Morgunblaðið - 18.01.1995, Síða 40

Morgunblaðið - 18.01.1995, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SIGRIÐUR ZAKARÍASDÓTTIR + Sigríður Zak- aríasdóttir, áður til heimilis á Gránufélagsgötu 6 á Akureyri, fædd- ist á Einfætingsgili í Strandasýslu 23. júli 1903. Hún lést á Skjóli 30. desem- ber sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Marsibil Guðmundsdóttir og Zakarías Ein- arsson. Börn þeirra voru sextán og komust þrettán til fullorðinsára. Fimm eru enn á lífi. Sigríður stundaði nám í Húsmæðraskólanum á ísafirði. Hinn 10. júlí 1932 giftist hún Georg Jónssyni bifreiðastjóra á Akureyri. Sonur þeirra er Ingólfur Oddgeir, rafmagns- verkfræðingur, kvæntur Katr- ínu Birgittu Axelsdóttur. Börn þeirra eru fimm: Sakarías, Iris Rut, Sigríður, Axel Davíð og Marta Elísabet. Sigríður gekk í Kristniboðsfélag kvenna á Akureyri árið 1932 og var m.a. gjaldkeri félagsins í 44 ár. Minningarathöfn fór fram í Fossvogskapellu 6. janúar sl. en hún var jarðsett frá Akur- eyrarkirkju 10. janúar sl. LÖNG ævi er að baki og minning- amar svo ótal margar koma í huga okkar sem áttum lengri eða skemmri samleið með Sigríði. Hún var stórbrotin persóna sem hlýtur að vera minnisstæð þeim er kynntust henni. Sigríður gekk ►heilshugar að hveiju verki, þar var aldrei um hálfvelgju að ræða. Það sem mótaði líf hennar öllu öðru fremur var trúin á Drottin Jesú Krist sem hún eignaðist ung að árum og var hennar leiðarljós alla ævi upp frá því. Hún þráði að sem flestir mættu eignast hlutdeild í því dýrmætasta sem hún hafði sjálf eignast og vildi því leggja fram krafta sína til þess. Allt fórst henni jafnvel úr hendi. Hún vann ótrúlega mergð fagurra muna til fjáröflunar fyrir kristni- boðið og hélt áfram með undra- verðum árangri þó sjónin tæki að bila og heilsunni hrakaði. Hún starfaði í sunnudagaskóla félags- 'ins um áraraðir og var það mjög ljúft. Hún flutti hugleiðingar og vitnisburði á fundum og samkom- um og átti ótrúlega létt með að koma hugsunum sínum til skila með skýrum og einlægum orðum þrungnum sannfæringarkrafti sem tæpast gat látið viðstadda ósnortna. Sigríður var einnig félagi í KFUK á Akureyri frá stofnun þess félags og lagði þar lið í barna- og unglingastarfi er til hennar var leitað. Sumarbúðir KFUM og KFUK voru eitt af áhugamálum hennar og gáfu hún og eiginmaður hennar, Georg Jónsson, land undir sumarbúðimar á Hólavatni. Allt það sem miðaði að því að efla kristið trúarlíf var henni hugleikið. Kristniboðið meðal heiðingja stóð þó hjarta hennar næst, já, var ef svo má segja það sem hjarta hennar sló fyrir. Neyð heiðingj- anna sem hún talaði svo oft um var hennar neyð, gleði þeirra er fengu að heyra fagnaðarboðskap- inn var hennar gleði. Við sem þekkjum til minnumst bæna hennar fyrir kristniboðunum og þeim er þeir voru sendir til, minn- umst margra dýrmætra stunda, ekki síst í litla loftherberginu í Zíon. Við minnumst alls þess sem hún var okkur persónulega og í samstarfí og þökkum henni og þeim Guði er gaf hana. Hjartanlegar samúðar- kveðjur fæmm við einkasyninum Ingólfi, Karen og yndislegu sonar- bömunum fímm sem vom auga- steinar ömmu sinnar og biðjum Guð að blessa þau öll og varðveita. „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist.