Morgunblaðið - 18.01.1995, Page 45

Morgunblaðið - 18.01.1995, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 45 BREF TIL BLAÐSINS Heiðarlegu fólki á að þakka Frá Ónnu S. Snorradóttur: TIL starfsfólks Flugleiða. Undirrituð var farþegi með Flug- leiðum til Gran Canaria 16. des. sl. Vegna þess að blessuð jólin voru á næsta leyti þótti mér sjálfsagt að setja upp sparihringinn, sem ég ferðast annars ekki með. Þegar ég kom inn á hótel á Playa Del Ingles var hringurinn ekki á sínum fingri. Mér datt strax í hug að vegna kulda um morguninn var ég með hanska, en tók af mér þegar ég kom í vél- ina og að þá hefði hringurinn kannski runnið niður á gólf án þess að ég tæki eftir því. Ég lét því starfsfólk strax vita og lét boð út ganga um þennan glataða grip. Ekkert gerðist og ég reyndi að gleyma hringnum. Ánægjulegir endurfundir í ársbyijun eða 2. jan. sl. er hringt. í símanum er Ingvar Her- bertsson hinn ljúfi og ágæti fulltrúi Úrvals/Útsýnar ásamt konu sinni Herborgu, sem allir nefna Bobbu. Ingvar segir að ég eigi stefnumót niðri og biður mig að koma strax. Ég var að koma úr sundi, snaraðist úr og fór í föt. Niðri sat Ingvar brosandi út að eyrum og rétti mér umslag. Þarna var kominn hringur- inn minn og við Ingvar fórum bæði að skellihlæja! Og sagan er svona: Rétt áður en flugvélin fór aftur til Islands, finnur einhver starfsmaður félagsins hringinn í sætinu mínu. Hringnum er stungið í umslag sem á er prentað.JSAS Plaza Hotel Hamburg — það sem hendi var næst, hugsaði ég — og umsiagið fengið Wim Matt hinum hollenska, sem er starfsmaður Flugleiða á Aerporta de Gran Canaria eins og flugvöllurinn heitir. Wim sendir umslagið inn í bæ til Auðar Sæ- mundsdóttur, sem veitir skrifstofu Flugleiða forstöðu og Auður kemur því til Ingvars, fararstjóra okkar, og hann afhendir mér. Sem sagt þetta flakk á hringnum mínum fór um margra hendur sem allar voru stálheiðarlegar og ég sendi þeim kærar kveðjur og þakkir. Engin þeirra vissi í raun, hver það var sem fann hringinn, en á umslaginu stóð. Gullhringur fannst í 6a. Má ég biðja skrifstofu Flugleiða í Jteykjavík að skila hjartanlegu þakklæti mínu til flugfreyju eða þess starfsmanns, sem var í flugi FI 910 h. 16.12. til Kanaríeyja og bjargaði hi'ingnum mínum frá því að lenda í ryksugu eða á öðrum vondum stað. Gleðilegt ár! ANNA S. SNORRADÓTTIR, Hofteigi 21,105 Reykjavík. Hvítasunnukirkjan Salem á Isafirði 50 ára Frá Sigfúsi B. Valdimarssyni: Á NÝÁRSDAG var hátíðarsam- koma í hvítasunnukirkjunni á ísafirði. Þá var þess minnst að 50 ár eru síðan Salemsöfnuðurinn var stofnaður, þá með aðstöðu í Hnífs- dal. Nokkru síðar var svo hús hús- mæðraskólans keypt, þar sem starf- ið hefur verið síðan. Tveir af stofn- endum safnaðarins eru enn á lífi og voru þeir heiðraðir, það voru Magnúsína Ólsen og Guðbjörg S. Þorsteinsdóttir. Einnig voru heiðr- aðir tveir aðrir elstu meðlimirnir, þau Auður Guðjónsdóttir og Sigfús B. Valdimarsson. Starf safnaðarins er gróskumik- ið, þar sem eitthvað er að gerast í kirkjunni alla daga vikunnar. Bibl- íufræðsla, bæn og lofgjörð, og vakningarsamkomur. Barna- og unglingastarf er þrisvar í viku og hefir það verið sérlega vel sótt í vetur, yfir 300 börn hafa verið skráð. Það er mikilsvert að koma Guðsorði til barnanna. Nú eru hættulegri tímar en nokkru sinni fyrr og vandamál æskunnar mörg og margt sem lokkar og dregur, sem leiðir marga til vansælu og óhamingju. „Með hveiju getur ungur maður (og stúlka) haldið vegi sínum hrein- um?