Morgunblaðið - 18.01.1995, Side 10

Morgunblaðið - 18.01.1995, Side 10
/ 10 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 FRÉTTIR SAMHOGUR ME£ SÚmíKMmM [f^ A jU(/I i! jl f MORGUNBLAÐIÐ A annan tug erlendra fréttamanna hérlendis vegna snjóflóðsins Koma tíl að flytja fréttir af bræðraþjóð FRÉTTIR af snjóflóðinu sem féll á Súðavík á mánudagsmorgnn nafa borist víða um heim. Mest umíjöllunin hefur verið í Noregi, þar var snjóflóðið aðalfréttin á báðum sjónvarpsstöðunum í Noregi, NRK og TV2. Fréttamenn TV2, Dagbladet, Aftenposten og Verdens Gang eru hér á landi og sendu ítarlegar fréttir. Þá hafa tugir blaða og fréttastofa falast eftir myndum og upplýsingum. Arve Bartnes og Geir Bolstad, blaðamaður og ljósmyndari Dagbladet, sem komu hing- að á mánudag, segja atburði sem þessa koma við Norðmenn, þar sem fjölmörg snjóflóð falli á vetri hverjum og hafi kostað mörg mannslíf. Þá segist Geir telja að Smugudeilan hafi svo sannarlega komið íslandi á kortið og fréttir héðan veki æ meiri athygli. „Norðmenn líta á íslendinga sem bræðraþjóð, sem stendur okk- ur jafn nærri og Svíar og Danir. Smugudeilan hefur vissulega verið erfíð en hún hefur ekki náð að breyta þessu viðhorfi. Þjóðirnar eru nátengdar, í Noregi eru margir íslendingar og fjölmargir Norð- menn hér,“ segir Arve. Hann segir fréttir af svo mann- skæðu snjóflóði koma við Norð- menn, nánast á hveijum vetri taki þau sinn toll. Tæp tíu ár séu liðin frá því að hópur hermanna fórst í snjóflóði í Vassdalen í Norður-Nor- egi. Þjóðin hafi þá verið sem lömuð og skrifað hafi verið um afleiðing- arnar árum saman. Smugudeilan hefur áhrif Geir, sem er hér á landi í þriðja sinn, segist ekki efast um að Smugudeilan hafi orðið til þess að íslendingar séu Norðmönnum ofar í huga en áður. Það þyki sjálfsagð- ara nú að senda fréttamenn hing- að, gerist fréttnæmir atburðir. Forsíða VG var lögð undir at- burðina á Vestfjörðum og ítarleg umfjöllun var í öllum stærstu blöð- unum auk viðtala við nokkra þeirra sem komust lífs af, ættingja o.fl. Fréttin var ennfremur stærsta fréttin í færeyska útvarpinu. Sænsku og d^nsku blöðin gerðu fréttinni góð skil, sem og blöð í Færeyjum en utan Norðurland- anna hvarf hún í gær í skugga frétta af gríðariegu manntjóni í jarðskjálfta í Japan. Litlar fréttir birtust í blöðum í Bretlandi, Sviss, Þýskalandi, Finniandi og Banda- ríkjunum, auk þess sem minnst var á snjóflóðið í fréttum sjónvarps og útvarpsstöðva, svo sem CNN. Þá má geta þess að íslendingar er- lendis sem vildu fylgjast með mál- inu fiuttu hver öðrum fréttir á Int- ernetinu, svokölluðum íslandslista. ÍBEGRAVDE SYGOAS BARN \ • Redningsarbeidet "! hindret av uværet T«*ft-Anulger • Ulenu«g, 17 .ianuui 11»« Landne begrub Fischerdorf Schne<|pi issen verschutleren 13 Háuser im nordwestislöndischen Sudavik Dle mclsieij d, r 250 Leute vun Sudavlk schllefen noch, als am Montagmor^c 1 elne Lawlne Uher Ihrer Slcdlung nlederftng. Eln T«HI 4e»iS igelogenen Flscherdorfes, 250 lun ndrdllch von Heykjavlk gcl igen, wurde dabel verschilttet. Dle IsUndlscbe Regicrung feW Iðrte atn Ab«nd den Nordwesten dtk Lande* zum KrisengjEtt let. Nacht «uf 01en«lag unterwfcgs: Laul einarn Bericht dc> islZndi- •chen Radios verliáis« ain Montag- abond ein AmbulanMchlff mli Ober fiú Personen - darunter vler 1® undacht Krankentchwe- Tuhoisa lumivyöry surmasi ainakin viisi Islannissa MARJATTA ISBERG REYKJAVIK'LumivyOry *uk- RtMÍ aÍDtkin viiii IbmúUl 250 Mukkaaa Sudavikku lslannin UnitieSf vuonoaluecUa maanao- Uiaamuna. KcUo 