Morgunblaðið - 02.02.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 02.02.1995, Síða 1
80 SÍÐUR B/C/D 27. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hrísgrjón handa flótta- mönnum ÍBÚAR bæjarins Las Palmas, á landamærum Perú og Ekvador, sem urðu að yfirgefa heimili sín vegna átaka ríkj- anna, fá úthlutað hrísgrjónum af íbúum bæjarins Corrales. Carlos Menem, forseti Argent- ínu, ræddi í gær við forseta Perú og Ekvador og sagði að viðræðunum loknum að hann væri viss um að átökunum myndi brátt iinna. Stjórnvöld í Ekvador segja 31 hafa fallið í átökunum, þar af 27 Perú- búa. Ríkin hafa deilt um landa- mæri sín áratugum saman þrátt fyrir samkomulag sem gert var árið 1942 eftir styrj- öld ríkjanna. Reuter Rússar herða árásir á Grosní en miðar ekkert Grosní, Moskvu. Reuter. RÚSSNESKIR hermenn hertu árásir sínar á varnarsveitir Tsjetsj- ena í Grosní í gær en vígstaðan breyttist ekkert. Þótt forsetabygg- ingin, sem var sögð vera aðalvígi tsjetsjensku sveitanna, hafi fallið þeim í hendur fyrir hálfum mán- uði virðast þeir ekki vera neitt nær því að leggja undir sig höfuðborg- ina. Fréttir eru um mjög harðar árásir á bæi og þorp í grennd við Grosní. „Við getum haldið þetta út svo lengi, sem við höfum skotfæri, í hálft ár,“ sagði tsjetsjenski her- maðurinn Deinubah Taramov í byrgi sínu í Grosní í gær en suður- hluti borgarinnar er enn á valdi Tsjetsjena þrátt fyrir miklar stór- skotaliðs- og loftárásir Rússa. Að sögn Tsjetsjena reyndu þeir að ná á sitt vald sporvagnastöð í suður- hlutanum í gær en urðu frá að hverfa eftir harða bardaga. Vísuðu Tsjetsjenar einnig á bug fullyrð- ingum Rússa um að þeir hefðu komist yfir Sunzha-fljótið, sem rennur um borgina. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, varð 64 ára í gær en þess var varla getið í rússneskum blöðum og sjálfur ætlaði hann aðeins að halda upp á það með fjölskyldu sinni. A Vesturlöndum fjölgar þeim stöðugt, sem efast um, að Jeltsín sé sem best á sig kominn líkamlega og andlega og eru margar furðulegar uppákomurupp á síðkastið nefndar til marks um það. Alvarlegust af öllum þykja þó fyrstu viðbrögð hans við norðurljósarannsóknum Norð- manna í síðustu viku. Gratsjov á sjúkrahús Pavel Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússlands, sem stjórnað hefur hemaðinum í Tsjetsjníju, hefur að sögn verið á sjúkrahúsi í tvo daga en ekkert hefur verið gefið upp um hvað að honum amar. Rúmenía Áhöfnin bað far- þegana umlán Lundúnum. The Daily Telegraph. ÁHÖFN breskrar farþegaþotu varð að efna til samskota með- al farþeganna á dögunum til að geta lagt af stað frá Búkar- est í Rúmeníu til Lundúna. Heimtuðu reiðufé „Þetta er flugstjórinn sem talar,“ sagði hann við rúmlega 200 farþega í hátalara þotunn- ar. „Því miður þurfum við 600 pund, annars komumst við hvergi." Þotan fékk að leggja af stað þremur klukkustundum síðar eftir að peningum hafði verið safnað fyrir flugvallarskattin- um, sem var 950 pund. Emb- ættismenn flugvallarins kröfð- ust þess að skatturinn yrði greiddur í reiðufé, en áhöfnin hafði aðeins 350 pund. Fengu endurgreitt „Þetta gerist stundum í þess- um löndum," sagði talsmaður flugfélagsins, Monarch Air- lines. „Flugstjórinn er með greiðslukort