Morgunblaðið - 02.02.1995, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Stefán Gunn-
björn Egilsson
fæddist á Laxamýri
í Suður-Þingeyjar-
sýslu 14. desember
1904. Hann lést á
heimili sínu í
Reykjavík 25. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Egill Sigur-
jónsson gullsmiður
og úrsmiður, bóndi
á Laxamýri, og
Arnþrúður Sigurð-
ardóttir húsfreyja.
Fjögur systkini
Gunnbjörns eru látin: Sigurður,
f. 1892, d. 1969; Snjólaug, f.
1894, d. 1954; Kristín, f. 1897,
d. 1979 og Sigutjón, f. 1902,
d. 1994. Yngsti bróðirinn, Jó-
hannes, er á lífi, f. 1906. Gunn-
björn kvæntist Oddrúnu Sigríði
Jóhannsdóttur frá Tyrfings-
stöðum í Skagafirði 25. júní
1938. Hún lést árið 1986. Þau
eignuðust tvær dætur. Eldri
dóttir þeirra var Jóhanna, f.
1938, d. 1974. Maður hennar
var Jakob Jakobsson fiskifræð-
ingur. Börn þeirra eru: Sólveig,
kennslufræðingur, gift Jóni
Jóhannesi Jónssyni, lækni og
eiga þau tvær dætur; Oddur
Sigurður, kennari, kvæntur
Sigríði Viðarsdóttur, banka-
starfsmanni og eiga þau einn
son; Auðbjörg Jakobsdóttir,
nemandi, gift Sigurði Armanni
FUNDUM okkar Gunnbjöms bar
fyrst saman haustið 1953 eða fyrir
42 árum. Þá um sumarið hafði mér
verið trúað fyrir því að stjóma síld-
armerkingum bæði fyrir norðan og
sunnan land og að þeim loknum
fannst mér nauðsynlegt að fara með
þau tæki sem ég hafði notað til
tækjafræðings Atvinnudeildar Há-
skólans og biðja hann um að varð-
veita þau til næsta árs. Eins og öllum
öðrum tók Gunnbjörn þessum skóla-
strák ákaflega ljúflega og saman
fómm við yfir ástand merkingar-
tækjanna og athuguðum hvað þyrfti
að lagfæra og endurnýja til þess að
allt væri nú í besta lagi næsta vor
þegar síldarmerkingamar hæfust
aftur. Gunnbjöm tók síðan verkið
að sér og allt stóð eins og stafur á
bók þegar við hittumst aftur vorið
1954. Þá kom í ljós að hann hafði
farið sínum snilldarhöndum um tæk-
in og reyndust þau í besta lagi. A
þennan hátt lagði Gunnbjörn gmnn-
inn að mjög árangursríkum merk-
ingartilraunum sem ekki einungis
sönnuðu göngur síldarinnar milli Is-
lands og Noregs heldur gáfu þær
einnig mjög sterkar vísbendingar um
þróun og stærð norsk-íslenska
síldarstofnsins á þessum ámm.
Segja má að Gunnbjöm hafi með
snilld sinni og tækjasmíði lagt
gmnninn að árangursríkum rann-
sóknum margra íslenskra vísinda-
manna, bæði hjá Atvinnudeild Há-
skólans og öðmm rannsóknastofn-
unum þau fjömtíu ár sem hann
starfaði á þessu sviði. Sem dæmi
um þetta skal þess getið að ámm
saman útbjó Gunnbjöm þunnsneiðar
af íslensku bergi til smásjárrann-
sókna fyrir jarðvísindamenn okkar.
Þessar þunnsneiðar þóttu bera svo
af að ósjaldan fékk hann sendan
bergmola úr öðmm heimsálfum þar
sem íslenskir jarðvísindamenn höfðu
komið við sögu. Engum öðmm
treystu þeir til þessa verks enda var
Gunnbjöm kjörinn heiðursfélagi
Jarðfræðifélags íslands.
