Morgunblaðið - 18.01.1995, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Á miðjum aldri
MYNPLIST
Nýlistasafnið
BLÖNDUÐ TÆKNI
SAMSÝNING
Opið alla daga kl. 14-18 til 22.
janúar. Aðgangur ókeypis.
NÝLISTASAFNIÐ hefur fyrir
löngu skapað sér nafn sem ein
af merkari stofnunum okkar lands
á sviði myndlistarmála; gjarna er
litið til Listasafns íslands, Lista-
safna Reykjavíkur og síðan Ný-
listasafnsins - sem hefur þýtt
heiti sitt á ensku sem „Safn hinna
lifandi lista“ - sem helstu hom-
steina í íslensku myndlistarlífi.
Afmæli af öllu tagi marka tíma-
mót, þar sem vert er að staldra
við, fagna því sem hefur áorkast
og líta til þess sem framundan er.
Þegar í hlut eiga stofnanir eða
félög, er ætíð æskilegt að spyrja
um markmiðin; hefur þeim verið
náð, er eitthvað nýtt á döfinni,
eða ylja menn sér fyrst og fremst
við minningar um forn afrek.
Þessar vangaveltur eiga ágætlega
við um Nýlistasafnið nú þegar
yfir stendur afmælissýning safns-
ins.
Hér er komin sýning á grund-
velli algjörs lýðræðis; öllum félög-
um safnsins er boðið til þátttöku
og fær hver um sig afmarkað
rými til afnota. Sölum safnsins
er því skipt í 114 reiti og stafrófs-
röð á nöfnum félagsmanna látin
ráða niðurröðun verka þeirra.
Þannig ræður tilviljun nokkru um
hvort verk eiga saman eður ei,
og jafnfram hvort eitt verk öðru
fremur dregur helst að sér athyg-
lina í hveijum sal.
Einhver fljótaskrift virðist hafa
verið á undirbúningi sýningarinn-
ar, því á hana vantar verk frá
rúmlega tveimur tugum félags-
manna, sem hlýtur að teljast
nokkuð hátt hlutfall; einnig eru
hér verk, sem voru fyrir nokkrum
vikum á öðrum sýningum - jafn-
vel á sama stað - og ber slíkt
ekki vott um mikla virðingu fyrir
sýningargestum.
Þrátt fyrir þessa vankanta má
segja, að sýningin gefí ágætt
þversnið af því sem félagsmenn
safnsins eru að fást við um þessar
mundir. Mörg verkanna eru unnin
sérstaklega fyrir sýninguna, og
flest önnur eru nýleg, þó þar séu
undantekningar á. Sýnendur eru
á öllum aldri og verk þeirra af
öllum gerðum, þó mest beri á
ýmsum útgáfum hugmyndalistar-
UPPDRÁTTUR af upp-
setningu afmælissýningar
Nýlistasafnsins.
innar og naumhyggj'unnar; mál-
verkið á t.d. fáa formælendur í
þessum hóp, þó það hafí gengið
í gegnum endurnýjun lífdaga á
alþjóðavettvangi hin síðari ár.
Lítið er hægt að ætla um stöðu
myndlistarinnar á íslandi í dag
út frá sýningu sem þessari; hinir
eldri standa fiestir fyrir sínu, og
meðal hinna yngri má finna
skemmtileg tilþrif á stundum, þó
margt sé þar flatneskjulegt. Verk
Guðjóns Ketilssonar er sterkt, sem
og mynd G.R. Lúðvíkssonar; syrpa
Helenar Guttormsdóttur er kímin
ábending til allra karlmanna; ljós-
myndir Rögnu Hermannsdóttur
eru athyglisverðar, sem og nýtt
verk Sigurðar Guðmundssonar,
sem hann hefur gefið safninu.
