Morgunblaðið - 02.02.1995, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Neytendur spurðir um verð á nokkrum algengum vörutegundum
►ÞRÁINN Agnarsson, bif-
reiðastjóri, sér yfirleitt um
innkaup heimilisins. Hann
segist fylgjast fremur lítið
með verðlagi en kíkir af og
til á verðkannanir. Ágiskan-
ir Þráins reyndust ekki
fjarri lagi, nema hvað hann
taldi brauðostinn töluvert
ódýrari en hann er.
►INGUNN Indriðadóttir,
hjúkrunarfræðingur, býr á
Húsavík. Hún segir að verð-
lag þar sé nokkuð hærra en
í Reykjavík. E.t.v. er það
skýringin á þvi að hún gisk-
aði oftast á að vörumar
væru örlítið dýrari en raun
bar vitni. Ingunni varð þó á
í messunni varðandi hangiá-
leggið, sem hún taldi vera á
hinum mestu kostakjörum.
►LAUFEY Johansen, flug-
freyja, hlífir manni sínum
yfirleitt við innkaupaleið-
öngrum. Hún fylgist með
verðkönnunum en segist
ekki eltast við að fara í
verslanir sem koma hag-
stæðastar út í þeim. Fimm
vörutegundir taldi Laufey
vera á mun lægra verði en
þær eru og þijár tegundir
á töluvert hærra verði.
► GUÐMUNDUR Guðlaugs-
son, framkvæmdastjóri, sló
öðrum viðmælendunum við
og sagði nánast nákvæm-
lega til um verð allra vöru-
tegundanna. Hann segist
fylgjast ágætlega með verð-
lagi, beri saman verð og
reyni jafnan að gera sem
hagstæðust innkaup.
►GUÐRÚN Frímannsdótt-
ir, afgreiðslustúlka, vissi
upp á hár hvað mjólk og
jógúrt kostuðu og var einn-
ig nokkuð nálægt lagi með
allt nema hangiáleggið, sem
hún taldi vera á fremur
skaplegu verði.
►STURLA Þór Björnsson,
nemi, lagði eins og fleiri
rangt mat á verð hangi-
áleggsins, en var að öðru
leyti þokkalega að sér um
verð, sérstaklega ef tekið
er tillit til þess að hann læt-
ur foreldrum sínum eftir
matarinnkaup heimilisins.
Hangiálegg
sló flesta
út af laginu
VERÐKANNANIR og aukin um-
fjöllun fjölmiðla um neytendamál
eiga trúlega sinn þátt í að fólk fylg-
ist í auknum mæli með verðlagi á
vöru og þjónustu. Sumir kaupa þó
bara það sem þá vantar hveiju sinni
í næstu búð, meðan öðrum dettur
ekki í hug að opna budduna sína,
hafi þeir grun um að vöruna megi
fá ódýrari annars staðar. Til að
forvitnast svolítið um hvernig verð-
skyni neytenda er háttað lagði neyt-
endasíðan nokkrar spurningar fyrir
fólk, sem var að gera innkaup í
Hagkaup í Kringlunni þriðjudaginn
31. janúar.
Spurt var um 8 vörutegundir (sjá
töflu), sem líklegar þóttu til að
lenda a.m.k. endrum og sinnum í
innkaupakörfu neytenda. Viðmæl-
endum, sem valdir voru af handa-
hófi, bar saman um að verðlag hefði
haldist nokkuð stöðugt um nokkra
hríð. Flestir sögðust fylgjast að ein-
hveiju leyti með verðkönnunum í
blöðum og tilboðum af ýmsu tagi.
Endurgreiðsla
söluskatts í Höfn
UPPLÝS-
INGASEÐILL
um endur-
greiðslu sölu-
skatts til Is-
lenskra ferða-
manna í Dan-
mörku er nú
fáanlegur hjá
Flugleiðum og
ferðaskrifstof-
MENN verða að fá eyðublað frá versluninni
og framvísa því á Kastrup
um.
Þar kemur
fram að rösk-
lega 3000
verslanir bjóða
viðskiptavinúm
upp á viðskipti
þar sem sölu-
skattur er end-
urgreiddur við
brottför úr
landinu. Menn
þurfa að muna
að fá eyðublað
frá versluninni og framvísa því á
Kastrup þar sem söluskatturinn
er endurgreiddur.