Við Gunnbjöm höfðum þekkst í
fimm ár áður en örlögin höguðu því
þannig að ég varð tengdasonur hans
og eftir það áttum við heima í sama
húsi í 36 ár og aldrei varð okkur
sundurorða á þessu tímabili og fljót-
lega rann það upp fyrir mér að hann
var besti maðurinn sem ég hafði
kynnst á lífsleiðinni.
Gunnbjöm varð meðalmaður á
hæð og alla ævi sína grannvaxinn.
Sigurbjömssyni,
rafeindavirkja.
Yngri dóttir Gunn-
björns og Oddrúnar
var Amþrúður
Lilja, f. 1942, d.
1964. Unnusti henn-
ar var Þorbjörn
Guðfinnson og dótt-
ir þeirra er Ara-
þrúður Lilja og á
hún tvö böm. Fóst-
urdóttir Gunn-
bjöms er Sigrún
Pétursdóttir, skrif-
stofumaður (systur-
dóttir Oddrúnar
konu hans). Hún er gift Boga
Magnússyni, útibússtjóra og
eiga þau tvö böm. Gunnbjöra
var gagnfræðingur frá Akur-
eyrarskóla árið 1924. Hann var
við nám 'í tækjasmíði á rann-
sóknarstofum Háskólans í Ósló
og norsku veðurstofunnar vet-
urinn 1948 til 1949. Hann var
skólaráðsmaður Menntaskólans
á Akureyri frá 1929 til 1943.
Hann vann við jarðboranir á
Kristnesi í Eyjafirði í tvö ár og
við silfurbergsnám í Reyðar-
firði í eitt ár en réðst svo til
Atvinnudeildar Háskólans 1947
síðar Rannsóknastofnana at-
vinnuveganna, lengst af hjá
Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins, uns hann lét af
starfi liðlega áttræður.
Útför Gunnbjöms fer fram
frá Fossvogskirkju í dag.
Hann var ákaflega fagureygur og
andlitsfallið einkar höfðinglegt.
Hann var kurteisari og háttvísari en
aðrir menn og hefði kunnað sig með
mikilli prýði jafnt í veislusölum þjóð-
höfðingja sem í fátækum ranni.
Hann hafði næmt skopskyn og sagði
betur frá en flestir aðrir þegar hann
vildi það við hafa. Hann var mikill
unnandi íslenskrar náttúm og þekkt-
ur ferðagarpur fyrr á árum, ferðað-
ist meðal annars árum saman með
Ólafi Jónssyni ráðunaut sem skrifaði
frægar lýsingar á Ódáðahrauni og
skriðuföllum. Þá fóru þeir bræður,
Siguijón, Gunnbjöm og Jóhannes
flest sumur í hálendisferðir, tóku þá
fjölda mynda og gerðu fjölskyldunni
kleift að njóta þeirra á ógleymanleg-
um myndasýningum.
Steindór Steindórsson, fyrrum
skólameistari, getur þess í æviminn-
ingum sínum að Gunnbjöm hafi ver-
ið býsna brattgengur og á þá við
fimi hans og dirfsku í fjallgöngum.
Þessi eiginleiki Gunnbjöms var því
furðulegri að hann hafði á unga aldri
veikst af mænuveiki sem hann var
lengi að vinna bug á með margra
ára þjálfun og þrautseigju.