“ 1. Kor. 15.57. F.h. Kristniboðsfélags kvenna á Akureyri og KFUM og KFUK á Akureyri. Þórey Sigurðardóttir. Kveðja frá Sambandi ís- lenskra kristniboðsfélaga Árið 1914 fluttist fjölskylda Sig- ríðar frá Einfætingsgili að Bæ í Reykhólasveit þar sem Zakarías var einn vetur í húsmennsku hjá systur sinni og mági. Þaðan lá leið- in að Fjarðarhorni í Gufudalssveit og svo að gili í Bolungarvík árið 1921. Sigríður fór að vinna fyrir sér utan heimilis upp úr því, enda mátti hún þá heita fulltíða kona og heimilið barnmargt. Hún var eftirsótt sem starfskraftur, enda margt til lista lagt í heimilisstörf- um og dijúg til verka. Gilti þá einu hvort um var að ræða hvers kyns matargerð eða hannyrðir, en á því sviði liggur heilmikið eftir hana. Nálægt miðjum þriðja áratug ald- arinnar var hún vetrarlangt á Ak- ureyri, fór aftur vestur og gekk á Húsmæðraskólann á ísafirði. Eins og áður kemur fram vann Sigríður margvísleg störf. Hún vann í físki á sumrin. Lengi bak- aði hún fyrir skólahátíð Mennta- skólans á Akureyri. Einnig vann hún við matargerð á veitingahúsi og síðar hreingerningar á pósthús- inu svo eitthvað sé nefnt. Þessi störf, svo vel sem þau voru unnin, eru þó ekki lífsstarf Sigríðar Zakaríasdóttur. Það fólst fyrst og síðast í ómetanlegu fram- lagi hennar til kristilegs starfs, einkum kristniboðsstarfs Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga, ALFHEIÐUR MARGRÉT MA GNÚSDÓTTIR + Álfheiður var fædd á Akur- eyri 27. júlí 1939. Hún lést 16. desember 1994. Álfheiður var jörðuð frá Akureyrar- kirkju 27. desember sl. SÍMINN hringir, ég tek upp tólið og svara glaðlega halló. Hinum megin á línunni er móðir mín grát- andi: Gréta mín, Alla er dáin. Hún dó í nótt. Ég man ekki hveiju ég svaraði en eftir samtal okkar sat ég sem lömuð og spurði sjálfa mig aftur og aftur, af hveiju, af hveiju. Þessi káta og lífsglaða kona sem var búin að vera vinkona mín frá því að við vorum smástelpur. Sorg- in helltist yfir mig. Ég vildi ekki trúa þessu en samt vissi ég eins og allir að hún hafði átt við mikil veikindi að stríða um alllangt skeið. Misjafnlega þó, það birti alltaf á milli og þá kom þessi hugsun, hún kemst yfír þetta. Þetta er allt að lagast. Vonin heldur manni uppi. Mennimir áætla en guð ræður. Mig langar að minnast hennar í örfáum orðum. Margar ljúfar minningar standa mér ljóslifandi fyrir sjónum frá æskuárum okkar frá Akureyri. Mæður okkar voru miklar vinkonur, nánast óaðskilj- anlegar frá því að þær voru innan við tvítugt þannig að það var alltaf daglegur samgangur á milli heimil- anna. Við Alla löðuðumst hvor að ann- arri, líkar í okkur og óttalegir ærslabelgir. Okkur datt svo margt í hug og framkvæmdum allt sem okkur datt í hug. Voram alltaf sammála um allt. Hver minning af annarri þýtur í gegnum hugann. Tvær litlar stelpur stela spariskóm frá mæð- ram sínum, labba á þeim fram og til baka eftir Grandargötunni. Það var svo spennandi að heyra marrið undan