Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 26
26 D FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ 101 ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI Aðild íslendinga að Evrópska efnahagssvæðinu og Alþjóða víðskiptastofnuninni Viðskiptasamningar veita ný tækifæri lega endurspeglast í breytingum á útflutningi til Evrópu. Vaxandi möguleikar í Asíu Evrópa verður án efa áfram mikilvægasti markaður íslendinga enda sá sem næstur er. Hins veg- ar hafa viðskipti við Asíuríki auk- ist talsvert upp á síðkastið enda er hagvöxtur þar mikill og kaup- geta sífellt að aukast. Á þessa markaði horfðu íslend- ingar einkum í svonefndum Úr- úgvæviðræðum GATT, auk Bandaríkjanna og Kanada, enda tryggðu EES-samningamir og ýmsir fríverslunarsamningar við Austur-Evrópulönd hagsmunina í Evrópu. Niðurstaðan varð veruleg- ar tollalækkanir á sjávarafurðum og iðnaðarvörum tengdum fisk- veiðum, í Ameríku sem og Japan, Kóreu, Malasíu og fleiri Asíulönd- um. Kína og Taívan eru ekki aðil- ar að GATT en hafa sótt um aðild. „Tollalækkanimar greiða fyrir sókn á þessa markaði og því ættu möguleikarnir á viðskiptum þar að fara vaxandi,“ sagði Kristinn Árnason skrifstofustjóri viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Einnig var samið um að auka frjálsræði í heimsviðskiptum með landbúnaðarvörar og þar ættu áhrif samningsins að verða sýni- legust hér á landi þegar frá líður. íslendingar geta ekki lengur hindrað innflutning á landbúnað- Ríkjablokkir kalda stríðsins eru horfnar en nýjar eru í mótun, segir Steingrímur Sigur- geirsson. Það á þó eftir að koma í ljós hvor viðhorfín verði endanlega ofan á í heimsviðskiptum, opnun eða einangrun. íslendingar hafa átt aðild að umfangsmiklum al- þjóðlegum viðskiptasamningum síðustu misserí. Guðmundur Sv. Hermannsson fjallar um hvaða þróunina markvissari og öruggari. Frekari þróun í þessa vera er fýrirsjáanleg á næstunni, t.d. í viðskiptum með áfengi en nú ligg- ur fyrir að einkaleyfi ríkisins á innflutningi og heildsölu á áfengi verður afnumið í ljósi athuga- semda sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert við það fýrirkomulag. Með EES-samningunum náðust fram tollalækkanir á mörgum fisk- afurðum inn á markað Evrópu- sambandsins, einkum á unnum vöram. Þetta gefur augljóslega möguleika á frekari vinnslu sjáv- arafurða hér innanlands og því munu tollalækkunirnar væntan- ÞAÐ GETUR verið forvitni- legt að velta því fyrir sér hvað það sé, sem hafi mest áhrif á þróun alþjóðavið- skipta og hið alþjóðlega viðskip- taumhverfi til lengri tíma litið. Tækniþróun hefur vissulega mikil áhrif á viðskiptalífið. Alþjóð- lega upplýsingahraðbrautin er mikið í umræðunni þessa stundina og vissulega mun sú þróun eiga eftir að setja mark sitt á hlutina. Rétt eins og talsíminn, myndsím- inn og tölvutæknin á sínum tíma einfölduðu upplýsingaflæði og spöruðu mönnum mikla vinnu á upplýsingahraðbrautin eftir að gera fjarlægðirnar milli landa enn styttri. Ný tækni breytir hins vegar ekki heiminum ein og sér þó að við eigum það til að gera mikið úr henni vegna þess hversu rík áhrif hún hefur á okkar daglega líf, á og utan vinnustaðar. Ef við áhríf þessir samningar gætu haft í náinni framtíð. GREIÐUR aðgangur fyrir útflutninsvörar að þeim mörkuðum þar sem bestu kjör bjóðast er íslendingum nauð- syn. Áðild að samningunum um Evrópska efnahagssvæðið og Al- þjóða viðskiptastofnunina ætti að tryggja þennan aðgang í fyrir- sjáanlegri framtíð og fela í sér ný viðskiptatækifæri. „Ég held að við séum að fara inn í uppgangstíma," segir Vil- hjálmur Egilsson alþingismaður og framkvæmdastóri Verslunar- ráðsins. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið virtist ekki ætla að verða langlífur þegar hann tók gildi fyrir ári en eftir að Norðmenn höfnuðu aðild að Evrópusamband- inu er útlit fyrir að samningurinn haldi gildi sínu hvað ísland varðar. EES-samningurinn gekk í raun út á að EFTA-löndin yrðu hluti af sameiginlegum innri markaði Evrópusambandsins með nokkrum undantekningum þó, einkum á sviði skattamála og viðskipta með landbúnaðarvörar og sjávarafurðir. íslendingar hafa orðið að laga viðskiptalöggjöf sína að löggjöf Evrópusambandsins, einkum í tengslum við fjármagnsmarkað- inn. Þótt slíkt hefði hvort eð er verið óhjákvæmilegt eru flestir sammála um að EES-samningur- inn hafi flýtt þama fyrir og gert