“ Þannig spyrja margir enn i dag. Gefum gaum að svarinu sem kemur fast á eftir í 119. sálmi Davíðs og 9. versi. „Með þvi að gefa gaum að orði þínu,“ því orði, sem á að vera „lampi fóta minna, og ljós á vegi mínum“. Þá er sjómannsstarfið vel þekkt bæði innanlands og utan. Á sl. ári var t.d. farið í 700 heimsóknir í skip og báta með Guðsorð til fólks af 40 þjóðernum. Þetta hefir vakið undrun og gleði margra, ásamt þeim jólapökkum, sem útbýtt er meðal sjómanna, sem eru að heiman á helgri jólahátíð. Því bera vitni kveðjur, sem berast víðsvegar að. Öll starfsemi safnaðarins byggist á orði Guðs, og allir eru því vel- komnir, og fólk er hvatt til að not- færa sér það sem kirkjan býður upp á. Páll postuli sagði: „Eigi hlífðist ég við að boða yður allt Guðs ráð,“ og Hallgrímur Pétursson segir í 10. Passíusálmi, 12. versi: „Jesús vill að þín kenning klár, kröftug sé hrein og opinskár, lík hvellum lúð- urs hljómi." Það er þessi lúður- hljómur, sem þarf að heyrast í hverri kirkju, sem kristin vill kall- ast. Einkunnarorð Salemkirkjunnar hafa verið frá upphafi: „Og þeir héldu sér stöðuglega við kenning postulanna, og samfélagið og brotn- ing brauðsins og bænirnar.“ Post. 2:42. Undanfarin ár höfum við ver- ið að endurbyggja og stækka kirkj- una. Réðumst við í það, í trú til Drottins og fyrirheita hans. Hann hefir reynst trúfastur, svo undrum sætir hvað áunnist hefir, svo starf- semi er nú á öllum hæðum. Við þökkum Guði og öllum þeim, sem hann hefir notað til að koma þessu í gegn. Þó ýmislegt sé enn eftir bæði utanhúss og innan, þá vitum við að Drottinn er hinn sami og við gefum honum áfram dýrðina og tökum undir með þeim er sagði: „Hingað til hefir Drottinn hjálpað oss.“ SIGFÚS B. VALDIMARSSON, ísafirði. Eldborg við Trölla- dyngju á Suðvestur- landi Frá Sesselju Guðmundsdóttur: SEM Suðumesjamaður og náttúruverndarsinni tek ég heilshugar undir álit Hilmars J. Malmquist í Morgunblaðinu hinn 23. desember síðastliðinn á Eldborginni en hann segir þar: „Það var álit mitt að það þjónaði málstað umhverfis- verndar betur að fjarlægja þennan ljóta blett og ganga snyrtilega frá, en það að láta gígleifarnar standa áfram...“ Áður en núverandi efnis- taka úr borginni hófst var hún ekki þess verð að vera á nátt- úruminjaskrá og eins gott að eyða henni alveg úr því sem komið var. SESSELJA GUÐMUNDSDÓTTIR Brekkutanga 36, Mosfellsbæ. Kerrur og vagnar: Simo 306 kerruvagn m/burðarrúmi, innkaupagrind og nælon regnyfirbreiðslu kr. 49.500. 20% afsláttur af öllum regnhlífakerrum. Bílstólar: 25% afsláttur af eldri litum í Maxi Cosi 2000 ungbarnabílstólum. Rúm og fleira: Hvítt barnarimlarúm m/8 cm þykkri svampdýnu: Fullt verð kr. 13.600, 20% afsláttur kr. 10.880. Alls konar tilboð í gangi á himnum fyrir rúm, rúmstuðurum og saengurverum. Ýmis önnur tilboð s.s. á kerrupokum, teppum, burðarrúmum o.fl. ALLT FYRIR BORNIN G 4 P SOLARKAFFIÐ 1995 OG 50ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ verður haldið að HÓTEL ÍSLANDI, föstudagskvöldið 27. janúar 1995. 50. SÓLARKAFFI ÍSFERÐINGAFELAGSINS, verður haldid með sérstöku hátíðarsniði og mjög vandað til veitinga og dagskrár. Heiðursgestur hófsins verðiu- Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sem jafnframt flytur hátíðarræðu. Veislustjóri: Hermann Níelsson, alþingismaður. Isfirskir tónlistarmenn, hinn góð- og gamalkunni “Villi Valli” og Hljómssveit BG, (Baldur Geirmundsson og félagar) halda uppi fjörinu. Mörg góð skemmtiatriði og ýmsir leynigestir. Allir Isfirðingar að fornu og nýju og vinir velkomnir. ÞRENNS KONAR AÐGÖNGUMIÐAR: 1) SÓLARKAFFI MEÐ HÁTÍÐARMÁLSVERÐI.........Kr. 4.500.- (Fordrykkur, 3 réttuð máltíð, sólarkaffi) 2) SÓLARKAFFI MEÐ FORDRYKK.................Kr. 2.500.- 3) SÓLARKAFFI..............................Kr. 2.200.- Húsið opnar kl. 18.30 fyrir matargesti, en kl. 20.00 fyrir aðra. Hefðbundin dagskrá með rjúkandi kaffi og rjómapönnukökum hefst kl. 20.30 FORSALA AÐGÖNGUMIÐA og BORÐAPANTANIR: Að Hótel íslandi eða í síma 91-687111, VISA eða EURO - Greiðslukortaþjónusta. Fyrir matargesti (eingöngu); Miðvikudag 18/1 til Föstudags 20/1, milli kl. 13-17 Fyrir aðra: Laugardaginn 21/1 á staðnum, milli kl. 14-16, eftir það, 23/1- 27/1, kl. 13-17 eða í síma 91-687111 Sértilboð: Afsláttarfargjöld/pakki frá ísafirði með FLUGLEIÐUM. Ódýr gistidlboð hjá HÓTEL ÍSLANDI fyrir gesd utan af landi. VISA STJÓRN íSFIRÐIN GAFÉLAGSINS CD UTSALA 10-60% AFSLATTUR Vetrarfatna&ur, skí&agallar, dúnúlpur, íþróttaskór, íþróttagallar o.fl. Opið laugardag kl. 10-16 »hummél*3 SPORTBÚÐIN Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.