Morgunblaðið - 18.01.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 7
FRÉTTIR
Úthlutun lóðar RÚV við Efstaleiti endurskoðuð
Útvarpsstjóri vill frest
BORGARSTJÓRI hefur tilkynnt
Ríkisútvarpinu um endurskoðun á
úthlutun hluta lóðar í Efstaleiti sem
stofnunin fékk úthlutað frá Reykja-
víkurborg árið 1978. Reykjavíkur-
borg gerði síðan leigusamning við
RÚV um þessa lóð árið 1990. Út-
varpsstjóri hefur óskað eftir að
afturköllun verði frestað og viðræð-
ur fari fram við borgarstjóra um
málið, sem borgarstjóri hefur sam-
þykkt.
í leigusamningnum frá 1990 var
ákvæði þar sem borgaryfirvöld
áskildu sér rétt til að afturkalla
úthlutun lóðarhluta norðan hita-
veitustokks sem liggur þvert yfir
svæðið, eftir 1. janúar 1995, væru
þá ekki fyrirliggjandi tímasettar
áætlanir sem borgaryfirvöld gætu
fallist á um byggingaráform RÚV
á lóðahlutanum. Umrætt svæði er
19 hektarar að stærð og segir f
áðurnefndum skilmála að afturköll-
un úthlutunar verði án endur-
greiðslu eða bóta. Lóðin í heild sinni
er tæpir 6 hektarar að stærð.
Fyrir þjónustu sem vantar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir að afturköllunin
sé tilkomin af brýnni þörf fyrir
byggingarlóðir í hverfinu fyrir
þjónustustarfsemi af ýmsum toga.
Meðal annars hafi heilbrigðis- og
ti-yggingaráðuneytið sótt á um að
fá leyfi til að reisa heilsugæslustöð
í hverfinu, ló.ð vanti ennfremur fyr-
ir hjúkrunarheimili, dagheimili o.fl.
„Okkur finnst miður að vita af
þessari lóð óbyggðri í miðju borgar-
innar á sama tíma og við sjáum
ekki að Ríkisútvarpið leggi í bygg-
ingaframkvæmdir í fyrirsjáanlegri
framtíð. Forsendur í útvarpsrekstri
hafa breyst mjög síðan RÚV fékk
Kjartan í opin-
bera heimsókn
AÐALFRAM-
KVÆMDA-
STJÓRI EFTA,
Kjartan Jóhanns-
son, kemur í opin-
bera heimsókn til
íslands dagana
18.-20. janúar
næstkomandi.
Kjartan Samkvæmt
Jóhannsson venju sækir nýr
aðalframkvæmda-
stjóri EFTA öll aðildarríki samtak-
anna heim í upphafi starfstíma síns
og ræðir verkefni samtakanna og
framtið þeirra við ráðamenn og
hagsmunaaðila, segir í frétt frá
utanríkisráðuneytinu.
Aðalframkvæmdastjórinn mun
að þessu sinni eiga fundi með for-
seta Islands, forsætisráðherra og
utanríkisráðherra. Hann mun einn-
ig ræða við formenn annarra stjórn-
málaflokka og formann utanríkis-
málanefndar og hitta að máli full-
trúa samtaka vinnumarkaðarins.
lóðina og núverandi húsakynni
stofnarinnar eru ekki fullnýtt,
þannig að telja má fjárfestingar
af þess hálfu í steinsteypu ósenni-
legar,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Heimir Steinsson útvarpsstjóri
kveðst hafa óskað eftir fundi með
borgarstjóra til að gera honum
grein fyrir stöðu mála eins og þau
horfa við Ríkisútvarpinu. Engar
breytingar hafi orðið á byggingar-
áformum RÚV frá þeim tíma sem
samningar tókust um lóðina, og
vilji forráðarmenn stofnunarinnar
kynna þau áform fyrir borgarstjóra
og skipulagsnefnd borgarinnar.
Mönnum sé fráleitt heitt í hamsi
en telji eðlilegt að ræða stöðu mála
við borgaryfirvöld áður en lengra
er haldið.
HÚS Ríkisútvarpsins við Efstaleiti í Reykjavik.
Þeir sem leggja bílum sínum í bílahúsum þurfa ekki að hafa
áhyggjur af hrími á rúðum og frosnum læsingum.
Þeir ganga að bílnum þurrum og snjólausum og eru
mun öruggari í umferðinni fyrir vikið.
Einfalt og þægilegt
- ekki satt!
B í LASTÆÐ AS J ÓÐ U R
Bílastcedi fyrir alla
Mundu eftir smámyntinni
- það margborgar sig.
Bílahúsin eru á
eftirfarandi stöðum:
• Traðarkoti
við Hverfisgötu
• Kolaportinu
• Vitatorgi
• Vesturgötu
• Ráðhúsinu
• Bergstöðum
við Bergstaðastræti
Forsætisráðuneyti
Japönum
vottuð
samúð
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra hefur í nafni ríkisstjórn-
arinnar vottað japönsku þjóð-
inni samúð sína vegna hörmu-
legra afleiðinga jarðskjálftans,
sem reið yfir Japan í morgun,
með kveðju til Tomiichi
Murayama forsætisráðherra
Japans.