frá flugfélaginu til slíkra nota en rúmensku emb- ættismennirnir heimtuðu reiðufé." Flugfélagið endurgreiddi farþegunum 600 pundin, jafn- virði 64.000 króna, við komuna til Gatwick-flugvallar. Stjórnarkreppa í Ungveijalandi Hægt á einka- væðingn Búdapest. Reuter. Reuter Gröf Alexanders? Bandaríkin Vextir hækka Washington. Reuter. BANDARÍSKI seðlabankinn hækk- aði í gær millibankavexti um hálft prósentustig að loknum tveggja daga fundi bankastjórnarinnar. Þessir vextir eru því nú hærri en þeir hafa verið undanfarin þijú ár. í tilkynningu frá bankanum segir að þrátt fyrir vísbendingar um að stöðugleiki sé að komast á hagvöxt sé þensla í bandarísku efnahagslífi enn veruleg. Því telji seðlabankinn nauðsynlegt að grípa til þessara aðgerða til að halda verðbólgu niðri. Bankinn hefur haft verulegar áhyggjur af verðbólguáhrifum efna- hagsþenslunnar ekki síst þar sem atvinnuleysi hefur verið að ná lág- marki og verksmiðjunýting hámarki. Er þetta í sjöunda skipti á einu ári sem vextir eru hækkaðir. Engin teikn hafa hins vegar verið á lofti um að verðbólga sé að færast í aukana og hafa margir stjómmála- menn og aðilar í viðskiptalífinu gagnrýnt seðlabankann fyrir að grípa til of harkalegra aðgerða. MIKILL ágreiningur er innan ríkisstjórnar Ungveijalands um efnahagsmál og er talið að stjórn- in geti sprungið vegna þessa á næstu dögum. Sósíalistar og Fijálsir demó- kratar eiga aðild að stjóminni og telja fréttaskýrendur að svo virð- ist sem sósíalistar vilji nú breyta stefnunni í efnahagsmálum. Um síðustu helgi sagði Laszlo Bekesi af sér embætti sem fjármálaráð- herra en hann tilheyrði hinum fijálslynda armi Sósíalistaflokks- ins. Var seta hans í ríkisstjórn talin nauðsynleg til að hafa hemil á heittrúuðum sósíalistum í flokknum. Bekesi var ósáttur með hvemig samflokksmenn hans í stjóminni héldu á málum, ekki síst varðandi einkavæðingu. Fulltrúar Fijálsra demókrata sögðu í gær að sósíalistar væru tvístígandi varðandi þá efnahags- stefnu sem stjórnarflokkarnir hefðu orðið ásáttir um og virtust þar að auki ætla að draga í land með kosningaloforð sín um einka- væðingu. Þá kvörtuðu þeir yfir því að Gyula Horn forsætisráð- herra hefði ekki nægilegt samráð við þá áður en stefnumótandi ákvarðanir væru teknar. Minnir á kommúnistastjórnina Sumir fréttaskýrendur telja að Horn vilji hægja á einkavæðingu til að sem mest völd verði áfram í höndum ríkisins. Hann sé sósíal- isti af gamla skólanum og margar aðgerða hans undanfarið minni á skrifræðisstjórnina á tímum kommúnistastjómarinnar. Jafnvel þó að stjómin spryngi hefðu sósíalistar enn meirihluta á þingi. LIANA Souvaltzi, sem fer fyrir hópi grískra fornleifafræðinga er kannað hafa Siwa-vinina í Egyptalandi, bendir á inngang að graflivelfingu þar sem hún telur að Alexander mikli hafi verið grafinn. Hingað til hafa flestir sagnfræðingar verið þeirrar skoðunar að gröf Alexanders mikla væri að finna einhvers stað- ar í hafnarborginni Alexandríu og enn eru ekki allir sannfærðir um að hann hafi verið grafinn í Siwa. Nokkur bið verður á því að svarið fáist því að fornleifa- fræðingarnir tilkynntu í gær að þeir hygðust gera mánaðarhlé á uppgreftri sinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.