Morgunblaðið - 09.02.1995, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
TIGN VEFSINS
MYNPLIST
Ilafnarborg
VEFNAÐUR
Auður Véstcinsdóttir. Opið daglega
kl. 12-18 (nema þriðjudaga) til 20.
febrúar. Aðgangur ókeypis
ÞAÐ vill oft gleymast þegar
myndlist er skoðuð á sýningum,
að á bak við hvert verk er saga
mikillar vinnu. Það ferli nær allt
frá óljósum hugmyndum, útfærsl-
um, áætlunum, skissum, efnisvali
og til framkvæmdar, þegar hið
endanlega verk birtist listamann-
inum. Síðan er hans að ákveða
hvort afraksturinn verður sýndur
öðrum á opinberum vettvangi.
Veflistakonan Auður Vésteins-
dóttir minnir á þetta í sýningar-
skrá þegar hún segir, „það er
ánægjuleg iðja, en löng og ströng,
að vefa myndvefnaðarverk, allt frá
frumhugmynd í fullbúið verk ..."
Þegar best lætur, skilar sú ánægja
sér hins vegar í gegnum verkið
til áhorfandans, og svo er vissu-
lega í þessari sýningu.
Auður hefur ekki verið áberandi
á sýningarvettvangi, þrátt fyrir
nokkum feril. Hún stundaði nám
við Myndlista- og handíðaskóla
íslands 1968-72 og hóf að taka
þátt í samsýningum Textílfélags-
ins upp úr 1980. Loks hélt Auður
tvær einkasýningar norðan heiða
fyrir tæpum áratug, en þetta mun
fýrsta einkasýning hennar á suð-
vesturhominu.
Líkt og fleiri listmenn sækir
Auður hugmyndir sínar til náttúr-
unnar, en vinnur úr þeim á sinn
eigin hátt, þar sem reglubundið
línuspil er mest áberandi þátturinn,
og markar gjama litbrigðin sem
em einn mikilvægasti hluti hvers
verks. í þessum vinnubrögðum
fylgir Auður um margt í fótspor
Asgerðar Búadóttur, sem hefur
náð einna lengst veflistamanna á
þessu sviði, eins og nýleg sýning
í Listasafni íslands bar með sér.
Á sýningu Auðar em rúmlega
tuttugu verk frá síðustu þremur
ámm, sem öll em ofin úr ull og
Dagskíma (1993).
hör. Auður litar ullina sjálf, og
hefur því alla stjóm á þeim fínlegu
litbrigðum, sem hér ráða ríkjum.
Gulir og bláir litir em mest áber-
andi, og endurspegla þannig loft,
láð og lög.
Flest verkanna em sléttofin, en
í nokkmm tilvikum er flöturinn
þó brotinn upp. Sums staðar er
það gert með því að byggja verkin
fram og gefa þeim þannig aukna
vídd, eins og í „Haust“ (nr. 20),
þar sem litbrigðin njóta þessa lags
vel. í öðmm verkum er brotið upp
á hom þeirra ferhyrninga, sem
vefurinn myndar, og aðrir litir
látnir bera við í brotunum. Þetta
tekst ekki síst í „Los“ (nr. 18) og
„Gróandi", sem nýtur rýmisins í
anddyri Hafnarborgar.
í verkunum „Þíða“ (nr. 10) og
„Hrím“ (nr. 11) hefur listakonan
sett fram tilbrigði við sömu form-
in, þar sem litir veðrabrigðanna
koma skemmtilega fram; þar sem
annað þessara verka er frá þessu
ári, má ætla að hér sé vísbending
um hvert stefnir í vefjum Auðar
á næstunni.
Þrátt fyrir þetta eru það hinir
hefðbundnari sléttu vefir sem
draga helst að sér athyglina. Það
hvílir ákveðin tign og ró yfir verk-
um eins og „Dagskíma" (nr. 7),
þar sem fara saman margir þeir
þættir, sem listunnendur tengja
veflistinni. Hér er að finna skýrt
og einfalt myndmál, vandað litaval
og faglega úrvinnslu - handbragð
vandaðrar listakonu.
Er rétt að benda listunnendum
á að líta inn í Hafnarborg á næstu
vikum.
