Morgunblaðið - 02.02.1995, Side 35

Morgunblaðið - 02.02.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 35 brauðin úr kartöflum sem voru engu lík, alveg einstaklega bragð- góð. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa og amma kenndi mér margt, svo sem að meta fal- lega handavinnu, klassíska tónlist og margt fleira, sem ég hef búið að alla tíð. Amma var fluggreind, hafsjór af fróðleik og afskaplega minnug og hélt hún þeim eiginleik- um fram undir það síðasta. Hún hafði gaman af að segja frá t.d. æskuárunum á Seyðisfirði, upp- byggingu Akureyrar og bernsku- brekum barna sinna og var þá oft hlegið mikið. Þegar ég komst á unglingsár var ég svo lánsöm að fá að búa hjá ömmu yfir sumartímann og var ég ekki sú eina af barnaböm- unum sem naut þeirra forréttinda. Þetta var gott tímabil í lífi mínu og á ég margar ljúfar minningar, ekki síst fyrir það að þá kynntist ég honum Steina mínum og fékk tilhugalífið að blómstra án teljandi afskipta ömmu. Hún tók honum mjög vel, ekki síst v.þ.a. þau áttu mörg sameiginleg áhugamál sem þau gátu rætt. Þau áttu bæði ættir sínar að rekja til Seyðisfjarð- ar og höfðu mikinn áhuga á landi sínu og þjóð. Á meðan ég var í skóla í Reykjavík skrifuðumst við amma á og höfðum báðar gaman af. Nokkru eftir að afi dó flutti amma til Reykjavíkur þar sem þijú af fjórum börnum hennar búa og bjó hún þar til dauðadags, lengst af í Sólheimunum þar sem hún naut umhyggju og ómetan- legrar aðstoðar Ola og Nínu og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir það sem þau gerðu. Nokkru áður en amma kom suður, flutti ég til Akureyrar og fórum við því svolítið á mis í búsetumálum fram til ársins 1985 þegar ég flutti ásamt ijölskyldu minni aftur til Reykjavíkur. Eftir það urðu heim- sóknir mínar til ömmu ómissandi þáttur og eru þessar samveru- stundir ómetanlegar í minning- unni. Amma hafði afskaplega gott lundarfar og skipti sjaldan skapi, en hún var um leið ákaflega þijósk og með mjög ákveðnar skoðanir. Hún var mjög raunsæ og var ekki mikið fyrir að velta sér upp úr til- finningaseminni. Hún fylgdist mjög vel með alla tíð og vissi yfir- leitt meira en flestir, hvað gekk á í þjóðlífinu. Það þarf ekki að taka það fram að hún hafði líka ákveðn- ar skoðanir á því. Ég var svo lánsöm að vera skírð í höfuðið á ömmu og er ég stolt að bera hennar nafn sem hefur reynst mér vel eins og hún. 97 ár er hár aldur og amma var ekki allskostar sátt við að lifa svona lengi. Henni fannst sem tími henn- ar væri kominn fyrir nokkru síðan og þá sérstaklega eftir að sjónin minnkaði og hún gat ekki lengur unnið meistarastykkin í höndunum eða spilað brids sem hún hafði afskaplega gaman af. Mér er það minnisstætt þegar henni var til- kynnt um lát Steina í febrúar síð- astliðnum, að henni fannst lítið réttlæti í því að hann væri farinn á undan henni, hann hafði allt til að lifa fyrir en hún væri búin að skila sínu Iífsverki. Það breytir því þó ekki að ég er þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana svona lengi hjá okkur. Að lokum vil ég þakka henni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Megi Guð vera með henni. Laufey Jóhannsdóttir. Laufey ólst upp á heimili for- eldra sinna, Jóhanns Sigurðssonar verslunarmanns og Jóhönnu Ein- arsdóttur frá Austdal í Seyðisfirði, öll sín bernsku- og æskuár, unz hún 22 ára gömul hleypti heim- draganum og fór til náms í hús- stjórnarskóla í Noregi og dvaldi þat- og í Danmörku um eins árs skeið. Er heim kom hóf hún verzl- unarstörf þar til hún gifti sig. Laufey átti fjölmennan föður- frændbálk á Seyðisfirði er hún var að alast upp og æ síðan leitaði hugur hennar oft þangað. Heimili hennar var fjölmennt og glaðvært menningarheimili og talaði hún ævinlega af mikilli væntumþykju um Seyðisfjörð og kvað þangað hafa legið menningarstrauma, ekki aðeins frá Norðurlöndum, heldur einnig frá Englandi og Frakk- landi. — Hér má geta þess að um skeið stundaði hún enskunám hjá Jónasi frá Hriflu, sem henni var æ síðan hlýtt til og einnig orgelnám hjá ísólfí Pálssyni. Hljómlistamám mun henni þó ekki hafa verið mjög hugleikið, þótt músík væri í háveg- um höfð á bernskuheimili hennar. Önnur systra hennar hafði fagra söngrödd og báðir bræðurnir léku á hljóðfæri, annar á fíðlu og hinn á harmónikku. Eiginmaður Laufeyjar, Indriði Helgason rafvirkjameistari, var fæddur var 7. október 1882, Ind- riðasonar bónda í Skógargerði í Fellum og konu hans Ólafar Mar- grétar Helgadóttur. Indriði lézt í aprílmánuði 1976 á nítugasta og fjórða aldursári. Stóð hjónaband þeirra Laufeyjar því í rúmlega fímmtíu og fjögur ár og hún lifði bónda sinn í meira en 18 ár. Indriði sem var hæglátur maður en afar glaðvær og mikill fríðleiks- maður, kom víða við á löngum æviferli sínum, varð búfræðingur frá Eiðum 1904, við nám í Askov í Danmörku 1906 til 1908 og stundaði loks rafvirkjanám þar í landi 1908 til 1911. Á Seyðisfirði var hann meðeigandi í Prent- smiðjufél. Austurlands og útgáfu blaðsins Austurlands. En höfuð- störf hans voru bundin rafvirkjun og raftækja- og rafbúnaðarversl- un. Hann mun hafa verið fyrstur íslendinga hér á landi til að leggja stund á og læra þessa iðn. Og svo vildi til að um þessar mundir var rafmagnið að ryðja sér til rúms hér á landi. Indriði lagði raflagnir í flest hús á Eskifírði á sínum tíma og mun það vera fyrsta stórverkefni hans á því sviði. Þá lagði hann rafmagn í líklega öll eða flestöll hús á Seyðisfirði, eftir að allmikil vatns- aflsvirkjun var hleypt af stokkun- um þar 1916, en þá var Seyðis- flörður í hópi stærstu kaupstaða hér á landi. Um 1920 var hafizt handa um vatnsaflvirkjun í Glerá við Akur- eyri og mun hún hafa verið tekin í notkun 1922. Hefir það verið driffjöðrin í því að þau hjón sett- ust að á Akureyri, enda verkefnin ærin, Akureyri annar stærsti kaup- staður landsins. Verður starfsaga Indriða ekki rakin að öðru leyti en því að hann setti á laggirnar á Akureyri raftækjaverzlun og verk- stæði þar sem hvaðeina fékkst til rafvæðingar heimila. Hafði hann oftast nokkra starfsmenn og ófáir munu vera lærlingar er hjá honum lærðu, m.a. Helgi, sonur hans. Indriði sat í bæjarstjórn Akureyrar 1938 til 1950 og í stjórn Laxár- virkjunar um árabil. Honum var og sýndur mikill trúnaður og for- usta í samtökum iðnaðarmanna bæði í heimabyggð og á landsvísu, sem of langt væri upp að telja. Ævi Indriða Helgasonar er rak- in hér í stórum dráttum þar sem svo langt er um liðið frá andláti hans. Mér er skylt að minnast þessar- ar ágætu höfðingskonu, Laufeyjar Jóhannsdóttur, sem