Morgunblaðið - 18.01.1995, Page 17

Morgunblaðið - 18.01.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 17 LANDIÐ Útsvar óbreytt í Dalabyggð Búðardal - Hreppsnefnd Dala- byggðar hefur ákveðið að útsvar verði það sama og síðastliðið ár eða 9% af tekjuskattsstofni. Einnig hefur hreppsnefndin ákveðið að fasteignaskattur verði 36% af eign- um. A sl. ári var fasteignaskattur 40% í þremur gömlu sveitarfélag- anna en þrátt fyrir þetta verður heildarálagning fasteignaskatts 7,5% hærri en hún var í gömlu sveitarfélögunum samanlagt. Ástæða þess er sú að á sl. ári fór fram endurmat á miklum hluta fasteigna á sveitarfélaginu sem leiðir til nokkurrar hækkunar á fasteignamati þeirra. Endurmati var lokið í Suðurdalahreppi ’93 en eftir er að endurmeta eignir á Fellsströnd, Skarðsströnd og ein- hveiju leyti í Búðardal og verður því lokið á þessu ári. Sorpmóttöku- og sorphirðingargjald Sorpmóttökugjald og sorphirðu- gjald verður lagt á öll íbúðarhús, sumarbústaði og fyrirtæki sam- kvæmt gjaldskrá sem er í vinnslu. Sorpgjald fyrir móttöku á sorpi í gáma frá íbúarhúsum í sveitum, sumarbústaði o.fl. verður 3.000 kr. og sorpgjald fyrir hirðingu sorps frá húsum verður 7.500 kr. Þá hefur hreppsnefnd samþykkt að greiða húsaleigubætur til þeirra sem eiga rétt á þeim. Þeir sem telja sig eiga rétt á þessum bótum eru hvattir til að hafa samband við bæjarskrifstofuna sem fyrst. í byijun nóvember sl. komu tveir starfsmenn frá félagsmálaráðu- neytinu og héldu námskeið fyrir félagsmálanefnd og sveitarstjórn um félagsþjónustu sveitarfélaga. Félagsnefndin er þessa dagana að vinna að gerð reglna um fjárhags- aðstoð og félagslega heimaþjón- ustu auk annarra verkefna sbr. íþrótta- og tómstundastarf ungl- inga. En starf nefndarinnar er mjög umfangsmikið. Óskað var eftir tillögum um byggðarmerki Dalabyggðar sl. sumar og bárust 33 tillögur frá 17 höfundum. Hlutskörpust varð Anna Flosadóttir en það var fjög- urra manna dómnefnd sem skilaði niðurstöðum til hreppsnefndar. Stefnt er að því að gefa íbúum Dalabyggðar kost á að sjá allar tillögurnar á næstunni. Fárviðri og mikil fannkoma Borg í Eyja- og Miklaholts- hrepp - Allt frá því á sunnudag hefur verið hér norðanstórhríð með feiknalegri fannkomu. Geysistórar fannir hafa safnast við byggingar og margir afleggjarar heim á bæi eru þungfærir og sumir ófærir. Mjólkurbíll og póstbíll komust ■ ekki í fyrradag vegna veðurofsa. Áætlunarbílar komust í gær með því að fara um Heiðdal og norðan- vert Snæfellsnes. I öllum þessum hamförum hefur fréttaritari ekki heyrt um nein slys eða stórtjón á mannvirkjum. Þó hafa orðið útafkeyrslur nokkrar vegna storms og blindu. Bíll með moksturstönn lenti utan vegar og er moksturstönnin klemmd föst undir bílnum. Þá lenti bílstjóri frá Stykkishólmi í vondu veðri á sunnudag, var sá á ferð frá Þverá og ætlaði til Stykkishólms. Komst hann við illan leik eftir þriggja tíma basl að Hjarðarfelli. í gærmorgun leit út fyrir þokkalegt veður en það stóð ekki lengi. Þ0RRAV FYRIR O EISLUR HÓPA! Urvals norðlenskur þorramatur • Hrútspungar • Ný lifrarpylsa • Lundabaggar • Magáll • Bringukollar • Húsavíkur hangikjöt • Súr sviðasulta • Sýrt heilagfiski • Ný sviðasulta • Hákarl • Súr svínasulta • Harðfiskur • Ný svínasulta • Smjör • Sviðakjammar • Rófustappa • Súr blóðmör • Kartöflumús • Nýr blóðmör • Hverabrauð • Súr lifrarpyisa • Síld 3 teg. •Súr sundmagi • Flatkökur Kr. 1.195. pr. mann. Upplýsingar gefur Jón Þorsteinn í síma 671200 NÓATÚN Arleg fuglatalning Húsavík - Hin árlega fuglatalning, sem um allt land fer fram á sunnu- degi milli jóla og nýárs, fór fram helgina eftir áramótin þar sem enginn sunnudagur var nú á milli jóla og nýárs. Talið var nú á færri svæðum í nálægð Húsavíkur en venjulegt er og því einstaklingsfjöldi og teg- undafjöldi minni en verið hefur undanfarin ár. Sé aðeins horft til þeirra svæða sem talin