Morgunblaðið - 02.02.1995, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Ókeypis lögfræðiaðstoð
á hverju fimmtudagskvöldi milli
kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012.
ORATOR, félag laganema.
Kynningarfundur
[œi_Dale .
^ Cameaie
þjálfun®^^
Fimmtudagskvöld kl.
20.30 að Sogavegi 69.
Námskeiðið
Konráð Adolphsson
D.C. kennari
✓ Eykur hæfni og árangur einstaklingsins.
✓ Byggir upp leiðtogahæfileika.
✓ Bætir minni þitt og einbeitingarkraftinn.
✓ Skapar sjálfstraust og þor.
✓ Árangursríkari tjáning.
✓ Beislar streitu og óþarfa áhyggjur.
✓ Eykur eldmóðinn og gerir þig hæfari.
Hvað segja þátttakendur:
"Dale Carnegie® námskeiöið hefur gefiö mér aukiö sjálfstraust og
kjark til aö takast á viö lífið og tilveruna. Ég hef losnað viö
áhyggjur og þar meö náö betra sambandi við fjölskylduna."
Hildur Sigurðardóttir.
"Námskeiðió veitti mér aukiö öryggi og sjálfstraust, sem hefur
nýst mér persónulega og í félagsstarfi. Aukinn eldmóö og meiri
skilning á mannlegum samskiptum."
Guðrún Benediktsdóttir.
"Námskeiðið hefur veitt mér meira sjálfstraust en ég jief nokkurn
tímann fundið áður, sem hefur komið mér vel í samskiptum við
viðskiptavini mína."
Jón Helgi Jóhannesson.
"D.C. námskeiðið hefur gefið mér meira sjálfstraust og þjálfað mig í framkomu,
sem mun hjáipa mér að verða árangursríkari í starfi sem vióskiptafræðingur."
Einar Gunnar Þórisson.
Fjárfesting í menntun
. skilar þér arði ævilangt..
Innritun og upplýsingar í síma: 581 2411
0
STJORNUNARSKOLINN
Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie® námskeiðin
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Kattafæla -
húsráð
EDIK og laukur hafa lykt
sem köttum er illa við.
Laukurinn þarf ekki að
vera öðruvísi en venjulegur
laukur og edikið má vera
ediksýra.
Varist að edikið er æt-
andi fyrir hörundið, úðið
því úr úðabrúsa
(blðmaúðara) á hom húsa,
inngönguleiðir katta á
grindverkum, en ekki á
neitt líf eða lífrænt. Ekki
á tré, gróðurmold eða
fannbreiður og hafið
hanska úr gúmmíi eða
gami á höndunum. Gerið
þetta með sólarhrings
millibili.
Laukinn má pressa og
sía t.d. gegnum grisju og
blanda safanum saman við
edikið á úðabrúsann. Kett-
irnir forðast lyktina og
fara aðrar leiðir. Reynið
þetta ásamt öðmm húsráð-
um með góðri von. Sumir
nota berki af sítmsávöxt-
um.
Sveitakona
Tapað/fundið
Könnur óskast
EF EINHVER á gömlu
sjóarakönnumar (stórir og
þykkir hvítir kafflfantar
með bláum röndum efst)
og vill láta þær af hendi
er hann vinsamlega beðinn
að láta vita í síma 38746.
íþróttataska
tapaðist
BLÁ Adidas-íþróttataska
tapaðist í Austurstræti,
líklega fyrir utan skemmti-
staðinn Berlín, um þijú-
leytið aðfaranótt sl. laug-
ardags. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma 612719.
Alpahúfa fannst
HVÍT alpahúfa fannst fyr-
ir utan Miklubraut 20 sl.
mánudag. Upplýsingar í
síma 5534010.
Strigaskór
fannst
GLÆNÝR stór strigaskór
fannst fyrir utan Barma-
hlíð 44 fyrir u.þ.b. viku.
Upplýsingar í síma 20296.
Penni fannst
FALLEGUR Parkerpenni
fannst fyrir utan Bónus á
i
Seltjarnarnesi rétt fyrir
jól. Upplýsingar í síma
610528.
Högni fæst
gefins
AF sérstökum ástæðum
fæst svartur og hvítur eins
árs högni gefins. Sérlega
bliður og mannelskur.
Upplýsingar í síma
627398.
Týndur
köttur
FIMM mánaða grábrönd-
óttur fressköttur með hvíta
bringu fór frá Álfholti í
Hafnarfirði aðfaranótt sl.
sunnudags. Hafi einhver
orðið hans var er hann vin-
samlega beðinn að láta vita
í síma 651459.
BRIDS
llmsjón GuAm. Páll
Arnarson
TAKTU þér sæti í austur
og reyndu að mynda þér
skoðun á möguleikum
varnarinnar til að hnekkja
fjórum spöðum suðurs:
Suður gefur; NS á
hættu.
Norður
♦ 10
¥ DG10762
♦ ÁG76
+ 63
Austur
+ 872
¥ Á98
♦ 52
♦ D10542
Vestar Norður Austar Suður
- - - 1 spaði
2 lauf 2 hjörtu 4 lauf 4 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: laufás.
