Morgunblaðið - 25.01.1995, Síða 21

Morgunblaðið - 25.01.1995, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 21 AÐSEIVIDAR GREINAR Mannréttíndafrumvarp fimmþingflokksformanna: Otvívæð réttarbót FYRR í vetur var lagt fram á Alþingi frumvarp til stjórnskipunar- laga sem gerir ráð fyrir veigamikl- um breytingum á mannréttinda- ákvæðum stjórnarskrárinnar. Flutn- ingsmenn eru formenn þingflokk- anna fimm þannig að ljóst er að víðtæk pólitísk samstaða hefur náðst um frumvarpið á Alþingi. Frumvarpið á sér langan aðdrag- anda. Má í því sambandi nefna að í skýrslu stjómarskrárnefndar, sem birt var opinberlega í ársbyrjun 1983, var að finna tillögur til breyt- inga á núgildandi mannréttindaá- kvæðum þótt ekki næðu þær fram að ganga á þeim tíma. Á sérstökum hátíðarfundi á Þingvöllum 17.júní sl. ályktuðu þingmenn allir sem einn að stefnt skyldi að því að ljúka end- urskoðun á VII. kafla stjórnarskrár- innar fyrir næstu Alþingiskosning- ar. Frumvarp það, sem hér er til umfjöllunar, er byggt á þeim frum- varpsdrögum, er þingsályktunartil- lögunni fylgdu, þótt nokkrar breyt- ingar hafí verið á þeim gerðar. Fjölda nýmæla er að finna í fyrir- liggjandi frumvarpi. Mörg þeirra eiga rætur að rekja til alþjóðasamn- inga um mannréttindi sem við ís- lendingar höfum gerst aðilar að. Það liggur aftur á móti í augum uppi að útilokað er að taka upp í stjórnar- skrána öll ákvæði þessara sáttmála, heldur verður að velja og hafna. Slíkt val verður ætíð vandasamt og að sjálfsögðu geta menn endalaust deilt um það hvernig til hefur tekist. í stjómarskránni, sem er æðst allra laga, er að finna meginreglurn- ar um stjómskipun okkar íslend- inga, þ. á m. hefur hún frá önd- verðu haft að geyma ákvæði um þau mannréttindi sem mikilvægust hafa verið talin. Þær kröfur verður að gera til stjómarskrárinnar að ákvæði hennar séu gagnorð, þ.e. í senn stuttorð og skýr, auk þess sem þau verða helst að endurspegla vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Þetta hefur aftur á móti það í för með sér að varast ber að þynna stjórnar- skrána út, ef svo má að orði kom- ast, með því að taka upp í hana ákvæði, sem litla eða enga raun- hæfa þýðingu hafa hér á landi, hvað þá ákvæði sem ekki eru nægilega skýr. Mannréttindum, sem svo hafa verið nefnd einu nafni, má í grófum dráttum -skipta í tvo flokka: Annars vegar borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi og hins vegar efnahags- leg, félagsleg og menn- ingarleg réttindi, en þessi tvenns konar rétt- indi verða hér eftir nefnd stjórnmálaleg réttindi annars vegar og félagsleg réttindi hins vegar. Einkenni stjórnmálalegra rétt- inda á borð við per- sónufrelsi, friðhelgi heimilis, eignarétt, trúfrelsi, tján- ingarfrelsi, funda- og félagafrelsi, er að þeim er ætlað að vemda ein- staklinga fyrir afskiptum og ágangi ríkisins eða annarra einstaklinga. Þessi réttindi hafa sum hver verið umdeild, en em nú almennt viður- kennd af öllum þorra þeirra, sem aðhyllast lýðræði, þótt skiptar skoð- anir séu eflaust um það hversu for- takslaus og víðtæk þessi réttindi eigi að vera. Félagsleg réttindi em annars eðl- is þar eð þau gera yfirleitt þær kröf- ur til ríkisins að það grípi til að- gerða, sem oft geta reynst kostn- aðarsamar, til þess að tryggja vel- ferð manna. Þótt mikill meirihluti landsmanna sé eflaust fylgjandi því að hveijum og einum verði veitt fjár- hagsaðstoð, ef nauðsyn krefur, svo að dæmi sé tekið um ákvæði sem er að finna í núverandi