Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ h AÐSENDAR GREINAR Efnahagsbati á traustum gnrnni Teikn á lofti EINS OG fram hefur komið að undanförnu er nú margt sem bend- ir til að efnahagslægðin sem varað hefur síðan 1988 sé að renna sitt skeið á enda. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir tæplega 2 prósenta aukn- ingu í landsframleiðslu á árinu sem var að líða og í ár er áætlað að hagvöxtur verði 1,4 prósent. Verð- mæti útflutnings hefur aukist veru- lega á síðustu árum, viðskiptajöfn- uður við önnur lönd er hagstæður og heildarvelta í atvinnulífínu sam- kvæmt virðisaukaskattskýrslum er um 7,5 prósent meiri á fýrstu tíu mánuðum ársins 1994 en hún var á sama tíma árið á undan. Þrátt fýrir batamerkin er of snemmt að afskrifa efnahagslægð- ina. Ýmis teikn eru á lofti um að jafnvægið standi veikum fótum. Ekki má mikið útaf bera til að grundvelli frekari efnahagsbata á næstu árum sé raskað með alvar- legum afleiðingum fyrir þjóðarbúið. Þá má gera ráð fyrir áframhaldandi hagvaxtarleysi og vandséð er hvemig atvinnulífið fær staðið und- ir væntingum um verulegan fjölda nýrra starfa og aukna hagsæld. Forsendur áframhaldandi efnahagsbata Áframhald batans og hagvöxtur næstu árin kemur til með að ráðast af því hvernig tekst að viðhalda stöðugleika og hagstæðum rekstr- arskilyrðum. Niðurstaða komandi kjarasamninga ræður miklu í þeim efnum en auk þess getur árangur sveiflujöfnunar í hag- stjórnarskyni skipt sköpum. íslendingar standa því í vissum skilningi á tímamótum. Brátt fæst úr því skor- ið hvort okkur tekst að verja stöðugleikann og festa hann í sessi eða hvort árangurinn renn- ur út í sandinn vegna óbilgirni í kröfugerð og skorts á fyrirhyggju. Því má ljóst vera að þýðingarmikil og brýn viðfangsefni bíða úr- lausnar. íslendingar eru van- ir miklum sviptingum í þjóðhagsstærðum. Landsframleiðslan getur til að mynda aukist um 9 prósent eitt árið og dregist saman það næsta, eins og raunin var árin 1987 og 1988. Verðbólga hefur lengst af verið mikil þar til síðustu ár og skilyrði innlendra fyrirtækja til samkeppni við innflutning og á er- lendum markaði afar sveiflukénnd. Það hefur gert þeim erfitt um vik að fóta sig og ná traustri stöðu. Umskipti í þjóðarbúskapnum hafa venjulega átt rætur sínar að rekja til snöggra breytinga í afla- brögðum og fiskverði. Þegar vel árar í sjávarútvegi gengur bylgja verðhækkana yfir hagkerfíð með þeim afleiðingum að samkeppnis- staða annarra útflutnings- og sam- keppnisgreina versnar án þess að það eigi sér forsendur í rekstri þeirra eða að þær fái nokkuð við því gert. Innlendur kostnaður hækkar að tiltölu við erlendan, jafnvel svo að útgerð og vinnsla hafa ekki getað nýtt sér aukinn afla og hærra verð til að bæta afkomu og styrkja eiginQárstöðu, hvað þá þær greinar sem hafa búið við óbreyttar forsendur í sínum rekstri en þurfa samt að lúta versnandi samkeppnisskilyrðum. Efnahagsbatinn hefur þannig jafnan verið illa nýttur. Tilraunum til að halda genginu föstu þrátt fyrir kostnaðar- hækkanir er ætlað að halda aftur af þenslu innanlands með því að beina eftirspurn frá innlendri fram- Ieiðslu að innflutningi. Þessi stefna hefur ítrekað haft