Morgunblaðið - 25.01.1995, Síða 35

Morgunblaðið - 25.01.1995, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 35 FRÉTTIR • • Jólaleikur Ommubaksturs VERÐLAUN í jólaleik Ömmu- baksturs og Eff-Emm 957 voru dregin út 21. desember sl. og fór afhendingin fram hjá Eff-Emm 957. Verðlaunin voru ferð fyrir tvo til Parísar með Flugleiðum í boði Ömmubaksturs. Þátttakend- ur sendu inn strikamerki af ein- hverjum af framleiðsluvörum Ömmubaksturs ásamt nafni og síma. Hlustandi Eff-Emmm var STOFNFUNDUR Lífsvogar, sam- taka gegn læknamistökum, verður haldinn í Hótel Lind, Rauðarárstíg í kvöld, 25. janúar, og hefst hann kl. 20.30. Til fundarins verða boðaðir allir helstu ráðamenn innan heilbrigðis- kerfisins ásamt öðrum ráðamönnum þjóðarinnar. Markmið að ná til fólks Samtökin Lífsvog eru stofnuð með það markmið í huga að ná til fólks sem hefur orðið fyrir læknamistök- um ásamt öllum er áhuga hafa á þessum málum. Ætlunin er að beij- ast fyrir réttlæti handa þessum hópi í tryggingakerfínu og heilbirgði- Þorrablót Vopnfirðinga- félagsins í Reykjavík VOPNFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík hefur ákveðið að halda þorrablót. Blótað verður í Risinu, Hverfisgötu 105, laugardaginn 28. febrúar. í félaginu eru um 150 félagar og hefur það verið starfandi í 25 ár. Undanfarin ár hefur félagið staðið fyrir kaffisamsæti í sóknarheimili Bústaðarkirkju á hveiju vori, eftir að gengið hefur verið til guðsþjón- ustu. Orlofshús byggði félagið austur á Vopnafirði og var lokið við að raf- væða það á síðasta ári. ------*—*—*---- Fyrirlestur um einhverfu UMSJÓNARFÉLAG einhverfra heldur almennan félagsfund fimmtu- daginn 26. janúar kl. 20.30 að bama- og unglingageðdeild Lsp. Dalbraut. Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræð- ingur heldur fyrirlestur sem hún nefnir: Atferlismeðferð barna með einhverfu. Sigríður Lóa, sem er for- stöðumaður heimila og þjónustu- stofnana einhverfra, lauk framhalds- námi í sálfræði við University of California, Los Angeles, 1993- 1994. Foreldrar, aðstandendur og allir þeir sem áhuga hafa á efninu eru hvattir til að mæta. svo dreginn út þann 21. og var sú heppna Sólveig Guðmunds- dóttir, Sæbraut 3, Seltjarnarnesi. Á myndinni afhendir Svanberg Hreinsson, markaðssljóri hjá Ömmubakstri, henni vinninginn og með þeim á myndinni eru Halldór V. Hafsteinsson frá MM markaðsgjöf og Gunnlaugur Helgason frá útvarpsstöðinni Eff-Emm 957. skerfinu, en samkvæmt fréttatil- kynningu samtakanna er -þar um mikinn frumskóg óréttlætis að ræða. Ræðumenn verða m.a. Arnheiður Vala Magnúsdóttir, húsmóðir, Ólaf- ur Ólafsson, landlæknir, Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, Helgi Seljan, fram- kvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins og Örn Gunnarsson, lögmaður. Fundarstjóri er Guðmundur Jóhann- esson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Skálatúns. Upplýsingar um samtökin Lífsvog er hægt að fá hjá Arnheiði Völu í síma 25528, Ásdísi í síma 666898 og Jórunni í síma 874481. J.J. Soul Band á Kringlukránni HUÓMSVEITIN J.J. Soul Band leikur á Kringlukránni í kvöld, mið- vikudagskvöldið 25. janúar og hefj- ast tónleikarnir kl. 10. J.J. Soul er breskur söngvari og hljóðfæraleikari og er efnisskrá hljómsveitarinnar miðuð við sér- kennilega djúpa rödd hans. Er þar að finna blús, bossanova, djass og fleira. Hljómsveitin hefur nýlega sent frá sér geislaplötuna „Hungry for News“ og hafa lög af henni heyrst nokkuð á öldum ljósvakans. Gestur hljómsveitarinnar í kvöld verður gítarleikarinn Vilhjálmur