Morgunblaðið - 25.01.1995, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 11
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÁRTÚNSBREKKA er fjölsótt í hvaða veðri sera er, segir urasjónarmaður.
Svig og stökk í Artúnsbrekku
STEINAR og Hákon, níu ára, léku
sér á skíðasvæði íþrótta- og tóm-
stundaráðs Reykjavíkur í Artúns-
brekku eftir hádegi í gærdag ásamt
fjölda annarra barna. Segja þeir
gaman að renna sér í brekkunni og
eru báðir úr hverfinu. „Við komum
alltaf hingað. Það er svo gaman að
stökkva og sikksakka."
Aðspurðir hvort þeir væru búnir
að læra voru þeir snöggir til svars.
„Við Iærum alltaf áður en við förum
á skíði. Það tekur svona fimm mínút-
ur.“ Þegar spyijandinn getur ekki
leynt vantrú sinni lengist heimanám-
ið upp í þijátíu mínútur. „Við vorum
að lesa, skrifa og reikna," segja
þeir og gera sig líklega til hreyf-
ings. „Nei, nei, við erum ekki að
fara. Við erum bara að fara heim
með skíðin og ná í sleðana okkar,“
segja Steinar og Hákon gallvaskir.
Skemmdarverk
Sigurður Hafsteinsson er umsjón-
armaður skíðasvæðisins og lætur vel
af gestunum. Starfssviðið er vítt,
allt frá plástursgjöfum upp í skíða-
viðgerðir. En þótt allt fari vel fram
að deginum segir Sigurður skemmd-
arverk mikið vandamál; einhveijir
dundi sér við það á kvöldin að stela
svamppúðum sem settir eru utan um
lyftustaurana til að veija gestina
höggi ef ske kynni að þeir renndu
sér utan í þá. „Við fengum púða á
alla staurana en það er bara einn
eftir."
Aðspurður segir hann púðana
engum til gagns, ekki sé einu sinni
hægt að renna sér á þeim í brekkun-
um. „Púðarnir voru settir upp í síð-
ustu viku og það hurfu sex um helg-
ina. Svo eru einhveijir að dunda sér
við það að slíta öryggin niður,“
Fjöldi barna renndi sér
á skíðum og sleðum í
blíðskaparveðrí í Ár-
túnsbrekkunni í gær.
Gestirnir skipta oft
hundruðum á dag og
koma í alls kyns veðrí.
bætir hann við. „Þetta er allt frítt
og það væri ansi hart að þurfa að
fara að taka gjöld af krökkunum til
þess að bera kostnaðinn af
skemmdarverkunum. “
Koma í hvaða veðri sem er
Sigurður segir mikið af krökkum
koma til að renna sér í brekkunni.
„Þetta er stundum eins og á Lækjar-
torgi. Gestirnir skipta nokkrum
hundruðum á dag og eru á öllum
aldri. Þau koma alls staðar að, úr
Vesturbænum og Kópavogi." Opið
er allan daginn og til níu á kvöldin
og segir Sigurður krakkana renna
sér alveg fram á kvöld, sama hvern-
ig viðri. „Það var bijálað rok og rign-
ing um daginn, samt biðu þau hérna
í röð,“ segir hann.
Arna og Sunneva eru báðar níu
ára og í sama bekk. Fyrsti dagur
Ornu á skíðum var á mánudaginn
og var hún mætt strax daginn eftir.
„Mér finnst gaman að renna mér
hérna,“ segir Arna sem býr í Vogun-
um. „Mamma mín keyrir mig hing-
að. Fyrsta dagin renndi ég mér í
1 ‘A tíma. Það var kona hérna sem
heitir Sissa sem hjálpaði mér í lyft-
una. Þegar hún heyrði að ég væri
að koma í fyrsta skipti sagði hún:
„Þá kanntu ekki grundvallaratriðin."
Nei, sagði ég ogþá kenndi hún
mér. Við fórum alltaf hærra í brekk-
unni og þegar ég var komin efst upp
brá mér því ég vissi ekki að þetta
væri svona hátt.“
í fótspor strákanna
Aðspurð hvort hún hefði ekki ver-
ið þreytt sagði Arna: „Nei, en ég
var svolítið spennt." Vinkona Örnu
heitir Sunneva og bað hana að koma
með sér í Ártúnsbrekkuna fyrst hún
væri nýbúin að læra. „Ég er búin
að koma hingað fimm sinnum," seg-
ir Sunneva. „Mér finnst skemmtileg-
ast að renna mér niður,“ segir hún
aðspurð hvað sé skemmtilegast en
þvertekur fyrir að þær vinkonurnar
séu að stökkva líka: „Strákarnir eru
bara í því,“ skýtur Arna inn í samtal-
ið. „Mig langar svolítið til þess en
ég veit ekki hvort ég þori því,“ seg-
ir hún líka. Þær Sunneva hugsa sig
síðan um og eru loks sammála um
að sennilega hafi þær báðar stokkið
alveg óvart þegar þær lentu á ójöfn-
um í brekkunni og geti því jafnvel
hugsað sér að feta í fótspor strák-
anna innan tíðar.
HÁKON og Steinar voru að fara heim að sækja sleðana sína.
WILO
Miðstöðvordælur
SIGURÐUR Hafsteinsson gef-
ur plástra, gerir við skiði og
allt þar á milli.
Hef opnað lækningastofu í Doinus Medica,
Egilsgötu 3, Reykjavík.
Tímapantanir frá kl. 9.00—16.30
í síma 563-1015.
Þorkell Guðbrandsson,
læknir, dr.med.
Sérgrein: Lyf- og hjartalækningar.
Hagstætt
verð
SINDRI
- sterkur í verki
BORGARTÚNI31 ■ SÍMI 562 72 22
Öryggi innanlands
Þegar kemur að innlausn
spariskírteina 10. febrúar.