alvarlegar afleið- ingar fýrir viðskiptajöfnuð og er- lenda skuldastöðu eins og dæmin sanna. Það er margreynt að þessi aðferð er misráðin og í stað hennar þarf að koma virk sveiflujöfnun, sem færir hluta af tekjuauka vegna bætt árferðis í sjóð til mögru ár- anna og hindrar þannig að skriður komist á almennar verðhækkanir til tjóns fyrir þjóðarbúið. Nú má færa fyrir því gild rök að auðlindir sjávar verði ekki sú mikla uppspretta hagvaxtar sem þær hafa verið lengst af þótt hlut- fallslegt mikilvægi í þjóðarbúskapn- um haldi áfram að vera verulegt. Ofnýting auðlindarinnar undan- Þorsteinn M. Jónsson gagnvecor' í’“vRl«* VEGUR FJALLKONUVEÖUR VESTOKLANDSVEgj&^ IRBRÚN REYKJAVI LANG- HOLTSVEGl \STRENGUR 3AVEGUR \«{|<AABRAUT SUDURHÓLAR HÁAUmSBRAUT \6yS3ADAVEGUR y STCKKJARBAKKT jAD^RSEtg MÆTURVAGM - lausn á vanda nátthrafna Oft hefur verið bent á nauösyn þess a& þeir sem búa í úthverfum og eru seint á ferli í miöbænum komist klakklaust heim til sín. Næturvagnar SVR eru gó& lausn á þessum vanda. Leið 125ferfrá Kalkofnsvegi kl. 2:00 og 3:00 í Bústaða- og Breiðholtshverfi. Næturvagnarnir aka aöeins á föstudags- og laugardagskvöldum. Fargjald er kr. 200 í reiðufé. Farmiöar og græn kort gilda ekki. Gó&a heimferb - meb strætó! Leið 130ekurfrá Hverfisgötu viö Stjórnar- ráðshúsiö kl. 2:00 og 3:00 og fer um Sundin, Árbæ og Grafarvog. LÆKJARTORG - BÚSTAÐIR - SEL - FELL LÆKJARTORG - SUND - ÁRBÆR - GRAFARVOGUR HVBRRFISCATA VIÐ STJÓRNARRÁÐ PSoiM 03:00 ► LEIÐ 125 HVERFISGATA VIÐ STJÓRNARRÁÐ l- 02.00 03:00 LEIÐ 130 gengin ár gerir það að verkum að stilla verður veiði mjög í hóf á næstu árum með hægfara aukningu þegar fiskstofnarnir fara að eflast. Tækniframfarir í veiðum og vinnslu hafa þar að auki í för með sér að færri hendur þarf til að skila sama magni og því er ósennilegt að mörg ný störf verði til í sjávarútvegi þeg- ar fram líður. Við þurfum því í auknum mæli að beina athyglinni að öðrum greinum til atvinnusköp- unar og hagvaxtar. Nýjar áherslur í hagstjórn Það er því annarskonar efna- hagsbati sem íslendingar þurfa að leita eftir þegar fram í sækir. Hann þarf að byggja á öðrum forsendum en gilt hafa til þessa með aukinni áherslu á jöfn og góð starfsskilyrði fýrir allt atvinnulíf og fráhvarfi frá sérstakri atvinnugreinastefnu. Hagstjórn sem miðast við eina at- vinnugrein í krafti hlutfallslegs Ef innlendur kostnaður rýkur upp fer efnahags- batinn og samkeppnis- staðan fyrir lítið, segir Þorsteinn M. Jónsson, sem varar við röskun á núverandi stöðugleika í efnahagslífinu. mikilvægis hefur í reynd verið öðr- um atvinnugreinum fjötur um fót og skert getu þeirra til vaxtar og þróunar. Með nýjum áherslum í stjórn efnahagsmála fær öll at- vinnustarfsemi tækifæri á jafnrétt- isgrundvelli, svigrúm og vinnufrið til að bæta hag sinn og færa út kvíarnar, auk þess sem hagnýting tækifæra og nýr atvinnurekstur á auðveldar uppdráttar. Slík efna- hagsstefna hefur ekki verið reynd til þrautar á íslandi. Skilningur hefur verið af skornum skammti en áherslubreyting er löngu tíma- bær. Það er ekki hlutverk stjórn- valda að ákveða hvað sé vænlegt og hvað ekki eða gera einni atvinnu- grein hærra undir höfði en öðrum. Stjórnvöldum ber