Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGAR0AGUR 14. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Útflutningur á rússneskri olíu gefinn fijáls Erfitt að spá í’yrir um verðþróunina London. Reuter. TILRAUNIR til að koma á auknu frelsi í olíuviðskiptum Rússa valda því, að allar spár um líklega verð- þróun á markaðinum eru að litlu hafandi. OPEC, Samtök olíufram- leiðsluríkja, hafa raunar verið í vörn að undanförnu vegna aukinn- ar framleiðslu í Norðursjó en sveiflurnar, sem eru á framboði rússneskrar olíu, gera markaðinn enn óútreiknanlegri. Rússland er nú þriðja mesta olíuframleiðsluríkið, á eftir Saudi- Arabíu og Bandaríkjunum, en olíu- birgðir í jörðu eru þar mjög mikl- ar, um 100 milljarðar fata. Er mestur hluti olíuútflutningsins, 1,5 til 2 milljónir fata á dag, seldur á skyndimarkaðinum. 2,6 milljón föt á dag? Á gamlársdag nam Víktor Tsjemomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, úr gildi takmarkanir á olíuútflutningi og síðan hafa markaðssérfræðingar rifist um hve mikill útflutningurinn muni verða. Lagabreytingin og óvissa, sem enn ríkir um framkvæmdina, til dæmis útfiutningsgjöld, hefur raunar orðið til að draga aðeins úr útflutningnum í svipinn en Al- þjóðaorkumálastofnunin, IEA, spáir því, að hann nái hámarki á þriðja ársfjórðungi og verði þá 2,6 milljónir fata á dag. Ýmsir aðrir telja, að hann fari ekki upp fyrir 1,9 milljónir fata. Reuter EDOUARD Balladur (t.v.) ásamt Charles Pasqua. Frönsku forseta- kosningarnar Pasqua styður Balladur París. Reuter. CHARLES Pasqua innanríkisráð- herra Frakka lýsti í gær stuðningi við framboð Edouards Balladurs forsætisráðherra til forseta. Er það túlkað sem mikið áfall fyrir Jacques Chirac borgarstjóra Parísar. Chirac viðurkenndi í gær að það væru sér vonbrigði að verða af stuðningi Pasqua, sem nýtur mikils álits í Frakklandi og er áhrifamikill í stjóminni. Þeir hafa verið pólitísk- ir samheijar um áratuga skeið. í handskrifuðu bréfí til Chiracs, sem birtist í Le Monde í gær, segir Pasqua: „Kæri Jacques. Af sömu ástæðu og ég hef stutt þig frá 1974, hef ég ákveðið að styðja Edouard Balladur." Sagðist hann álíta for- sætisráðherrann bestan til þess fall- inn að vernda frönsk gildi og mynda breiðfylkingu á bak við þau. Refsiaðgerðum ekki aflétt Selja íranar olíu fyrir Irakssljórn? Nikosiu, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. SENDINEFND írana hjá Samein- uðu þjóðunum (SÞ) vísaði í gær á bug fullyrðingum Bandaríkjamanna í öryggisráðinu þess efnis að írakar seldu olíu á alþjóðamarkaði fyrir milligöngu írana. Nefndin sagði að um „áróður Stjómvalda í Washing- ton“ gegn íran væri að ræða. Örygg- isráð SÞ samþykkti á fimmtudag að slaka í engu á viðskiptalegum refs- iaðgerðum gegn stjórn Saddams Husseins í írak þar sem írakar hefðu ekki fullnægt öllum skilyrðum fyrir afnámi þeirra. írakar mega selja takmarkað magn af olíu til að kaupa ýmsar nauðsynjavörur á borð vlð lyf en verðið má ekki vera lægra en 8-9 Bandaríkjadoltarar fatið. Madeleine Albright, aðalfulltrúi Bandaríkja- manna hjá SÞ, sagði að olían frá írak hefði verið seld á 5 dollara fat- ið. íranar neita þessu og segjast leggja sitt af mörkum til að stöðva skip með íraska olíu á Persaflóa og framfylgja þannig sölubanninu. Bandaríkjamenn sögðu í fyrra að skip sem fylgjast með skipaumferð á flóanum hefðu margsinnis rekist á tankskip á leið til írans með íraska olíu. Ákvörðun öryggisráðsins var samhljóða en Rússar og Frakkar, sem eiga fast sæti í ráðinu, hafa undanfamar vikur mælt með því að stefnan gagnvart írökum yrði endur- skoðuð; þess má geta að báðar þjóð- irnar eiga mikilla efnahagslegra hagsmuna að gæta í írak. Fulltrúi Rússa í ráðinu, Sergej Lavrov, lýsti óánægju sinni með að ráðið skyldi ekkert slaka til, taldi að tilslakanir myndu herða á írökum að fullnægja öllum kröfum SÞ. Vopnaeftirlitsmenn SÞ kvarta undan því að stjórnin í Bagdad hafi ekki veitt þeim allar upplýsingar um áætlanir sínar um gerð efna- og sýklavopna. Hallir og hungur Madeleine Albright bendir enn fremur á að enn sé ekkert vitað