9.» Suonten aikaa uitunut vyö/y tuhosi Uyiin s_ * yaitrtoib. eau. Lnkenne on lamaantunul, ja i polini ja vfctUWuuoklukeskut I ovat kehodancet ihmittf pytyiu-Æ lemffn kotonaan. Koulut ja latf tenurhat ovat oUecl suljenuinaL Uaeilln pilkkakunnille llntud^ U vuonoilueella oh vlettö uh- kaavanjjuywöryn takia »i Skalvalop í íslandi kostað fleiri mannalív 19 fóík lógu undir Fólk flutt burtur skalvalopi í íslendsku ’ í lt»tuni junda «1! hiliinL r bygdini Suðarvík í 'v í FólkiA cr ör teim| «fag liörde grát nnder snön Framkvæmdastj óri Viðlagatryggingar Meta tjón þegar verð- ur fært GEIR Zoega, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar íslands, segist gera ráð fyrir að fulltrúar Viðlaga- tryggingar muni fara vestur í Súða- vík fljótlega eftir að fært verður til Vestfjarða til að meta eignatjónið á flóðasvæðinu og tala við íbúa. Fólk þarf tíma til aðjafnasig „Við munum gera það í samráði við almannavarnir fyrir vestan og forstöðumann vátryggingafélags- ins þegar fólk er tilbúið að ræða við okkur. Það tekur tíma fyrir fólk að jafna sig. Við erum tilbúnir að fara þegar við getum eitthvað gert. Spáin framundan er ekki góð svo ég hef ekki trú á að þetta verði fyrr en öðru hvoru megin við næstu helgi,“ sagði hann. • * I öruggri höfn DJÚPBÁTURINN Fagranes lagðist að bryggju á ísafirði eft- ir hádegi í fyrradag með 93 íbúa Súðavíkur. Fólkið var flutt á sjúkrahúsið á ísafirði, þar sem nöfn þess og dvaiarstaður á ísafirði voru skráð. Að því loknu fóru flestir til ættingja og vina. Sjö manns, sem lent höfðu í snjó- flóðinu, voru lagðir inn á sjúkra- húsið til aðhlynningar. Þingmenn Vestfjarðakjördæmis um atburðina í Súðavík á mánudagsmorgun Aðstoð verður veitt með öllum tiltækum ráðum Þingmenn Vestfjarðakjör- dæmis segja að íbúar Súðavík- ur verði aðstoðaðir með öllum tiltækum ráðum í kjölfar at- burðanna þar, en þingmenn- irnir fara á staðinn strax og mögulegt verður og hitta sveit- arstjórn og aðra íbúa að máli. EINAR K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði að nú sem stæði væru menn auðvitað miklum harmi slegnir eins og eðlilegt væri við þessar hræðilegu aðstæður. Framtíðarákvarðanir bíða „Á þessari stundu vil ég senda mínar dýpstu samúðarkveðjur öllum þeim sem eiga um sárt að binda og þarna hafa orðið fyrir miklum áföllum," sagði Einar. „Það er ljóst að þingmenn eins og allir aðrir vilja styðja með öllum tiltækum ráðum við bakið á þessu fóiki. Sem stendur á maður ákaflega erfitt með að gera sér grein fyrir hvað tekur við og hvernig best sé að bregðast við. Núna hljóta menn þó fyrst og fremst að einbeita sér að björguninni sjálfri og framtíðarákvarð- anir hljóta því að bíða annars tíma.“ Einar sagði það þó blasa við í sínum huga að taka þyrfti allt varðandi snjóflóðavarnir til mjög mikillar endurskoðunar, en atburð- irnir í Súðavík hefðu fært mönnum heim sanninn um að þekking íslendinga á þessum málum væri alltof lítil. „En nú er hugur manns fyrst og fremst bundinn við þessar hræðilegu hörmungar. Það er erfitt úr Ijarlægð að sjá hvað á að taka við, en ég veit að þingmenn munu örugg- lega fara til Súðavíkur strax og aðstæður leyfa og kynna sér ástandið af eigin raun. Þeir munu örugglega aliir sem einn standa einhuga að baki Súðvíkingum við framtíðar- uppbyggingu staðarins," sagði hann. Sálartjónið erfiðast Pétur Bjarnason, þingmaður Framsóknar- flokksins, sagði erfitt að tjá sig á þessari stundu um hvert framhaldið yrði í kjölfar atburðanna á Súðavík. „Maður hefur sjálfur verið í hringiðu þess- ara