Morgunblaðið - 25.01.1995, Page 1

Morgunblaðið - 25.01.1995, Page 1
64 SÍÐUR B/C/D 20. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gratsjov reið- ir sig á stuðn- ing Jeltsíns Moskvu. Reuter. PAVEL Gratsjov varnarmálaráðherra Rússlands sagðist í gær ganga út frá því, að hann nyti stuðnings Borísar Jeltsíns forseta í starfi. Kröfur um að hann verði leystur frá störfum verða háværari með degi hveijum í Moskvu. Honum er kennt um ófarir rússneska hersins, sem mistekist hefur að bæla niður uppreisn í Tsjetsjníju þrátt fyrir yfirburði í vopnum og mannafla. Vilja girða af Vestur- bakkann Jerúsalem. Reuter, The Daily Telegraph. TVEIR ísraelskir ráðherrar hvöttu í gær til þess að þau svæði á Vestur- bakkanum, þar sem Palestínumenn eru fjölmennastir, yrðu girt af en að varðhundar og lögreglusveitir yrðu notaðar til eftirlits á öðrum svæðum. Þetta væri nauðsynlegt til að koma í veg fyrir frekari sprengju- tilræði í ísrael. Nítján létu lífið í sprengjutilræði á sunnudag. Uri Dromi, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, sagði að sér- fræðingahópur myndi gera tillögur um hvernig best mætti veijast til- ræðum af þessu tagi í framtíðinni. Ekki yrði einungis lágt til að setja upp girðingar, heldur einnig mótað- ar tillögur um rafrænt eftirlit og eftirlit úr lofti. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu, sagði í gær að hermdarverk íslamskra öfgamanna ógnuðu þeim draumi Palestínu- manna að eignast eigið ríki. „í hvert skipti sem við erum í þann mund að ná samkomulagi um Vesturbakk- ann gerist eitthvað/' sagði Arafat í ræðu á Gazasvæðinu í gær. Arafat lýsti í gær yfir stuðningi við aðgerðir Bandaríkjaforseta til að koma í veg fyrir að tólf samtök- um íslamskra öfgamanna gæti bor- ist fjárstuðningur. Reuter Auschwitz minnst FIMMTÍU ár verða liðin á föstu- dag frá því að rússneskar her- sveitir frelsuðu útrýmingarbúð- irnar Auschwitz í Póllandi. Af þeim sex miiijónum gyðinga, sem nasistar myrtu í síðari heimsstyrj- öldinni, létu milljón lífið í Ausch- witz. Pólska stjórnin hefur skipu- iagt minningarathöfn á föstudag og laugardag en margir gyðinga- leiðtogar hafa mótmæit fyrir- komulagi hennar. Telja þeir dag- skrá athafnarinnar ekki end- urspegla nægilega vel þá stað- reynd að 90% þeirra er létu lífið í Auschwitz voru gyðingar. Búist er við því, að Dúman, neðri deild rússneska þingsins, leggi mat á störf Gratsjovs í dag. Fullyrt er, að þar verði þess ákaft krafist, að hann verði látinn víkja. Það er einungis á valdi Jeltsíns, sem æðsta yfirmanns heraflans, að víkja Gratsjov. Hið lengsta sem þingið getur gengið er að skora á forsetann, að leysa hann frá störf- um. „Ég geng út frá því, að forset- inn standi með mér. Það er þing- manna að úrskurða hvort ég hafi uppfyllt starfsskyldur mínar. Ég fullyrði, að ég hafi ekkert brotið af mér,“ sagði ráðherrann í gær. Jeltsin hefur ekki sýnt nein merki þess, að hann muni víkja sínum dygga bandamanni þrátt fyrir harða gagnrýni á vamarmálaráðherrann. Forsetinn er sagður bera sterkar taugar til Gratsjovs frá því hann skipaði skriðdrekum, að brjóta niður uppreisn þingsins gegn forsetanum í október 1993. Sömuleiðis snerist Gratsjov á sveif með Jeltsín er mis- heppnað valdarán harðlínumanna í ágúst 1991 var brotið á bak aftur. Gratsjov staðfesti í gær, að óánægja ríkti í æðstu stöðum með gang herfararinnar í Tsjetsjníju er hann sagði, að „sex til sjö“ hers- höfðingjar yrðu reknir úr hernum fyrir að óhlýðnast fyrirmælum í héraðinu. Víktor Tsjernomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, tók í gær á móti sendinefnd tjsetjsenskra öld- unga og varð að samkomulagi á fundinum, að báðir aðilar freistuðu þess að finna friðsamlega lausn á deilunni um framtíð Tsjetsjníju. ■ Orvingla mæður ieita sona/16 Lífstíð fyr- ir pizzu- stuld JERRY Dewayne Williams, 27 ára smáglæpamaður í Kalifor- níu, á yfir höfði sér 25 ára til lífstíðardóm fyrir að stela pizzu- sneið. Ástæðan er hert viðurlög sem kveða á