Morgunblaðið - 18.01.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
Fleiri um-
sóknir um
veiðileyfi
hjá SVFR
TVÖ stór mál eru í athugun hjá
Stangaveiðifélagi Reykjavíkur um
þessar mundir, umsóknir um veiði-
leyfi fyrir komandi sumar og undir-
búningur fyrir árshátíð félagsins
sem haldin verður föstudaginn 3.
febrúar næstkomandi. Forráðar-
menn SVFR hafa unnið dijúgt að
því að ná verulegum verðlækkunum
á vatnasvæðum sínum hin seinni
misseri og bíða spenntir eftir svörun
félagsmanna. Árshátíðin er hin 51.
í röðinni og í'er fram í Súlnasal á
Hótel Sögu. í fyrra var hún í Perl-
unni.
Jón Gunnar Borgþórsson fram-
kvæmdastjóri SVFR sagði í gær-
morgun að umsóknir væru ekki
færri og jafnvel fleiri heldur en í
fyrra. „Það er nú ekki búið að raða
þessu endanlega upp, en mér sýnist
þó að stóraukin eftirspurn sé um
Elliðaárnar, einnig í Gljúfurá og
fyrirsjáanlegt' er að vandasamt
verður að úthluta í Norðurá og
svæði 1 og 2 í Stóru Laxá.
Aukningin í Norðurá stafar af
stórlækkuðu verði, bæði á veiðileyf-
um og uppihaldi. Menn hafa hringt
og þakkað fyrir þetta, sagt að lækk-
unin geri þeim kleift að fara í ár
sem þeir gátu ekki stundað áður.
Þegar er tekið til við að flokka
umsóknir og um helgina munu
stjórnarmenn, árnefndarmenn og
fleiri taka til við að úthluta veiði-
leyfum,“ sagði Jón Gunnar.
Laxastigi á árshátíð
Bjarni Ómar Ragnarsson, for-
maður skemmtinefndar SVFR,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að undirbúningur fyrir árshátíðina
væri að komast á lokastig og horf-
ur væru góðar. „Það hefur mikið
verið hringt og spurt og talsvert
bókað,“ sagði Bjarni.
Hann sagði enn fremur, að í
flestu væri árshátíðin með hefð-
bundnu sniði með sínum fimm rétta
kvöldverði og föstu dagskrárliðum
á borð við vísubotnakeppni, flugu-
getraun, bikarafhendingum og
ræðu veislustjóra sem að þessu sinni
verður Össur Skarphéðinsson um-
hverfisráðherra. „Tvennt annað
mætti nefna, til dæmis verða sænan
með söng og grín þeir Egill Ólafs-
son, Bergþór Pálsson og Örn Árna-
son og „Byngvi“ verður með „laxa-
stiga" að hætti Bingólottósins.
FRÉTTIR
BJARNI Ómar Ragnarsson formaður skemmtinefndar SVFR.
Langarþig
í skemmtUegan skóla
eitt kvöld í viku?
□ Langar þig að vita hvað best og mest er vitað í gegnum
sálarrannsóknarhreyfinguna sem og visindalegar
rannsóknir á líkunum á lífi eftir dauðann og hvar framliðnir
líklega eru og í hvernig samfélagi þeir líklegast lifa?
□
□
□
Langar þig að vita af hverju langflestir „vísindamenn“ heim-
sins hafa eins mikla fordóma fyrir dulrænni reynslu fólks og
raun ber vitni?
Langar þig að vita hvað eru afturgöngur og draugar og
hvers vegna þessi fyrirbæri sjást?
Langar þig að vita hvar látnir vinir þínir og vandamenn
hugsanlega og líklega eru í dag og hversu öruggt meint
samband við þá og þessa undarlegu heima er með aðstoð
miðla?
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 9
Hótel ísland kynnir skemmtidagskrána
ÞÓ LÍIII ÁR OG ÖLD
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - 25 ÁRA AFMÆLISTÓNLEIKAR
BJÖRGVIN IIALI.DÓRSSON lílur yfir dagsverkið sem dægurlagasöngvari á
hfjómplötum í aldarfjórdung, og \ ið heyruni nær 60 lög l'rá
glæstum fcrli - t'rá 1969 til okkar daga
Næstu sýningar 21. jan.,
4., 11. og 18. feb.
Matsebill
Koníakstóneruð humarsúpa með rjómatopp
Lamba-piparsteik með gljáöu grænmeti,
kryddsteiktum jaröeplum og rjómapiparsósu.
Grand Marnier ístoppur með hneturn og
súkkulabi karamellusósu og ávöxtum.
Verd kr. 4.600 - Sýningarverd kr. 2.000
Dansleikur kr.800
Sértilboð á gistingu,
sími 688999.
Bordapantanir
í stma 687111
Gestasöngvari:
SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓr
Leikmynd og leikstjórn:
BJÖRN G. BJÖRNSSON
Hljómsveitarsljórn:
GUNNAR ÞÓRÐARSON
ásamt 10 nianna hUómsveit
Kynnir: ,
JÓN AXEL ÓLAFSSON
Islands- og Noróiirlandaineislarar í
samkMi'inisdönsuin Irá Dansskóla
Vuóar llaralds smui dans.
□ Langar þig til að lyfta þér upp eitt kvöld í viku í bráð-
skemmtilegum og vönduðum skóla innan um lífsglatt og
skemmtilegt fólk, þar sem skólagjöldununum er stillt í hóf?
Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur. Tveir
byrjunarbekkir hefja brátt nám í Sálarrannsóknum 1
nú á vorönn ‘95. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsin-
gar í símum 5619015 og 5886050.
Yfir skráningardagana er að jafnaði svarað í sima Sálarrannsóknarskólans alla daga
vikunnar kl. 15.00 til 21.00.
Skrifstofa skólans verður hins vegar opin alla virka daga kl. 17.00 til 21.00.
Sálarrannsóknarskólinn
- skemmtilegur skóli
Vegmúla 2, símar 5619015 og 5886050.
Eitt blab fyrir alla!
-kjarni málsins!
Fjármálastjóiar - sjóðir
- stofnanir - fýrirtæki
• Ríkisvíxlar hafa fjölmarga kosti við fjárstýringu.
• Ríkisvíxlar eru örugg skammtímaverðbréf með tryggri ávöxtun. Þeir eru
skráðir á Verðbréfaþingi íslands sem tryggir greið viðskipti við kaup og sölu.
• Ráðgjafar Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa veita þér allar
nánari upplýsingar í síma 562 6040.
Útboð ríkisvíxla fer fram í dag kl. 14:00.
Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar
ríkisverðbréfa um tilboð í vexti á ríkisvíxlum.
ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu)
sími 562 6040, fax 562 6068
Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum