Morgunblaðið - 18.01.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 18.01.1995, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 MORGÚNBLAÐIÐ FRÉTTIR SNJÓFLÖÐIÐ 8 SÚÐAVÍK Morgunblaðið/Haukur Snorrason SÚÐAVÍK við Álftafjörð í kyrru veðri að vetri til. Myndin sýnir hvar snjóflóðin tvö féllu á kauptúnið á mánudaginn. Fjöldi skipa hefur tekið þátt í björgunaðgerðum FJÖLDI skipa hefur tekið þátt í björgunaraðgerðum á Súðavík og leikið stórt hlutverk, þar sem sjóleiðin hefur verið eina færa leiðin milli staða vegna veðurofsans sem verið hefur á Vestfjörð- um undanfarna daga. Raunar hefur veðurofsinn verið slíkur að sjóleiðin hefur varla verið fær, enda hafa sum skipin fengið á sig brot og tekið niðri í höfnum fyrir vestan, en þau hafa getað losnað fyrir eigin rammleik eða með hjálp annarra skipa. Miðbik bæjarins er horfið Morgunblaðið, Súðavík. „ÞAÐ vantar algjörlega miðbik bæj- arins. Hann er hreinlega horfinn," varð einum björgunarsveitarmanna að orði þegar hann kom inn í hús í gær til að kasta mæðunni eftir að hafa leitað þeirra sem saknað var í Súðavík. Um 230 manns leituðu þeirra sem saknað var en undir kvöld fundust þeir tveir sem lengst var leitað að eftir snjóflóðið. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Isafirði og fulltrúi í almannavama- nefnd, sagði að björgun mannslífa hefði haft algjöran forgang í leitar- starfinu. Hann sagði að nú þegar þeirri leit væri lokið tækju við önnur verkefni. Það þyrfti að forða húsum frá frekari skemmdum eins og að koma í veg fyrir að ofnar verði fyrir frostskemmdum. Kristján sagði að aðstæður við björgunarstörf hefðu verið afar erfiðar. Ekki hefði verið hægt að komast til bæjarins nema af sjó. Veðrið hafi verið afar slæmt mest allan tímann og gengið á með stórhríð og leitarmenn varla séð út úr augum. Fyrri hluta dags í gær var veður skaplegra en síðdegis versnaði það aftur. Það jók svo enn á erfiðleika björgunarmanna þegar rafmagn fór af bænum þegar snjó- flóð féll á mánudagskvöld og síminn datt út í um tólf tíma í gær. Björg- unarsveitarmenn urðu að hafa tal- stöðvarsamband við almannavarna- nefnd á ísafirði fyrir milligöngu Hafrafellsins og varðskipsins Týs. Rafmagnið var komið á aðsetur björgunarmanna með dísilrafstöð. Varðskipið Týr kom til Súðavíkur um klukkan hálf þrjú í gær með um 60 manna björgunarlið frá Reykja- vík. Liðið fór þegar til leitar en björg- unarsveitarmenn frá ísafirði sem hafa verið við leitarstörf á annan sólarhring voru í mikilli þörf fyrir hvíld. Með Tý komu til Súðavíkur læknar, hjúkrunarfæðingar og prest- ur. Læknarnir eru frá Slysadeild Borgarspítala, barnarlæknir frá Barnaspítala Hringsins og svæfing- arlæknir. Eftir á ísafirði urðu hjúkr- unarfólk sem eru sérhæfðir í áfalla- hjálp. Meðal þeirra er Tómas Zoéga geðlæknir. Fagranesið hefur leikið stórt hlutverk við björgunarstörfin. Það var við bryggju á ísafirði þegar snjóflóðið féll og hefur farið marg- ar ferðir milli Isafjarðar og Súða- víkur með björgunarmenn og íbúa á Súðavík, auk þess sem stjórnstöð björgunaraðgerðanna var flutt út í skipið eftir að annað snjóflóð féll í grennd við Traðargil í fyrra- kvöld. Sama gildir um Bessa, Haffara og Stefni. _Skipin hafa verið í ferðum milli ísafjarðar og Súðavíkur og aðstoðað við