Morgunblaðið - 25.01.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 19
_________________LISTIR______
Sannkallað perluleikhús
MÍDAS konungur er metnaðarfyllsta verk Leikhópsins Perlunnar til þessa.
IÆIKI1ST
Leikhópurinn Pcrlan
SÍÐASTA BLÓMIÐ. f
SKÓGINUM - KARNIVAL.
MÍDASKONUNGUR
Leikstjóri: Sigríður Eyþórsdóttir.
Tónlist: Eyþór Arnalds. Leikendur:
Anna Sólrún Jóhannesdóttir, Birg-
itta Harðardóttir, Gunnar Gunn-
bjömsson, Hildur Davíðsdóttir, Hild-
ur Óskarsdóttir, Hreinn Hafliðason,
Ingibjörg Ámadóttir, Ingveldur Ólöf
Ragnarsdóttir, Jón Líndal, Ragnar
Ragnarsson, Sigfús Svanbergsson,
Sigrún Amadóttir.
LEIKHÓPURINN Perlan var með
glæsilega sýningu í veitingahúsinu
Perlunni síðastliðinn sunnudag. Sýn-
ingin var í minningu Guðnýjar Ólafs-
dóttur, eins Perlufélaga, en hún lést
26. desember síðastliðinn.
Leik’nópurinn hefur nú starfað í
þrettán ár og á þeim tíma hefur
hann sýnt þijú verk, hér heima og
víða erlendis.
Fyrsta verkið var Síðasta blómið,
sem er ljóðrænn óður til lífsins, eftir
James Thurber. Þýðinguna gerði
Magnús Ásgeirsson. Sagan segir frá
því hvernig manneskjan hefur lagt
heiminn í rúst í styrjöld. Eftir eru
aðeins ein stúlka, einn drengur, eitt
blóm. Stúlkan og drengurinn hlúa
að blóminu og það dafnar og vex.
Með aðstoð skordýranna verða blóm-
in fleiri og nýtt mannkyn vex og
dafnar frá drengnum og stúlkunni
upp úr rústum eyðileggingarinnar.
Á meðan verið er að byggja upp eru
allir samtaka; vinátta og friður ríkir
í heiminum. En þegar henni er lokið
hefst baráttan um völdin og auðinn,
friðurinn er úti og aftur er heimur-
inn lagður í rúst. Það er ekkert eft-
ir utan ein stúlka, einn drengur, eitt
blóm.
Texti verksins er ákaflega falleg-
ur og vel fluttur af leikstjóra og leið-
beinanda hópsins, Sigríði Eyþórs-
dóttur. Leikararnir túlka jurtir og
dýr og menn og stríð og frið og er
látbragð þeirra fallegt og vel unnið.
/ skóginum - Karnival er fjörlegt
verk, sem segir frá kerlingu einni
sem leitar að púkanum sínum, því
án hans getur hún ekki verið. Þetta
eru ill og svipljót hjú og hafa nú
aldeilis ekki hugsað sér að láta neitt
gott af sér leiða. Og ekki verða þau
lukkuleg þegar á vegi þeirra verður
stúlka sem vill færa þeim blóm.
Kerlu finnst blómin ljót og fnykurinn
af þeim ægilegur. En með þolin-
mæði sigrar stúlkan ógeð hinnar ill-
kvittnu kerlingar og hún lærir að
meta blómin. Þetta er lítil saga um
átök góðs og ills, þar sem hið góða
sigrar — en ekki bara hið vonda á
sviðinu, heldur bræddi leikhópurinn
hveija fúla hugsun (hafi einhver
verið) með því að færa áhorfendum
Iíka blóm.
Síðasta verkið, Mídas konungvr,
er ævintýrið um kónginn sem elsk-
aði gull meira en allt annað í heim-
inum. Hann stjórnast af græðgi og
það er sama hversu mikið gull hann
eignast, hann vill alltaf meira og
meira og af því hann á ekki allt gull
í heiminum, verður hann dapur og
leiður. Þá kemur til hans galdrakerl-
ing sem býður honum að óska sér
einhvers — hún skuli uppfylla hvaða
ósk sem er. Og sá gamli óskar þess
að allt sem hann snertir breytist í
gull. Og viti menn, næsta dag breyt-
ist allt sem hann snertir í gull; blóm
og tré og matur og borð og stólar
og fólk — meira að segja litla dóttir
hans verður að gullbrúðu. En kon-
unginum er hreint ekki skemmt.
Hann er svo einmana. Þá kemur
galdrakerlingin aftur og segir hon-
um að ef hann ausi vatninu úr lækn-
um yfir allt sem hefur breyst í gull,
breytist það samstundis í fyrra horf.
Og konungurinn tekur til við að
ausa; hefur lært þá lexíu að vatn
er dýrmætara en gull.
Mídas konungur er metnaðarfyllst
og flóknast af þeim verkum sem
Leikhópurinn Perlan sýnir, en engu
að síður er það best unnið og sýnir
svo ekki verður um villst hversu
hratt leikurunum fer fram. Taktur-
inn í sýningunni, sem sleginn er af
einum leikaranum, er jafn og þétt-
ur, skiptingar á sviði öruggar og
allar hreyfingar vel útfærðar. Lát-
bragð er unnið af nákvæmni og það
er mikil tjáning í svipbrigðum. Bún-
ingarnir í Mídas konungi voru Iíka
sérlega vel heppnaðir og útfærðir
og hjálpuðu leikurunum greinilega í
tjáningu. Hópurinn er vel samstilltur
og sýnist mér leiðbeinandi þeirra og
leikstjóri hafa náð einstökum
árangri með hann.
Ég hef ekki séð Leikhópinn Perl-
una á sviði áður og satt best að
segja kom hann mér verulega á
óvart. Stundin í leikhúsinu var ein-
staklega skemmtileg og gerði mig
glaða. Ég hlakka til að sjá næstu
sýningu Perlunnar og óska þeim
góðs gengis á íslensku menningar-
hátíðinni í Þýskalandi á sumri kom-
anda.
Súsanna Svavarsdóttir
% «,
íjfajp. w „ ,
f
1 _ x~v * V. 1
I
kí\ 1 '+jr—
. i -a- ý
'.%*r
- »<•*. Xtel '
• X % - »vj
I
HREYFING FOLKSINS
ÞJOÐVAKI
FYRSTI LANDSFUNDUR
LAUGARDAG OG SUNNUDAG NÆSTKOMANDI, AD HÓTEL SÖGU, SÚLNASAL
ALLIR VELKOMNIR Á SETNINGU FUNDARINS
• Kl. 10:00 setningarræða Jóhönnu Sigurðardóttur
• Tónlist
• Kynnt drög að stefnuskrá og skipulagi Þjóðvaka
fer
%Íh
Megin viöfangsefni fundarins:
• Efnahags- og atvinnumál
• Siðvæðing- og mannréttindamál
• Húsnæðis-, byggða- og stjórnarskrármál
• Velferðar-, lífeyris- og neytendamál
• Mennta- og menningarmál
• Umhverfis- og alþjóðamál
• Ungt fólk og stjórnmál
Afhending gagna og skráning í hópa hefst kl. 9:30 á laugardag.
Kosning formanns, varaformanns og stjórnar svo og afgreiðsla stefnumála verður á sunnudag.
Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu ÞJÓÐVAKA Hafnarstræti 7, í síma (91)28100.
ÞJÓÐVAKI
h rey f i n g fó I ks i n s