Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
EINAR STEFÁN
SIGURÐSSON
+ Einar Stefán
Sigurðsson
fæddist á Skálum á
Langanesi 23. des-
ember 1916. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Seli á Ak-
ureyri 15. þ.m. For-
eldrar hans, síðast
til heimilis á Akur-
eyri, voru Sigurður
Einarsson, f. 20.
mars 1893, d. 6. júní
1981, og Þórdís
Stefánsdóttir, f. 2.
júlí 1895, d. 6. júlí
1976. Systkini Ein-
ars voru þrjú: Ingibjörg Sigur-
rós, f. 2. júní 1913, d. 22. nóv.
1972, húsfreyja á Raufarhöfn;
Bjarni, f. 28. des. 1919, lengi
starfsmaður Vegagerðar ríkis-
ins á Akureyri, búsettur þar;
og Hermann Siguijón, f. 19.
júní 1930, bílstjóri I Keflavík.
Einar var tvíkvæntur, en hann
Á MYND sem ég sé nú fyrir mér
af Einari Sigurðssyni stendur hann,
yfirlætislaus, en snyrtilega klædd-
ur, á grænu túni með gráan vegg
'í baksýn. Þetta er í björtu veðri,
grasið óvenju vel sprottið og með
ólíkindum hve mikið er um sóleyjar
og fífla. Hafið bláa hafíð fyrir ut-
an, en einmitt vegna þess hve sól-
skinið er bjart sést að veðrunin á
allskostar við vegginn. Leiksviðið
vitnar í senn um liðna lífsbaráttu á
þessum stað og eyðibyggð þar sem
grasið fær að gróa í friði og flóra
úthagans leggur með tímanum und-
ir sig gamlan töðuvöll.
Þessi mynd var tekin á Skálum
Á Langanesi fyrir meira en hálfum
öðrum áratug. Á þeim stað leit Ein-
ar Stefán Sigurðsson, sem kvaddur
er á Akureyri í dag, fyrst dagsins
ljós - eða réttara sagt myrkur —
því að það gerðist í svartasta
skammdeginu, á messu Þorláks
helga á því herrans ári 1916. Á
Skálum lifði Einar bemsku sína
alla til tólf ára aldurs og unni þeim
stað til æviloka. Þar komst hann
ungur á flot, eins og skáld hinum
megin við Bakkaflóa komst að orði
um Þórð sjóara, og kynntist þessari
verstöð, sem var, bæði í brimi og
og konur hans
skildu. Þær eru
Hallfríður Sigurð-
ardóttir, f. 7. nóv.
1925, ættuð af Ár-
skógsströnd, og
Dýrleif Finnsdótt-
ir, f. 9. sept. 1922,
búsett í Reykjavík.
Með fyrri konu
sinni eignaðist Ein-
ar einn son, Sigurð,
f. 5. júlí 1946, sem
búsettur er á
Stöðvarfirði,
kvæntur Birnu Jó-
hannsdóttur. Einar
Stefán stundaði ýmsa vinnu, en
var lengst af sjómaður.
Skamma hríð var hann búsettur
í Reykjavík, en annars norðan-
lands, lengst á Akureyri. Sam-
býliskona hans þar er Hulda
Guðnadóttir, f. 10. apríl 1913.
Útför Einars fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag.
vetrarhríð og nóttleysu norðurslóða.
Faðir hans, Sigurður Einarsson,
var fæddur á Grenjaðarstað, en ólst
upp á Svalbarðsströnd. Leið hans
sextán ára gamals lá austur að
Skálum og þar í byggðum kynntist
hann konuefni sínu, Þórdísi Stef-
ánsdóttur frá Læknisstöðum á
Langanesi. Einar hét því í höfuðið
á öfum sínum og ólst upp á slóðum
beggja, því að eftir hartnær tuttugu
ára dvöl á Skálum fluttist faðir
hans með fjölskyldu sína til Sval-
barðseyrar og þaðan um það bil
áratug seinna til Akureyrar.
Sjór og sveit, þéttbýli og dreif-
býli, átti hvort sína helftina af Ein-
ari Sigurðssyni, þótt sjómennskan
og kaupstaðardvölin væru meiri
örlagavaldar í lífi hans.
Kjör hans og aðstæður á ung-
lingsárum leyfðu ekki lengri skóla-
göngu en lögboðna bamafræðslu
þess tíma. Hann fór ungur að létta
undir heima og vinna fyrir sér og
krókurinn beygðist snemma að sjó-
mennskunni, enda varð hún aðal-
starf hans meðan hann var í blóma
lífsins og þrekið mest. Fyrstu hand-
tökin lærði hann í skjóli föður síns
og annarra sem rera frá Skálum
og kynntist þá veiðum á trillum og
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN HALLSSON
fyrrverandi kennari,
Víðihlíð, Grindavík,
áðurtil heimilis
á Ásabraut 16,
Keflavík,
lést sunnudaginn 22. janúar.
