Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBJjVÐJÐ AÐSENDAR GREIIMAR LAUGARDAGURH4.ÍJANÚAR1995 23 ... ekki hagsmunir ÚA „BÚIÐ er að fara nákvæmlega yfir þetta máí, báðir þessir söluaðilar hafa selt frystar af- urðir í áratugi og þeir hafa ákveðin viðskiptasambönd. Nei, ég tel að það eigi ekki við rök að styðjast að það sé hættulegt fyrir ÚA að flytja viðskipti á milli sölusamtaka." Magnús Gauti Gautason, kaupfé- lagsstjóri KEA. (í Degi, laugardaginn 7. janúar 1995.) Gunnar Ragnars Þar sem hagsmunir Útgerðarfé- lags Akureyringa hafa svo mjög ver- ið til umræðu að undanförnu, finnst mér sem framkvæmdastjóra félags- ins skylda mín gagnvart starfsfólki félagsins, hluthöfum og raunar Ak- ureyringum öllum að láta eftirfar- andi koma fram: Það þarf ef til vill ekki að rekja í smáatriðum um hvað málið snýst: Annars vegar eru það hagsmuriir ÚA varðandi markaðs- og sölustarf- semi á framleiðsluvörum félagsins. Hins vegar eignarhald á meirihluta hlutabréfa Akureyrarbæjar í ÚA og hugsanleg sala þeirra hlutabréfa. Eg ætla ekki, að minnsta kosti ekki að sinni, að blanda mér í umræð- una um hlutabréfin, hvort eigi að selja og þá hverjum. Ég ætla hins vegar að leggja nokkur orð í belg um hagsmuni ÚA með sérstöku til- liti til fyrra atriðisins, þ.e.a.s. sölu- og markaðsstarfseminnar. Þetta geri ég nú vegna þess, að mér finnst um margt í þeirri umræðu fjallað af mikilli vanþekkingu og ég tel mig eðli málsins samkvæmt hafa betri aðstöðu og vitneskju til að ræða þann þátt. Ennfremur gefa ofangreind um- mæli Magnúsar Gauta Gautasonar sérstakt tilefni til þess að setja þessi orð á blað, þar sem um er að ræða áhrifamann í viðskiptalífi Akureyrar- bæjar. I áratugi hefur ÚA selt fram- leiðsluvörur sínar í gegnum sölunet SH og verið um árabil einn stærsti framleiðandinn innan SH og jafn- framt stærsti eignaraðili að félaginu. Hagsmunir UA eru í þessu tilliti tvíþættir að mínu mati: 1. Eignaraðild að SH og rekstrarfyr- irkomulag þess félags gera það að verkum, að ÚA fær á hveiju ári stórar íjárhæðir inn í sinn rekstur frá SH í formi arðs og endurgreiddra umboðslauna. 2. SH ræður að flestra dómi yfir einu sterkasta sölukerfi fyrir sjávaraf- urðir, sem þekkt er á þeim markaðssvæðum, sem íslenskur fiskur er seldur á. Á helstu mörk- uðum, sem ÚA hefur lagt áherslu á, þ.e. Bandaríkjamarkaði og nú á síðustu misserum í vaxandi mæli á öðrum mörkuðum, hefur SH að mínu mati yfirburða- stöðu. Það eru því ótvírætt hagsmunir ÚA að selja afurðir sínar í gegnum SH og undir þeim vöru- merkjum, sem það hefur yfir að ráða, enda hafa stjórnendur ÚA ætíð met- ið það svo, að hagsmunum félagsins væri best borgið með þeim hætti. Ætla ég nú í örfáum orðum að gera nánari grein fyrir þessum tveimur atriðum. Eignaraðild að SH SH er í eðli sínu einfaldlega sölu- deild framleiðendanna og þar með ÚA. Fiskframleiðendurnir innan vé- banda SH hafa séð sér hag í því að sameinast um sölu- og markaðsstarf- semina í stað þess að vera með jafn- margar söludeildir hver fyrir sig inn- an eigin vébanda. Þetta samstarf hefur reynst vel og verið forsenda þess, hversu öflugt sölunet SH er í dag og hversu góðri fótfestu SH hefur náð á hinum ýmsu mörkuðum. Á einföldu máli heitir þetta sam- vinna. Fjölþætt og ört vaxandi starf- semi SH ár frá ári hefur leitt til þess, að þetta sölukerfi hefur verið æ betur nýtt. Það hefur aftur leitt til þess, að kostnaður