Guðjónsson. ------» ♦ ♦ Gengið á göml- um og nýjum slóðum HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í gönguferð um gamlar og nýjar slóð- ir í kvöld. Farið verður frá Hafnarhúsport- inu kl. 20, upp Grófina suður undir Tjörn, upp á Landakotshæð, niður á höfn og vestur í Ánanaust. Síðan gengið um þar sem gamla strand- línan lá austur undir Arnarhól og áfram fylgt gömlu alfaraleiðinni inn að Rauðará. Til baka nýja göngu- stíginn með ströndinni niður í Hafn- arhúsport. Á leiðinni verður í annað sinn skoðað víkingaskip í smíðum, gengið í gegnum Slippinn og litið um borð í varðskip. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Opinn fundur um breytingar á stjórnarskrá RÉTTARFARS- og stjórnskipunar- nefnd Sjálfstæðisflokksins gengst fyrir umræðufundi fimmtudaginn 26. janúar nk. um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni, mann- réttindaákvæði stjórnarskrárinnar og um kjördæmamál. Geir H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnarskrárnefnd og kosningalaganefnd, mun hafa framsögu um fundarefnið. Á fund- inum munu einnig mæta þau Sól- veig Pétursdóttir og Tómas Ingi Olrich alþingismenn sem bæði eiga sæti í stjórnarskrárnefnd. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er opinn öllum sem áhuga hafa á fund- arefninu. ♦ ♦ ♦----- Vitni vantar RANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að því er ekið var á rauðan Toyota Corolla-bíl í Skeifunni í Reykjavík. Bíllinn stóð við verslun Rúmfata- lagersins og er talsvert skemmdur eftir ákeyrsluna en tjónvaldurinn fór af staðnum. -----» ♦ ♦------ Safnað í Lúxemborg FÉLAG íslendinga í Lúxemborg gengst fyrir söfnun til styrktar Súð- víkingum. Söfnunin stendur til föstudags. Þá verður sofnunarféð sent til Is- lands og rennur óskipt til söfnunar- innar Samhugar í verki. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 30-037917-29-1 í Banque Generale du Luxembourg. Reikningseigandi er Association d’Islandais - Sam- hugur í verki. -----»-♦"♦------ Innfiytjenda- leyfi til Banda- ríkjanna SENDIRÁÐ Bandaríkjanna á íslandi hefur tilkynnt að Islendingum gefst kostur á að sækja um s.k. lukku- leyfi skv. „Visa Lottery“ áætluninni 1996 (1996 Diversity Immigrant Visa „Lottery" Program). Innflytjendalög í Bandaríkjunum kveða á um árlegt „happdrætti" fyr- ir innflytjendur víðs vegar að úr heiminum. Islenskum ríkisborgurum býðst að skrá sig og hafa möguleika á að fá einhver af þeim 24.257 inn- flytjendaleyfum sem ætluð eru Evr- ópubúum. Tekið er við umsóknum á tímabilinu 31. janúar til 1. mars 1995. Frekari upplýsingar er hægt að fá í Sendiráði Bandaríkjanna, Laufásvegi 21, á staðnum eða í síma. -----» ♦ ♦------ ■ LÍFSSKÓLINN og Pýramíd- inn, andleg miðstöð, munu starfa saman til vors. Starfsemin mun verða í húsakynnum Pýramídans, Dugguvogi 2. í boði verður fjöl- breytt dagskrá sem liggur frammi hjá Pýramídanum. ■ FORSETA íslands og forsæt- isráðherra hafa borist samúðar- kveðjur vegna snjóflóðanna á Vest- Qörðum frá Eduardo Frei Ruiz- Tagle forseta Chile og V. Tsjerno- myrdin forsætisráðherra Rússlands. HEILSUBÓTAR' DAGAR REYKHÓLUM í SUMAR UPPIÝSINGASÍMI 554-4413 MILLl KL. 18-20 VIRKADAGA SIGRÚN OLSEN OG 1>ÓR1R BARÐDAL Stofnfundur Lífsvogar í kvöld Excel námsMÖ Tölvu- og verkfræöibjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar 94029 3 Kristjá f5roncác\/oni 1R • (t) fift ftfl QH KVÖLDNÁMSKEIÐ í MIÐBÆJARSKÓLA OG GERÐUBERGI ÍSLENSKA: íslenska, stafsetning og málfræði. (tarleg yfirferð. íslenska fyrir útlendinga I, II, III, IV (í I stig er raðað eftir þjóðerni