Sagnhafi hlýtur að eiga
a.m.k. sexlit í spaða og
sennilega ekki meira en tví-
lit í hjarta úr því hann sagði
ekki fjögur hjörtu. Það er
hæpið að suður sé með fímm
tígla, því honum hefði verið
í lófa lagið að segja 4 tígla
við 4 laufum. Og hann er
með eitt eða ekkert lauf.
Þessi frumathugun gefur
svo sem engin tæmandi svör
um bestu vömina. En ef
skipting suðurs er 6-2-4-1,
sem er einn líklegasti mögu-
ieikinn, gæti verið nauðsyn-
legt að taka strax tvo slagi
á hjarta og uppheíja síðan
fjórða slag vamarinnar á
tromp hjá makker.
Norður
♦ 10
f DG10762
♦ ÁG76
♦ 63
Vestur
♦ G94
f K5
♦ D98
♦ ÁKG98
Austur
♦ 872
f Á98
♦ 52
+ D10542
Suður
♦ ÁKD653
¥ 43
♦ K1043
♦ 7
Alla vega kostar ekkert
að halda makker upplýstum
um þennan vamarmögu-
leika með því að henda lauf-
drottningu undir ásinn í
fyrsta slag! Makker verður
þá ekki höndum seinni að
leggja niður hjartakóng og
spila meira hjarta. Þriðja
hjartað tryggir honum slag
á spaðgosa.
Með morgunkaffinu
ÞAÐ er synd að við skul-
um ekki hafa reipi, held-
ur þurfa að halda flekan-
um svona saman.
JÓN og Systa ... nei, fyr-
irgefið, Siggi og Sigrún.
En óvænt heimsókn ...
Sjábu hlutina
í víbara samhengi!
Plnrgtimlþlii&ilií
- kjarni málsins!
Víkveiji skrifar...
NÝLIÐIÐ ár var það svartasta
hvað varðar dauða af völd-
um eiturlyfja í Ósló. Er skrifari
fletti í gegnum bunka af Aften-
posten rakst hann á samantekt
um þetta efni og þar er sérstak-
lega vakin athygli á því hve heró-
ín er orðið algengt og ódýrt miðað
við það sem áður var í Noregi.
Einnig er það áberandi í þessum
fréttum blaðsins að eiturlyfjaneyt-
endur og þá einkum sprautufíkl^r,
sem búa utan norsku höfuðborgar-
innar fara iðulega þangað til að
ná sér í eiturlyf og neyta þeirra
þar. Sú neysla endar hins vegar
oftar en áður með dauða viðkom-
andi og koma áhyggjur vegna
þessarar þróunar fram í norska
blaðinu.
xxx
FJOLDI þeirra sem létust á síð-
asta ári í Ósló af völdum of
stórs eiturlyfjaskammts var 79
árið 1994, 48 árið 1993 og árið
1992 voru þeir 73. Meðalaldur
þess fólks sem lést á þennan hátt
í Ósló í fyrra var 33 ,ár, sá elsti
48 ára og sá yngsti 19 ára. Að-
eins 12 konur voru í fyrmefndum
79 manna hópi í fyrra. Ef litið er
á Noreg í heild hefur ekki orðið
mikil breyting á milli ára og um
100 manns létust í landinu vegna
ofneyslu eiturlyfja bæði í fyrra og
hittifyrra.
Samkvæmt upplýsingum úr
Aftenposten létust 168 manns í
Danmörku fyrstu níu mánuði síð-
asta árs vegna ofneyslu eiturlyfja
og er þar um tvöföldun að ræða
frá fyrra ári.
Fram kemur að þriðji hver
þeirra sem dó í fyrra á þennan
hátt í Ósló hafði verið við laus við
eiturlyf í meira en þrjá mánuði.
Einnig dóu margir í fyrra af völd-
um of stórs skammts eiturlyfja
sem ekki var vitað til að notuðu
þessi efni.
Mjög er óljóst hversu margir
fíklar sprauta sig í Noregi og talað
um að þeir geti verið á bilinu frá
3 þúsundum upp í 13 þúsund
manns. Einnig kemur fram í blað-
inu að litlar rannsóknir hafi verið
gerðar á þessu umhverfi.
VERÐ á eiturlyfjum eins og
heróíni hefur lækkkað mjög í
Noregi og samkvæmt upplýsing-
um blaðsins er verð á einu grammi
af heróíni nú frá 500 krónum
norskum og upp í um 10 þúsund
krónur fyrir nokkrum árum eða
sem nemur um 100 þúsund krón-
um íslenskum.
Eiturlyfjalögreglan í Ósló upp-
lýsir blaðið hins vegar um að verð-
ið sé á bilinu frá 800 krónum upp
í 3 þúsund krónur norskar.
Fleiri sölumenn dauðans en
áður láti sig litlu varða hvað þeir
selja og neytendur hafi enga
tryggingu fyrir því hvað þeir nota
hveiju sinni - kannski í síðasta
skiptið.
xxx
FRÉTTIR sem þessar vekja
óhug og leiða hugann að því
hversu oft þróun sem á sér stað
í nágrannalöndum okkar verður
reynsla Islendinga fáum árum síð-
ar. Vonandi ekki í þessu tilviki.
Eða erum við þegar á sömu braut?