjórnar-
fundinum komu fram áhyggjur
bæjarfulltrúa með minnkandi flota
Eyjamaiina og atvinnuleysi samf-
ara því. Eins kom fram megn
óánægja með það gat sem menn
telja vera í lögunum um stjórn fisk-
veiða sem gerir kleift að komast
hjá því að bjóða sveitarfélögum að
nýta sér forkaupsrétt. Fram kom
að íslandsbanki og Fiskveiðasjóður
væru líklega stærstu veðhafar í
Sigurborgu og því gætu þeir sett
fram skilyrði um að bænum yrði
boðinn forkaupsréttur að skipinu
áður en það færi úr bænum.
Verðdæmi
Ryksuga
Kaffivél
Gufustraujárn
Glasasett
Hárblásari
-* Áður
13.537 kr.
3.200 kr.
3.760 kr.
1.199 kr.
2.990 kr.
-► Núna
9.990 kr.
2.450 kr.
2.950 kr.
899 kr.
5 kr.
afsláttur á öllum vörum verslunarinnar.
lí*
KRINGLUNNI
i Húsasmiðjuna Skútuvogi 16.
í tilefni þess verður hreinsað
til í Heimasmiðjunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
Við sjávarsíðuna
ÞAU eru mörg handtökin við
sjávarsíðuna. Veiðarfærin
þarfnast viðgerðar og oft
skipta skipstjórnarmenn um
veiðiaðferðir. Er vetur ríkir
og þorri nálgast geta þessi
verkefni verið kuldaleg eins
og sjálf sjómennskan. Þetta
átti sannarlega við í Orfirisey
í vikunni er skipverjar á Helgu
II. voru að gera rækjutrollið
klárt.
Odýrari mögnleikar á stað-
setningu flotkvíar skoðaðir
Kvíin kostaði
177 milljónir
Akureyri. Morgunblaðið.
FLOTKVÍIN sem Akureyrarhöfn
keypti í Litháen í haust kostaði
tæplega 177 milljónir króna. Þá er
áætlað að um sjö milljónir króna
kosti að flytja kvína til Akureyrar
og í áætlun hafnarstjórnar er gert
ráð fyrir 74,5 milljónum króna til
að skapa aðstöðu fyrir hana.
Ódýrari kostur
Einar Sveinn Ólafsson, formaður
hafnarstjórnar Akureyrarhafnar,
sagði að verið væri að kanna mögu-
lega staði til að setja kvína niður á.
í umræðunni hafi verið litið til
svæðis norðan Slippstöðvarinnar-
Odda en nú væri verið að skoða
annan stað á athafnarsvæði stöðv-
arinnar, austan slippstöðvarhúss-
ins.
Sú staðsetning virtist vera ódýr-
ari kostur og hefði því í för með
sér að kostnaður við aðstöðuna
myndi lækka. „Það virðist vera
dýrasti kosturinn að setja kvína
niður norðan slippstöðvarinnar eins
og upphaflega var áætlað, en menn
eru að skoða og reikna þessa dag-
ana,“ sagði Einar Sveinn.
Allt klárt í maí
Flotkvíin sem keypt var af ríkis-
skipasmíðastöðinni Baltija í hafnar-
borginni Klaipeda hefur 5.000
tonna lyftigetu, hún er 116 metra
löng og 24 metrar á breidd og get-
ur tekið skip með allt að 7,6 metra
djúpristu. Hún verður flutt yfir
hafið til Akureyrar í maí og verður
að sögn formanns hafnarstjórnar
komin í lok þess mánaðar. „Þá á
allt að vera klárt og mannvirkið
væntanlega tekið í notkun innan
fárra daga eftir að það er komið.“
Á fundi hafnarstjórnar fyrir
nokkru var lögð fram skrá yfir eign-
færðar fjárfestingar á liðnu ári en
þær námu tæplega 120 milljónum
króna. Til flotkvíar fóru 63,7 millj-
ónir, 30,7 milljónir til hafnsögubáta
og 18 milljónir vegna framkvæmda
við Krossanes.
Á sama fundi var lögð fram
áætlun yfir áætlaðar framkvæmdir
á þessu ári en niðurstöður hennar
hljóða upp á tæplega 315 milljónir
króna. Eftirstöðvar flotkvíarkaupa
eru 194,5 milljónir, en inni í þeirri
tölu er heimflutningur hennar og
framkvæmdir við aðstöðu fyrir
hana á Akureyri, rúmlega 80 millj-
ónir samtals.
Þá er gert ráð fyrir framkvæmd-
um við Krossanes upp á 86 milljón-
ir og 12,8 milljónir vegna hafnar-
báts. Þá eru nefndar í áætluninni
framkvæmdir við vöruhöfn upp á
19,3 milljónir, frágangur við Hö-
epfner og uppsetning rafmagns-
tengla við Sandgerðisbót fyrir rúm-
ar tvær milljónir. Að sögn Einars
Sveins verður að fresta einhveiju
af fyrirhuguðum framkvæmdum
milli ára.