Þórhalla Stefánsdóttir, Örn Geirdal Gíslason,
Margrét Stefánsdóttir, Alfreð Árnason,
Auður Stefánsdóttir, Sæmundur Gunnólfsson,
Sigrún Hochheiser, Ron Hochheiser,
Hreinn Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVANLAUG SIGURÐARDÓTTIR,
áðurtil heimilis
á Kársnesbraut 21,
Kópavogi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnu-
hlíð aðfaranótt 18. janúar, verður jarð-
sungin frá Kristskirkju, Landakoti,
föstudaginn 27. janúar kl. 13.30.
Sigurður Pétursson,
Sigurjón Már Pétursson,
Inga Hrönn Pétursdóttir,
Marfa Pétursdóttir,
Elínborg Pétursdóttir,
Guðný Zita Pétursdóttir,
Pétur Pétursson,
Hannes Pétursson,
Ólafía K. Kristófersdóttir,
Birna Sverrisdóttir,
Árni Erlendsson,
Sævar Hlöðversson,
Hjálmar Hlöðversson,
Jónas Kristmundsson,
Jónfna G. Halldórsdóttir,
Halldóra Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
MINNINGAR
árabátum og öllu sem þeim heyrði
til. Sá reynsluskóli hélt áfram á
Svalbarðseyri.
Fyrstu árin þar var Einar þó líka
í vinnu á bæjum á Svalbarðsströnd
og víðar í nágrenninu á sumrin og
þegar hlé varð á sjósókn, m.a. í
Meðalheimi. En eftir fermingu var
hann farinn að vera flest sumur á
sjó og brátt á vetrarvertíð líka og
var það upp frá því í meira en hálf-
an fjórða áratug.
Það lifnaði yfir Einari þegar ég
sat hjá honum í Seli dálitla stund
á liðnu sumri og bað hann að segja
mér frá sjómannsferli sínum. Þann
feril mundi hann vel og hafði gam-
an af að rifja hann upp. Eftir það
varð mér líka ljósara en áður að
varla mundi til sú tegund fleytna
eða veiðarfæra sem notuð hefði
verið við veiðar á íslandsmiðum -
og þótt víðar væri leitað - sem
Einar hefði ekki flotið á. Fyrir utan
línu og net á vetrarvertíð var sum-
arsíldveiðin auðvitað ævintýrið
mikla þegar hann var ungur.
1944 var frægt síldarsumar og
um það leyti sem stofnað var lýð-
veldi á íslandi sökk undir honum
og félögum hans einhvers staðar á
Húnaflóa, ef ég man rétt. Þeir vora
í miðjum morgungrautnum á Kol-
brúnu í svartaþoku þegar stefni á
öðram bát kom inn um kinnunginn.
„Það var lán að gott var í sjóinn,“
sagði sögumaður minn, sem ekki
var feigari en svo að hann lifði
hálfa öld eftir þetta atvik.
Af öðram skipum sem hann
nefndi má nefna Æskuna og mótor-
bátinn Kristján, en hann átti Guð-
mundur Pétursson útgerðarmaður
á Akureyri. Einar lét vel af skip-
rúminu hjá honum. Líklega hefur
það verið gagnkvæmt, því að ég
hef það eftir mönnum sem vel máttu
vita að Einar hafí verið mjög vel
liðinn sjómaður, þaulvanur öllum
verkum, gætinn og samviskusamur.
Eftir að Útgerðarfélag Akur-
eyringa var stofnað og eignaðist
nýsköpunartogarann Kaldbak gerð-
ist Einar háseti á honum og seinna
á fleiri togurum félagsins. Enn eru
þó ótaldar strandsiglingar hans á
Herjólfi fyrir sunnan og flóabátnum
Drang fyrir norðan.
Þegar Einar hætti að stíga öld-
una gekk hann í ýmsa vinnu, eink-
um á Akureyri, s.s. byggingavinnu
og fatahreinsun. Skinnaverksmiðj-
an Iðunn og efnaverksmiðjan Sjöfn
nutu starfskrafta hans um skeið.
•Sama gildir um vistheimilið Sól-
borg.
Þó að Einar gæti verið mishittur
eins og margur annar var hann
þannig gerður að í rauninni mátti
hann helst ekkert aumt sjá og ég
held að sú regla hafí verið alveg
undantekningarlaus ef börn eða
aðrir minnimáttar áttu í hlut. Þeir
sem þetta vissu og heyrðu tal hans
um heimilið og vistmenn þess þótt-
ust sjá að það og þeir nytu þessara
eðliskosta hans.