björg- unaraðgerðir eins og kostur er. Mörg skip voru komin í var vegna óveðursins þegar slysið varð á mánudagsmorguninn. Margrét EA og Júlíus Geirmundsson fóru og söfnuðu saman björgunar- sveitarmönnum í öðrum þorpum á Vestfjörðum. Júlíus fór á suður- firðina. Margrét fór á Þingeyri og tók þar björgunarmenn, en fékk á sig brot um kvöldmatarleytið í fyrradag. Enginn slasaðist en allir brúargluggar brotnuðu og miklar skemmdir urðu á tækjum í brú. Margrét EA á Þingeyri Skipið hélt aftur til Þingeyrar í fylgd nálægra skipa og liggur þar nú. Júlíus Geirmundsson tók niðri í höfninni á Þingeyri í fyrrinótt, en tókst að losa sig með eigin togvírum. Hann tók björgunar- sveitarmenn á Flateyri til viðbótar og fór með þá til björgunarstarfa. Varðskipið Týr kom til ísafjarð- ar á ellefta tímanum í gærmorgun eftir um tuttugu klukkustunda siglingu frá Reykjavík með lækna, hjúkrunarfólk, björgunarsveitar- menn og björgunarbúnað. Skipið hélt síðan til Súðavíkur en gat ekki lagst að bryggju vegna þess að það risti of djúpt. Týr liggur fyrir akkerum fyrir utan og eru björgunarsveitarmenn fluttir í land með gúmmíbátum. Múlafoss hélt sjó á Húnaflóa Engey var væntanleg til ísa- fjarðar um kvöldmatarleytið í gær með björgunarsveitarmenn og björgunarbúnað, en hún fór frá Reykjavík klukkan sjö í fyrrakvöld í kjölfar Týs. Múlafoss hélt sjó á Húnaflóa í gær á utanverðum Húnaflóa. Um borð eru 32 björg- unarsveitarmenn aðallega frá Sauðárkróki sem fóru um borð í skipið á Skagaströnd. Samúðar- kveðjur berast er- lendis frá Ósló. Morgunblaðið. J0RN Hagen, talsmaður Tonsberg, vinabæjar ísa- ijarðar í Noregi, sagði í sam- tali við dagblaðið Aftenposten í gær að bæjarbúar sendu íbúum Súðavíkur og ísafjarð- ar innilegar samúðarkveðjur sínar. „Þetta er hörmulegur at- burður. Við sendum íbúum Súðavíkur og ísafjarðar sam- úðarkveðjur,“ sagði Tonsberg er honum barst fréttin af náttúruhamförunum í Súða- vík. Þriðja hvert, ár koma pólitískir fulltrúar norrænu vinabæjanna fimm, Tons- berg, Joensu, Hróarskeldu, Lindkoping og ísafjarðar, saman til skrafs og ráða- gerða. Hefur því tekist vin- skapur með fulltrúum Tons- berg og fólki frá ísafirði og nágrenni. Isaíjörður og Tensberg hafa verið vinabæir frá 1948. Samúðarkveðjur víða að Ríkisstjórnir Noregs, Bret- lands og landsstjórn Færeyja sendu í gær forsætisráðherra samúðarkveðjur til íslenzku þjóðarinnar og þeirra sem eiga um sárt að binda vegna snjóflóðsins í Súðavík. Súðvíking- um sýnd hluttekning ÞEIM, sem eiga um sárt að binda vegna hamfaranna á Súðavík, var sýnd hluttekn- ing á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í gær. Ellert Borgar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar, mæltist til þess að bæjarfulltrúar og áheyrendur risu úr sætum í virðingar- og samúðarskyni. „Djúp samúð og einlægur samhugur ríkir meðal þjóðar- innar í garð þessara landa okkar. í þeirri von að Drott- inn leggi líkn með þraut bið ég bæjarfulltrúa að votta íbú- um Súðavíkur virðingu og samhygð með því að rísa á fætur,“ sagði Ellert Borgar meðal annars. stöð 2 BJÖRGUNARMENN unnu sín störf dag og nótt við mjög erfiðar aðstæður vegna stöðugs illviðris sem geisað hefur á Vestfjörðum. Hér er verið að leita í einu húsanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.