Morgunblaðið - 09.02.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 09.02.1995, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 MORGUNBEAÐIÐ FRETTIR Endurkröfur á tjónvalda í umferð Tæp 90% vegna ölvunaraksturs Morgunblaðið/Rúnar Þór Vakað yfir mannlífmu ENDURKRÖFUNEFND samþykkti á síðasta ári endurkröfur í 94 málum á hendur þeim sem ollu tjóni í um- ferðaróhöppum af ásetningi eða stórkostlegu gáleysj. Langoftast réði ölvun tjónvalds úrskurði. í umferðarlögum er svo fyrir mælt að vátryggingarfélag, sém greitt hefur bætur vegna tjóns af völdum ökutækja, eignast endur- kröfurétt á hendur þeim, sem tjóni olli af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Sérstök nefnd, skipuð af dómsmálaráðherra, ákveður hvort eða að hve miklu leyti beita skuli endurkröfum. Endurkröfur fyrir 20,5 millj. Á síðasta ári úrskurðaði nefndin um 112 ný mál og samþykkti end- urkröfur að öllu leyti eða hluta í 94 málum að upphæð 20,5 milljónir króna. Árið áður var fjöldi mála 109, samþykktar endurkröfur voru 97 að fjárhæð tæplega 19,9 milljón- ir króna. Hæsta endurkrafan nam tveimur milljónum króna árið 1994, en sú næsthæsta 1,8 millj. Alls voru úr- HJÚKRUNARFORSTJÓRAR heilsugæslustöðva fara á ráðstefnu í Helsingör í Danmörku, sem stend- ur dagana 22. og 23. mars næst- komandi. Á ráðstefnunni verður aðallega fjallað um heilsuvemd og heimahjúkrun. María Heiðdal, formaður deildar hjúkrunarforstjóra og hjúkrunar- framkvæmdastjóra í heilsugæslu, segir að hjúkrunarforstjóramir hafi að undanförnu safnað styrkjum vegna fararinnar. Nokkur fyrirtæki hafí samþykkt að taka þátt í ráð- stefnukostnaðinum en gert sé ráð skurðaðar 26 endurkröfur þar sem fjárhæðir námu 250 þúsund krónum eða meira. Ástæður endurkröfu eru langoftast ölvun tjónvalds, þ.e. í 83 tilvikum, en aðrar ástæður en ölvun réðu endurkröfum í 11 tilvikum. Á árinu 1993 voru ástæður endurkröfu vegna ölvunar í 90 málum, en aðrar ástæður réðu endurkröfu í 7 tilvik- um. Það þýðir að um 88% endurkr- afna á árinu 1994 voru raktar til ölvunaraksturs, en um 93% á árinu 1993. Hlutur kvenna vex í þessum 94 málum vom karlar 77 en 18 konur af hinum endur- kröfðu tjónvöldum. Ástæðan fyrir því að úrskurðaðar vom endurkröfur á hendur 95 einstaklingum, þ.e. 1 fleiri en málafjöldinn gæti gefíð til kynna, er að í einu tilviki var sam- þykkt endurkrafa bæði gegn öku- manni og umráðamanni ökutækis- ins. Svo virðist sem hlutur kvenna í málum af þessu tagi fari hægt og bítandi vaxandi. Þannig var hlutfall endurkrafinna kvenna um 14% árið 1992, en um 19% árið 1994. fyrir að heilsugæslustöðvar greiði fargjald og gistingu og nemi sá kostnaður um 40 þúsund kr. á mann fyrir fjórar nætur. Hjúkrunarforstjórar á heilsu- gæslustöðvum em um 50 talsins en ekki er reiknað með að þeir eigi allir heimangengt þannig að gera má ráð fyrir að kostnaður heilsu- gæslustöðvanna gæti orðið á bilinu 1-1 '/2 milljón króna. María sagði að kostnaður við að hafa ráðstefnuna í Danmörku sé litlu meiri en við ráðstefnuhald hér innanlands. HRAFNINN er eitthvað óróleg- ur þessa dagana enda stendur tilhugalífið yfir. Þessi krummi fylgdist með mannlífinu í gær á meðan hann flögraði milli húsa við Hjallalund á Akureyri. Cargolux tilnefnir nýjan forstjóra Þórarinn Kjartansson einn þriggja sem koma til greina NÝR forstjóri Cargolux verður til- nefndur á næstu dögum. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er Þórarinn Kjartansson, umboðs- maður Cargolux á íslandi, einn þriggja sem koma til greina í stöð- una, en endanleg ákvörðun þar að lútandi verður tekin á stjórnar- fundi félagsins í næstu viku. Hræringar í sumar og afsögn Grotenfelt Eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins áttu sér stað miklar hræringar innan Car- golux sl. sumar. Þeim lauk með því að forstjóri félagsins til tólf ára, Sten Grotenfelt, sagði starfi sínu lausu. Síðastliðið haust kom tilkynning frá Cargolux þar sem sagði að stjómarformaður félags- ins, Roger Sietzen, myndi taka að sér formennsku framkvæmda- nefndar þar til nýr forstjóri yrði ráðinn. Annar íslendingur í forstjórastól? Cargolux var stofnað árið 1970 af Loftleiðum, Luxair, sænska skipafélaginu Salen og nokkrum einstaklingum í