á útflutta ein- ingu hefur farið lækkandi og hafa framleiðendur því fengið verulegan hluta reiknaðra umboðslauna endur- greiddan. Þá hefur góð afkoma dótt- urfélaganna heima og erlendis aukið höfuðstól samtakanna, sem hefur runnið beint til eignaaukningar hjá eigendunum auk þess sem þeir hafa fengið góðan arð af þessum og öðrum eignum sínum í félaginu. Þessar fjárhæðir hafa numið tug- um milljóna á ári hverju fyrir ÚA og nægir að nefna að á árinu 1993 nam þessi upphæð 82 millj. kr. og á árinu 1994 er gert ráð fyrir svipaðri upphæð. Ef ÚA segði skilið við SH og flytt- ist yfir til ÍS, horfðu málin öðru vísi Tilvísanir SUMAR hugmyndir deyja seint. Aftur hefur tilvísunarkerfið skotið upp kollinum. Sagt er að spara megi peninga með þeirri framkvæmd. Enginn getur þó skýrt hvernig. Talsmaður heilbrigðisráðuneytis- ins telur að sparnaður- inn komi beint úr vasa sjúklinga. íslendingar hafa átt því láni að fagna að búa við gott heilbrigðis- kerfi. Tryggður er greiður aðgangur að læknum, heilbrigðis- starfsfólk er allt vel Drögin að reglugerð kalla á aukna skrif- fínnsku, segir Tómas Zoega, og minnka frelsi fólks. menntað og kostnaði þeirra sem veikir eru er stillt í hóf. Nú liggja fyrir drög að flókinni Tómas Zoéga Það eru ótvírætt hagsmunir ÚA, segir Gunnar Ragnars, að selja afurðir sínar gegnum SH. við. ÍS er hlutafélag, þar sem ÚA á enga eignarhlutdeild. Jafnvel þó skilaverð væru hið sama, nyti ÚÁ í engu hlutdeildar í hugsanlegum arði ÍS, en hann myndi ganga í einu eða öðru formi til eigenda þess félags. Það er því ofureðlilegt, að eigendur IS séu áfjáðir í að ná framleiðsluvör- um ÚA til sölumeðferðar, enda er þar um mikla hagsmuni að ræða fyrir þá. Það geta hins vegar ekki verið hagsmunir ÚA. 45% af framleiðslu frystíhúss ÚA til Bandaríkjanna Samvinna fyrirtækjanna innan SH hefur gert það að verkum, að íslend- ingum hefur tekist að hasla sér ör- uggan völl á erlendum mörkuðum og byggja upp vörumerki sem eru vel þekkt og viðurkennd sem gæða- framleiðsla. Þannig hefur til dæmis dótturfyrirtæki SH í Bandaríkjunum, Coldwater Seafood Corporation, þró- ast í það að verða sterkasta sölufyrir- tæki frystra sjávarafurða þar í landi og vörumerki þess ICELANDIC hef- ur samkvæmt niðurstöðum kannana yfírburði yfir önnur vörumerki á veit- ingahúsamarkaðnum. Það eru því viss forréttindi að framleiða undir þessu merki og það hefur í gegnum árin verið auðveldast í sölu og gefið best verð. Þessar stað- reyndir eru mjög mikilvægar fyrir ÚÁ, þar sem um 33% af heildarfram- leiðsluverðmæti félagsins, en um 45% af framleiðslu frystihússins fara vestur um haf. Það er hins vegar alvarlegur mis- skilningur að ÚA-vörurnar séu svo þekktar í Bandan'kjunum að þær selji sig sjálfar og engu máli skipti hver sjái um þá sölu eða undir hvaða vörumerki framleitt er. Það er Coldwater og ICELANDIC, sem er þekkt, enda þótt ÚA sé stolt af því að hafa átt dijúgan þátt í því að stuðla að sterkri stöðu merkisins í Bandaríkjunum. Sú markaðsuppbygging er árang- ur 35 ára samstarfs. Fari ÚA úr SH og yfir til IS fullyrði ég, að fram- leiðsluvörur þess fara ekki til sömu viðskiptavina og áður. Coldwater mun áfram selja sínar ICELANDIC- vörur og halda sínum tryggu við- skiptavinum, en framleiðsluvörum ÚA yrði stefnt í mikla óvissu. Það á bæði við um verð og sölumöguleika. Öflugft markaðsstarf SH hefur lagt mikla áherslu á að sölu- og markaðsstarfíð