Morgunblaðið - 18.01.1995, Síða 20

Morgunblaðið - 18.01.1995, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 LANDSKJÁLFTINN í JAPAN MORGUNBLAÐIÐ Hátt á annað þúsund manns fórst og fjölmargra saknað AFLEtÐINGAR JARÐSKJÁLFTANS í JAPAN Aö minnsta kosti hátt á annaö þúsund manna týndi lífi og þúsundir manna slösuöust. Meira en þúsund manns var enn saknað í gær. Skjálftinn sem var 7,2 stig á Richter kvaröa, átti upptök á 20 km dýpi undir Awajishima eyju, 15 km from Kobe. Skýrlngar: í Mestu Þjoö- skemmdir brautir / m Mesta Járn- Þétt hamfara- brautír svæöiö ^ Veikur skjálfti: Hús skjálta, huröir og gluggar skrölta og titra Japanskur @ Meöalsterkur skjálfti: Hús skjálta mjóg og titra, munir talla úr hillum jaröskjálftakvaröi: © stefkur sklálfti: Ve99ir sPrin9a' reykháfar og hlaönir múrveggir hrynja (J) Stórskjálfti: Allt aö 30% bygginga htynur, skriöuföll veröa og jörö springur 5 km SKEMMDIR: • 3.000 byggingar eyöilagöar • 10.000 heimili verulega skemmd • Stjórnlausir eldar loguöu í miöborg Kobe • Skemmdir og manntjón (allt aö100 km fjarlægö umhverfis Kobe • Hanshin-hraöbrautin brotnaöi vföa og hrundi • Tíu járnbrautarlestir fóru af sporinu • Meira en 400 eftirskjálftar hafa tafiö mjög björgunarstörf OSAKA FLÓI ■ HOKKAIDO i. AWAJISHIMA „ EYJA Tottori Toyooka Himeii Okayama ' Takamatsu _Tokushirr^- Kochi©—V^/' - ©Fukui ^©Hikone 200 km Islendinga í Jap- an sakaði ekki „VIÐ fundum ekki fyrir skjálftanum hér í Yoko- hama,“ sagði Sigríður Maaek í samtali við Morgunblaðið í gær en hún er búsett í ná- grenni TokýÓ, Jón Þrándur allfjarri hamfa- Stefánsson rasvæðinu. „Við höfum árang- urslaust reynt að ná sambandi við íslendinga, sem við vitum af á skjálftasvæðinu. Þangað hefur ekkert símasamband náðst eftir skjálftana," bætti hún við. Islendingar, sem búsettir eru á skjálftasvæðinu, sluppu allir heilir frá hamförunum, að sögn ættingja þeirra sem Morgun- blaðið ræddi við í gær. í Kobe, sem verst varð úti, býr Jón Þrándur Stefánsson, sem vinnur við hagrannsóknir og í Kyoto býr Isak Sverrir Hauksson og fjölskylda. „Ég náði sambandi við ísak á Internet-tölvuupplýsinganetinu og það amar ekkert að hjá fjöl- skyldunni," sagði Gylfi Hauks- son bróðir hans í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þau vökn- uðu við skjálftann um klukkan sex að morgni. Hann sagði að sprunga hefði komið í loftið yfir rúminu en þar sem jarðskjálftar séu tíðir hefðu þau bara velt sér á hina hliðina og haldið áfram að sofa.“ ísak sagði að skjálftarnir hefðu ekki haft mikil áhrif í Kyoto. Það kom fram í svari sem hann sendi að hann væri búinn að lesa um harmleikinn í Súða- vík á Internetinu," sagði Gylfi. „Jón Þrándur var vaknaður þegar ósköpin dundu yfir. Hann náði strax símasambandi heim og þegar við töluðum saman um eittleytið í nótt hristist allt og skalf,“ sagði Þorbjörn Tjörvi Stefánsson, bróðir Jóns Þránds. „Húsið sem hann dvelst í er illa útleikið eftir skjálftann. Það stóð reyndar uppi en er alsett sprungum og þakið mikið skemmt. Vatnslagnir rofnuðu og hann sagði að