Kynni okkar Einars Sigurðssonar
urðu með þeim hætti að móðir mín
og hann kynntust og hófu sambúð
um það leyti sem hann gekk síðast
í land með pokann sinn. Þar hittust
tvö alþýðubörn sem höfðu hvorugt
siglt alveg lygnan sjó í lífinu, en
bæði orðið að vinna hörðum hönd-
um og neita sér um sitt af hveiju.
Nú vildu þau freista þess að fylgj-
ast að um stund. Við bræðurnir
vorum þá báðir famir að heiman,
fullorðnir menn, og móðir min orðin
ein eftir ásamt föður sínum sem
þau Einar bjuggu með síðustu fjög-
ur æviár gamla mannsins.
Á fyrri sambúðarárum sínum,
meðan heilsan leyfði, létu þau Einar
og móðir mín rætast gamlan draum
um að ferðast víðar innanlands en
þau höfðu átt kost á yngri árum.
Hún naut þess ekki síður en hann,
sem víðar hafði komið. Dætur mín-
ar þijár sem þá voru barnungar
fengu þá stundum að fljóta með,
enda auðsótt mál á sumrin þegar
þær fóru norður í orlof sitt til ömmu
á Akureyri, sem þær gerðu stund-
um. Þær fengu ríkulega að njóta
þeirrar barngæsku Einars sem var
svo fallegur og áberandi þáttur í
fari hans, en henni kynntust auðvit-
að flestir krakkar sem í kringum
hann vora, þ.ám. sonarsynir hans
tveir, Einar Jóhann og Svavar
Kristján, og synir Birnu tengdadótt-
ur hans af fyrra hjónabandi, Val-
garð Þór og Guðni Þór. Þegar þetta
fólk óx úr grasi fylgdist Einar með
því sem á daga þess dreif. Þess
nutu dætur mínar og fjölskyldur
þeirra. Tvær þeirra eru nú búsettar
í Bretlandi og koma því ekki við
sakir fjarlægðar að fylgja Einari
síðasta spölinn, en hugsa hlýtt til
hans og senda kveðju yfir hafið til
ömmu sinnar í minningu þess sem
var, nú þegar hann er allur.
Leiðir þeirra lágu nokkrum sinn-
um til útlanda eftir að þau kynnt-
ust. Tvívegis voru þau með okkur
hjónum í Danmörku og í seinna
skiptið, árið sem móðir mín varð
sjötug og Einar löggiltur, fórum við
bræðurnir, konur okkar og sum
börnin með þeim suður í Eyjahaf.
Þar kunnu þau vel við sig um stund-
arsakir undir suðrænni sól. Þegar
við komum aftur til Fano, rétt hjá
Esbjerg, minntist Einar þess eitt
kvöld þegar glatt var á hjalla að
þangað hafði hann komið áður og
sagði okkur sögu af því við mikinn
fögnuð.
Farmaður hafði hann aldrei ver-
ið, en hins vegar oft siglt með afla
og þá oftast til Bretlands eða
Þýskalands eins og aðrir togarasjó-
menn. Eitt sinn voru þeir í fiskflutn-
ingum til Esbjerg. Margt skeður í
siglingum og í það sinn höguðu
örlögin því svo að óvænt ferð til
Kaupmannahafnar endaði með því
að leita þurfti á náðir íslenska sendi-
ÞORVALDUR
STEINGRÍMSSON
+ Þorvaldur
Steingrímsson
frá Hrísey fæddist
29. nóvember 1924.
Hann lést á Akur-
eyri 27. desember
1994. Útför hans
fór fram frá Akur-
eyrarkirkju 5. jan-
úar sl.
KÆRI Valdi minn!
Nú ert þú horfínn
héðan og kominn á
annað tilverustig, sem
verður kannske miklu
skemmtilegra en það
sem þú áttir hér á jörðinni. En oft
var nú gaman þegar við vorum að
alast upp í Hrísey. Við vorum vinir
og þú áttir heima í næsta húsi við
mig og þegar mamma þín þurfti að
fara eitthvert lengra til, varst þú í
gæslu hjá mömmu. Við vorum jafn-
aldrar og lékum okkur saman.
Manstu þegar við vor-
um að stokka upp lín-
una, þú hjá mb. Þor-
steini Þorvalds og ég
hjá mb. Haka. Þú varst
svo flinkur að rétta
öngla ef þeir voru bogn-
ir. Manstu þegar þú
eignaðist fyrstu munn-
hörpuna? Og svo marg-
ar í viðbót. Svo fékkstu
harmóniku sem þú spil-
aðir mikið á og samdir
mörg lög og texta líka,
það var sko flott.