um að fremji menn tvö alvarleg brot, hljóti þeir allt að lífstíðardóm í þriðja sinn, óháð hversu alvarlegt brotið er. Að sögn The San Francisco Chronicle hefur mál þetta vakið harðar deilur um um hin hertu viðurlög sem menn telji ýmist óréttlát eða löngu tímabær. Williams var einnig ákærður fyrir aðild að tveimur ránum en kviðdómur komst ekki að niður- stöðu hvað þau varðar. Hins vegar kvað hann upp úr með að Williams væri sekur um að hafa hrifsað pizzusneið með pepper- oni af ijórum börnum í júlí sl. Veijendur Williams bundu vonir við að yrði hann dæmdur sekur, myndi dómarinn horfa fram hjá öðrum af tveimur dóm- um sem Williams hefur hlotið. Þær vonir urðu hins vegar að engu fyrir viku er áfrýjunardóm- stóll úrskurðaði að dómarar hefðu ekki rétt til þess. Williams hefur verið dæmdur í fjórgang, fyrir rán, ránstilraun, brot á ökulögum og fyrir að hafa ólögleg efni í fórum sínum. Stefnuræða Bandaríkjaforseta Vill hækka lágmarkslaun Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti flutti stefnuræðu sína í nótt. Á blaðamanna- fundi í gærkvöldi sagði Leon Panetta, skrifstofustjóri Hvíta hússins, að forsetinn myndi hvetja þingmenn úr báðum flokkum til að styðja tillögu um að lágmarkskaup í tímavinnu yrði hækkað. Panetta sagði einnig að Clinton myndi leggja til hertar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum og hvetja þingmenn til að samþykkja lánaábyrgðir til handa Mexíkó. Ennfremur ætlaði forsetinn að leggja til að reynt yrði að viðhalda þeim árangri, sem náðst hefði í ríkisfjármálum á síðustu tveimur árum. Þeir sem vildu festa það í stjórnarskrá að fjárlög ættu að vera hallalaus ættu að hans mati að gera grein fyrir þeim niðurskurði, sem þeir vildu ráðast í til að ná því markmiði. Fréttaskýrendur voru flestir sam- mála um að ræðan skipti miklu máli fyrir pólitíska framtíð Clintons. Repúblikanar unnu stórsigur í þing- kosningum sl. nóvember og náðu þá meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta skipti frá árinu 1954. Forsetakosningar verða á næsta ári og ætlar Clinton að sækjast eftir endurkjöri. Fimmveldin reyna að taka upp þráðinn í friðarviðræðum í Bosníu Fyrra samkomulagí ekki breytt Sar^jevo. Reuter. SAMNINGAMENN fimmveldanna komu í gær til Sarajevo í Bosníu, þar sem þeir áttu fund með Bosníustjórn áður en þeir héldu til fundar við Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba í Pale. Sögðu þeir árangur viðræðnanna byggjast á þvl hversu vel tækist að viðhalda vopnahléi. Það hef- ur verið haldið að mestu, nema hvað bardögum í Bihac-héraði linnir ekki. Búist er við að eftirmaður Sir Michael Rose í embætti yfirmanns herafla SÞ í Bosníu taki við í dag en það er breski undirhershöfðinginn Rup- ert Smith. Fimmveldin reyna nú hvað þau geta til að fá stjómina í Sarajevo og Serba að samningaborði en enn situr allt við það sama; múslimar og Króat- ar vilja engar breytingar á síðustu tillögu fimmveld- anna sem gerir ráð fyrir því að þeir ráði 51% land- svæðis í Bosníu en Serbar krefjast mikilla breytinga. Sagði Charles Thomas, samningamaður Banda- ríkjanna, að fimmveldin hygðust ekki víkja frá skiptingunni sem múslimar samþykktu. Hún var kynnt fyrir sex mánuðum og þá var sagt að ekki yrðu gerðar breytingar á henni. Nú kalla fimm- veldin hana „grundvöll að nýjum samningaviðræð- um“ og það orðalag tortryggja múslimar. Ejup Ganic, varaforseti Bosníu, sagði I gær að vopnahléið væri í hættu vegna þeirra tafa sem orðið hafa á því að opna flutningaleiðir til Sarajevo, sem Serbar umkringja. Þá stefni bardagar í Bihac vopnahléinu einnig í voða. Reuter Flóð í Koblenz NOKKUÐ hefur dregið úr flóð- um í vesturhluta Þýskalands en margar ár hafa flætt yfir bakka sína undanfarna daga. Hins vegar er spáð mikilli rigningu á næstunni og segja veðurfræð- ingar að búast megi við nýjum flóðum af þeim sökum. Við „Deutsches Eck“ í Koblenz, þar sem Rín og Mósel mætast, var ástandið svona í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.