ég hugsa oft til og nefni í viðræðum fóstru mína eins og Indriða bónda hennar fóstra minn. Svo vill til að er halda skyldi frá Keflavík til náms á 2. bekk Menntaskólans á Akureyri haustið 1940, var húsnæðisekla í bæ og borg orðin mikil vegna hernáms landsins þá um vorið og vandi minn mikill eftir því. Fyrir orð snilldarmannsins Gunnlaugs Tr. Jónssonar bóksala, sem flestir nemendur MA skiptu við og ég kynntist allvel veturinn áður, er við bjuggum í sama húsi, en hann var mikill vinur og fyrrum nábúi MIIMNIIMGAR þeirra hjóna, tóku þau hjón mig inn á heimili sitt, en við Jóhann höfðum verið bekkjarbræður í 1. bekk MA, þótt hann væri hálfu öðru ári yngri. Bjuggum við svo saman í herbergi allt til stúdents- prófs og lásum við saman til gagn- fræðaprófs, en þá skildu leiðir að því leyti að hann fór í stærðfræði- deild en ég í máladeild en góður félagsskapur okkar og vinátta helzt áfram og hefir varað fram á þennan dag. Systkini hans sýndu mér ætíð mikla hlýju. Þetta atvik, að vistast á þessu ágæta heimili, er eitt mesta lífslán mitt og eru kynni mín að sjálfsögðu mest bundin við þessi skólaár mín, þótt þau héldust alla tíð og aldrei kom ég svo til Akureyrar síðan, að ég heimsækti ekki þau hjón og síðan Laufeyju eftir að bóndi hennar lézt. Við þessi kynni eru bundnar marg- ar mínar dýrustu minningar. Laufey var fríð kona og glæsileg á velli. I hógværð sinni og elsku- semi var hún samt mjög sjálfstæð. En þetta síðastnefnda breytti ekki heimilisblænum, sem var alveg ein- stakur og friðsæll. Ekki minnist ég þess að styggðaryrði féllu, þótt stundum væru ærsl í okkur unga fólkinu og félögum, er í heimsókn komu. Heimilið var ekki agasamt þannig að leyfi þyrfti til útivistar að kvöldi eða um helgar, jafnvel við spilamennsku fram á morgun ýmist heima eða að heiman. Ef eitthvað bar út af, sem aðfinnslu- vert þótti, kom húsbóndinn til skjalanna og þurfti aldrei að segja nema fá orð af sinni alþekktu hægð og stillingu. Var þá hlýtt orða- og átakalaust. Það sem mér er kannski minnis- stæðast við Laufeyju var óvenju- lega hlýlegt bros og reisn hennar, en þessi reisn kom ekki hvað sízt fram í því hvemig hún rækti hús- móðurhlutverk sitt án alls fyrir- gangs. Heimilisbragur var allur á þann veg að hann hlaut að hafa sérlega góð og varanleg áhrif; það var þroskavænlegt fyrir ungan pilt af öðru landshorni. Á þessum skólaárum mínum þekktist það naumast að nemendur úr fjarlæg- um byggðum færu heim til sín í jóla- eða páskaleyfum. Á þessum árum átti ég því allar hátíðir mínar á þessu skjólgóða heimili og þótt furðulegt kunni að þykja minnist ég þess ekki að hafa liðið sárt af heimþrá. Þetta var mitt annað heimili á viðkvæmum uppvaxtará- rum. Segir þetta e.t.v. sína sögu og varð það og verður aldrei full- þakkað. Þótt Laufey væri fyrst og fremst kona bónda síns, móðir barna sinna og mikil húsfreyja, tók hún nokk- urn þátt í félagsmálum, var í Kven- félaginu Framtíðinni, í Zonta- klúbbnum og Oddfellowstúkunni nr. 2, Auði, en þessi samtök munu mjög hafa stutt stofnun Öldrunar- heimilisins í Skjaldarvík og Hlíðar á Akureyri og leitazt við að styðja þá, sem áttu erfitt uppdráttar and- lega og líkamlega. En þessi störf sín vann Laufey svo hljóðlega að mér fannst hún aldrei dvelja lengi af