Árið 1929 tók Gunnbjöm við
starfi skólaráðsmanns Menntaskól-
ans á Akureyri af Jóhannesi bróður
sínum. Kristín, systir þeirra, var
matráðskona í heimavistinni fram
til ársins.1930 en fímm árum síðar
tók Oddrún Sjgríður Jóhannsdóttir
við því starfí. í sögu Menntaskólans
á Akureyri er Gunnbjöms víða get-
ið. Á einiim stað er hann titlaður
„hinn mikli þjóðhagi" en á öðrum
er þetta tekið fram: „Hann var mik-
ill smiður og margs kunnandi, gat
gert samstundis við allt sem bilaði
... Hann er almáttugur í höndunum,
á ráð undir hveiju rifi.“
Árin á Akureyri urðu örlagarík
fyrir hann. Hann hafði þá að mestu
unnið bug á afleiðingum mænuveik-
innar. Meðan hann var ráðsmaður
heimavistar menntaskólans kynntist
hann fjölmörgum nemendum og
kennurum sem margir hverjir héldu
tryggð við hann æ síðan. En það sem
mestu máli skipti var að þar kynnt-
ist hann Oddrúnu, sínum trausta og
stórkostlega lífsförunaut, og þar
fæddust þeim dætumar tvær. Þar
tókust einnig náin kynni milli þeirra
Gunnbjöms og Sigurðar Guðmunds-
sonar skólameistara og fjölskyldu
hans. Sigurður mun fljótlega hafa
áttað sig á því hvílíkur völundur
Gunnbjörn var til allra verka og því
til sönnunar er oft sögð fræg saga
af þeim Sigurði og Halldóru þegar
stóri jarðskjálftinn, Dalvíkurskjálft-
inn, reið yfir. Þá voru þau hjón stödd
í boði með mörgu öðru fólki og þeg-
ar allt lék á reiðiskjálfi á Sigurður
að hafa sprottið á fætur og sagt
felmtri sleginn: „Halldóra mín, hvar
er Gunnbjörn nú!“
Sigurður skólameistari var ekki
einn um þessa tröllatrú á Gunnbimi
Egilssyni. Til hans var ævinlega leit-
að þegar eitthvað fór úrskeiðis hvort
heldur það var hjá samstarfsmönn-
um, kunningjum eða fjölskyldunni.
Margir standa því í mikilli þakkar-
skuld við Gunnbjörn. Ég er einn
þeirra.
Þegar þessi göfugi öldungur
kvaddi þetta líf auðnaðist honum að
gera það á sinn hógværa og hljóðl-
áta hátt. Að kvöldi dags gekk hann
til hvílu og sofnaði svefninum langa.
Jakob Jakobsson.
Við undirrituð urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að alast upp undir
sama þaki og Gunnbjörn Egilsson.
Sem afi og fósturfaðir átti hann stór-
an hlut í uppeldi okkar. Gunnbjörn
átti engan sinn líka. Hann var til
að mynda þúsundþjalasmiður sem
smíðaði jafnt rugguhesta, brúðu- og
fuglahús. Hann lagfærði bangsa,
bíla og aðra hluti sem enginn annar
treysti sér til að koma í samt lag.
„Farðu með það til afa þíns“ hljóm-
aði hughreystandi í eyrum þegar við
börnin komum grátandi inn með
leikföng og aðra muni sem lent höfðu
í slysum. Táraflóðinu linnti þá fljótt
enda tók Gunnbjöm okkur alltaf
með mestu rósemi og sagðist skyldu
sjá hvort hann gæti ekki bara lagað
þetta við fyrsta tækifæri. Allt mátti
bæta. Brást svo ekki að við fengum
gripinn aftur með óskert notagildi.
Við lærðum því fljótt að Gunn-
björn var mikill vandamálaleysari.
Man eitt okkar eftir að hafa orðið
fyrir því að detta illa á unga aldri
og fá gat á höfuðið og verða þá að
orði: „Pabbi minn lagar gatið.“
Við kunnum alla tíð afar vel að
meta hvemig Gunnbjörn lumaði allt-
af á einhveiju og kom stöðugt á
óvart. Einu gilti þá hvort um var
að ræða aðstoð við lausn erfíðs
heimadæmis, þýðingu sjaldgæfra
enskra orða og þekkingu á náttúru-
fyrirbærum, mönnum og málefnum.
