Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 11 FRÉTTIR Einn lést í um- ferðinni i Reykja- vík á síðasta ári Við sýningarslit sunnu- daginn 15. janúar kl. 20 verður hátíðarkvöldverður (Galadinner) á 5. hæð Perlunnar þar sem borinn verður fram fimm rétta kvöldverður ásamt fjöl- breyttu urvali af lettvínum sem vínráðgjafar kvöldsins munu kynna. Vínvagni verður ekið um salinn og gefst gestum færi á að smakka á far- þegunum. Utsölur í Jafnframt verður glæsileg skemmtidagskrá. Verð fyrir þennan hátíðar- kvöldverð ásamt vínum er 4.500 kr. á mann. BANASLYSUM í umferðinni fer fækkandi. Á síðasta ári lést einn í umferðarslysi í Reykjavík, þrír árið 1993, átta árið 1992 ogjafn- margir 1991. Á sama tíma hefur dauðaslysum á landinu öllu fækk- að úr 24 í 12. Bílaeign lands- manna hefur dregist nokkuð sam- an; var árið 1992 52.565 bílar en 51.218 árið 1993, samkvæmtupp- lýsingum frá Umferðarráði. Frá 1991 til 1993 fjölgaði landsmönn- um úr 260 þús. í 265 þúsund. Að sögn Magnúsar Einarssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lög- reglunni í Reykjavík, hefur ýmis- legt valdið þessari þróun. Hann nefnir góða samvinnu allra þeirra sem hafa með umferðarmál að gera og einnig hvað vegfarendur eru orðnir jákvæðir fyrir umferða- röryggismálum og meðvitaðir um hættur í umferðinni. Þá segir hann að löggæslan hafi einkum einbeitt sér að þremur þáttum; að öku- menn séu með ökuréttindi, að þeir séu allsgáðir í umferðinni og séu ekki með ofsa í akstri. Þetta hafi skilað góðum árangri. Aukin notk- un bílbelta hafi tvímælalaust einn- ig haft mikið að segja. Þá getur Trygginga- bætur beint á banka- reikninga erlendis ÍSLENDINGAR búsettir erlendis, sem fá greiddar bætur almanna- trygginga, geta nú fengið greiðsl- ur frá Tryggingastofnun ríkisins beint inn á reikninga sína erlend- is, samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar. Tryggingastofnun hefur samið við Landsbanka Islands um milli- færslur tryggingabóta á banka- reikninga í öðrum löndum, frá og með 1. janúar. Allur kostnaður vegna þjónustunnar fellur á við- takendur lífeyrisgreiðslanna, en þar er um að ræða skeytakostnað vegna símgreiðslu og þóknun af seldum gjaldeyri. Þetta er fýrsti samningur um millifærsluur bótagreiðslna til út- landa, sem Tryggingastofnun ger- ir, en hann uppfyllir ákvæði í EES-samningnum um greiður tryggingabóta innan evrópska efnahagssvæðisins. Þeir sem óska eftir þessari þjón- ustu verða að sækja um hana til Tryggingastofnunar eða umboða hennar. Kringlunni ÞRJÁTÍU verslanir hefja nú um helgina útsölur í Kringlunni og af því tilefni verður Kringlan opin bæði á laugardag og sunnudag. Útsölurnar eru nokkuð seinna en verið hefur undanfarin ár. Að þessu sinni er víðtæk samstaða meðal verslana í Kringlunni um að hefja útsölur á sama tíma. Um helgina verða verslanir Kringlunnar opnar á laugardag kl. 10-16 og á sunnudag frá kl. 13-17. Magnús sérstaklega afbragðs sjúkraflutningamanna og frá- bærra lækna, þeirra hlutur megi ekki gleymast. Magnús segir nauðsynlegt að bæta þjóðvegaeftirlit til stuðnings lögreglu á landsbyggðinni en það sé staðreynd að þjóðvegaeftirlits- bílum hafi fækkað úr sex niður í tvo á síðustu árum. Sýningin er opin: Föstud. kl. 18-22. Laugard. kl. 16-20. Sunnud. kl. 14-18. VÍNSÝNING í PERLUNNI 13.14. OG 15. JANÚAR1995 Markmiðið með sýningunni er að auka þekkingu á vínhéruðum, víngerð og bruggun ýmissa drykkja og að endurspegla þá jákvæðu vínmenningu sem er að þróast hérlendis. Þegar hafa margir erlendir og íslenskir vínsérfræðingar boðað komu sína og munu þeir halda fyrirlestra, vínsmökkunarnámskeið og vera með ýmsan fróðleik í farteskinu. Slys alls á landinu 1985-93 12 þús. þar af í Reykjavík ),85'86,87’8B'89,90,91,92,93 Slasaðir 1985-93 1500 1250 1000 þar af i Reykjavík ’85 '86 ’87 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92’93 Dauðaslys 1985-94 þar af i Reykjavik 'SS’SewmO’OO’OI ’92'93’94 Skráð ökutæki 1985-93 150þús- '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92’93

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.