Morgunblaðið - 18.01.1995, Side 29

Morgunblaðið - 18.01.1995, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 29. SNJÓFLÓÐIÐ í SÚÐAVÍK • Morgunblaðið/RAX eir eru af höfuðborgarsvæðinu og komu til Súðavíkur síðdegis í gær með varðskipinu Tý. Níu Súðvíkingar lig-gja á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði Engínn er talínn í bráðri lífshættu NÍU Súðvíkingar, sem bjargað var úr snjóílóðinu á mánudagsmorgun liggja nú á fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði. Þeirra á meðal eru þrjú börn. Eng- inn var talinn í bráðri lífshættu en fólkið er undir sérstöku eftirliti og að- hlynningu áfallahóps lækna, presta og hjúkrunarfræðinga sem sérþjálfaðir eru í að veita fólki sálræna neyðarhjálp eftir áföll af þessu tagi. Á blaðamannafundi sem áfalla- hópurinn hélt á ísafirði í gær kom fram að fólkið ætti við mikla van- líðan að stríða og treysti sér ekki tii að ræða reynslu sína opinber- lega. „Súðvíkingar eru flestir ná- tengdir innbyrðis og það tekur hvert áfallið við af öðru. Ekki að- eins hefur það lent í þessum miklu raunum heldur er það nú að fá fréttir af afdrifum hvers annars og áfallið er smátt og smátt að koma fram hjá hverjum og ein- um,“ sagði Rúdolf Adoifsson, geð- hjúkrunarfræðingur, sem ásamt Tómasi Zoéga, geðlækni, Hildi Helgadóttur, hjúkrunarfræðingi, og prestunum Karli V. Matthías- syni, Sigfinni Þorleifssyni og séra Magnúsi Erlingssyni í Súðavík, hlúa að fólkinu. Fjölskyldur fá að vera saman „Sumir hafa ekki aðeins misst sína nánustu heldur allar eigur sín- ar og hafa ekki að miklu að hverfa," sagði Tómas Zoéga, sem sagðist telja að flest yrði fólkið útskrifað af sjúkrahúsi á næstu dögum eftir að því hefði verið veitt nauðsynleg byrjunaraðstoð til að vinna úr áfallinu. Rúdolf Adolfsson sagði að að- búnaður á Fjórðungssjúkrahúsinu væri eins og best mætti verða og til fyrirmyndar væri að venjuleg deildarskipting sjúkrahússins hefði verið brotin upp til þess að fjöl- skyldur fengju að vera saman á stofu. Áfallahjálp hefur einnig staðið björgunarmönnum til boða og hafa margir þeirra notfært sér hana að sögn séra Karls V. Matthíassonar og Hólmfríðar Gísladóttur frá Rauða krossi íslands sem haldið hafa fundi og bænarstundir með björgunarmönnum. Einnig er séra Kristján Björnsson meðal björgun- armanna í Súðavík. í máli þeirra Karls og Hólmfríð- ar kom fram að björgunarmönnum væri ofarlega í huga að afnema þyrfti opinberar álögur sem lagðar hafa verið á ýmsar björgunarvörur en þeir telji að kostnaður vegna hárra skatta og gjalda hafi hamlað því að litlar björgunarsveitir geti eignast ýmsan nauðsynlegan bún- að. Séra Karl V. Matthíasson hélt bænastund á Hótel ísafirði í gær- kvöldi með þeim Súðvíkingum sem þar dvelja. iit og1 björgunarstörfum í Súðavík Morgunblaðið/RAX i'gunarmenn hvíla lúin bein í frystihúsi Frosta á Súðavík. fari að koma þeim en þeir eru bún- ir að vera að í einn og hálfan sólar- hring,“ sagði Auður. Maðurinn sem leitað hafði verið að á ísafirði gaf sig fram um leið og hann frétti af því í útvarpinu að verið væri að leita að sér. „Það er búið að vera svo langvar- andi vont veður og enginn á ferli í bænum. Auðvitað er ég hrædd þar sem ég bý hér undir hlíðinni sjálf en ég velti því þó ekki mikið fyrir mér þegar veit um hörmungarnar sem ganga yfir í Súðavík.