Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 19 FRETTIR: EVROPA Island sakað um seinagang við lögfest- ingu evrópsks tryggingamarkaðar Tryggingaeftirlit segir reglurnar löngu samþykktar TRYGGINGAEFTIRLITIÐ hafnar því með öllu að íslendingar hafi dregið lappirnar og ekki lögfest þær tilskipanir Evrópusambandsins, sem nauðsynlegar eru taldar til að sam- einaður evrópskur tryggingamark- aður verði til, eins og kveðið er á um í samningnum um Evrópskt efna- hagssvæði. I frétt Reuters-fréttastofunnar í gær er haft eftir framkvæmdastjóra evrópsku trygginganefndarinnar, Francis Loheac, að nokkur Evrópu- ríki, þar á meðal ísland, hefðu ekki lögtekið tvær lykiltilskipanir ESB um tryggingamarkaðinn; 92/96/ EBE og 92/49/EBE, en þær ijalla um líf- og skaðatryggingar. Tilskip- anirnar áttu að taka gildi í júlí síðast- liðnum. Loheac tiltók einnig Ítalíu, Spán, Grikkland og Finnland sem ríki, sem ekki hefðu lögfest tilskipanirnar. Hann sagði að myndun samevrópsks tryggingamarkaðar væri að öðru leyti vel á veg komin. Vorum með þeim fyrstu Erlendur Lárusson, forstöðumaður Tryggingaeftirlitsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að fuilyrðingar Loheacs væru rangar. Tilskipanirnar hefðu verið Iögfestar í maí síðastliðn- um með gildistöku laga um vátrygg- ingastarfsemi. „Við vorum með þeim fyrstu í Evrópu að samþykkja þetta,“ sagði hann. Erlendur sagði að ekki væri búið að ganga frá útfærslu varðandi t.d. ársreikninga, reikningsskil og slíkt, en gagnrýnin virtist ekki beinast að því Varnarmálaráðherra Noregs Mikilvægi sam- starfsins við Bandaríkin eykst Osló. Reuter. J0RGEN Kosmo, varnar- málaráðherra Noregs, segir að mikilvægi örygg- issamvinnu Norðmanna og Bandaríkjamanna hafi aukist til muna eftir að Norðmenn höfnuðu aðild að Evrópusambandinu, ESB, í þjóðaratkvæða- greiðslu í nóvember. Nið- urstaða þjóðaratkvæðar- greiðslunnar þýddi að Norðmenn hefðu engin bein áhrif á stefnu ESB eða Vestur-Evrópusam- bandsins, VES. Kosmo sagði, í erindi sem hann flutti nýlega á kvöldverðarfundi Her- fræðisamtaka Osló, að Bandaríkja- menn yrðu einnig að átta sig á að varnarmál væru breytileg milli svæða í Evrópu. Að mati Kosmo er lífsnauðsynlegt fyrir Norðmenn að tryggja og efla samstarf sitt við Bandaríkjamenn á sama tíma og þeir reyna að nýta sér aukaaðildina að VES til fulls. Upprunalegur tilgangur NATO „Eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna er nauðsynlegt að draga úr áhrifum þess á al- þjóðavettvangi, sem sumir myndu vilja líta á sem ósk Norðmanna til að standa fyrir utan hina evrópsku samvinnu," sagði Kosmo. Hann sagði Norð- menn styðja aukið samstarf við þjóð- ir Austur-Evrópu en ekki mætti gleyma hinum upprunalega tilgangi bandalagsins. Það væri ekki Norð- mönnum í hag ef Atlantshafsbanda- lagið breyttist úr varnarbandaiagi í einhvers konar öryggismálastofnun. J0RGEN Kosmo Vill lengja for- mennskuna í ESB París. Reuter. ALAIN Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, segir að sex mánuðir séu of skammur tími fyrir þau ríki, sem gegna formennsku í ráðherra- ráði Evrópusambandsins hverju sinni. Ekki sé hægt að koma málum í gegn á skilvirkan hátt á þetta stutt- um tíma. „Það er mín persónulega skoðun að við verðum einhvern tímann að íhuga það að lengja formennsku- tímabilið,“ sagði Juppé á blaða- mannafundi. Þetta er í takt við fyrri málflutning stærri ríkja ESB, en á móti hefur verið bent á að með þessu móti yrði óheyrilega langt á milli þess að ríki gegndi formennsku í ráðherraráðinu. Ef formennskutíma- bilið yrði ár, liðu fímmtán ár á milli. Hann sagði Þjóðverja, Frakka og Spánveija, sem gegnt hafa for- mennskunni undanfarin tímabil hafa reynt að leysa þetta vandamál með því að samræma stefnu sína. Það sé hins vegar enginn frambúð- arlausn. Juppé vildi ekki tjá sig um hve langt hann teldi að tímabilið ætti að vera. » ♦ ♦ EFTA-ráðið sam- þykkir breytingar EFTA-ráðið samþykkti á fimmtu- dag nýja kostnaðarskiptingu ríkj- anna, sem eftir eru í samtökunum. Svisslendingar höfðu þó fyrirvara við samþykktina. Eins og sagthefur verið frá verður hlutur íslands nú 4,37% af kostnaði við skrifstofurekstur EFTA, eða um 34 milljónir króna. íslendingar og Norðmenn eiga eftir að ganga frá kostnaðarskipt- ingu vegna Eftirlitsstofnunar EFTA og dómstóls samtakanna í Brussel. Opel fjórhjóladrif Frumsýning Opel Vectra 2,0 með fjórhjóladrifi II • ABS bremsukerfi 15" álfelgur og vindskeið (spoiler) • Rafdrifnar rúður og rafdrifnir upphitaðir útispeglar • Hágæða útvarp og segulband með þjófavörn og 6 hátölurum • Kostar aðeins 2.280.000.- krónur á götuna með íslenskri ryðvörn. fesj Opel Vectra GL 2,0 með framhjóladrifi Samlæsingar með þjófavara • Rafdrifnar rúður og rafdrifnir upphitaðir útispeglar • Hágæða útvarp og segulband með þjófavara • og sex hátölurum Kostar aðeins 1.799.000.- krónur á götuna • með íslenskri ryðvörn. Verð á Opel bílum hækkuðu ekki um áramótin Opel Vectra GL 1,8 með framhjóladrifi • Samlæsingar með þjófavara • Fjórir höfuðpúðar og lúxusinnrétting með fjarstýrðum útispeglum • Hágæða útvarp og segulband meö þjófavara og 6 hátölurum • Kostar aðeins 1.639.000.- krónur á götuna meö íslenskri ryðvörn. Sýnum einnig Opel Vectra GLS 1,7 turbo dísel, mjög ríkulega búinn sem kostar aðeins 1.825.000.- krónur á götuna með íslenskri ryðvörn. OPIÐ: lauqardag kl. 12- 17 sunnudag kl. 14- 17 Fossháls 1 110 Reykjavík Sími 634000 OPEL Eöalmerki á uppleiö Með öllum Opel Vectra sem seldir eru í janúar fylgja álfelgur og vetrardekk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.