Þrátt fyrir þessi (og fleiri góð)
dæmi, er nokkuð þungt yfir heild-
armyndinni. Í tilefni tíu og fimmt-
án ára afmæla Nýlistasafnsins
voru haldnar viðamiklar og um
margt merkar sýningar, sem gáfu
gott yfirlit yfir það svið, sem safn-
ið hafði markað sér. Þessi sýning
fellur alfarið í skugga þeirra og
af henni er ekki hægt að ráða að
félagsmenn séu að bijóta ný lönd
eða leita nýrra leiða, heldur er
tilfínningin „meira af því sama“
mest áberandi þegar sýningin er
yfirgefin. Verk G. Erlu Geirsdótt-
ur, þar sem orðhlutarnir „endur -
nýjun/tekning“ eru saumaðir með
gylltum þræði í slitinn klút, er góð
túlkun á þessari erfiðu stöðu; á
þessum stað leita listunnendur ef
til vill endurnýjunar, en finna nú
helst endurtekningu.
Miðað við lífaldur listamanna-
hópa og virkni samtaka þeirra
yfirleitt er Nýlistasafnið á miðjum
aldri, sem hefur reynst mörgum
hættulegt stöðnunartímabil. Þeg-
ar það var stofnað var það gert
af brýnni nausyn, þar sem enginn
annar aðili í landinu sinnti alþjóða-
samskiptum og nýjustu hreyfing-
um í listinni að neinu gagni. í ljósi
þess að á undanfömum fimm til
átta árum hefur orðið mikil breyt-
ing hjá bæði Listasafni íslands
og Listasöfnum Reykjavíkur hvað
þetta varðar, er ef til vill kominn
tími til fyrir Nýlistasafnið að end-
urskoða markmið sín og tilgang,
bæði til að þjóna félögum sínum
og listalífinu í landinu sem best.
Nýlistasafnið hefur burði til að
vera lengi enn öflugur vettvangur
á sviði íslenskrar myndlistar, en
þá hlýtur endumýjun fremur en
endurtekning að vera keppikeflið.
Eiríkur Þorláksson
Efnilegt debút
TÖNLIST
íslenska óperan
„DEBÚT“ TÓNLEIKAR
SIFJAR TULINIUS
„Debút“-tónleikar Sifjar Tulinius,
fiðla. Steinunn Birna Ragnarsdótf-
ir, píanó. Verk eftir Mozart, Jónas
Tómasson, Ysaye, Brahms og Win-
iawski. Sunnudag 15. janúar 1995.
SIF MARGRÉT Tulinius (stúdent
úr MH 1988) er enn við nám í fíðlu-
leik, nú hjá Mitchell Stern
og Joyce Robbins í New
York, og því kannski áhöld
hvort um „alvöru“-debút
var að ræða á síðdegistón-
leikum hennar og Stein-
unnar Birnu Ragnarsdóttur
í íslensku óperunni á
sunnudaginn var. Hvað
sem því leið/þá var ekki
út á aðsókn að setja, því
salur Gamla bíós var setinn
fyrir ofan meðallag, ög
rosknir tónleikagestir
nokkuð áberandi.
E.t.v. hafði þetta marg-
menni sín áhrif á taugar
einleikarans, því miðað við þá
spretti sem undirritaður heyrði Sif
taka í Tónvakakeppni Ríkisútvarps-
ins í fyrra, þar sem hún var örygg-
ið uppmálað, þá gætti nú ávænings
af streitu; ef ekki sýnilegri, þá heyr-
anlegri, einkum framan af, þar sem
tónninn var stundum nokkuð lokað-
ur, hraðaval varfærnislegt og in-
tónasjón endmm og eins í lægri
kantinum, þegar stokkið var upp á
við. Engu að síður sýndi Sif góð tök
á mótun hending og bogatæknin
var nánast óaðfinnanleg, eins og
fram kom m.a. í fallegri beitingu á
tvígripum og á veikum stöðum.