skónum. Skómir ónýtir, stelpumar háttaðar niður í rúm í refsingarskyni. Tvær þær sömu labba með dúkkurnar sínar út á flugplan (þá áttu stelpur bara eina dúkku með gifshaus og tusku- sem átti hjarta Sigríðar. Kristniboðsfélag kvenna á Akureyri stóð að byggingu kristni- boðshúss á Akureyri er hlaut nafn- ið Zíon og var vígt 10. desember 1993. Sama ár fluttist Jóhannes Sigurðsson prentari og trúboði ásamt fjölskyldu sinni til Akur- eyrar og leiddi frá upphafi öflugt starf í Zíon. Eins og' fleiri varð Sigríður fyrir óafmáanlegum áhrif- um af predikun Jóhannesar og starfinu í Zíon sem mótaði allt líf hennar upp frá því. Kristniboðshreyfingin stendur í þakkarskuld við Sigríði fyrir allt það sem hún lagði af mörkum til starfsins bæði hér heima og úti á kristniboðsakrinum. Það á ekki við um Sigríði að hún hafí ekki borið trú sína á torg heldur geymt hana fyrir sjálfa sig sem mörgum fínnst dyggð í dag. Nei, Guði séu þakkir fyrir vitnisburð hennar, bæði í orði og verki. Ljós hennar var ekki sett undir mæliker. Sigríður vissi að það era þijú stór K sem allir kristnir menn eiga að gefa gaum að, en, því miður, mörgum gleymist. Þau era þessi: Krossinn, Kristniboðið og Koma Drottins. Sjálf tók hún orð Drottins alvarlega er segir: „Allt vald er mér gefíð á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að læri- sveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar" (Matt. 28,18-20). Kristniboðsstarfið varð köllun Sigríðar. I lokin stutt minning kristni- boðsvina í Zíon fyrir nokkrum árum er lýsir Sigríði vel. Það var kvennafundur. Sigríður stóð í ræðustól og stjórnaði hún fundinum. Með festu eins og henni einni var lagið sagði hún: „Nú skulum við rísa úr sætum og syngja sönginn nr. 305 í söngbók- inni okkar: Þegar Drottins lúður hljómar og þá dagur fer í hönd.“ En þá um leið kveður við sker- andi viðvöranarhljóð reykskynjara hússins. Það hafði komið upp eldur í eldhúsinu sem var fyrir framan samkomusalinn. Hlupu nú nokkrir til og slökktu eldinn á skammri stundu. Nokkur ringulreið kom á sam- komugesti. Engum gleymist, sem þarna vora, þegar rödd Sigríðar hljómaði yfír salinn: „Er þetta ekki komið í lag? Getum við ekki farið að syngja?“ Og þarna stóð hún Sigríður Zakaríasdóttir enn í ræðu- stól, róleg og yfirveguð að venju eins og ekkert hefði í skorist. Óþarft er að taka fram að sung- ið var af miklum krafti: Þegar Drottins lúður hljómar og þá dagur fer I hðnd, þegar dýrðarmorgunn ljómar eilífðar, þegar Guð með nafni kallar allt sitt fólk á friðarströnd sem hans frelsi meðtók - einnig verð ég þar. Drottinn hefur kallað Sigríði Zakaríasdóttur með nafni, og fyrir trúna á endurlausnina í Jesú Kristi er nafn hennar letrað í lífsins bók. Kristniboðssambandið þakkar innilega störf hennar og biður Guð að blessa einkasoninn og fjölskyldu hans, svo og aðra ástvini. Benedikt Arnkelsson. skrokk, þessar dúkur þoldu ekki vatn) vaða út í sjó og baða dúkk- urnar, leyfa þeim að fljóta í lygnum sjónum, kafa og synda eða hvað gerðist? Hausamir molna af og stelpurnar koma heim með sjó- blauta, hauslausa skrokka. Aftur sama