atburða og látið hverri stund nægja sína þjáningu og nóg hefur verið að henni. Við erum ekki búin að sjá fyrir hver endalok þessara hremminga verða fyrr en veður geng- ur niður. Hvað snertir framtíð Súðavíkur þá heyrist mér andblærinn vera þannig að allir landsmenn muni leggjast á eitt við að að- stoða við að þarna verði byggt upp. Ég er þeirrar skoðunar að þarna verði sálartjónið erfiðast, en hitt muni vera hægt að bæta. Mínar áhyggjur snúast fyrst og fremst um fólkið og það sem við höfum misst þarna, en hvað snertir íjárhagstjón þá er það hiutur sem verður ekki vandamál að leysa úr. Hitt er erfiðara og sárara.“ Þingmenn fari vestur þegar óveðri linnir Matthías Bjarnason, fyrsti þingmaður Vestfirðinga, býst við að þingmennirnir fari vestur í Súðavík strax og óveðrinu linnir og fólkið verði tilbúið að ræða við þá eftir það mikla áfall sem það hafi orðið fyrir. „Eins og er getum við ekkert gert nema treysta á þessa hraustu björgunarmenn," segir Matthías. „Það er okkur bæði ljúft og skylt að fara og ræða við fólkið, bæði forráða- menn sveitarfélagisins og atvinnulífs, til að sjá hvað við getum gert,“ sagði Matthías. Þörf á sérstakri aðstoð Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, þingmaður Kvennalista, sagði að þegar aðstæður leyfðu myndu þingmenn Vestfjarða vafalaust fara til Súðavíkur til fundar við sveitarstjórn og íbúa, en að sjálfsögðu væri ekkert hægt að gera fyrr en björgunarstarf þar væri um garð gengið. Hún sagðist vera ákaflega þakk- lát þeim viðbrögðum sem Vestfirðingar hefðu fengið um allt land, og sérstaklega væri hún þakklát þeim hjálparsveitum sem sendar hefðu verið til Súðavíkur hvaðanæva að og unnið hafa við erfiðar aðstæður. „Það er auðvitað alveg ljóst að það verður að koma til alveg sérstök aðstoð í Súðavík. í hvaða formi hún verður er ég ekki alveg tilbúin að segja á þessari stundu, en ég er ekkert í vafa um það að allir landsmenn eru tilbúnir að veita alla þá aðstoð sem þarf og stjórnvöld þar með,“ sagði Jóna Valgerður. „Það er þó alveg ljóst að í framhaldinu verð- ur að hjálpa þessu fólki yfir þau andlegu áföli sem dunið hafa yfir bæði byggðina og hvern einstakan. Ég er ekki viss um að allir þeir sem eiga þarna eignir kæri sig um að byggja þær upp á sama stað, enda sjálfsagt varla neitt vit í því.“ Vantar rannsóknir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Al- þýðubandalagsins, er staddur erlendis en hann hefur haft fregnir af atburðum í gegn- um þingmenn og fjölskyldu sína. Kristinn segir að þegar frá líði þurfi að fara yfir snjó- flóðavarnir frá grunni. „Það síðasta sem ég gerði áður en ég fór utan var að heimsækja sveitarstjórann í Súðavík, kynna mér snjóflóðið í desember, hættumatið sem þá lá fyrir og kort af staðn- um þar sem snjóflóðahættusvæði var merkt inn á. Þetta kort er greinilega úrelt sem seg- ir okkur að það vantar heilmikið inn í snjó- flóðavarnir." Kristinn segir brýnasta verkefnið að bæta úr þessu. „Menn þurfa frekari rannsóknir og betri spár en þeir hafa haft því svo virðist sem hættumatið sem menn hafa lagt til gi-undvallar sé ekki byggt á nægilega traust- um grunni. Meðan menn hafa ekki náð utan um þetta mál mun fólk hafa efasemdir um hvort það eigi að búa á viðkomandi stöðum. Við þurfum að bregðast við upp á framtíðina þótt við getum ekki bætt úr því sem orðið er,“ sagði Kristinn. Morgunblaðinu tókst ekki að ná í Sighvat Björgvinsson heilbrigðisráðherra og þing- mann Vestfjarða, sem er erlendis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.