um örlög hundraða kúveiskra stríðs- fanga í írak, auk þess hafí írakar ekki skilað gríðarmiklu af vopnabún- aði og öðrum verðmætum sem þeir hertóku í Kúveit. Saddam Hussein sói auk þess milljörðum dollara í minnismerki og hallir. Fulltrúi Frakka, Jean-Bernard Merimee, sagði þá ákvörðun íraka í nóvember að viðurkenna landa- mæri Kúveits hafa verið „mjög mik- ilvægt skref" og öryggisráðið ætti ekki að búast við því í alvöru að írakar afvopnuðust algerlega. En þótt margt hefði áunnist hefðu írak- ar ekki gert nóg og þess vegna væri ekki enn tímabært að aflétta refsiaðgerðunum. Reuter Óvið- ráðanlegir eldar SLÖKKVILIÐSMENN eru eins og dvergar í samanburði við eldtungurnar frá gasborholu við þorpið Bodasakurru í suð- austurhluta Indlands. Tilraunir til að slökkva þá hafa reynst árangurslausar enda gífurleg- ur kraftur á gasinu sem spraut- ast upp og óbærilegur hiti tugi metra út frá holunni. í gær kallað eftir aðstoð bandarískra sérfræðinga í að slökkva elda af þessu tagi. Frásögn níu ára gamallar stúlku sem lifði af flugslys í Kólumbíu Cartagena. Reuter. STARFSMENN kólumbíska loftferðaeftirlitsins segja það vera kraftaverk að níu ára göm- ul stúlka skyldi lifa af spreng- ingu í farþegafiugvél í Kólumbíu á miðvikudag. Stúlkan, sem brákaðist á handlegg og mjað- margrind, segir að móðir hennar hafi þeytt henni út úr vélinni augnabliki áður en hún lenti í mýrlendi. Ekki er hins vegar fyllilega ljóst hvort sprenging varð í vélinni á flugi eða hún brotlenti. Stúlkan, Erika Delgado, er úr lífshættu en hætt er við að starf- semi nýma muni truflast vegna innvortis blæðinga. Hún syrgir mjög foreldra sína og bróður, sem fórust í slysinu en vinir og ættingj- ar hafa fengið að heimsækja hana á sjúkrahúsið. Fjölskyldan var á leið heim til Cartagena úr tveggja vikna leyfl í Bogota er slysið varð. Þakkar móður- • • • •• /»• mm liigjoiina Reuler ANNAR vængur kólumbísku flugvélarinnar sem fórst á miðviku- dag, í fenjunum þar sem vélin kom niður. Talið er að sprenging hafi orðið í flugvélinni í 14.000 feta hæð. Hent út úr vélinni Erika sagði björgunarmönnum að móðir hennar hefði hent henni út úr vélinni en það hefur enn ekki fengist staðfest. Hún man ekki lengur hvað gerðist í slysinu. Slysið varð skammt frá borg- inni Cartagena í Kólumbíu. Arturo Ramos, sem bjargaði Eriku, kveðst hafa heyrt gífurlega sprengingu og séð flugvél hrapa til jarðar. Flugmaður sem einnig varð vitni að slysinu sagði í fyrstu að sprenging hefði orðið um borð í vélinni í um 14.000 feta hæð en dró fullyrðingu sína síðar til baka. Heyrði kjökur Ramos hljóp ásamt fjölskyldu sinni að braki flugvélarinnar sem var í mýrlendi og heyrði þá kjök- ur. Hljóp fólkið út í foraðið og fann stúlkuna. Tré og mýrin höfðu dregið úr fallinu. Vill fjár- festa meira íMið- Evrópu Cleveland. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, skoraði í gær á bandaríska atvinnurekendur og kaupsýslu- menn að fjárfesta í Mið-Evrópu, 550 milljarða dollara markaði, og sagði, að það myndi festa markaðs- umbætur í sessi og leiða til „raun- verulegs öryggis". „Aukin viðskipti og flárfestingar munu koma sér vel fyrir Mið-Evr- ópu en gleymum því ekki, að við munum hagnast einnig,“ sagði Clinton og bætti við, að störfum myndi fjölga í Bandaríkjunum. Aukin viðskipti og útflutningur eru einn af hyrningarsteinunum í efna- hagsmálastefnu Clintons. Kom þetta fram á ráðstefnu, sem sótt var af rúmlega 300 bandarískum kaupsýslumönnum og 230 emb- ættismönnum frá Mið- og Austur- Evrópu. Útflutningur hefur þrefaldast Á ráðstefnunni tilkynnti Clinton, að Bandaríkjastjórn ætlaði að leggja fram fé til tveggja fjárfest- ingarsjóða fyrir Mið- og Austur- Evrópu og kvað hann þá fjárfest- ingarstuðning Bandaríkjamanna á þessum slóðum nema alls fjórum milljörðum dollara. Bandarísk fyrirtæki eru nú þeg- ar mestu fjárfestar í Mið- og Aust- ur-Evrópu og standa fyrir 35% af 15 milljarða dollara fjárfestingu þar frá 1989. Frá 1988 hefur út- flutningur Bandaríkjamanna til þessara landa þrefaldast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.