refsingin. Svona get ég enda- laust talið upp. Eina enn, við feng- um hjól og okkur var stranglega bannað að hjóla út fyrir bæinn. Við hjóluðum bæinn á enda og yfir í Vaðlaheiði, kjarkmiklar og kot- rosknar. En þegar átti að fara til baka var kjarkurinn farinn að bila, það var tekið að dimma og hun- grið sagði til sín. Og síðast en ekki síst hugsunin, hvað skyldu pabbi og mamma segja? Það vora niðurlútar stelpur sem bönkuðu upp á á næsta bóndabæ og sögðu kjökrandi: Viltu hringja í pabba og mömmu og láta sækja okkur. Við voram sóttar. .Það var lesið yfir okkur og við lofuðum öllu góðu, en gleymdum því jafnharð- an. Svona var okkar bemska. Pabbi og mamma áttu sumarbú- stað í Höfðahverfí. Þar voram við öll allar helgar og alltaf komu upp skemmtileg atvik hjá okkur Öllu. Það er yndislegt að rifja upp allt sem við brölluðum saman alla tíð. Alla var alla tíð kát og skemmti- leg og hafði góða frásagnargáfu. Hún var sérstaklega sönn og trygg. Þótt bernskuminningarnar séu efst í huganum get ekki látið hjá að líða að minnast allra hinna minninganna sem eftir komu. Ég fluttist frá Akureyri fjórtán ára gömul en kem norður á hveiju ári. Alltaf hittumst við Alla. Síðar giftum við okkur, hún fyr- ir norðan og ég fyrir sunnan. En alltaf var samband á milli okkar. Við glöddumst hvor með annarri. Fyrst með börnin okkar og svo með bamabörnin. Að hafa átt slíka vinkonu sem Öllu er guðsgjöf. Þeg- ar einar dyr lokast opnast aðrar. En við tökum ekki eftir því vegna þess að við eram svo upptekin af lokuðu dyrunum. í veikindum hennar Öllu þá horfði hún á opnu dyrnar og gleymdi þeim lokuðu. Það ættu fleiri að gera. Einu sinni las ég að þegar mað- ur er sorgmæddur eigi að skoða hug sinn og sjá að maður grætur vegna þess sem var gleði manns. Alla veitti öllum ómælda gleði því hún var sjálf svo lífsglöð og kát. Mikið á ég eftir að sakna hennar, samfunda, símtala og alls er henni viðkom. Én það eru fleiri sem sakna. Elsku Helgi, börnin og ömmu- börnin. Ykkar missir er mestur. Sigrún mín, Palli og Sveini, guð gefi ykkur öllum styrk í sorg ykk- ar. Megi minningin lifa um þessa góðu konu. Gréta Jónsdóttir, Grindavík. 19.AOAUGLYSINGAR OSKAST KEYPT A TVINNUHUSNÆÐI Heildsala eða umboð óskasttil kaups Traust fyrirtæki, sem vill færa út kvíarnar, óskar eftir að kaupa heildsölu og/eða hluta úr slíku fyrirtæki, er starfar á neytendamark- aði. Fullum trúnaði heitið. Áhugasamir vinsamlega leggi inn upplýs- ingar á afgreiðslu Mbl. fyrir 22. janúar, merkt- ar: „H - 15007“. 150-200 f m skrifstofu- húsnæði óskasttil kaups Æskileg staðsetning er í austurbæ Reykjavík- ur, á 2. hæð, með góðri aðkomu og góðum bílastæðum. Upplýsingar gefur Örn í síma 31104 eða 989-61606. Skrifstofuhúsnæði Til leigu 100 fm mjög fallegt og skemmtilegt skrifstofuhúsnæði á 2. hæð íTemplarasundi 3. Fallegt umhverfi. Útsýni yfir Tjörnina. Einnig til leigu 60 fm skrifstofuhúsnæði á 1. hæð í Hellusundi 3 (Þingholtunum). Á sama stað 30 fm gott herbergi til leigu. Upplýsingar veitir Karl í síma 20160 milli kl. 13 og 18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.