Þegar eitt barnabamanna kvartaði
yfir að eiga ekki nema nýtísku plast-
pijóna til að geyma í gömlum pijóna-
stokk, sem fjölskyldu hennar hafði
áskotnast, voru galdraðir fram
gamlir bandpijónar og heklunál úr
heimahögunum. Engu líkara var en
þeir hefðu bara beðið eftir að vera
dregnir fram í stokkinn. Margar
aðrar skemmtilegar sögur eru til um
Gunnbjörn, m.a. úr fjallaferðum sem
hann fór ótaldar og best var þá að
heyra hann sjálfan segja frá af mik-
illi hógværð en kímni svo allir við-
staddir veltust um af hlátri þegar
óvæntum uppákomum var lýst.
Hann var aldrei í skátahreyfingunni
en fór þó ef til vill framúr megin-
væntingu hreyfingarinnar til sinna
félagsmanna með því að vera ávallt
viðbúinn ÖLLU.
Frá því Gunnbjöm var ungur
maður og fram á síðasta áratug ferð-
aðist hann mikið um ísland, fótgang-
andi, á hestum, hjólum og bílum.
Má meðal annars lesa skemmtilega
frásögn í ársriti íslenska Alpa-
klúbbsins 1989 af ferð með Ólafi
Jónssyni 1936 suður Kjalveg og
1937-1944 ferðaðist hann með Ólafi
Jónssyni um Ódáðahraun eins og
lýst er í bókum Ólafs. Þeir Ólafur
gengu þá m.a. á Herðubreið 1938
(líklega þriðja uppganga á fjallið).
Hann var mikill náttúruunnandi og
þegar fjölskyldan fór í ferð til Kan-
aríeyja á sjötugsafmæli Gunnbjöms
var hann önnum kafinn að skoða
jurta-, dýra- og steinaríki eyjanna.
Aðrir íslendingar lágu eldrauðir og
sveittir i sólbaði en Gunnbjöm gekk
um með fiðrildaháf og myndavél á
heitasta hluta dagsins kappklæddur
með sólhatt en fagurbrúnan hömnd-
slit án þess að dytti af honum né
drypi. Hann sneri heim úr ferðinni
með álitlegt fiðrilda- og myndasafn.
Gunnbjörn hafði mjög gaman af
myndatöku og varð sér snemma út
um ljósmyndavél og síðar kvik-
myndavél sem var til dæmis notuð
með góðum árangri í Surtseyjarferð
meðan á gosi stóð. Var sú kvikmynd
stundum fengin að láni hjá jarðfræð-
ingum.
Um þrítugt átti Gunnbjöm því
láni að fagna að finna hinn helming-
inn af skelinni sinni — þ.e. að kynn-
ast tilvonandi eiginkonu og lífsföru-
naut. Á milli þeirra myndaðist mjög
náið og sterkt samband og voru þau
oftast nefnd í sömu andrá innan fjöl-
skyldunnar. Þau voru á margan hátt
mjög ólík en áttu ótrúlega vel saman
og bættu hvort annað upp. Gunn-
björn dökkur yfirlitum, kvikur í
hreyfingum en tók lífinu alltaf með
stakri ró og gat verið mjög fastheld-
inn. Oddrún var hins vegar ljós yfir-
litum, hvassgreind og kappsfull.
Gunnbjörn las fyrir okkur lengri og
skemmri sögur og má þar nefna
Söguna af Tuma litla, Davíð Copper-
field, Örvar-Odds sögu og úr þjóð-
sögum Jóns Ámasonar. Oddrún
sagði okkur aftur á móti sögur um
huldufólk og álfa og kenndi okkur
þulur og ljóð.
Lífíð reyndist Oddrúnu oft erfitt
en Gunnbjöm bar smyrsl á sárin.
Þegar hún kvað um kaldan, gráan
hversdagsleikann sem kyrkti andans
gróður svaraði hann:
Loksins koma langþráð jól
labbar í stólinn prestur,
hækkar á lofti hugarsól,
hversdagsleikinn brestur.