tjónið allt í kring hefði verið mikið. Það var á honum að heyra að þetta hefði verið all hrikaleg upplifun". Miklir eldar geisa í Kobe og vatnsskortur torveldar slökkvistarfið - Þúsundir manna slösuðust og um 140.000 flúðu heimili sín Kobe. Reuter. MANNSKÆÐASTI og öflugasti landskjálfti í Japan í tæpa hálfa öld varð að minnsta kosti 1.800 manns að bana og 966 var enn saknað í gær, auk þess sem 6.334 manns slösuðust. Skjálftinn olli gífurlegu eignatjóni og miklir eldar loguðu enn í hafnarborginni Kobe fimmtán klukkustundum eftir að skjálftinn reið yfír í fyrra- Fólkið hafðist við í félagsheimil- um, skólum og tjöldum sem reist voru í almenningsgörðum í borg- inni. Mikill reykmökkur var yfír vest- urhluta og miðborg Kobe, sem urðu verst úti í skjálftanum. Eldarnir voru allt að 300-500 metrar á breidd og eyðilögðu hveija timburhúsaröðina á fætur annarri. Haft var eftir emb- ættismönnum að ails geisuðu 134 eldar í borginni. Borgarbúar börðust við eldana, sumir aðeins með vatns- fötum, en sumstaðar var ekki reynt að slökkva þá vegna vatnsskortsins. Hermenn og slökkviliðsmenn frá Tókýó og fleiri borgum sem sendir voru til Kobe, töfðust á leiðinni vegna umferðaröngþveitis. „Eldarnir breiðast svo ört út að það hefði ekki orðið að neinu gagni þótt slökkviliðsmennirnir hefðu kom- ist hingað fyrr,“ sagði einn borg- arbúanna. „Þetta er vonlaust vegna þess aðjafnvel þótt slökkviliðið kom- ist hingað er ekkert vatn að hafa,“ sagði annar. Mikil gaslykt var í Kobe og slökkviliðs- og lögreglumenn óku um borgina til að vara við hættunni af eldfimu gasi sem lak úr ónýtum leiðslum. Björgunarsveitir grófu í rústunum með höndunum í leit að tæplega þúsund manns sem var saknað, þeirra á meðal 20 sjúklingum sem voru innlyksa í rústum sjúkrahúss í kvöld. Sprungur á vegum, umferðaröngþveiti og skortur á vatni torvelduðu mjög slökkvistarfið. Tomiichi Murayama, forsætisráðherra Japans, ákvað að senda hermenn á vettvang til að að- stoða íbúana, sem þurftu að notast við holræs- isvatn til að slökkva eldana vegna vatnsskorts. Um 140.000 manns urðu að flýja heimili sín. Kobe sem hrundi. 10.000 hús eyðilögðust eða skemmdust Tugir bifreiða krömdust þegar vegabrýr hrundu nálægt Kobe og tíu lestir fóru út af sporunum. Alls eyði- lögðust um 10.000 hús og önnur mannvirki algjörlega eða skemmd- ust. í miðborg Kobe mynduðust 30 sm breiðar sprungur á götunum. Landskjálflinn reið yfir næstfjöl- mennasta svæðið í Japan og eitt af hinum iðnvæddustu. Eigna- og manntjón varð á svæði með 100 km radíus umhverfis Kobe, meðal ann- ars í Osaka, næststærstu borg Jap- ans, og Kyoto, hinni fornu höfuð- borg, þar sem hof og ómetanleg Búddha-líkneski skemmdust. Næstum allir sem fórust og meira en helmingur þeirra sem slösuðust voru í Kobe, sem er talin ein af feg- urstu borgum Japans og helsta hafn- arborgin á vesturströndinni. íbúar Kobe eru 1,4 milljónir. Mannskæðasti landskjálftinn frá 1948 Fréttaritari Reuters, sem flaug yfir svæðið í þyrlu, sagði að eyði- leggingin á skjálftasvæðinu minnti einna helst á „Godzilla“-skrímsla- myndirnar japönsku. „Úr lofti að sjá er eins og forsögulegt skrímsli hafi þrammað yfir svæðið," sagði hann. Landskjálftinn varð kl. 5.46 að staðartíma, kl. 20.46 að íslenskum tíma í fyrrakvöld, og reið yfir miðju Honshu-eyjar frá Japanshafi til Kyrrahafs. Skjálftinn mældist 7,2 stig á Ric- hterskvarða og skjálftamiðjan var 20 km undir eyjunni Awajishima, sem er um 30 km frá Kobe. Mörg hús hrundu einnig á eyjunni, sem er vinsæll ferðamannastaður. Þetta er öflugasti landskjálfti á Kansai-svæðinu í miðhluta Japans frá árinu 1946 þegar skjálfti sem mældist 8,0 stig á Richter varð næstum 1.500 manns að bana. Þetta er jafnframt mannskæðasti skjálft- inn í Japan frá 1948, þegar skjálfti sem mældist 7,1 stig á Richter reið yfir Fukui í miðhluta landsins og kostaði 3.769 manns lífið. Murayama forsætisráðherra lýsti skjálftanum sem hinum „versta sem riðið hefur yfir japanska stórborg frá Kanto-Iandskjálftanum mikla" sem varð 130.000 manns að bana árið 1923. Vegabrýr hrynja Bílar héngu fram af tveggja hæða hraðbrautum, jámbrautateinar sneru upp í loft og ringlaðir ibúar í náttfötum reyndu að komast í húsa- skjól í vetrarkuldanum. Stórar kaflar af vegabrú, sem tengir Kobe og Osaka, hrundu. Lög- reglan sagði að 14 bílstjórar og far- þegar hefðu látið lífið þegar bifreið- ar þeirra hefðu feykst af hraðbraut- inni eða ekið ofan í gjár sem mynd- uðust við þrjá 100 metra kafla þar sem vegabrúin hrundi. Meira en 400 eftirskjálftar riðu yfir svæðið næstu klukkustundirnar, torvelduðu björgunarstarfið og eyði- lögðu byggingar sem höfðu þegar orðið fyrir miklum skemmdum í stóra skjálftanum. Kaupæði greip um sig meðal íbú- anna, sem hömstruðu matvæli, drykki og ýmsan varning eins og rafhlöður og kerti. Ekki var vitað til þess að fólk hefði brotist inn í verslanir til að láta greipar sópa. íbúar Kobe sögðu að fyrir skjálft- ann hefði heyrst ógnvænlegur gnýr. „Ég vissi ekki hvort mig væri að dreyma,“ sagði einn þeirra, klæddur náttfötum eftir að hafa flúið í skynd- ingu frá heimili sínu. „Menn voru ekki viðbúnir þvílíkum hryllingi hérna.“ Ekkert símsamband Símasambandslaust var að mestu við borgina og öngþveiti var á vegum frá henni vegna fólks sem reyndi að flýja hana. íbúi í Nishinomiya, bæ nálægt Kobe, kvaðst hafa vaknað við ham- farirnar. „Það var eins og mér væri feykt ofan í djúpa gryiju eða hel- víti. Skjálftinn var svo öflugur." Flestir þeirra sem var saknað voru í rústum bygginga sem hrundu í Kobe, meðal annars átta hæða bygg- ingar og þriggja hæða hótels. „Við vorum ekki viðbúin þessu, við töldum aldrei að svo öflugur jarðskjálfti gæti riðið yfir Kansai-svæðið," sagði kaupsýslumaðurinn Katsumi Take- uchi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og ráðamenn í Tævan, Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi buðust til að aðstoða Japani við björgunar- starfið. Clinton ákvað að senda hóp hátt settra embættismanna til Jap- ans til að aðstoða við skipulagningu björgunarstarfsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.