Morgunblaðið - 09.02.1995, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐlfi
Meirihluti allsheijarnefndar afgreiðir
umdeilda tillögu
Ekki ástæða til
að skipa rann-
sóknarnefnd
Stjórnarandstaðan mótmælir af-
greiðslu nefndarinnar harðlega
MEIRIHLUTI allsheijamefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að
skipa rannsóknamefnd til að rannsaka tiltekna embættifærslu Össur-
ar Skarphéðinssonar umhverfisráðherra, eins og lagt er til í þings-
ályktunartillögu nokkurra stjómarandstöðuþingmanna. Hörð mót-
mæli komu fram frá stjömarandstæðingum á á Alþingi í gær við
afgreiðslu allsheijarnefndar á málinu.
Allsheijarnefnd tók þingsálykt-
unartillöguna til meðferðar í gær-
morgun, en tillögunni var vísað til
nefndarinnar eftir atkvæðagreiðslu
á þriðjudag þar sem stjómarflokk-
amir urðu undir. Tillagan gerir ráð
fyrir skipan rannsóknamefndar til
að kanna embættisfærslu umhverf-
isráðherra gagnvart starfsmönnum
embættis veiðistjóra í tengslum við
ákvörðun hans við flutning embætt-
isins frá Reykjavík til Akureyrar.
Hörð gagnrýni
í upphafi nefndarfundarins í
gærmorgun lagði Guðmundur Ami
Stefánsson, þingmaður Alþýðu-
flokks og starfandi formaður nefnd-
arinnar, fram tillögu að nefndar-
áliti þar sem sagði að nefndin hafi
fjallað um málið og meirihluti henn-
ar telji hvorki ástæðu til skipunar
rannsóknamefndar né þeirrar rann-
sóknar á embættisfærslu umhverf-
isráðherra sem þar sé mælt fyrir.
Því sé lagt til að tillagan verði felld.
Fulltrúar stjómarandstöðunnar
óskuðu eftir frekari gögnum um
málið og að aðilar yrðu kallaðir á
fund nefndarinnar. Því hafnaði
meirihlutinn og var nefndarálitið
síðan samþykkt.
Kristinn H. Gunnarsson, fulltrúi
Alþýðubandalagsins í allsheijar-
nefnd, tók málið upp utan dagskrár
við upphaf þingfundar í gær og
gagnrýndi málsmeðferðina harð-
lega. Anna Ólafsdóttir Bjömsson,
fulltrúi Kvennalistans i nefndinni,
sagði að meirihluti nefndarinnar
hefði knúið fram afgreiðslu málsins
án þess að það fengi þá lágmarks
efnislegu umfjöllun sem nefndinni
væri skylt að gefa málum sam-
kvæmt þingsköpum.
Fleiri stjómarandstæðingar tóku
í sama streng og kröfðust þess að
að fomsta þingsins fjallaði um
málið.
Misskilningur
Guðmundur Ámi Stefánsson
sagði að athugasemdir þingmann-
anna væm á misskilningi byggðar.
Hann sagði að í umræddri þings-
ályktunartillögu væri ekki gert ráð
fyrir að allsheijarnefnd, sem fasta-
nefnd þingsins, rannsakaði embætt-
isverk umhverfisráðherra heldur að
sérstök nefnd yrði kosin til þeirra
starfa. Verkefni allsheijarnefndar
væri að taka afstöðu til þess hvort
ástæða væri að kjósa slíka nefnd
og meirihluti nefndarinnar teldi
engin efnisleg rök fyrir slíku.
„Niðurstaðan var einfaldlega sú,
með lýðræðislegum hætti, að meiri-
hluti nefndarinnar taldi ekki ástæðu
til að kjósa slíka nefnd og lætur
það fylgja í sínu áliti. Hér er þing-
lega að staðið og í alla staði eðli-
lega,“ sagði Guðmundur Ámi.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jón Karl Snorrason
GRÍÐARLEGT fannfergi er á Hólmavík, að sögn það mesta í manna minnum eins og víðar.
Mikið frost um allt land
21 stigs frost á Hveravöllum
TUTTUGU og eins stigs frost var
á Hveravöllum um miðjan dag í
gær og var það mesta frostið á
landinu. Að sögn Braga Jónsson-
ar, veðurfræðings á Veðurstofu
Isiands, hefur verið óvenju mikið
frost á landinu öllu seinustu daga.
Minnsta frostið í gær klukkan
15 var tvö stig í Vestmannaeyjum.
í Reykjavík var átta stiga frost
og álíka kuldi á Vesturlandi, en
á Sauðárkróki var sextán stiga
frost og þrettán stiga frost á
Akureyri.
Bragi segir að helsta skýringin
á þessu kuldaskeiði sé að Iandið
sé í köldum loftmassa á kaldasta
árstíma, en við það bætist bjart-
viðri og snjóþyngsli. Þegar þessir
þættir komi allir saman verði nið-
urstaðan kuldi.
Hlýnará Suðvesturlandi
í dag er útlit fyrir að hlýni tals-
vert á Suðvesturlandi og Vestur-
landi vegna vaxandi austan- og
suðaustanáttar. Bragi kveðst ekki
hafa heyrt um önnur vandræði
vegna kuldans, en að bílar með
lélega rafgeyma sem komið er
botnfall í og með rafkerfi, sem
er að öðru leyti í lélegu ásigkomu-
lagi, fari treglega í gang. Mikið
hafi verið um að aðrir bilstjórar
hafi verið að gefa „start“ á
morgnana. Mælitæki Veðurstofu
séu hins vegar sérstaklega búin
og þoli öll veður, sama hversu
válynd þau gerast.
