Morgunblaðið - 18.01.1995, Page 52

Morgunblaðið - 18.01.1995, Page 52
52 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ # <t|<F '* AÐEINS ÞU MARISA TOMEI ROBERT DOWNEY JR. BONNIE HUND, JOAQUIM DE ALMEIDA, FISHER STEVENS (COLD FEVER) í frábærri rómantískri gamanmynd. Hlátur — grátur og allt þar á milli. í leikstjórn stórmeistarans NORMANS JEWISON Sýnd, 5, 7, 9 og 11. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt i spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Only yo boðsmiðar á myndir í Verð kr. Miðaverð kr. 550. Sýnd kl. 7. Síðustu sýningar. lljL i ÞRÍR rji Ein stelpa, tveir strákar, þrír möguleikar threesome Sýnd kl. 9 og 11. B. i 12 ára. KARATESTELPAN Sýnd kl. 5. Verð kr.350. FOLK Systra- kærleikur ► „ÞESSI bók er gjöf til systra okkar,“ segir Carol Saline en hún gaf út bókina Systur með Sharon J. Wohlmouth Ijósmyndara. „Við tileinkum bókina öllum þeim konum sem búa við þá blessun að eiga systur sem geta deilt fögnuði þeirra á gleðistundum og stutt við bakið á þeim á erfið- um augnablikum í lífi þeirra." LINDSEY er fjögurra ára og systir hennar Eryn Elkin er sex ára. Þrátt fyrir ungan aldur vita þær hvers virði vináttan er. SYSTURNAR Bloomie, Dottie og Minnie Green eru ekkjur á níræðisaldri og búa í nágrenni hver við aðra. „Þær mega ekki af hverri annarri líta, en á sama tíma eru þær mjög sjálfstæðar,“ segir Linda sem er dóttir Bloomie. „Ef eitthvert barna þeirra leggur til að þær búi saman, fórna þær höndum og segjast ekki geta hugsað sér neitt skelfilegra." „VIÐ verðum meira en bara vinir,“ segir hin sjö ára Anna Klales um nýfædda systur sína Hannah. „Við verðum systur ... Síðar meir mun ég kenna henni að ganga og þegar hún verður aðeins eldri gef ég henni þríhjólið mitt. Við munum fara í feluleik og deila leyndarmálum. Hannah mun elska mig af öllu hjarta." „VIÐ höfum oft verið spurðar að því hvernig það sé að eiga fræga systur,“ segir Kelly Turlington og á við systur sína, toppfyrirsæt- una Christy. „Við höfum ekki tekið eftiy neinum mun. Þegar hún kemur í heimsókn tekur hún ennþá til í fataskápunum okkar, segpr okkur hvað fari okkur best og gefur okkur dýr föt.“ Erin er henni sammála: „Við erum bestu vinkonur.“ Christy bætir við: „Mér líður best í návist þeirra. Þótt við segjum ekki orð, vitum við allt um hveija aðra. í því felst ákveðið öryggi." Friðrik ► DANSKIR fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvort brúðkaup Friðriks krónprins og fyrirsæt- unnar Kötyu Storkholm sé í vændum og hún verði næsta drottning Dana. Friðrik ýtti ekki beinlínis undir þær sögu- sagnir þegar hann forðaðist að nefna hana á nafn í sögulegum viðtalsþætti sem sjónvarpað var síðastliðinn sunnudag. Hann fékkst þó til að lýsa þeim kostum sem honum finnst að næsta drottning Dana þurfi að hafa til að bera: „Hún verður að vera sátt við sjálfa sig og hyllast undir einstaklings- hyggju. Þá verður hún að vera sjálfstæð kona, en ekki dúkka. Þetta er ekki auðvelt verkefni." Friðrik og Katya Storkholm tóku saman fyrir um það bil hálfu ári og virðist Dönum lítast vel á stúlkuna. Vona þeir að með henni segi Friðrik skilið við hið Ijúfa líf. Hann hefur verið veikur fyrir fögrum konum í gegnum tíðina, en þær hafa þó aldrei gert langa við- dvöl í lífi hans. FRIÐRIK prins og Katja Stork- VERÐUR undirfatafyr- holm í göngutúr, en þau eru ný- irsætan Katja Storkholm komin úr ferð til Kyrrahafseyja. næsta drottning Dana? Nancy Kelly látin LEIKKONAN Nancy Kelly lést 2. janúar 73 ára að aldri. Það var dóttir hennar sem greindi frá þessu síðastlið- inn föstudag. Nancy Kelly átti langan leik- feril að baki bæði á leiksviði og í kvikmynd- um. Hún byijaði að leika þegar á barnsaldri og flutti til Los Angeles þegar hún komst á táningsaldur. Hún fékk Tony-verðlaunin og Sarah Siddons-verð- launin fyrir leik sinn í leikritinu „The Bad Seed“ og seinna var hún tilnefnd til Oskarsverðlauna þegar hún lék í kvikmynd, sem gerð var eftir sama leikriti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.