Lúxemborg. Fyrstu 12 árin var forstjóri félag- ins íslenskur, Einar Ólafsson. Árið 1982 tók síðan Svíinn Sten Grot- enfelt við starfínu og nú eru líkur á að annar íslendingur setjist í forstjórastól Cargolux. Þórarinn Kjartansson vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Morgunblaðið, en vísaði á stjórnar- formann Cargolux, Roger Sietzen. Ekki tókst að ná sambandi við Sietzen í gær. Hjúkrunarforstj órar heilsugæslustöðva Greiddar ferðir og gisting á ráðstefnu Samninganefnd ríkisins lagði tillögur fyrir kenuarafélögin í gær Morgunblaðið/Sverrir SAMNINGANEFNDIR ríkisins og kennarafélaganna komu sam- an í gær, F.v. Indriði Þorláksson, varaformaður samninganefnd- ar rikisins, Elna K. Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennara- félags, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands og Þorsteinn Geirsson, formaður SNR. Hækkanir og breytingar á vinnutíma SAMNINGANEFND ríkisins (SNR) lagði fram tillögur að kjarasamn- ingi fyrir samninganefndir Kenn- arasambands íslands (KÍ) og Hins íslenska kennarafélags (HIK) á fundi viðsemjenda í gær um fram- hald viðræðnanna og megindrætti í komandi kjarasamningum. Annars vegar er lagt til að gerð- ur verði kjarasamningur til tveggja ára og að kennarar fái hliðstæðar launahækkanir og um semst við önnur sambærileg launþegasamtök hjá ríkinu og á almennum vinnu- markaði. Hins vegar er svo gerð tillaga um verulegar breytingar á skipulagi skólastarfs sem munu þýða aukin launaútgjöld til kennara en hafa það að markmiði að stefna að leng- ingu og betri nýtingu á virku skóla- starfí og sveigjanlegri framkvæmd en verið hefur. Tillögumar hafa í för með sér lengingu á vinnutíma kennara og gera auknar kröfur til starfa þeirra. Breytingarnar taldar kosta hundruð milljóna króna í tilboði samninganefndarinnar er gert ráð fyrir að breytingar á vinnutilhögun og starfstíma skóla komi til framkvæmda á þremur til flórum árum. Forystumenn SNR sögðu í gær að þessar breytingar myndu hafa í för með sér útgjalda- auka fyrir menntamálaráðuneytið upp á nokkur hundruð milljónir króna. Hér væri ekki um eiginlegar launahækkanir að ræða umfram það sem um semst á almenna vinnu- markaðinum heldur meiri launaút- gjöld fyrir meira vinnuframlag kennara. Á síðustu vikum hafa vinnuhópar samningsaðila unnið að sérmálum kennara sem einkum varða vinnu- tíma og almennar reglur um inn- byrðis röðun starfsheita og hafa þeir lokið störfum að sinni en í gær var haldinn fyrsti stóri samninga- fundur aðila síðan kennarar sam- þykktu í atkvæðagreiðslu boðun verkfalls, sem á að hefjast 17. febrúar. Fjölgun kennsludaga í grunn- og framhaldsskólum Samninganefndin vill að fjallað verði sérstaklega um breytingar á starfstíma og starfsháttum skóla og lagt verði mat á hvað þessar breytingar hefðu í för með sér hvað varðar aukið vinnuframlag kenn- ara, lengri vinnutíma og auknar kröfur til starfsins. Breytingar á launakjörum kennara komi svo fram eftir því sem breytingar skóla- starfsins koma til framkvæmda. Gert er ráð fyrir að skólayfirvöld setji almennar reglur um skipulag skólastarfs og vinnu í skólum og skólastjórar skipuleggi skólastarfið í samræmi við það. Þannig myndu skólayfírvöld ákveða fjölda kennslu- og prófadaga og hvernig öðrum verkefnum skuli sinnt. Forystu- menn SNR sögðu við fréttamenn í gær að þetta gæti t.d. þýtt að unnt yrði að færa starfsdaga kennara til svo þeir kæmu ekki niður á skólaár- inu. Þá er gert ráð fyrir að þessar breytingar leiði til nokkurrar fjölg- unar á kennsludögum í grunnskól- um og framhaldsskólum. Einnig er lagt til að greiðslur fyrir heimaverk- efni og frímínútnagæslu verði felld- ar niður frá og með haustinu 1995 og að föst laun hækki samsvar- andi. Loks er lagt til að reglum um röðun kennara í launaflokka verði breytt. Forystumenn SNR lögðu áherslu á að þessar breytingar veittu svig- rúm fyrir stjómendur skólanna til að nýta skólaárið og betur en verið hefði og með þeim væri einnig ver- ið að svara þrýstingi foreldra um breytta starfshætti í skólunum. Sögðu þeir að tillögurnar væru í anda grunnskólafrumvarpsins en breytingarnar væru þó ekki bundn- ar því að það yrði að lögum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.