Sónata Mozarts fyrir fiðlu og
píanó í B-dúr K 454 var heldur
bragðdauf, enda flutt af ýtrustu
varkárni, auk þess sem píanóið var
í sterkara lagi, einkum í andante-
kaflanum. í einleiksverki Jónasar
Tómassonar (yngri), Vetrartré, þar
sem Sif stóð ein og óstudd, sýndi
einleikarinn meiri tilþrif, og auð-
heyrilegt, að þarna væri að mótast
allpersónuleg skoðun á verki sem
hefur burði til að geta orðið sígilt
viðfangsefni fiðluleikara um
ókomna áratugi.
Næst á eftir kom annað verk án
undirleiks, Sónatan op. 27 eftir
Eugéne Ysaye (d. 1931), rapsódísk
og tæknilega allkrefjandi tónsmíð
í 4 þáttum, þar sem höfundur vitn-
ar í tónbókmenntir fyrri tíma, eins
og í E-dúr Partítu Bachs (í 1. þætti),
en mest þó í sekvenzinn forna úr
sáiumessunni, Dies irae, sem geng-
ur eins og rauður þráður gegnum
allt verkið. Sif flutti þetta verk
einna best allra á tónleikunum og
náði að kalla fram verulega spennu
og dulúð með yfirvegun og festu.
Meðferð þeirra stallna á hinni
háttelskuðu sónötu op. 78 eftir
Brahms var þokkafull en ekki ýkja
spennandi, og hin stutta Polonaise
brillante op. 4 eftir Winiawski (d.
1880) lýttist, þrátt fyrir töluverðan
bravúr, nokkuð af „flötum" nótum
hér og þar í fiðlunni.
Sif er efnilegur fiðluleikari, og
væri gaman að fá að heyra leik
hennar aftur við óþvingaðra and-
rúmsloft. Vonandi verður þess
ekki langt að bíða.
Ríkarður Ö. Pálsson
SIF Tulinius og Steinunn
Birna Ragnarsdóttir.
__ Ljóðatónleikar
í Islensku óperunni
HOLLENSKA mezzo-sópr-
an söngkonan Jard van Nes
og breski píanóleikarinn
Roger Vignoles halda tón-
leika á vegum Tónlistarfé-
lagsins í Reylqavík í dag í
íslensku óperunni kl. 20.30.
Á efnisskránni eru fjögur
sönglög op. 2 eftir Alban
Berg, Frauenliebe und -le-
ben eftir Schumann, lög eft-
ir Debussy og Manuel de
Falla.
í kynningu segir: „Und-
anfarin ár hefur Jard van Nes unnið
sér sess sem einn af fremstu söngv-
urum í Evrópu. Hún er jafn vel heima
á óperusviði og sem einsöngvari með
hljómsveit og í ljóðasöngv Hún kom
fyrst fram með Concertgebouw-
hljómsveitinni í Amsterdam .Arið
1983 undir stjórn Bernards Haitinks
í Sinfóníu nr. 2 eftir Mahler og síðan
hefur hún verið tíður gestur með
helstu hljómsveitum um allan heim
undir stjóm manna á borð við Vlad-
imir Ashkenazy, Carlo Maria Giulini,
sir Georg Solti og Mstislav
Rostropovich. Hún kom fyrst fram á
óperusviði í Rodelinda eftir Handel
árið 1983, og síðan hefur
hún sungið í fjölmörgum
ópemm og má nefna Moz-
art, Hindemith og Wagner.
Jard van Nes hefur sungið
inn á ijölda geisladiska,
bæði ljóðasöngva, oratorio,
sinfóníur og ópemr.
Breski píanóleikarinn
Roger Vignoles er nú með-
al eftirsóttustu meðleikara
í heimi og kemur fram í
öllum helstu tónleikahöll-
um veraldar í fylgd þeirra
söngvara og hljóðfæraleikara sem
mest era metnir. Auk þess sem hann
hefur leikið með Jard van Nes hefur
hann komið fram víða um heim með
söngvumm eins og Kiri Te Kanawa,
Elisabeth Söderström, Sarah Walker
og Janet Baker og í fersku minni
eru tónleikar hans hér með Thomas
Allen sl. vetur. Hann er einnig eftirs-
óttur sem leiðbeinandi í „Master
Classes“ fyrir söngvara og píanóleik-
ara og mun halda slíkt námskeið í
Tónlistarskólanum í Reykjavík á
morgun, 19. janúar, kl. 10-13.“
Miðasala verður við innganginn.
