Morgunblaðið - 18.01.1995, Side 16

Morgunblaðið - 18.01.1995, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Safnað fyrir dráttar- vél séra Péturs AKUREYRI Nýir hluthafar kaupa hlut í Dagsprenti í ! I Tekist hefur að safna EITT þúsund manns sótti tón- leika sem haldnir voru í Glerár- kirkju um helgina, en til þeirra var efnt til styrktar séra Pétri Þórarinssyni sóknarpresti í Laufási í Eyjafirði. Hann missti báða fætur á liðnu ári, þann vinstri á vordögum en sá hægri var tekinn skömmu fyrir jól. Eftir að spurst hafði út að Pét- ur ætti sér þann draum að aka til bústarfa á sumri komanda á sérútbúinni dráttarvél sem ein- göngu er stjórnað með handafli STARFSFÓLK Dagsprents, útgáfufélags dagblaðsins Dags, lagði fram eina milljón króna við hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. Tekist hefur að safna nýju hlutafé að upphæð um 18 milljónir króna og góðar von- ir eru um að takist að ná þeim tveimur sem á vantar í 20 milljóna króna hlutafjáraukningu fyrirtækisins. Hörður Blöndal framkvæmda- stjóri Dagsprents sagði að Kaupfélag Eyfirðinga og Kaffibrennsla Akureyrar hefðu nýtt forkaupsrétt sinn að nýju hlutfé að upphæð tíu milljónir króna en það er heimingur þess nýja hlutaíjár sem stefnt var að því að safna eftir að hlutafé fyrirtækisins var lækkað niður í 5% á hluthafafundi milli jóla og nýárs. Hamfarirnar í Súðavík Kennarar fresta bar- áttufundi KENNARASAMBAND íslands og Hið íslenska kennarafélag hafa ákveðið að aflýsa fyrirhuguðum bar- áttufundi félaganna sem halda átti í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag kl. 17. Sýna samhug og hluttekningu Fundi í Reykjavík var frestað í gær og segir í fréttatilkynningu að kennarafélögin vilji með þessari ákvörðun sýna samhug og hluttekn- ingu með þeim sem eiga um sárt að binda vegna hinna hörmulegu nátt- úruhamfara í Súðavík. bróðurparti nýs hlutafjár Starfsfólk keypti hlut Hluthafar nýttu forkaupsrétt sinn sem rann út nýlega og keyptu nýtt hlutafé fyrir eina milljón króna. Nýjir aðilar hafa skrifað sig fyrir kaupum á sjö milljóna króna hlut, en þar er um að ræða Kaupmanna- samtök Akureyrar og nokkur fyrir- tæki í bænum m.a. Höldur, Straum- rás og Sandblástur og málmhúðum og fleiri. Þá keyptu starfsmenn fyr- irtækisins hlutafé að upphæð ein milljón króna. „Við erum búin að safna 18 milij- ónum króna af þeim 20 sem stefnt var að og teljum góða von um að ná inn þessum tveimur milljónum króna sem á vantar, þær eru í far- vatninu," sagði Hörður, en greiðslu- stöðvun fyrirtækisins sem staðið hefur síðustu fimm mánuði rennur út í næstu viku, 24. janúar. „Við ætlum okkur að lifa af þessa greiðslustöðvun og teljum okkur ekki þurfa að ganga í gegnum nauðasamningaferil. Við vonum að þeir sem við skuldum sýni okkur biðlund fyrst um sinn á meðan við erum að innheimta nýtt hlutafé," sagði Hörður. Engar kollsteypur Engar breytingar eru fyrirhugað- ar á rekstri dagblaðsins Dags að sögn framkvæmdastjórans. „Við teijum að búið sé að sníða fyrirtæk- inu þann stakk sem því hæfir og það eru ekki neinar kröfur af hálfu nýrra hlutahafa um stórfelidar koll- steypur í rekstrinum,“ sagði Hörður. var ákveðið, að efna til söfnunar og voru tónleikarnir liður í henni. Tvennir tónleikar voru haldnir í Glerárkirkju og komu yfir eitt hundrað manns fram á þeim. Einnig voru haldnir tón- leikar í Grenivíkurkirkju og Svalbarðsstrandarkirkju um helgina og næstu helgi verða tónleikar í Hlíðarbæ. Myndin var tekin á tónleikum í Glerár- kirkju, en Pétur og fjölskylda hans voru að sjálfsögðu á fremsta bekk. Morgunblaðið/Rúnar Þór ) I i ) \ I 100 ára afmælis Davíðs Stefánssonar skálds minnst með margvíslegum hætti Verk skáldsins kynnt á sýningum og samkomum Viðamikil dagskrá verður á Akureyri og í Möðruvallakirkju á afmælisdaginn. Leikfélag Akureyrar frumsýnir nýtt leik- verk, A svörtum fjöðrum eftir Erling Signrðarson, í tilefni tímamótanna. Ýmsar kynningar og sýningar sem tengjast skáldinu eru fyrirhugaðar á næstunni. HUNDRAÐ ár verða liðin frá fæð- ingu Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi næstkomandi laugardag, 21. janúar, og verður þess minnst með margvíslegum