lítum á þróun síðustu ara getum við hins vegar greint ýmis ferli, sem eru að breyta ásjónu heimsins á mjög róttækan hátt til lengri tíma litið. Gengisfelling hugmyndafræða Þegar Berlínarmúrinn féll í nóv- ember 1989 var grannurinn lagður að því að ryðja helstu hindran fijálsra alþjóðaviðskipta úr vegin- um. Skipting heimsins í hug- myndafræðilegar ' blokkir frá stríðslokum brenglaði allar viðmið- anir og pólitík skipti oftar en ekki meira máli heldur en hrein við- skiptasjónarmið. Nú stöndum við skyndilega frammi fyrir því að allir séu kap- ítalistar. Ef ekki í orði þá að minnsta kosti á borði. Kína er vafalítið besta dæmið. Þó að enn sé haldið í hina kommúnísku hug- myndafræði er markaðshyggjan allsráðandi í raun. Hvergi í heimin- um er líklega jafnmikil efnahags- leg gerj'un og þar þessa stundina. Að sama skapi má segja að Vesturlönd hafi verið staðin að hliðstæðum tvískinnungi. Þrátt fyrir að við höfum dásamað kapít- alisma, frelsi og frjáls viðskipti virðast Vesturlönd ekki alltaf reiðubúin að taka afleiðingunum. í stað þess að fagna nýfengnu frelsi Austur-Evrópu og aðstoða ríki þar með því að opna markaði fyrir vörum þeirra reyna ríki Vest- ur-Evrópu að flækja málin með arvörum en geta þó lagt tolla á vörarnar til að tryggja að innlend framleiðsla geti keppt við erlendu vöramar um verð. Stjórnvöld hafa ekki enn ákveð- ið hvað þessir tollar verða háir, og fyrr verður ekki ljóst hversu viðskipti með erlendar landbún- aðarvörur verða fjörug hér á landi. Viðskiptahömlur leiddar í ljós í Úrúgvæviðræðunum var sam- ið um að setja á stofn Alþjóðavið- skiptastofnuna, WTO, sem tæki við hlutverki GATT-samkomu- lagsins um frjálsræði í heimsvið- skiptum. íslendingar náðu með góðum endaspretti að verða meðal stofnríkja en hafa ekki enn breytt innlendri innflutningslöggjöf sem er forsenda þess að ákvæði WTO- samningsins taki gildi gagnvart íslandi. í WTO-samningnum er miðað að því að bæta starfsskilyrði at- vinnurekstrar. Mikil áhersla er lögð á að allar viðskiptahindranir og hömlur, svo sem opinberar nið- urgreiðslur og fríðindi, verði sýni- legar þannig að erfiðara sé að hygla einum viðskiptavini á kostn- að annars. Þannig minnkar svig- rúm fyrir geðþóttaákvarðanir stjómvalda en samkeppni á jafn- réttisgrandvelli eykst. Og mögu- leikar WTO til að framfylgja þess- um reglum eru mun meiri en GATT áður. „Þegar frá líður held ég að sú þróun að færa viss völd til Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar til að úr- skurða í deilumálum og framfylgja þessum alþjóðlegu leikreglum í viðskiptum verði áhrifamesta breytingin. Það mun hafa mikil áhrif á viðskipti þar sem stjórn- völd hafa gripið inn í og gert hluti sem ekki standast GATT-samn- inginn,“ sagði Vilhjálmur Egils- son. skriffinnsku og loka í raun landa- mærunum með reglugerðarvirki. Allt er opnað upp á gátt í verslun með hátæknivörar, þar sem Vesturlönd hafa afgerandi forskot, en hurðinni skellt á Austur-Evr- ópuþjóðirnar þegar kemur að land- búnaði (eða stóriðnaði á borð við skipasmíðar), en það er helst á því sviði, sem þær standa vel að vígi. Þetta viðhorf hefur ekki einung- is slæm áhrif á efnahag þessara ríkja heldur einnig viðhorf þeirra. Fyrst þeim er refsað fyrir að hafa ákveðið að hafa umskiptin sem hröðust af hveiju ættu þau þá að hafa fyrir því að reyna að líkjast hinni vestrænu fyrirmynd? Það er því kannski ekki nema von að hagfræðingurinn Jeffrey Sachs, sem meðal annars hefur veitt ríkjum í Austur-Evrópu efna- hagsráðgjöf, hafi lýst ástandinu á eftirfarandi hátt: „Austur-Evrópa er óheppin að vera í Evrópu. Ef þessar þjóðir byggju annars staðar í heiminum væri bullandi góðæri hjá þeim.“ Ný blokkamyndun Það ríkir millibilsástand þessa stundina. Gamla blokkaskiptingin er horfin en ný er enn í mótun. í framtíðinni er fyrirsjáanlegt að þijár nýjar blokkir myndist. Evr- ópusambandið, sem upp úr alda- mótum verður líklega samband á þriðja tug Evrópuríkja. Vestan- hafs er samstarf ríkja Norður- og Suður-Ameríku sífellt að verða nánara en nú þegar hafa Banda- ríkin, Kanada og Mexíkó myndað fríverslunarsvæði og búast má við að önnur ríki álfunnar munu tengjast því á næstu árum. Þriðja og síðasta blokkin er svo Asía, fyrst og fremst suðausturhluti álfunnar. Það vora Bandaríkin og Evrópa, sem öðrum fremur nutu góðs efna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.