nemenda). íslenska fyrir útlendinga I - hraðferð. Kennt fjögur kvöld í viku. ERLEND TUNGUMÁL: (byrjenda- og framhaldsnámskeið) Danska. Norska. Sænska. Enska. Þýska. Hollenska. Franska. ítals- ka. Spænska. Portúgalska. Gríska. Búlgarska. Rússneska. Japanska. Arabíska. Talflokkar í ýmsum tungumálum. Áhersla lögð á tjáningu daglegs máls, lesnar smásögur, blaðagreinar o.s.frv. VERKLEGAR GREINAR: Fatasaumur. Bútasaumur. Skrautskrift. Postulínsmálun. Bókband. Stjörnuspeki. Silkimálun. Glerskurður. Teikning. Málun. Módel-teikn- ing. Teikning og litameðferð fyrir 13-16 ára. Olíulitamálun. AÐSTOÐ VIÐ SKÓLAFÓLK OG NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN: Stærðfræði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Nemendur mæta með eigið námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Fámennir hópar. Staf- setning og málfræði. ítarleg yfirferð. DANSKA, NORSKA, SÆNSKA, ÞÝSKA fyrir 6-10 ára gömul börn til að viðhalda kunnáttu þeirra í málunum. Byrjendanámskeið í þýsku. NÝ NÁMSKEIÐ: Trúarbragðasaga - yfirlitsnámskeið: Fjallað verður um helstu trúarbrögð heims. Kénnari: Dagur Þorleifsson. Stjörnuspeki: Leiðbeint í gerð stjörnukorta og túlkun þeirra. Kennari: Þórunn Helgadóttir. Listasaga: Fjallað verður um helstu tímabil listasögunnar frá upphafi myndgerðar fram á okkar daga. Kennari: Þorsteinn Eggertsson. Glerskurður: Kennari: Ingibjörg Hjartardóttir. Olíulitamálun: Kennari: Þorsteinn Eggertsson. Módelteikning: Kennari: Kristín Arngrimsdóttir. Innritun stendur yfir. Upplýsingar í síma 12992. Kennsla hefst 30. janúar. SIIICI ouglýsingar Lærið vélritun Vélritun er undirstaða tölvu- vinnslu. Kennum blindskrift og almennar uppsetningar. Kvöld- námskeið byrjar 25. janúar. Innritun og upplýsingar í símum 28040 og 36112. Vélritunarskólinn, Ánanaustum 15. I.O.O.F. 9 = 1761258'A =M.A. I.O.O.F. 7 = 176 1257 = Þ.B. □ HELGAFELL 5995012519 VI 2 - Frl. □GLITNIR 5995012519 I 1 FRL. ATKV. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Hvitasunnukirkjan Fíladelfía Skrefið kl. 18.00 fyrir 10-12 ára krakka. Kl. 20.30 Námskeiðið Kristið líf og vitnisburður. Fyrsti hluti af fjórum. Hvernig getum viö talaö við aðra um trú okkar? Hvað eigum við að tala um? Hvernig getum við leitt aðra til trúar á Jesú Krist? Á námskeiðinu er tekist á við þessar spurningar ásamt fleir- um, sem stuðla að því að þroska þátttakendur sem lifandi læri- sveina Jesú Krists. Kennari Mike Fitzgerald. Allir hjartanlega velkomnir. Skyggnilýsing fer fram í Hafnarborg - Sverris- sal - á vegum Sálarrannsóknar- félagsins í Hafnarfirði á morgun - fímmtudaginn 26. janúar - kl. 20.30. María Sigurðardóttir, miðill úr Keflavík, annast skyggnilýsing- una. Fastir liðir að venju. Aðgöngumiðar fást í bókaversl- un Olivers Steins. Stjórnin. SAMBANL) ISLENZKRA KRISTTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30’ í Kristniboðssalnum. Sr. Guð- mundur Óli Guömundsson er ræðumaður í kvöld. Allir velkomnir. Norðurljósin heilsustúdíó, Birna Smith, Laugarásv. 27, sími 91-36677. Sogæðanudd Öflugt sogæðanuddtæki og cellolite-olíunudd losar líkama þinn við uppsöfnuð eiturefni, bjúg, aukafitu og örvar ónæmis- kerfiö og blóðrásina. Trimm Form mataræðisráðgjöf innifal- in. Acupuncturemeðferð við of- fitu, reykingum og taugaspennu. Vöðvabólgumeðferð Með léttu rafmagnsnuddi, Acu- puncturemeðferð og leisertæki opnum við stíflaöar rásir. Heilun- arnudd með ilmkjarnaolíum inni- falið. Góður árangur við höfuð- verk, mígreni og eftir slys.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.