Já, Valdi minn, svona
gæti ég haldið áfram
og skrifað langa grein
og eftir að við Stína fórum að búa
saman komstu oft til okkar og við
skemmtum okkur konunglega. Fyrir
þína hönd þakka ég starfsfólkinu á
Sólborgu á Akureyri fyrir góða
umönnun og öllum öðrum sem voru
góðir við þig. Ég veit að mamma
þín, hún Kristbjörg, og fósturfaðir,
ráðsins um praktíska aðstoð til að
komast aftur til Esbjerg. Sendi-
herra vor, sem þá var í Danaveldi,
var skilningsríkur maður á marga
hluti óg kom vel fyrir. Og því sagð-
ist Einar Sigurðsson aldrei gleyma
þegar hann stakk að sævíkingnum
nokkrum dönskum krónum aukreit-
is, aldeilis óbeðinn, svo að hann
þyrfti ekki frekar en hann vildi að
neita sér um einn eða tvo bjóra á
leiðinni til baka. Einar tók fram að
þessar krónur hefði hann borgað
íslenska ríkinu aftur, enda af þeirri
kynslóð sem var alin upp við skil-
vísi og leit á hana sem dyggð er
varðaði við heiður. 0g þó að hann
væri ekki alveg sama sinnis í stjórn-
málum og téður sendiherra er mér
ekki granlaust um að hann hafi
haft með honum töluverða samúð
upp frá þessu þegar hann var að
beijast fyrir sínu pólitíska lífi.
Ánnars var Einar ekki ýkja
margmáll um lífsviðhorf sitt, en
hann var verkalýðssinni og fylgdi
jafnan Alþýðuflokknum að málum
eins og margir starfsbræður hans
og jafnaldrar. En enginn var hann
flokksþræll og oft þótti honum falla
á silfrið í seinni tíð. Reyndar var
honum margt mótdrægt þegar á
leið ævina, miðað við það sem hann
hefði kosið, bæði í mannfélagsmál-
um og einkalífi. Þar olli mestu önd-
unarfærasjúkdómur sem gaf hon-
um engin grið mörg síðustu árin,
auk þess sem sjóninni hnignaði svo
að hann átti erfitt með lestur. í
fyrravor fékk hann inni í hjúkrunar-
heimilinu Seli, enda þurfti hann
orðið á nær stöðugri hjúkrun að
halda. Þar kunni hann eftir atvikum
vel við sig og var þakklátur lækn-
um, hjúkrunarliði og öðru starfs-
fólki Fjórðungssjúkrahússins og
Sels fyrir góðan hlut þess að því
að létta honum lífið. Sambúð móður
minnar og hans hafði staðið hátt á
þriðja tug ára og meðan hann var
heima var það hún sem studdi hann,
hjúkraði honum í veikindum hans
og var hans góði andi eftir því sem
kraftar hennar leyfðu.
Nú þegar Einar Sigurðsson er
kvaddur sendi ég ástvinum hans
og venslafólki samúðarkveðjur og
fjölskylda mín minnist kynnanna
við hann með þakklæti fyrir horfnar
stundir og það góða sem hann gerði
okkur.
Hann fór ekki margar ferðir á
bílnum sínum síðustu misserin sem
hann var í eigu hans, og trilluna
sem hann átti lengi sér til hugar-
hægðar hafði hann orðið að losa
sig við. Það segir dálítið um hvem-
ig maður hann var, að eftir að hann
seldi hana gladdist hann yfír því
að hún hefði lent í góðum höndum.
Og nú er hann farinn í sína síðustu
ferð, laus úr viðjum. Eins og marg-
ur sjómaðurinn fyrr og síðar var
hann trúaður maður. Verði honum
að von sinni.
Hjörtur Pálsson.
hann Alli, og bróðir þinn, Steingrím-
ur, taka vel á móti þér.
Vertu svo margblessaður.
Þinn vinur, _
Árni Tryggvason.
í dag kveðjum við Valda okkar
sem við höfum þekkt og starfað með
í fjölda mörg ár.
Við þökkum honum samfylgdina
sem var bæði mjög skemmtileg og
gefandi.
Ákveðinn fastur þáttur í Iífi okkar
er horfinn. Valdi bíður okkar ekki
lengur þegar við komum á vaktina.
Hann tók alltaf á móti okkur með
gleði og hlýju. „Ertu kominn, langt
síðan ég sá þig síðast“ sagði hann
gjarnan, jafnvel þó við hefðum sést
daginn áður.
Við kveðjum Valda með miklum
söknuði, en þökkum Guði hans fyrir
að taka hann til sín og láta hann
ekki þjást í langri sjúkdómslegu.
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
Hvíl í friði elsku vinur.
Starfsfólk Mikluhlíðar.