JARD Van Nes
mezzo-sópran
söngkona.
Taktu lagið, Loa!
ÆFingar em vel á veg komnar á
leikritinu Taktu lagið, Lóa!, sem
fmmsýnt verður í lok mánaðarins á
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins.
Höfundur verksins er breska leik-
skáldið Jim Cartwright, sá hinn sami
og skrifaði Stræti og BarPar, sem
sýnd voru við miklar vinsældir hjá
Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Akur-
eyrar.
Leikendur em Kristbjörg Kjeld,
Pálmi Gestsson, Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir, Hilmar Jónsson, Ragnheiður
Steindórsdóttir og Róbert Arnfinns-
son. Búninga annast Þómnn E.
Sveinsson, lýsingu Páll Ragnarsson,
sviðsmynd þannar Stígur Steinþórs-
son, Jón piafsson stjórnar hljóm-
sveitinni, Árni Ibsen þýddi verkið og
Hávar Siguijónsson leikstýrir.
Taktu lagið, Lóa! var tilnefnt gam-
anleikrit ársins í Bretlandi 1993.
Endurholdgaður Chopin!
TONLIST
Ilafnarborg
RÚSSNESKIR
MENNINGARDAGAR
Rem Urasin píanó, Vladimir Efimov
tenór, Rinat Ibragimov bariton og
Amold Budarin, píanó. Verk eftir
Tsjajkovskíj, Rachmaninoff, Chopin,
Schubert og rússnesk alþýðutón-
skáld. Sunnudag 15. janúar.
ÞAÐ kváðu standa yfir rússneskir
menningardagar í Hafnarfirði, og í
tilefni af því bauð menningarmið-
stöðin Hafnarborg sl. sunnudag kl.
17, rétt áður en mesta stórhríðin
skall á, upp á tónleika. Eitthvað virt-
ust samskipti Hafnarborgar og rúss-
neska sendiráðsins ganga brösuglega
hvað upplýsingastreymi varðar, því
flytjendur reyndust helmingi fleiri
en tónleikaskráin sagði til um, og
verkefnavalið reyndist einnig all-
breytt frá því sem prentað stóð. Flytj-
endur áttu því að tilkynna viðfangs-
efnin jafnharðan, en á því vildi stund-
um verða misbrestur, auk þess sem
tilkynningamar fóm fram á rúss-
nesku, sem er undirrituðum eigi töm.
Svo maður ljúki þessu harmahjali af,
þá kom heldur á óvart, að báðir ein-
söngvarar, auðheyranlega þjálfaðar
raddir, kusu að syngja við hljóðnema
og uppmögnun, að því að virtist án
áþreifanlegrar ástæðu, fyrir utan það
að tenórinn, þjóðsöngvarinn Efimov,
söng síðustu lög sín fyrir uppklöpp
við balalækusveitarundirleik af tón-
bandi! Settu þau atriði óneitanlega
nokkuð sérkennilegan blæ á tónleik-
ana, sem hefði getað orðið skringi-
legur, hefðu söngvarar ekki sýnt
ýtrastu aðgæzlu.