heimili sínu. Fáum árum eftir lát Indriða fluttist Laufey til Reykjavíkur í nágrenni þriggja barna sinna, sem þar búa. Keypti hún sér fallega íbúð í Sólheimum og bjó þar ein með sömu reisn og áður. En sjónin smádapraðist og hvarf að lokum, svo að seinustu mánuðina naut hún aðhlynningar á hjúkrunarheimili eins og fyrr segir. Þótt Laufey létist háöldruð er hennar samt sárt saknað. Dauðinn er samur við sig, hvort heldur fólk hverfur af vettvangi ungt eða ald- ið. Ég efast ekki um að alvaldur Guð hafi tekið hana í náðarfaðm sinn og hún hafi engu nema góðu að mæta hjá bónda sínum og ætt- ingjum og vinum, sem eru horfnir okkur. Börnum Laufeyjar og venzla- fólki votta ég einlæga samúð mína. Útför Laufeyjar fer fram frá Fossvogskapellu kl. 13:30 í dag. lngimar Einarsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JAFETSSON vélstjóri, Svöluhrauni 9, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Hjartavernd eða Krabbameinsfélagið. Erla Gunnarsdóttir, Margrét Halla Guðmundsdóttir, Jón Sigurðsson, Björg Guðmundsdóttir, Helgi Sverrisson, Elva Guðmundsdóttir, Eirikur Sigurðsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSA ELÍASDÓTTIR frá Nesi i Grunnavik, sem lést á Hlíf, ísafirði, 23. janúar sl., verður jarðsungin frá ísa- fjarðarkapellu laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00. Kristín Þ. Símonardóttir, Jóhann Hauksson, Sigríður R. Símonardóttir, Jón Guðbjartsson, Elísa Símonardóttir, Árni Helgason, Stefán K. Símonarson, Steinunn Sölvason, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og ástvinar, ELMARS ÞORKELS ÓLAFSSONAR, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins. Agnes Arnadóttir, Birkir Þór Elmarsson, Kristín Anna Björnsdóttir, Elísa Björk Elmarsdóttir, Fannar Helgi Þorvaldsson, Daníel Freyr og Davíð Fannar afastrákar. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÓRENZ HALLDÓRSSON, Vfðilundi 3, Akureyri, er lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri miðvikudaginn 25. janúar sl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- Álaginn 3. febrúar kl. 13.30. Gunnar H. Lórenzson, Pálína A. Lórenzdóttir, Magnús G. Lórenzson, Gísli Kr. Lórenzson, Steinunn G. Lórenzdóttir, Ingibjörg H. Lórenzdóttir, Skúli V. Lórenzson, Haukur Hailgrímsson, Elín B. Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Franzdóttir, Þorgeir Gísiason, Reynir Valtýsson, Guðrún Þorkelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR, Norðurbrún 30, sem andaðist þann 26. janúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudag- inn 3. febrúar kl. 13.30. Þórunn Ragnarsdóttir, Hrafn Sturluson, Sturla Bjarki Hrafnsson, Ólöf Kolbrún Hrafnsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdadóttir, systir, mágkona og frænka, SJÖFN MAGNÚSDÓTTIR, Scottsdale, Arizona, verður jarðsungin frá Neskirkju föstu- daginn 3. febrúar kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, eru vin- samlegast beðnir um að láta Krabba- meinsfélag íslands njóta þess. Sigurður V. Kristjánsson, Svandfs Unnur Sigurðardóttir, Lilja Sighvatsdóttir, Unnur Sigurðardóttir, Björn Magnússon, Sigrún Kaaber, Unnar Magnússon, Bergrún Jóhannsdóttir, Stefanfa Magnúsdóttir, Guðjón Torfi Guðmundsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.