hætti. Menn- ingarmálanefnd Akureyrarbæjar skipaði starfshóp til að undirbúa og samræma hátíð- arhöld vegna tímamótanna en um næstu helgi og reyndar næstu mánuði verður ýmis- legt um að vera er tengist Davíð og verkum hans. Vinsælasta skáld þjóðarinnar Davíð Stefánsson bjó lengst af við Eyja- fjörð og á Akureyri og starfaði m.a. lengi sem amtsbókavörður á Akureyri. Á sextugs- afmæli skáldsins samþykkti bæjarstjórn Ak- ureyrar að gera Davíð að heiðursborgara bæjarins: „Hann er tvímælalaust vinsælasta núlifandi skáld þjóðarinnar og ekkert ís- lenskt skáld mun nokkru sinni hafa haft jafn- marga aðdáendur og lesendur að verkum sínum meðal samtíðarmanna sinna sem hann. Skáldrit hans hafa verið jafndáð og lesin af ungum sem gömlum, körlum sem konum af öllum stéttum," segir í tiliögu bæjarstjórnar um að Davíð verði kosinn heiðursborgari. Dagskráin hefst kl. 11.00 á afmæTisdegi Davíðs með stuttri samkomu í Davíðshúsi, þar sem þæjarstjórn og ættingjar skáldsins minnast dagsins. Samkoma verður í Möðru- vallakirkju kl. 14.00 á vegum Arnarnes- hrepps og er hún öllum opin. Þar verður kynning á verkum Davíðs Stefánssonar, Tjarnarkvártettinn syngur og Rósa Guðný Þórsdóttir og Arnar Jónsson lesa úr verkum hans. Samkomunni lýkur með því að lagður verður biómsveigur á leiði Davíðs. Sýning verður opnuð á verkum Davíðs í Amtsbókasafninu á Akureyri kl. 16.30. Leik- húskvartettinn flytur lög úr sýningu LA og Viðar Eggertsson les upp úr ljóðum Davíðs. Tekið verður á móti vanskilabókum á safnið með bros á vör en í tilefni dagsins verður hann sektalaus. Amtsbókasafnið og Héraðs- skjalasafnið verða öllum opið, Á svörtum fjöðrum Leikfélag Akureyrar frumsýnir um kvöldið nýtt leikverk eftir Erling Sigurðarson, Á svörtum fjöðrum, úr ljóðum Davíðs Stefáns- sonar. Erlingur sem er íslenskufræðingur og kennari við Menntaskólann á Akureyri skrif- aði verkið að beiðni LA af þessu tilefni. Leik- sýningin er stærsti einstaki atburðurinn í tilefni afmælisins. I verkinu tjáir skáldið , # Morgunblaðið/Rúnar Þór FRA æfingu Leikfélags Akureyrar á leikritinu A svörtum fjöðrum, sem Erlingur Sigurðarson byggir á ljóðum Davíðs Stefánssonar. } Davíð Stefánsson hug sinn á ýmsum tímum og leitar á vit minninganna þar sem persón- ur stíga fram úr hugskoti hans og fjölbreyti- legar myndir lifna. A sviðinu glæðast þessar táknmyndir og talsmenn ólíkra viðhorfa lífi, þar sem ástin er í aðalhlutverki. Leikstjóri og leikmyndahöfundur er Þráinn Karlsson, búninga gerir Ólöf Kristín Sigurð- ardóttir og tónlistarstjóri er Atli Guðlaugsson en lýsingu hannar Ingvar Björnsson. Með hlutverk fara Aðalsteinn Bergdal, Bergljót Arnalds, Dorfi Hermannsson, Rósa Guðný- Þórsdóttir, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Þórey Aðalsteinsdóttir. Söngvarar eru Atli Guðlaugsson, Jóhannes Gíslason, Jónasína Arnbjörnsdóttir og Þuríð- ur Baldursdóttir, en um hljóðfæraleik sér Birgir Karlsson. Frumsýning verður á afmælisdegi skálds- ins og verður forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, viðstödd þessa sýningu en hún hefur einnig hug á að fylgjast með fleiri atburðum þennan dag. Tvær sýningar verða á Á svörtum fjöðrum á sunnudag, kl. 16.00 og 20.30. Tónverk tileinkað skáldinu Arnar Jónsson leikari flytur dagskrá í Davíðshúsi á sunnudag, 22. janúar, um skáldið og verk hans, en Arnar býr nú í gestaíbúðinni í Davíðshúsi. Á vegum Amtsbókasafnsins hefur verið gefið út lítið kver með nokkrum ljóðum Dav- íðs sem dreift verður til skólanemenda á Akureyri og þá verður efnt til kynningar fyrir nemendur í Davíðshúsi á næstu mánuð- um. Gilfélagið mun efna til dagskrár í Deigl- unni síðar. Á Sinfóníutónleikum sem haldnir verða í Akureyrarkirkju í febrúar verður frumflutt verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjornsson til- einkað Davíð. „Davíðshátíð" verður í íþrótta- skemmunni í apríl og Gréta Berg opnar myndlistarsýningu í listhúsinu Þingi af þessu tilefni. Næsta sumar verða sýningar og dagskrár fyrir bæjarbúa og ferðafólk í Davíðshúsi og Deiglunni og loks má nefna að sýning tengd verkum Davíðs verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.