Morgunblaðið - 03.02.1995, Síða 9

Morgunblaðið - 03.02.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 9 FRÉTTIR Bókun sjálfstæðismanna við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Áætlun R-listans svik við kjósendur AUGLJÓST er að leggja hefði mátt fram fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar án skattahækkana R-list- ans, segir í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við afgreiðslu fjárhagsáætlunar á fundi borgar- stjómar í gær. Bent er á að R-lista- flokkarnir hafí lofað fyrir kosningar að skattar á borgarbúa yrðu ekki hækkaðir. Fyrsta fjárhagsáætlun vinstriflokkanna væri illa undirbúin um leið og hún staðfesti svikin kosningaloforð R-listans. Holræsaskattur er viðbótarskattur Fram kemur að holræsaskattur væri hrein viðbótarskattlagning á borgarbúa og framkvæmd undir fölsku yfirskini. Sjálfstæðismenn leggist eindregið gegn skattinum og munu afnema hann. Þá hafi R-listinn þegar fellt tillögu sjálf- stæðismanna um lækkun á verslun- ar- og skrifstofuskatti en sýnt hafi verið fram á að hægt væri að halda áfram öflugum framkvæmdum og rekstri án skattlagningar R-lista. Því yrði þó aðeins mætt með sam- drætti í rekstri og minni fram- kvæmdum i samanburði við þrjú síðustu ár. Eftir erfiðleika í atvinnulífí, þar sem Reykjavíkurborg hafí axlað það hlutverk að halda uppi öflugum rekstri og framkvædmum meðal annars með lántökum til að þúsund- ir manna héldu atvinnu, hafi nú tækifæri skapast á ný fyrir fyrir- tækin í borginni að sækja fram. Undir slíkum kringumstæðum væri lag sem nýta bæri til að draga sam- an að nýju rekstur og framkvædm- ir borgarinnar. Þá segir að ýmis utanaðkomandi áhrif séu jákvæð ganvart fjármálum borgarinnar á árinu. Hagdeild borg- arinnar geri ráð fyrir minnst 100 milljón króna auknum útsvarstekj- um vegna aukinna tekna borgarbúa á milli áranna 1994 til 1995. Jafn- framt geri R-listinn ráð fyrir 2,5% launahækkun á árinu. Sjálfstæðis- menn telji ráðlegra í sínum tillögum að bíða með áætlanir um auknar tekjur á móti auknum launaútgjöld- um. Tekist hafi með harðfylgi sjálf- stæðismanna á síðasta ári að fá til baka 240 millj., sem borgin var skylduð lögum samkvæmt til að greiða í Atvinnuleysistryggingasjóð auk 610 millj. auka framlags úr Vegasjóði vegna framkvæmda í Reykjavík. Þetta skapi borginni stóraukna getu til framkvæmda og sanni enn frekar óþarfa skatt- heimtu R-listans. 260 milljónir í óútskýrðan niðurskurð Fram kemur að sjálfstæðismenn hafi lagt fram hugmyndir um fram- lög til hvers málaflokks, þar sem gert væri ráð fyrir samdrætti í rekstri en áherslan aukin á skóla- starf, málefni aldraða og leikskóla- starf. Þá segir: „R-listinn hefur ekki treyst sér til að leggja fram tillögur um hagræðingu í sérhveij- um málaflokki en samþykkir 260 milljóna króna óútskýrðan niður- skurð á rekstrargjöldum samtímis því sem fjárhagsáætlun er lokað. Málið er svo sent til sérskipaðrar nefndar sem á að vinna það verk sem R-listanum hefur ekki tekist á tæpum 8 mánuðum í meirihluta- stjórn borgarinnar. Óskað hefur verið eftir að sjálfstæðismenn taki þátt í umræddu nefndarstarfi. Það er sjálfsagt og munu tillögur sjálf- stæðismanan verða ræddar þar.“ Hreinsun strandlengjunnar án skatta I bókuninni segir að þrátt fyrir að sjálfstæðismenn geri ekki ráð fyrir skattahækkunum R-listans treysti þeir sér til öflugrar uppbygg- ingar í hreinsun strandlengjunnar og auknum framlögum til skóla- starfs, þar á meðal Vinnuskólans en niðurskurður R-listans þar sam- svarar því að 1000 unglingar fái ekki starf næsta sumar. Öflug uppbygging leikskóla á árinu sé af hinu góða en þegar fram í sæki muni koma í ljós mikill mun- ur á stefnu sjálfstæðismanna og vinstriflokkanna í R-listanum. Sjálfstæðismenn telji að leggja eigi áherslu á uppbyggingu leikskóla fyrir börn á aldrinum 2-5 ára en leita annarra leiða fyrir yngri börn. R-listinn stefni að því að öll börn frá 6 mánað aldri verði á leikskóla að grunnskólaaldri. Ljóst sé að þjónustan verði kostnaðarsöm hvort sem foreldrar eða öllum skattborg-- urum verður ætlað að taka þátt í að greiða hana. Loks kemur fram að í stað þess að hraða uppbyggingu hjúkrunar- heimilis í Suður-Mjódd eins og R- listinn hafí lofað fyrir síðustu kosn- ingar hafí hann fyrirvaralaust rift samstarfi við samstarfsaðila, Eir og stór og öflug verkalýðs- og félaga- samtök. Samkvæmt fjárhagsáætlun væri ljóst að R-listinn ætli ekki að standa við þetta loforð. Því sé ljóst að fyrsta fjárhagsáætlun