stjómarskrá og fyrirliggjandi frumvarpi, eru eflaust mjög skiptar skoðanir um það hvernig því markmiði skuli náð enda snúast stjórnmálaátök nútím- ans ekki síst um það hversu langt skuli gengið í afskiptum hins opin- bera á þessu sviði sem öðrum. Þetta sýnir að erfitt er að ná samstöðu um stjórnarskrárákvæði sem þessi þegar markmiðunum sleppir. Annað atriði, sem greinir félags- leg mannréttindi-frá hinum stjórn- málalegu réttindum, er að þau hafa ekki eins mikla réttarlega þýðingu. Þannig er unnt að fá dómstóla til að ómerkja lög, sem skerða tjáning- arfrelsið, með skírskotun til stjórn- arskrárinnar eins og við höfum þekkt dæmi um úr íslenskri dóma- framkvæmd. Á hinn bóginn er erfitt fyrir mann að fá viður- kennda kröfu um fram- færslueyri sér til handa með því að byggja á stjórnarskránni einni ef krafan á sér enga stoð í lögum. Þetta á rót sína að rekja til þess að í því ákvæði stjórn- arskrárinnar,. sem að framfærslu snýr, er að fínna óljóst markmið sem löggjafanum er síðan ætlað að útfæra nánar í lögum. Þær staðreyndir að hin félagslegu réttindi eru umdeildari en hin stjórn- málalegu réttindi og hafa auk þess ekki eins raunhæfa þýðingu, hafa orðið til þess að minna fer fyrir ákvæðum um fyrrtöldu réttindin í stjórnarskrám þeirra lýðræðisríkja sem næst okkur standa. Þessu hefur hins vegar oft verið öfugt farið í ríkjum þar sem lýðræði hefur verið fótum troðið. Hér að framan lýsti ég þeirri skoðun minni að ákvæði stjórnar- skrárinnar ættu að vera stuttorð, en jafnframt skýr. Einhveijir hafa fundið fyrirliggjandi frumvarpi því til foráttu að hvergi sé þar minnst á orðið „mannhelgi“. En hvað þýðir það orð? í orðabók Menningarsjóðs er að finna svohljóðandi skýringu: „Persónulegt öryggi staðfest með lögum.“ í frumvarpsdrögum þeim, sem fylgdu þingsályktunartillögunni og áður er minnst á, var kveðið á um það að allir skyldu njóta mann- helgi og frelsis án nánari skýringa. í greinargerð með drögunum var þetta ákvæði hins vegar skýrt svo að í því fælust þijár réttarxeglur, í fyrsta lagi réttur til lífs, þ. á m. bann við dauðarefsingu, í öðru lagi bann við pyndingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refs- ingum og í þriðja lagi bann við að halda mönnum í þrældómi eða þrælkun. í frumvarpinu, sem nú liggur fýrir, er lagt til að þessar þijár reglur verið teknar upp í sjálfa stjórnarskrána, að vísu að undan- Fmmvarpið felur í sér málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða, segir Eiríkur Tómasson. Engu að síður telst það ótvíræð réttarbót. teknu sjötta boðorðinu, „þú skalt ekki morð fremja", þannig að þar megi lesa reglumar berum orðum án þess að leita þurfí að þeim log- andi ljósi í athugasemdum sem að jafnaði eru almenningi ekki að- gengilegar. í frumvarpsdrögunum, sem fylgdu þingsályktunartillögunni, var að fínna svofellt ákvæði: „Rétti manna til vinnu og orlofs skal skip- að með lögum.“ Ef ákvæðið hefði' verið skýrt eftir orðanna hljóðan hefði það þýtt að ríkið væri skuld- bundið til þess að ákveða, með lög- um, að ailir skyldu eiga rétt til þess að stunda atvinnu, jafnvel þótt enga vinnu væri að fá á hinum almenna vinnumarkaði. í greinargerð var þetta ákvæði á hinn bóginn skýrt með öðram og þrengri hætti, svo sem gert er í Félagsmálasáttmála Evrópu, en munurinn er þar sá að útskýringar á hugtakinu „réttur til vinnu“ er að fínna í sáttmálanum sjálfum, en ekki aðeins í athuga- semdum með honum. í frumvarpi því, sem fyrir liggur, hefur