“ Jón Ragnarsson vélstjóri í Súðavík „Veit ekki hvort ég treysti mér til að búa áfram í húsimum“ Morgunblaðið, Súðavík „ÞETTA er gífurlegt áfall, ég get ekki séð að þau hús sem eftir, standa og eru í grennd við snjófióð- ið, séu íbúðarhæf við þessi skil- yrði. Ég efast um að mín fjöl- skylda treystí sér til að búa áfram í húsunum. Ég hef n-eyndar ekki hitt fjölskyldu mína síðan þetta gerðist. Sjálfum líður mér hræði- lega illa að búa í húsinu í vondu veðri og hafa þetta yfir höfði sér,“ sagði Jón Ragnarsson vélstjóri í Frystihúsinu Frosta. Jón bjó í húsi í jaðri snjóflóðs- ins. Húsið við hlið hans húss fyllt- ist af snjó. Jón varð ekki var við snjóflóðið þegar það féll en fór með fjölskyldu sína niður að Hrað- frystihúsinu þegar hann fékk upp- lýsingar um flóðið. „Þá frétti ég af dóttur minni sem bjó nokkrum húsum utar. Flóðið lenti á húsinu hennar og hún rankaði við sér neðar í götunni. Hún slasaðist tals- vert í flóðinu og maðurinn hennar einnig. Þau komust fljótt í hús og fengu aðhlynningu. Það vantaði hinsvegar tvö börn þeirra og ég fór strax aftur uppeftir að leita að þeim ásamt fleirum. Það fór fljótlega að finnast eitt og eitt en eldra barnið fannst lifandi klukkan tíu í gærmorgun. Seinna barnið fannst ekki fyrr en klukkan þijú í dag og það var látið.“ Björgunarsveitin hefur staðið sig frábærlega vel Eftir að björgunarsveitin kom frá ísafirði tók liann að sér að koma rafmagni á frystihúsið en snjóflóð tók raflínu í sundur seinni- hluta mánudags. „Björgunarsveit- in á ísafirði hefur staðið sig frá- bærlega vel. Sveitin kom hingað um klukkan tíu í gærmorgun. Þá fór leit í gang í alvöru. Björgunar- sveitin hér er svo fámenn, ekki nema fimm menn sem hægt er að kalla þjálfaða björgunarsveitar- menn. Mér finnst að leitin hafi gengið vel miðað við þessar erfiðu að- stæður. Aðstæður eru búnar að vera með eindæmum erfiðar. Stormur og öskrandi bylur. Menn sáu stundum ekki fram fyrir tærn- ar á sér. Hundarnir gegndu lykil- hlutverki við leitina. Fólk fór að finnast hratt eftir að hundarnir komu frá ísafirði. Þeir björguðu örugglega nokkrum mannslífum," sagði Jón. „Menn eru stundum að tala um þörfína á að koma upp varnargarði fyrir ofan húsin. Ég held að það sé ódýrara að kaupa upp öll húsin °g byggja þau á nýjum stað. Við eigum örugglega nóg landsvæði þar sem öruggt er og kemur aldrei snjóflóð. Svæðið er innan við barnaskólann. Þar er engin brött lilíð fyrir ofan og þar getur fólk sofið rólegt í vondu veðri,“ sagði Jón. „Ég vona að ráðamenn taki . skynsamlega á málinu, það er ekki hægt að þvinga fóik tii að búa á svona stað eftir þessar hamfarir. Það á hiklaust að aðstoða fólk við að flytja burt ef það vill það. Súð- víkingum þykir öllum vænt um þorpið og menn fara ekki með glöðu geði en fólk verður að gera það upp við sig hvort það vill eiga hér heima og eiga þetta yfir höfði sér eða hvort það vill flytja burt og koma aftur seinna.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.