Skólahjúkrunarfræðingar skora á heilbrigðisnefnd Alþingís
Þingmenn taki
afstöðu til tóbaks-
varnafrumvarps
Á FUNDI sem Krabbameinsfélag Reykjavíkur hélt í gær með skólahjúkr-
unarfræðingum á höfuðborgarsvæðinu til að leita leiða til að auka'vamir
gegn tóbaksneyslu bama og unglinga var samþykkt ályktun sem send
var heilbrigðisnefnd Alþingis með hvatningu um að framvarp til tóbaks-
varnalaga verði samþykkt hið fyrsta.
Morgunblaðið/Sverrir
FJOLMENNI var á fundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur með
skólaþjúkrunarfræðingum þar sem fjallað var um varnir gegn
tóbaksneyslu barna og unglinga.
Olga Hákonsen, hjúkranarfræð-
ingur hjá Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur, sagði í samtali við
Morgunblaðið að skólahjúkranar-
fræðingar teldu áríðandi að alþing-
ismenn tækju afstöðu til framvarps-
ins sem verið hefði að velkjast í
þinginu í 3-4 ár.
„Þingmenn verða að taka afstöðu
í þessu máli því það er engin spurn-
ing að þetta er mikil ábyrgðár-
skylda þeirra sem stjóma, en ekki
eingöngu heilsugæslunnar í land-
inu,“ sagði hún.
Tóbaksvarnir verði felldar
inn í námsskrána
Olga sagði að á fundinum í gær
hefði jafnframt komið fram ein-
dregin krafa um að yfirvöld fram-
fylgdu gildandi lögum um tóbaks-
vamir. Samkvæmt þeim er bannað
að selja bömum yngri en 16 ára
tóbak, en Olga sagði það staðreynd
að mjög algengt væri að yngri börn-
um væri selt tóbak og mörg þeirra
væru búin að reykja árum saman.
„Það var einnig hvatt til þess að
verð á tóbaki yrði hækkað, en það
hefur sýnt sig í rannsóknum að það
hefur letjandi áhrif á tóbaksnotkun
og jafnframt var hvatt til að aldurs-
takmarkið yrði hækkað í 17 ár
þannig að grannskólinn í landinu
yrði alveg reyklaus. Jafnvel komu
upp þær hugmyndir að gera tóbak
lyfseðilsskylt og að bannað yrði að
stilla því upp í verslunum," sagði
Olga.
Hvað skólayfirvöld varðar sagði
hún að sá vilji hefði komið fram á
fundinum að fella tóbaksvarnir og
aðrar vímuefnavamir inn í náms-
skrána og jafnvel að nemendur yrðu
prófaðir í upplýsingum um tóbak
og önnur vímuefni. Þá þyrftu for-
eldrafélögin að vera virkari og
bekkjarkvöld og foreldrafundir yrðu
notaðir í baráttunni gegn tóbaki.
Heilbrigðisstéttir sinni
tóbaksvarnamálum frekar
Olga sagði að á fundinum hefðu
komið fram þær upplýsingar að í
7.500 manna bæjarfélagi, þar sem
gert væri ráð fyrir að 1.500 manns
reyktu, kæmu einungis fram 16
skráð tilfelli í heilsugæsluskýrslum
um að viðkomandi sjúklingur reykti.
Sú krafa hefði því komið fram að
heilbrigðisstéttir sinntu tóbaks-
varnamálum í ríkari mæli, bæði
hvað varðar unga og aldna.
„Heilbrigðisstéttimar þurfa að
vera sýnilegri og senda frá sér þau
skilaboð hvar og hvenær sem er
að tóbaksneysla er óæskileg fyrir
alla og einnig að beita sér fyrir því
að sala tóbaks og aðgengi verði
stórlega minnkað. Þá þarf að vera
með ráðgjöf fyrir þá krakka sem
eru eitthvað að fíkta við reykingar
og reyna að fá þá til þess að hætta
og einnig þarf að vera ráðgjöf fyrir
foreldra þeirra, því það er auðvitað
erfitt að banna krökkunum það sem
foreldrarnir eru að gera,“ sagði
hún.
52% búast við
stjórn Sjálf-
stæðis- og
Framsókn-
arflokks
RÖSKLEGA 52% þeirra sem svör-
uðu spurningum í þjóðarpúlsi Gall-
ups á Islandi um væntanlegt stjórn-
armynstur að loknum kosningum,
segjast búast við að Sjálfstæðis-
flokkurinn og Framsóknarflokkur-
inn myndi meirihlutastjórn, nái eng-
inn einn flokkur meirihluta á þingi.
Fréttastofa ríkisútvarpsins
greindi frá þessum niðurstöðum í
gær, en þar segir að rúmlega 12%
svarenda búist við áframhaldandi
„viðreisnarstjórn" Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks, tæplega 7% búist
við meirihlutastjórn Sjálfstæðis-
flokks og Þjóðvaka og 6,5% að Sjálf-
stæðisflokkurinn og Alþýðubanda-
lagið myndi meirihlutastjórn. Rúm-
lega 3% sögðust eiga von á meiri-
hlutastjórn Framsóknarflokksins og
Þjóðvaka og sama hlutfall býst við
að Framsóknarflokkurinn og Al-
þýðubandalagið myndi meirihluta.
Upplýsingar þessar era unnar úr
símaviðtalskönnun sem Gallup gerði
25.-29. janúar sl., á meðal 1.150
einstaklinga af öllu landinu nema
Vestfjörðum, sem valdir voru af
handahófi. Svarhlutfall var 73,6%.
Spurningum um kosningahegðun
var beint til 18 ára og eldri.