Gunnbimi fannst mjög gaman af
kveðskap eiginkonu sinnar, skrifaði
niður það sem hún orti, hélt öllu til
haga og geymdi í handraðanum. Við
börnin fengum síðar að njóta þess
og létum prenta fyrir fjölskylduna
ljóðasafn Oddrúnar. Oft fylgdu sög-
ur kveðskapnum. Ein slík sagði frá
því að þau hjónin dvöldust eitt sinn
í sumarbústað við Eyjafjörð þegar
bæði voru á níræðisaldri. Gunnbjöm
vildi ná sem bestum myndum af fjöll-
unum sem spegluðust í firðinum í
blæjalogni og æddi af stað upp um
fjöll og firnindi með myndavélina. Á
meðan á því stóð fékk Oddrún verk
fyrir hjartað og þóttist nú heldur
ósjálfbjarga. Frekar en aðhafast
ekkert varð þessi vísa til:
Vísi-Bjðm er í vanda,
visnasmiður fékk slag.
Háfjöll á höfði standa,
- hvar er Gunnbjöm í dag?
Oddrún andaðist 1986 og var það
Gunnbirni mikið áfall. Böm Lilju,
dótturdóttur þeira, fædd 1988 og
1989, heita í höfuðið á langömmu
sinni og Iangafa. Gladdi það Gunn-
björn mjög og ber Gunnbjörn yngri
sterkan svip af langafa sínum. Gam-
an hefur verið fyrir íjölskylduna að
hafa nú enn fleiri tækifæri en áður
að nefna í sömu andrá Oddrúnu og
Gunnbjöm.
Gunnbimi fylgdi einstök birta.
Hún lýsti sér í æðruleysi, hrifnæmi,
forvitni, hófsemi, þolinmæði, góð-
vilja, og fordómaleysi. Gunnbjöm
var gæfumaður. Hann trúði á lífið
þótt honum væru úthlutuð mikil áföll
og bar virðingu fyrir því og sköpun-
arverkinu öllu. Hann safnaði auði
sem ryð og mölur fá ekki grandað
og ávann sér væntumþykju, veljvilja
og virðingu þeirra sem kynntust
honum. Kannski var það engin tilvilj-
un að stundum komu bréf inn um
dyragættina til hans árituð St.
Gunnbjörn Egilsson. Trúlegast hefur
eitthvað verið alvarlega bilað á
himnum og Oddrún verið send eftir
honum. Nú fær hann loks að hitta
þær aftur „tvær og ein, já þrjár“ sem
unnu honum svo heitt. Margrét og
Jakob sýndu Gunnbirni einstaka
umhyggju og vináttu og reyndust
honum engu síður en væri hann
þeirra eigin faðir. Við þökkum þeim
innilega. Án þeirra hefði honum
ekki verið kleift að vera heima til
hinstu stundar.
Erfitt er að kveðja svo mætan
mann en þrátt fyrir sorgina hljótum
við að vera þakklát fyrir að hafa
notið samvista við hann svona lengi
og að hann skyldi hafa lagt í síðasta
STEFÁN
GUNNBJÖRN EGILSSON
leiðangurinn á friðsælan hátt. Við
gefum honum sjálfum lokaorðið. Það
er úr hugleiðingu sem hann skrifaði
eftir að hafa klifið fjallið Kerlingu
við Eyjafjörð. „Á venjulegum tíma
leggst ég til svefns og nýt þess
hvernig frumur líkamans titra af
fögnuði eftir erfíðið í léttu og hreinu
loftinu. En hugurinn er ennþá uppi
á Kerlingu þar sem ískristallarnir
glitra í sólarljósinu.“
Araþrúður Lilja Þorbjöras-
dóttir, Sigrún Pétursdóttir,
Sólveig Jakobsdóttir, Oddur
S. Jakobsson, Auðbjörg Jak-
obsdóttir.