að leggja höfuð- áherslu á að varðveita stöðugleik- ann og viðhalda góðum rekstrar- skilyrðum en láta markaðsöfl og frumkvöðla um hitt. Við verðum að vera þess meðvit- ÖRYGGIS OG GÆSLUKERFI FRÁ ELBEX SPARIÐ TÍMA FÉ OG FYRIRHÖFN og skapiö öruggari vinnu og rekstur meö ELBEX sjónvarpskerfi. Svart hvítt eöa í lit, úti og inni kerfi. Engin lausn er of flókin fyrir ELBEX. Kynnið ykkur möguleikana. Einar Farestveit & co hf. Borgartúni 28 ® 5622901 og 5622900 uð að nokkur ár í atvinnusögunni er ekki langur tími. Eðli málsins samkvæmt tekur tíma að venjast breyttum forsendum og fá traust á að nýjar og betri aðstæður séu áreiðanlegar. Engu að síður hefur á þeim skamma tíma stöðugleika og hagstæðra rekstrarskilyrða sem nú er liðinn náðst mikilsverður árangur í atvinnulífínu og varnar- sigrar hafa unnist. Það lofar góðu um frekari árangur ef við fetum áfram veg skynslegra væntinga og efnahagsstjórnunar. Gróska í útflutningi Nú sjást víða dæmi um grósku í útflutningsframleiðslu íslendinga. Hagstæð rekstrarskilyrði hafa greitt götuna til aukinnar sóknar. Ferðaþjónusta til að mynda er í miklum blóma auk þess sem vöruút- flutningur hefur aukist verulega. Þess eru nokkur dæmi að íslensk iðnfyrirtæki, sem áður hafa fram- leitt aðeins fyrir heimamarkað, hafa látið til skarar skríða á undanförn- um misserum og hafið útflutning á afurðum sínum. Kostnaður innan- lands í samanburði við kostnað í samkeppnislöndunum hefur þróast innlendum framleiðendum í hag og gert þeim kleift að róa á ný mið og bjóða vöru sína á samkeppnis- hæfu verði. Þótt þetta sé enn ekki í stórum stíl þá eru hér á ferð vaxt- arbroddar sem ber að hlúa að. í þessu leynast mörg tækifæri sem geta þegar fram líða stundir fært verulega björg í bú. Ef þess verður gætt að halda góðum samkeppnisskilyrðum í horf- inu má búast við frekari markaðs- sókn og landvinningum hjá íslensk- um útflytjendum vöru og þjónustu. Auk þess tryggir það þann árangur sem þegar hefur náðst. Á hinn bóg- inn, ef við leyfum röskun á starfs- skilyrðum þannig að kostnaðarhlut- föll rjúki upp með gamla laginu um leið eða áður en skriður er kominn á efnahagsbatann, þá fer árangur- inn fyrir lítið. Við gætum þá átt von á að missa markaði sem við höfum náð, í sumum tilfellum með ærinni fyrirhöfn. Jafnframt fer for- görðum einstakt tækifæri til að skjóta traustum stoðum undir efna- hagsstarfsemina og óvíst er hvenær atvinnulífið nær aftur viðunandi stöðu. Það er því lykilatriði þegar fram líður að halda verðlagsþróun hér á landi í skefjum. Kostnaður má ekki hækka meira hér en í helstu samkeppnislöndum. Mikilvægi þrautseigju Islendingar mega ekki heykjast á þeirri fyrirætlan að standa vörð um stöðugleikann. Við þurfum að ná víðtækri sátt um hvemig þjóðar- búskapnum er best borgið og með hvaða hætti unnt er að viðhalda hagstæðum rekstrarskilyrðum. Á því byggist von okkar um traustan efnahagsbata, ný störf og bætt líf- skör í framtíðinni. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Haqstætt verð SINDRI - sterkur í verki BORGARTÚNI 31 ■ SÍMI562 72 22 wiol Miðstöðvardælur i t i i t > í ! i i t i Í i i l i i l t- i I i i Í Í i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.