Morgunblaðið - 09.02.1995, Síða 17

Morgunblaðið - 09.02.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT EIPFELTURNINN er málaður á sjö ára fresti og nú er komið að því enn einu sinni. Það tekur málarana 14 mánuði að ljúka verkinu en þeim til halds og trausts eru vanir fjallgöngu- menn. Ekkert skortir heldur á Eiffelturn- inn málaður annan öryggisbúnað og þess er sérstaklega gætt, að málning og málningardósir lendi ekki á veg- farendum fyrir neðan. Eiffelt- urninn er 320 metra hár og var reistur 1889 vegna heimssýning- arinnar, sem þá var í París. FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 17 Vinstrifiokkar hefja stjórnarmyndunarviðræður í Póllandi Walesa fellst á Oleksy sem forsætisráðherra Reuter Tyrknesk herþota hrapar TYRKNESK herþota af gerð- inni F-16 hrapaði í gær yfir Eyjahafí, skammt frá eyjunni Rhodos. Missti flugmaður þot- unnar stjórn á henni eftir að hafa lent í útistöðum við grísk- ar Mirage-herþotur. Gríska strandgæslan bjargaði flug- manninum úr sjónum og er hann ómeiddur. Segja Grikkir að fjórar tyrkneskar þotur hafi rofíð gríska lofthelgi og Qórar þotur hafí verið sendar á móti þeim. Tyrkneska þotan hrapaði vegna mistaka flug- mannsins eftir að henni var snúið við til Tyrklands. Fríverslun í Mið-Austur- löndum? MICHA Harish, viðskiptaráð- herra ísraels, sagði í gær að ríki Mið-Austurlanda ynnu að því að koma á fríverslunar- svæði. „Evrópusambandið hafði mun minna milli hand- anna í upphafi en við á þessu svæði,“ sagði Harish að lokn- um tveggja daga viðræðum við starfsbræður sína frá Jórd- aníu, Egyptalandi og sjálf- stjórnarsvæðum Palestínu- manna. Kolanotkun á ísöld FORFEÐUR okkar á ísöld notuðu kol til kyndingar í hell- um sínum þegar lítið var um eldivið. Er þetta niðurstaða franskra vísindamanna við háskólann í Montpellier. Hafa þau fundið 73.500 ára vís- bendingar um kolanotkun í Frakklandi. Hagkaups grape, 2itr. Tilboðsverð: kr. flaskan Marska sjófryst ýsuflök 289 kr. kílóið Paxo rasp 140 g Tilboðsverð: kr. pakkinn Spænskir tómatar Tilboðsverð: 139 kr. kílóið Hollenskt kínakál Tilboðsverð: 129 kr. kílóið MS skyr 500 g, 3 teg. Tilboðsverð: 129 kr. dósin Pawlak og Kwasniewski verða ekki 1 stjórninni Varsjá. Reuter. JOZEF Oleksy, forseti neðri deild- ar pólska þingsins, hóf í gær við- ræður um myndun nýrrar stjórnar og Lech Walesa, forseti Póllands, kvaðst geta sætt sig við hann sem forsætisráðherra. Vinstriflokkarnir tveir, sem hafa verið við stjómvölinn, ákváðu að Oleksy yrði næsti forsætisráðherra eftir að hafa náð samkomulagi um að Waldemar Pawlak léti af emb- ættinu. Walesa hafði sakað Pawl- ak, sem hefur gegnt embættinu í 16 mánuði, um að vera dragbítur á efnahagsumbótum og halda hlifi- skildi yfir nokkrum spilltum ráð- herrum. Oleksy er 48 ára hagfræðingur, sagður viðmótsþýður og maður málamiðlana. Hann verður fyrsti ráðherrann í stjórn kommúnista fyrir árið 1989 sem gegnir emb- ætti forsætisráðherra eftir að Pól- land varð lýðræðisríki. Sem ráð- herra í kommúnistastjórninni tók Oleksy þátt í samningaviðræðun- um við Samstöðu og Walesa um að binda enda á alræði kommún- ista. Oleksy er í Lýðræðisbandalagi vinstrimanna, arftaka kommúni- staflokksins, sem búist er við að fái meiri völd við breytinguna á kostnað Bændaflokks Pawlaks. Ljóst er þó að samningaviðræðurn- ar um skiptingu helstu ráðherra- embættanna verða erfiðar. Breytingunni vel tekið Helstu dagblöð landsins tóku breyt- ingunni vel. „Brott- hvarf Pawlaks er mik- il breyting til hins betra, jafnvel þótt sömu flokkarnir verði í stjórn," sagði dag- blaðið Gazeta Wy- borcza, sem hefur gagnrýnt bæði Walesa og stjórnina. Breytingin gæti orðið til þess að Wa- lesa hætti við að tjúfa þingið og ákvæði að undirrita fjár- lagafrumvarpið, en því hafði hann frestað, að hluta til að skapa sér lagalegan rétt til þingrofs. Walesa hafði sagt að hann vildi að Aleksander Kwasniewski, leiðtogi Lýðræðisbandalags vinstrimanna, yrði for- sætisráðherra, en hann á ekki sæti í fráf- arandi stjórn. Búist er við að Kwasniewski verði í framboði gegn Walesa í forsetakosn- ingunum í nóvember og hann þykir mjög sigurstranglegur. Fréttaskýrendur segja að fyrir Walesa hafi vakað að sem for- sætisráðherra hefði Kwasniewski þurft að taka á erfiðum málum og vinsæld- ir hans því líklega dvínað. Hvorki Kwasniewski né Pawlak verða í nýju stjórninni. Jozef Oleksy Síðustu upptökur Millers g'efnar út London. Reuter. SÍÐUSTU upptökur bandaríska hljómsveitarstjórans Glenns Millers áður en flugvél hans fórst í síðari heimsstyijöldinni verða gefnar út á mánudag. Á plötunni verða 20 lög, sem ekki hafa verið gefín út áður, og þau voru tekin upp tveim vik- um áður en flugvél Millers hvarf á flugi yfir Ermarsundi í desem- ber árið 1944. Miller stjórnaði þá herhljómsveit sem ferðaðist um Evrópu. Lögin voru tekin upp í Abbey Road-stúdíóinu í London, sem varð heimsþekkt 20 árum síðar þegar Bítlaplöturnar voru teknar þar upp. Meðal söngvaranna eru Dinah Shore. Þar sem 50 ár eru liðin frá upptökunum er höfundarréttur- inn fallinn niður og hægt að gefa þau út.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.