fari sem mest fram úti á sjálfum markaðs- svæðunum erlendis. Þess vegna hafa verið sett á fót tvö stór dótturfyrir- tæki í Bandaríkjunum og Bretlandi og öflugar söluskrifstofur í Frakk- landi, Þýskalandi og Japan. Tölur gefa til kynna hver aukning og festa hefur orðið í sölunni síðan þessi stefna var tekin upp og eftir því sem þessi fyrirtæki og skrifstofur hafa orðið öflugri og betur mannaðar. Þróunarstarfsemin, sem ávallt er nátengd sölunni, fer síðan að miklu leyti fram hjá hinum ýmsu framleið- endum í nánu samstarfí við sölu- og markaðsmennina og hinn endanlega notanda vörunnar í hveiju tilfelli. Þróunarstarfmu er stýrt af þróunar- deild SH. Er þar um að ræða langt og farsælt samstarf starfsmanna ÚA, sölufélaganna og. viðskiptavin- anna og ÚA framleiðir nú ijölmargar vörutegundir, sem hafa verið þróaðar á þennan hátt. Hefur sú framleiðsla farið mjög vaxandi og það er eitt af markmiðum og áhersluatriðum félagsins að auka þann hlut. Fjölmörg dæmi mætti nefna um mjög góðan árangur af nánu sam- starfi SH og ÚA í gegnum árin. Ég býst þó við, að þar standi upp úr sá árangur, sem félögin hafa náð sam- eiginlega í Bandaríkjunum um árabil og síðan mjög markverðan árangur við sölu framleiðsluvara þýska dótt- urfélagsins á síðasta ári. Þar var unnið vel og hratt til lausnar erfiðu verki, sem tókst með ágætum. Ein- ungis mjög sterkt sölukerfí eins og ÚA hefur yfir að ráða hefði ráðið við það verkefni. ÚA veit vel hvað það hefur að þessu leyti og án efa er góður árang- ur í sölu framleiðsluvaranna eitt af því, sem hefur ráðið hvað mestu um, hversu vel hefur tekist til með rekst- ur ÚA í gegnum tíðina. Að skipta um söluaðila, jafnvel þó að fyrir liggi, að þar sé fyrirtæki, sem einnig hefur unnið að þessum málum í áratugi, hlýtur að tefla starfsemi ÚA í mikla óvissu. Það geta því ekki verið hags- munir ÚA að gera þá breytingu. íslendingar hafa byggt upp sterka stöðu fýrir sjávarafurðir á erlendum mörkuðum og hefur sú vinna staðið yfir í áratugi. SH hefur ætíð verið þar í fararbroddi og er viðurkennt að vera öflugasta fyrirtæki okkar í þeirri grein. Með því að skaða SH er því í raun verið að skaða útflutn- ingsstarfsemi þjóðarinnar. Það geta ekki verið hagsmunir íslendinga. Höfundur erforstjóri ÚA. Sýning á Honda árgerð 1995 reglugerð um tilvísanir, sem mun tryggja aukna skriffinnsku og minnka frelsi þegnanna til að leita beint til þess lækn- is sem þeir sjálfir velja. Hér er um að ræða áfturhvarf til fyrri tíma og verður engum til góðs. Einkennilegt er á tímum aukins frelsis í skiptum manna á milli að forræðisdraugur sem þessi skuli vera vakinn upp. Enginn vafi er á því að nokkrir þeirra sem stóðu að skömmtunarstjórn fyrr á dögum gerðu það af góðum hug. Aðrir voru að skara eld að eigin köku og enn aðrir að fá útrás fyrir þá þörf sína að hafa vit fyrir öðrum. Heilbrigðisráðherra hefur lýst því yfir að hann hafi engan bakkgír. Skorað er á ráðherra Sjálfstæðis- flokksins að þeir grípi í taumana áður en ráðherrann ekur fram af hengifluginu sjálfum sér og öðrum til óbætanlegs tjóns. Höfundur er starfandi geðlæknir í Reykjavík. Honda Quartet 1,51. frá kr. 1.480.000 Þú finnur örugglega bíl við þitt hæfi í Honda fjölskyldunni. Kíktu til okkar í Vatnagarðana, fáðu þér kaffisopa og reynsluaktu verðlaunabíl frá Honda. Opiðfrákl. 12-16 Vatnagörðum • Sími 689900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.