vinstri- flokkanna fjögurra í R-listanum sé illa undirbúin um leið og hún stað- festi svikin kosningaloforð. BSRB andvígt stjóm- arskrárfrumvarpinu Tölvunefnd bannar sölu útsvarsskrár TÖLVUNEFND hefur sent Nútíma samskiptum hf. bréf þar sem farið er fram á að fyrirtækið hætti sölu skrár yfír hæstu greiðendur útsvars á íslandi, hvort sem er í prentuðu eða tölvutæku formi. Einnig er farið fram á að neindinni verði afhentur listi yfir kaupendur skrárinnar og að henni verði eytt innan tíu daga frá dagsetningu bréfsins, sem er 1. febrúar. Hermann Valsson, framkvæmda- stjóri Nútímasamskipta hf., segir fyrirtækið ekki eiga annarra kosta völ en að hlíta niðurstöðunni að svo stöddu en að henni verði jafnframt áfrýjað til Héraðsdóms. Fyrirtækið gaf út skrá yfir 14.000 hæstu greiðendur útsvars í lok jan- úar eftir að lögfræðingur fyrirtækis- ins hafði komist að þeirri niðurstöðu að opinber birting á þeim upplýsing- um væri heimil samkvæmt gildandi skattalögum. Hafði tölvunefnd áður lagst gegn birtingu skrárinnar í tölvutæku formi. STJÓRN Bandalags starfsmanna rík- is og bæja leggst gegn samþykkt frumvarps um breytingar á mannrétt- indakafla stjómarskrárinnar. „Stjórn BSRB telur að á frumvarpinu séu svo alvarlegir hnökrar að samþykkt þess komi ekki til greina fyrr en bót hafi verið ráðin á þeim og leitað eftir sam- félagslegri sátt um þá niðurstöðu," segir í athugasemdum sem sendar hafa verið til stjórnarskrámefndar Alþingis. Stjóm BSRB leggst einkum gegn 12 grein frumvarpsins þar sem um nýmæli sé að ræða er kveði á um rétt manna til að standa utan félaga. „BSRB lítur svo á að með þessu sé sérstaklega vegið að stéttarfélögum í landinu og starfsemi þeirra, og nægir að vísa til mikillar umræðu síðustu misserin um neikvætt félaga- frelsi. Þrátt fyrir það er hvergi minnst á stéttarfélög í greinargerð með fmm- varpinu og öll greinargerðin afar loð- in og kallar á marga túlkunarmögu- leika,“ segir í athugasemdunum. Fleiri atriði eru gagnrýnd í fmm- varpinu, m.a. að þar sé ekki að fínna skýr heildarákvæði um vemd allra gmndvallarmannréttinda eins og þau séu viðurkennd í fjölmörgum alþjóða- samningum um mannréttindi. Síðustu dagar útsölunnar 15% aukaafsláttur föstudag og laugardag _ Glugginn Laugavegi 40. Eigum engra kosta völ „Við eigum engra annarra kosta völ en að hlíta tilmælum tölvunefnd- ar, úrskurður hennar er endanlegur og við getum ekki áfrýjað honum til æðra stjórnvalds,“ segir Hermann en að hans sögn hefur skráin verið seld í talsverðum fjölda eintaka, bæði til einstaklinga og opinberra aðila. Aðspurður hvort kröfu nefndarinn- ar verði áfrýjað til dóms segir Her- mann að leitað verði til Héraðsdóms Reykjavíkur og að farið verði fram á einnar milljónar króna skaðabætur. Sigurður Olafsson læknir Hef opnað lækningastofu í Læknastöðinni Uppsölum, Kringlunni, tímapantanir frá kl. 09-17 í síma 686811 og Sjúkrahúsi Akraness, tímapantanir frá kl. 09-17 í síma 93-12311. Sérgrein: Meltingarsjúkdómar, lyflækningar. 1991. SADDAM HUSSEIN. persafeóastríðið. NOSTRADAMUS ÚTSALA 15 aukaafsláttur OPIÐ LAUGARDAG KL10-16 Hverfisgötu 78 - sími 28980 Félagar Árshátíð hestamannafélagsins Fáks verður haldin í félagsheimilinu laugardaginn 4. febrúar. Húsið opnað kl. 18.30. Fordrykkur, sjávarréttir, steikarhlaðborð, kaffi og konfekt. Hljómsveit G.G. heldur uppi stanslausu fjöri ásamt söngsystrum. Veislustjóri: Kristjana Valdimarsdóttir. Verð kr. 3.000 með mat, eftir mat kr. 1.500. Miðasala á skrifstofu félagsins og í hestavöruverslunum. Fákur MARjNA RjNALDi MaxMara ÚTSALA _____Mari______ Hverfisgötu 52 -101 Reykjavik -Simi91-62 28 62 Fólk er alltaf að vinna í Gullnámunni: 69 milljónir Vikuna 26. janúar til 1. febrúar voru samtals 69.616.613 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður: Upphæð kr.: 27. jan. Mamma Rósa, Kópavogi...... 173.646 27. jan. Mamma Rósa, Kópavogi...... 96.256 27. jan. Mónakó....................... 52.750 27. jan. Ölver........................ 77.774 28. jan. Café Royale.................. 53.956 28. jan. Mamma Rósa, Kópavogi...... 131.109 29. jan. Háspenna, Hafnarstræti.... 104.489 30. jan. Hótel Örk, Hveragerði..... 101.356 30. jan. Hótel Örk, Hveragerði..... 50.932 30. jan. Háspenna, Hafnarstræti.... 100.032 31. jan. Háspenna, Laugavegi....... 147.302 1. feb. Mónakó....................... 57.867 l.feb. Háspenna, Hafnarstræti.... 284.549 f Staða Gullpottsins 2. febrúar, kl. 13:00 var 5.002.333 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.