orðalag- inu yerið lítillega breytt til að kom- ast hjá því að skýra þurfi ákvæðið í. andstöðu við málvitund flestra ís- lendinga. Þannig hljóðar það nú: „Rétti manna varðandi vinnu og or- lof skal skipað með lögum." Með þessu er átt við að í lögum skuli mælt fyrir um sjálfsagðan rétt manna í sambandi við vinnu þeirra, svo sem rétt til öryggis í starfi, rétt til heilsusamlegra og sanngjamra vinnuskilyrða, svo að tekin séu nokk- ur dæmi úr Félagsmálasáttmála Evrópu sem við íslendingar höfum skuldbundið okkur til að hlíta. í eins stuttri blaðagrein og þess- ari er ómögulegt að gera grein fyr- ir öllum þeim nýmælum sem stjórn- Eiríkur Tómasson arskrárfrumvarpið hefur að geyma. Þó vil ég vekja sérstaka athygli á tveimur ákvæðum í frumvarpinu, sem ég hygg að hafí ekki verið tek- in upp í stjórnarskrár hjá nágranna- þjóðum okkar, a.m.k. enn sem kom- ið er. Annað mælir fyrir um svo- nefnt neikvætt félagafrelsi, en hitt að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Ákvæðið um neikvætt félagafrelsi er, a.m.k. öðrum þræði, byggt á ákvæði Mannréttindasáttmála Evr- ópu um félagafreisi eins og það hef- ur verið skýrt af Mannréttindadóm- stól Evrópu. Þessu ákvæði er engan veginn beint gegn stéttarfélögum eins og látið hefur verið í veðri vaka. Stéttarfélög gegna mikilvægu hlut- verki í nútíma lýðræðisríkjum, t.d. með því að annast gerð kjarasamn- inga sem tryggja eiga launþegum lágmarksréttindi, þ. á m. mannsæm- andi kaup og kjör. Brýnt er að mín- um dómi að stéttarfélög geti sinnt þessu hlutverki áfram, en það er hins vegar hægt að tryggja öðru vísi en með því að skylda menn, með lögum, til að ganga í félögin and- stætt vilja þeirra sjálfra. Ákvæðið, sem lýtur að velferð barna, á sér fyrirmynd í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Mörgum gæti virst að þetta ákvæði hefði litla sem enga raun- hæfa þýðingu. Við nánari athugun kemur í Ijós að þetta er ekki alls kostar rétt vegna þess að ákvæði af þessum toga getur haft áhrif á það hvernig önnur ákvæði stjórnar- skrárinnar verða skýrð. Þannig má telja víst að það þrengi ákvæðið um tjáningarfrelsi á þann veg að unnt sé t.d. að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að böm horfi á ofbeldiskvikmyndir svo að velferð þeirra verði tryggð. Að lokum vil ég árétta, til þess að fyrirbyggja misskilning, að menn hlýtur ætíð að greina á um það hve víðtæk mannréttindaákvæði stjóm- arskrárinnar skuli vera. Það frum- varp, sem hér hefur verið gert að umtalsefni, felur í sér málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða, en telst engu síður ótvíræð réttarbót eins og gerð hefur verið grein fyrir hér að framan. Að sjálfsögðu hafa ýms- ir sitthvað við frumvarpið að athuga og ber að fagna málefnalegri um- ræðu um það sem bæði er sjálfsögð og æskileg. Að sama skapi er ástæða til þess að átelja það þegar þeir, sem betur ættu að vita, ráðast gegn frumvarpinu með órökstudd- um fullyrðingum og jafnvel fúkyrð- um. Slík gagnrýni þjónar að mínu áliti engum tilgangi og er síst til þess fallin að auka veg mannrétt- inda hér á landi. Höfundur er prófessor við lagndeild Háskóla íslands. Olíubirgðastöð á útivistarsvæði? ÉG GET ekki neitað því að það setti að mér hroll þegar ég renndi augunum yfir forsíðu Alþýðublaðs Kópavogs sem nýútkomið er. Enn ein köld gusan frá alþýðuflokks- mönnum og að þessu sinni olíu- menguð! Við hlið brosandi andlits félags- málaráðherra á forsíðu blaðsins boða tveir fulltrúar flokksins