voru eru helstu einkenni talningarinnar eftirfarandi samkvæmt upplýsing- um Gauks Hjartarsonar sem hafði yfirumsjón með talningunni. Fjöldi einstaklinga er í meðal- lagi og í talningunni sáust 37 teg- undir fugla. Sjaldgæfustu tegund- irnar sem sáust voru rauðhöfða- önd, grafönd, æðarkóngur, dvergsnípa og glóbrystingur. Það mun í fyrsta sinni sem dvergsnípa sést í Þingeyjarsýslu. Fjöldi af hávellum var óvenjumikill en top- pendur óvenjufáar. Sendlingum heldur áfram að fjölga hægt og sígandi eftir lægð siðustu ára. Fremur lítið var af stórum máfum og fjöldi svartbaks var innan við helming meðaltals undanfarins áratugs og skýrist það ef til vill með bættum frágangi á úrgangi frá sláturhúsi og fiskvinnslu. Að- eins sáust þrír af hinum dæmi- gerðu svartfuglum en það er óvenju lítið en áraskipti eru á þeim upp við land en óvenjumarg- ar teistur sáust. Fremur lítið sást af snjótittlingum þrátt fyrir vetr- artíð að undanförnu. Meira var af skógarþröstum og svartþröst- um á Húsavík en nokkru sinni fyrr í jólatalningum og liggur skýringin trúlega í auknum mat- argjöfum Húsvíkinga. Engir fýlar sátu nú en þeir hafa stundum sést í þúsundum. Veðurlag hefur mikil áhrif á fjölda fýla uppi við land. Þessar talningar eru allar gerð- ar af áhugamönnum án end- urgjalds og er þakkarvert að svo skuli gert. Morgunblaðið/Silli HJÖRTUR Tryggvason við talningu en hann hefur unnið við talningar í um 15 ár og er mikill náttúruunnandi. Mannskapur mokaði skafli af fjárhúsþaki HÉR í Mývatnssveit gekk vindur til norðanáttar síðastlið- inn sunnudag með allmikilli snjókomu og skafrenningi. Um kvöldið breyttist áttin snögglega í suðvestan ofsaveð- ur með blindkófi sem hélst alla nóttina og jafnframt birti í lofti. Á mánudagsmorgun var sama veður og sá vart út úr augum. Allt skólahald féll niður og margir komust ekki til vinnu. Síðdegis fór veðrið að ganga niður og birta og um kvöldið var komið hér fegursta veður. Sum- staðar setti skafla á vegi, en á milli eru langir kaflar algjörlega snjólausir. Nú er búið að mestu að hreinsa flesta vegi. Þess má geta að á Helluvaði setti mjög þykk- an skafl á fjárhúsþak. Óttast var að skaflinn myndi sliga þakið og var því safnað mannskap til að moka skaflinum af þakinu. Áð undanförnu hefur verið reki í Laxá á löngum kafla og hefur þetta mjög hækkað í henni við Helluvað og talið með því mesta sem sést hefur. Raforkuframleiðsla í Laxárvirkjun á þriðjudagsmorgun var um 9 metavött. Starfsmannafélag ríkisstofnana Félag þroskaþjálfa Deild meðferðar- og uppeldisfulltrúa Málþing Eiga sveitarfélög að taka við málefnum fatlaðra? Haldið föstudaginn 20. ianúar kl. 13.00-17.00 í Borgartúni 6. Dagskrá: 13.00-13.10 Ávarp Rannveigar Guðmundsdóttur, félagsmálaráðherra. 13.10-13.35 Þjónusta við fatlaða í nútíð og framtíð. - Eggert Jóhannesson, frkvst. svæðisskrifstofu Suðurlands. 13.35-14.00 Stefna félagsmálaráðuneytisins. - Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri. Viðhorf til umræðuefnisins kl. 14.00—15.50. Ræðumenn: Þroskaþjálp. - Guðmundur Ragnarsson, varaformaður. Öryrkjabandalag íslands. - Hafdís Hannesdóttir, félagsráðgjafi. Félagsmálastofnun Reykjavíkur. - Dísa Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi. Fulltrúi sveitarfélaga í dreifbýli. - Loftur Þorsteinsson, oddviti, Hrunamannahreppi. BSRB. - Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Deild meðferðar- og uppeldisfulltrúa. - Helga Eiríksdóttir, formaður. Félag þroskaþjálfa. - Hrefna Haraldsdóttir, formaður. Pallborðsumræður. Kl. 15.50-17.00. Þátttöku ber að tilkynna til skrifstofu Starfsmannafélags ríkisstofnana í síma 629644 eða í faxi 629641. Allir sem hafa áhuga á málefninu eru velkomnir. Ráðstefnustj.: Sveinn Allan Morthens, framkvstj. svæðisskrifst. Norðurlands vestra. Stjórnandi pallborðsumræðu: Kristín Á. Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.