Skilyrði fyrir endurgreiðslu er
að keypt sé a.m.k fyrir 300 DKR
í sömu versluninni.
Við brottför hafa farþegar
samband við þjónustuna í komu-
sal til að fá tékka stimplaða og
eftir vopnaleitarskoðun er skrif-
stofan “Refund of Vat“ til vinstri
handar.
$. l Hvert er verðskyn neytenda ?
^~VV t ~j l ] Rétt verð, í Hagkaup, Kringlunni, 31. lanúar Þráinn Agnarsson bifr.stjóri Ingunn Indriðad. hjúkr.fr. Laufey Johansen flugfreyja Guðm. Guðlaugs. framkv.stj Guðrún Frímanns. afgr.st. Sturla Þór Björnsson nemi
Mjólk, 11 64.- 60-70 65 57 '67 64 64
Smjörvi, 300 gr 122.- 150 157 223 140 128 70
Hangikjötsálegg, 1 kg 2300-2600 2.000 1.203 1.100 2.400 1.200 650
Samlokubrauð, frá MS 174.- 120 114 78 175 178 200
Kjúklingur, 1 kg 667.- 600 800 390 670 800 600
Jógúrt, frá MS, 180 gr 42.- 60 59 60 44 42 70
Brauðostur, 26%, 1 kg 710.- 300 815 600 714 700 600
Tómatar, 1 kg 229,- 150 300 400 320 299 250
Samkeppnisstofnun athugar vöruverð vegna lægri matarskatts
Verðbreytinar oftast
vegna erlendra hækkana
ATHUGANIR Samkeppnisstofnun-
ar í 99 matvöruverslunum fyrir
skömmu leiða í ljós nokkrar verð-
hækkanir eða um 2% á þeim vörum,
sem lækkuðu fyrir rúmu ári eða
l.janúar 1994 en þá var virðisauka-
skattur lækkaður úr 24,5% í 14%.
Samkeppnisstofnun skráði verð á
130-150 vörutegundum í nóvember
1993 í 100 matvöruverslunum víðs
vegar um landið. Þetta var gert í
samvinnu við ASÍ, BSRB og Neyt-
endasamtökin og áður en til verð-
lækkunar kom vegna 10,5% breyt-
inga á virðisaukaskatti.
Farið var að nýju í verslanirnar
í ársbyijun 1994 og kannað hvort
lækkunin hefði skilað sér í vöru-
verði. Að meðaltali höfðu þær lækk-
að um 6,7% og var í samræmi við
það sem vænta mátti vegna breyt-
inga á virðisaukaskattinum.
Lækkunin náði til flestra mat-
vara annarra en landbúnaðarvara,
en þær báru þá þegar 14% virðis-
aukaskatt. Meðal vamings sem
könnunin náði til, er mjöl, gijón,
sykur, pastavörur, morgunverðar-
kom, kex, brauð, feitmeti, matarol-
íur, niðursuðuvörur, kjötálegg, sult-
ur, ávaxtagrautar, búðingar, frosið
grænmeti, ís, kaffí, te, djús, pakka-
súpur, sósur og bamamatur.
2% meðalhækkun
Verð varanna var svo kannað í
þriðja sinn í októbpr og nóvember
sl. Niðurstöður sýndu að miðað við
VIRÐISAUKASKATTSLÆKKUN náði til flestra matvara annarra
en landbúnaðarvara, en þær báru þá þegar 14% virðisaukaskatt
könnunina í upphafí árs 1994 hafa
þessar vörur hækkað nokkuð síðan.
Ef kaffí og sykur er undanskilið,
en heimsmarkaðsverð á þeim vörum
hækkaði mikið s.l. ár, nemur hækk-
unin 2%.
Á síðasta ári varð einnig mikil
hækkun á ýmsum öðrum hráefnum
á heimsmarkaði og má því rekja
verðbreytinguna m.a. til erlendra
hækkana að mati Samkeppnisstofn-
unar.
Þegar meðalverðbreyting í versl-
unum á höfuðborgarsvæðinu er
borin saman við meðalverðbreyting-
ar verslana utan þess, má sjá að
verðþróunin er afar svipuð hvar sem
er á landinu. Það staðfestir enn
frekar að verðbreytingar má rekja
að miklu leyti til erlendra hækkana.