Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 41
FÓLK í FRÉTTUM
GUNNAR Þórðarson og Björgvin Halldórsson leggja
Stjórninni Iið.
GULLI Helga gefur stúlkum rósir.
►LEIKKONAN Juliette
Binoche mun að öllum líkind-
um fara með aðalhlutverk á
móti Ralph Fiennes í alvöru-
þrunginni stríðsmynd, „The
English Patient", en samn-
ingaviðræður eru á lokastigi.
Handritið er unnið upp úr
verðlaunasögu Michaels Onda-
atjes af Saul Zaentz, en hann
framleiðir líka myndina. „Það
var dásamlegt þegar við unn-
um saman í fyrsta skipti [að
myndinni Óbærilegur léttleiki
tilverunnar]. Vinátta okkur
hefur haldist gegnum árin og
loksins fundum við eitthvað
sem hentaði okkur báðum,“
segir Saentz um væntanlegt
samstarf hans og Binoche. „Ég
held að hlutverkið henti henni
einstaklega vel.“
Myndin kemur til með að
fjalla um samband hjúkrunar-
konu að nafni Hana og bresks
sjúklings sem hefur fengið al-
varleg brunasár. Sagan á að
gérast um miðbik síðari heims-
styijaldarinnar. Tökur á
myndinni hefjast 31. júlí á ítal-
íu og tveimur mánuðum síðar-
hefjast tökur í Norður-Afríku,
þar sem þeim svo lýkur.
Stjórnin
komin saman aftur
STJÓRNIN með Sigríði Beinteins-
dóttur í broddi fylkingar kom saman
í fyrsta skipti á þessu ári fyrir fullu
húsi á Hótel íslandi síðastliðið laug-
ardagskvöld. Sýning Björgvins
Halldórssonar „Þó líði ár og öld“
var framan af kvöldi, en upp úr
miðnætti tók Stjórnin við taumun-
um. Bjarni Arason var gestasöngv-
ari og auk þess tróðu Gunnar Þórð-
arson og Björgvin Halldórsson upp
með hljómsveitinni. Gulli Helga út-
varpsmaður var á staðnum og fór
með alla í konga-dans, auk þess
að gefa stúlkum í salnum átján
rauðar rósir.
Rísandi stjarna
FRANSKI leikstjórinn Luc Bes-
son var ekki í vandræðum með
að fylla upp í annað aðalhlut-
verk myndar sinnar, enda
myndin skrifuð fyrir leikarann
Jean Reno. Þegar kom að því
að velja stúlku til að leika á
móti Reno vandaðist málið
. Eftir mikla leit í stórborgum
á borð við New York, París,
Lundúni og Los Angeles voru
gerðar myndbandsupptökur af
fímmtán stúlkum og fímm af
þeim myndaði Besson svo sjálf-
ur. „Þær voru allar mjög góð-
ar,“ segir Besson. „Það var
ekki fyrr en ég skoðaði þær
á litaskjá sem Natalie stóð upp
úr. Hún myndast ótrúlega vel.“
Að þessu loknu tóku við
samningaviðræður við foreldra
Natalie, sem er ellefu og hálfs
árs gömul, um hvort hún fengi
að leika í nokkrum „vafasöm-
um“ atriðum myndarinnar.
Besson hafði sitt fram að
lokum og Natalie fetaði í
kjölfarið á því sín fyrstu
skref á kvikmyndabraut-
inni.
Binoche
í nýrri
mynd
JULIETTE Binoehe
fékk mikið lof fyrir
frammistöðu sína í
Bláum Kieslowskis í
fyrra.
Morgunblaðið/Halidör
BRYNDÍS Haraldsdóttir, Örnólfur Örnólfsson og
Ásthildur Haraldsdóttir.
NYJA BÍLAHOLLIN FUNAHOFDA I S: 5
Toyota Corolla 1,3 GL árg. 91, ek. 54
þús. km., dökkblár, 5 g., vökvast., R/Ö
spol. V. 750.000.
MMC Lancer GLXI árg. ‘93, ek. 28 þús.
km., rauöur, sjálfsk. V. 1.340.000.
Ath. skipti.
Mazda 323
krr|., vínrauí
5 þús.
Ath. skipti.
Suzuki Vitara JLX árg. ‘89, ek. 55 þús.
km., blár. V. 970.000.
MMC Pajero disel Turbo Intercooler
árg. ‘90, ek. 90 þús. km, blár/grár, 31“
dekk, álfelgur, sjálfsk. V. 1.950.000.
Ath. skipti.
V.W. Golf CL 91 árg. ‘91, ek. 63 þús.
km., dökkblár. V. 720.000. Ath. skipti.
BiLATORG
FUNAHÖFÐA f
5: 5
ÞU ÞARFT EKKI AO KAUPA FARSIMA, VIDEÓVÉL EÐA TAUÞURRKARA, HJA OKKUR
Hyundai Pony 1600 GLSI árg. ‘94,
rauöur, sjálfsk., vökvastýri, rafm. í
rúöum, ek. 11 þús. km V. 1.150.000.
MMC Pajero EXE árg. ‘90, silfurgrár,
turbolntercooler, álfelgur,
ek. 95 þús. km. V. 1.850.000.
Skipti á nýrri Nissan Patrol.
Toyota Corolla Sedan ‘88, gullsans.,
einn eigandi, ek. aöeins 51 þús. km.
V. 580.000.
Mercedes Benz 190E árg. ‘91,
dökkgrár, sjálfsk., álfelgur, sóllúga,
ek. 60 þús. km V. 2.450.000. Skipti.
Subaru Legacy 2000 Artic silfurgrár,
sjálfsk., ek. 62 þús. km. Skipti á ódýrari.
MMC Galant 2000 GLSi 4x4 árg. ‘90,
silfurgrár, ek. 85 þús. km. V. 1.200.000.