En þegar öllu þessu kvabbi slepp-
ir, þá voru rússnesku tónleikarnir
hin ágætasta skemmtun, að ekki sé
talað um hlut Rems Urasin í fyrri
hluta dagskrár, sem var samfelld
sigurganga. Maður gæti svosem skil-
ið, að upptökubíll Ríkisútvarpsins
kjósi að sitja heima, þegar gesti ber
að garði sem ku taka fyrir hefðbund-
in rússnesk þjóðlög og ku að auki
vera ráðnir til að skemmta kráar-
gestum; þó hefði stofnunin sennilega
ekki setið auðum höndum, hefði
skemmtitröllið ívan Rebroff borið að
landi. Hitt varð hinsvegar lýðum ljóst
þegar eftir nokkur lög (okt.-des. úr
Árstíðum Tsjajkovskíjs og nokkrar
etýður eftir Chopin), að Ríkisútvarp-
ið hafði sofnað illa á verðinum, þeg-
ar ákveðið var að hljóðrita ekki hinn
19 ára snilling frá Kasan í Tartarst-
an. Annan eins píanóleik hefur undir-
ritaður ekki heyrt í hérlendum tón-
leikasölum í áraraðir, og hvað Chop-
in varðar, einfaldlega aIdrei.
Fettur hins fölleita unglings voru
líkt og teknar upp úr lýsingum Ha-
rold G. Schonbergs í „The Great
Pianists" á stælum 19. aldar snillinga
í framkomu, og maður hugsaði með
sér: almáttugur. Því hér var bæði
horft til himins, róið fram í gráðið,
höndum lyft upp fyrir hvirfil og þar
fram eftir götunum, fyrir nú utan
það, að piltur gat í fljótu bragði líkzt
Schumann og Chopin anzi mikið í
útliti: litaraftið tæringarlegt og hár-
greiðsla hin sama og tíðkaðist ca.
1835.
En þá fór maður að leggja við
hlustir. Hvílíkur píanóleikur! Syngj-
andi flæði, merlandi píanississimó,
tilfinning fyrir rúbató á við sjötugan
vitring, stormandi forte, stórskota-
fortissimó (hin 5—6 „p“ eða „f“ rúss-
neskra rómantíkera öðluðust allt í
einu merkingu), hendingamótun sem
gaf tónlistinni jafnvel meiri dýpt en
hún átti skilið ... Hárin risu á höfði
manns; þetta var upplifun ofan og
handan við hinar náttúmlausu hljóð-
verstúlkanir á geisladiskum nútím-
ans og í beinu sambandi við arfsagn-
ir 19. aldar, þar sem slitnir strengir
fuku upp af hljómbotni eins og hrá-
viði og konur féllu í yfirlið - nema
- feilnótulaust!
Framlag söngvaranna tveggja í
seinni hlutanum gat í huga undirrit-
aðs varla annað en bliknað í saman-
burði við hinn unga ofurhuga.
Efimov tenór söng á þjóðlegum nót-
um með tilheyrandi smérvíbratói,
falsettubeiting og rússnesku acceler-
andói; samsetningu sem undirritaður
hefur ekki kunnað að meta síðan á
yngri áram, en sem greinilega féllu
í góðan jarðveg hjá flestum áheyr-
endum. Baritoninn, Rinat Ibragimov,
söng klassískara efni, þ.á m. aríur
úr Tsjajkovskíj-óperum og sönglög
eftir Rachmaninoff, og fórst mjög
vel úr hendi, enda röddin hljómmikil
(að svo miklu leyti sem hún bjagað-
ist ekki í rafmögnuninni). Nú kom í
ljós, að Rem Urasin var einnig góður
undirleikari, nákvæmur og tillitssam-
ur, en auk hans kom annar píanisti
í viðaminni og þjóðlegri lögum við
sögu, Arnold Budarin, er lék á köfl-
um örlítið djassskotnar útsetningar.
Meðal þjóðlaga Efimovs var reyndar
eitt, sem minnti skemmtilega á Maí-
söng Jóns Ásgeirssonar í hljóma-
byggingu og að hluta í lagferli, en
meðal eftirminnilegustu laga var þó
tartarskt þjóðlag í ágætum flutningi
Ibragimovs og Budarins, sem bar
nokkurn blæ af kyrrlátum, blues-leit-
um indíánasöng.
Að lokum sungu þeir félagar nokk-
ur alþekkt rússnesk lög svo sem
Nótt í Moskvu og „Those Were the
Days“ við dynjandi lófatak þakklátra
hlustenda.
Ríkarður Ö. Pálsson