nýja og betri tíma í atvinnu- og fjármál- um Kópavogs með því, að reynt verði að lokka erlenda olíusala til að setja upp olíubirgðastöð í Kópa- vogi, nánar til tekið á Kársnesinu. Það verður ekki hjá því komist að mótmæla þessum hugmyndum þeirra Guðmundar Oddssonar og Kristjáns Guðmundssonar, og þeirri firru að setja upp slíka starf- semi einmitt á þessum stað rétt þegar svæðið er að verða laust við mengun og lífríkið að taka við sér. Á sama tíma og miklum fjármunum er varið til þess að hreinsa strandlengj- una með því að veita skólpi á haf út, eftirlit með mengun hefur verið hert og göngu- stígar eru lagðir með strandlengjunni, eru þeir félagar að leggja til að starfsemi sem mikil mengun fylgir sé sett upp nánast á útivistarsvæði höfuð- borgarsvæðisins. Fossvogurinn er nefnilega eitt af úti- vistarsvæðunum. Ekki aðeins eru fyrirætlanir um að endurvekja baðstrandarlífið í Nauthólsvík heldur eru starfandi þrír siglinga- klúbbar á því svæði sem olíumeng- unin myndi ná til, tveir í Fossvogi og einn í Arnarnesvogi, en óhjákvæmilegt er vegna strauma að þessi svæði verði illa úti ef olía fer í sjóinn, að ógleymdri Lamb- húsatjörninni við Bessastaði. Við sem munum eftir þeirri mengun sem fylgdi dælingu úr olíuskipum sem komu í Skeija- fjörðinn á meðan olíu- stöðin var þar hugsum með hryllingi til þess tíma. Olíumengaðir fuglar, fatnaður og vanlíðan sem fylgdi þeirri hollu útiveru sem sigl- ingarnar áttu að vera okkur, og ekki má heldur gleyma því að bæði í Kópavogi og Reykjavík fer Páll Hreinsson Er nauðsynlegt setja mengandi starfsemi á útivistarsvæði? Þannig spyr Páll Hreinsson, sem mótmælir hug- myndum um olíubirgða- stöð á Kársnesi. fram barnastarf sem tengist sjón- um og óhjákvæmilega yrði fyrir barðinu á þessum fyrirætlunum. Ein af röksemdum þeirra félaga fyrir tillögunni er aukið framboð á ódýrari olíuvörum. En ódýrari fyrir hveija? Það er einföld hag- fræði að ódýrari vara selst í meira magni, og hvaða ókostir skyldu nú fylgja því? Aukin brennsla olíu- afurða kallar á aukna loftmengun. Odýrari olíuvörur draga úr rann- sóknum og þróun á öðrum og umhverfisvænni orkugjöfum, því til hvers er að eyða fé í leit að einhverju sem er dýrara nú þegar ódýrari varan fæst? Það eina sem eftir stendur eru hagsmunir olíu- seljendanna en vandamálin sem fylgja hrannast upp og eru skilin eftir fyrir næstu kynslóð að leysa. Og þá er komið að því að spyija nokkurra spurninga. Er það nauð- synlegt að setja upp starfsemi sem bæði er hættuleg og mengun fylg- ir inn á útivistarsvæði? Er nauð- synlegt að eyðileggja strandlengj- una enn meira en orðið er og auka þungaflutninga um íbúðarhverfin? Erum við svo illa stödd að skamm- tímalausnir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eru það eina sem mönnum dettur í hug? Þarf leik- völlur barnanna að verða útbíaður mengandi efnum? Er ekki orðið tímabært að snúa blaðinu við og notfæra sér orkugjafa sem ekki menga eins út frá sér nú þegar við þekkjum afleiðingarnar og höfum þekkingu og tækni til að leysa þann vanda, þekkingu sem ekki var áður til staðar? Ég vona að þeir sem ráða berí gæfu til þess að taka ákvarðanir sem framtíðin kemur til með að njóta en stundarhagsmunirnir verði ekki látnir ráða. Horfum til framtíðarinnar með umhverfis- sjónarmið í huga og þess að hægt verði að njóta hollrar útiveru á og við sjóinn umhverfis Kársnesið sem og annars staðar. Höfundur er siglingamaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.