Hugur minn sér langa leið er ég
minnist hinnar löngu kynningar okk-
ar Gunnbjöms. Þessi kynni hófust
er ég settist í fyrsta bekk Mennta-
skólans á Akureyri, haustið 1934.
Hann var þá ráðsmaður þessarar
merku stofnunar. Þetta var mikið
starf, sem ekki fólst eingöngu í við-
haldi á þessari einstöku skólabygg-
ingu, heldur viðgerðum á búnaði
stórrar heimavistar og mötuneytis
og öllu sem aflaga fór í hinum fjöl-
menna skóla. Þar kom sér vel verk-
lagni Gunnbjörns, sem var dverg-
hagur, enda leysti ráðsmaðurinn
flest slík störf eigin hendi. Gamli
skólameistari orðaði hæfni hans
sinni fleygu setningu: „Gunnbjörn
getur allt,“ setningu sem ávallt var
mér ofarlega í huga í okkar langa
og farsæla samstarfi.
Ráðsmaður MA hafði ekki mikil
afskipti af nemendum við skólastörf,
en þeim störfum fylgdu líka frístund-
ir. Margir minnast Gunnbjörns í slík-
um fríum, a.m.k. minnumst við í
MA40 Gunnbjörns við byggingu
skíðaskálans Útgarðs, einnig frá
þriðja bekkjarferð og ekki síst úr
fimmta bekkjarferðinni um vegleys-
ur upp í Herðubreiðarlindir. Þar var
hann hinn trausti fyrirliði.
Margar góðar minningar eru
tengdar MA, - en þangað sótti
Gunnbjörn líka sína örlagadís, Oddr-
únu Jóhannsdóttur, sem þar var
matráðskona, en þau festu ráð sitt
1938.
Hugurinn berst langa leið,
laðast að því kalli,
ennþá magnar álfur seið
undir bláu Qalli.
Oddrún var vel hagmælt, en það
eru hennar vísur sem ég flétta í
þessar línur mínar. Eins var um
Gunnbjöm, enda átti hann ekki Iangt
að sækja listhneigð, bróðursonur
perluskáldsins góða, Jóhanns Sigur-
jónssonar. Þau flíkuðu hins vegar
hvorugt þessum hæfileikum sínum
og fæstir vissu að þau kvæðust á,
bæði svo dul og hlédræg.
Þegar ég réðst til Atvinnudeildar
háskólans að námi loknu var Gunn-
björn þar fyrir og greiddi fyrir mér
með ýmiskonar aðstoð. Svo var það,
er hugað var að aukningu húsrýmis
fyrir Byggingarrannsóknirnar, að
aðstaða fyrir tækjasmiðinn fylgdu,
og síðan hefír, verkstæðisaðstaðan
ávallt verið tengd Byggingarrann-
sóknum, en þar var ég lengst af
forstjóri. Samstarf okkar var því
æði langt og aldrei féll á það skuggi.
Ég naut auk þess mikilla og góðra
starfa niðja þessara ágætu hjóna því
önnur dóttir þeirra og þijár dætrad-
ætra unnu einhvern tíma við Rb, og
fósturdóttirin starfar þar enn, nú
sem ritari eftirmanns síns.
Lífshlaup Gunnbjörns var ekki
raunalaust. Hann varð að sjá á eftir
báðum dætrum sínum á besta aldri
og Oddrún andaðist fyrir átta árum.
Samt tel ég að forlögin hafi verið
honum hliðholl. Hann var alla tíð
virtur af fjölskyldu og vinum og síð-
ustu árin átti hann einmuna gott
skjól hjá tengdasyni sínum Jakobi
Jakobssyni, forstjóra Hafrannsókna,
og síðari konu hans Margréti E.
Jónsdóttur, fréttamanni, en þau
ræktuðu samband við hann af alúð.
Við Halldóra færum aðstandend-
um öllum innilegar samúðarkveðjur.
Haraldur Ásgeirsson.
Fleiri greinar um Stefán Gunn-
bjöm bíða birtingar og verða
birtar næstu daga