Eiríkur Þorláksson
Smágert landið
MY3NPOST
Hafnarborg
GRAFÍKVERK OG
VATNSLITAMYNDIR
Gunnar Á. Hjaltason. Opið daglega
kl. 12-18 (nema þríðjudaga) til 20.
febrúar. Aðgangur ókeypis
ÞAÐ er ætíð gleðilegt að heyra
af gjöfum til listasafna á íslandi,
enda löngum verið á það bent að
öll okkar helstu söfn eru byggð
upp á gjöfum velvildarmanna list-
arinnar, listamanna jafnt sem
listsafnara.
Nýlega barst Hafnarborg,
menningar- og listastofnun Hafn-
arfjarðar, höfðingleg gjöf frá
Gunnari Á. Hjaltasyni lista-
manni, þegar hann færði stofnun-
inni á níunda tug grafíkverka
eftir sig. Lunginn úr þessum
verkum er til sýnis í Sverrissal
Hafnarborgar og jafnframt er
uppi í kaffistofu safnsins sýning
á málverkum listamannsins, sem
flest eru unnin með vatnslitum á
pappir.
Gunnar er fæddur 1920 og
lærði gullsmíði hjá Guðmundi
Guðnasyni og Leifi Kaldal, en
einnig hafði hann verið í teikni-
skóla Bjöms Bjömssonar og Mar-
teins Guðmundssonar sem ungl-
ingur. Myndlistin hefur ætíð verið
honum hugfólgin síðan og hann
haldið fjölda sýninga víða um land
og jafnvel erlendis.
Þegar grafíkmyndirnar í
Sverrissal eru skoðaðar er eink-
um tvennt sem vekur eftirtekt;
annars vegar er smæð verkanna,
en þau eru fæst meira en lófa-
stór, og hins vegar er sú skarpa
ímynd, sem listamaðurinn nær
þó fram í því litla rými, sem hann
temur sér, Viðfangsefnin sækir
Gunnar fyrst og fremst til náttúr-
unnar og sjávarþorpsins, sem. á
sér sterka hefð í íslenskri lista-
sögu, sem framsetningin er mót-
uð af; bátar í fjöru, þyrping lítilla
húsa við hafið o.s.frv. Margar
myndanna em frá Hafnarfírði og
undan Jökli, en landslagsrnynd-
efnin koma víða að.
Flestar grafíkmyndirnar hér
era unnar með tréristu eða trést-
ungu, þó dæmi séu um fleiri
vinnuaðferðir. Gunnar dregur
myndefnin upp með skýram hætti
í þröngu myndsviðinu og fínlegt
línuspilið nýtur sín víða mun bet-
ur en vænta má í svo litlum mynd- j
um. Sem dæmi um þetta má
benda á „Amtmannsstíg (nr. 23),
þar sem baksvipur Dómkirkjunn-
ar rís tigulega í þéttri rigning-
unni svo og „Úr Selárdal (nr.
42), þar sem sjónarhomið gefur
einkar sterkan heildarsvip í
myndfletinum. Svipað má segja
um „Frá Hellnum (nr. 35), þar
sem jökullinn gnæfir yfir for-
grunninum.
Þessar grafíkmyndir Gunnars
era góð áminning um að það er
ekki endilega stærðin, sem skipt-
ir máli í myndlistinni, heldur nýt-
ing rýmisins. Áhugafólk um
þennan miðil ætti þannig að
skoða „Jarðfallið (nr. 53) vel, því
þar er að finna fullgilt listaverk,
þrátt fyrir smæðina.
Gunnar sýnir einnig í kaffi-
stofu Hafnarborgar, en þar er um
að ræða smágerðar vatnslita-
myndir. Efnistök og stærðir era
svipuð og í grafíkmyndunum, en
njóta sín ekki eins vel í þessum
miðli, þar sem Gunnar lætur oft
freistast af fegurð litanna, gulli
og bronsi, þannig að útkoman
verður ofhlæði, sem litlir fletimir
standa ekki undir. í stökum verk-
um nær þó myndbyggingin að
greina sig frá þessu flúri og má
benda á myndir eins og „ Jökullinn
(nr. 11) og „Hús i hrauninu (nr.
23) sem dæmi þess.
í heild standa þessar myndir
þó í skugga grafíkmyndanna, þar
sem smágert landið nýtur sín vel
og er áhugaverðasti þáttur fram-
Iags listamannsins.
Eiríkur Þorláksson
A
i
Morgunblaðið/Sverrir
Leikskólasinfónía
LEIKSKÓLATÓNLEIKAR sin-
fóníuhljómsveitarinnar eru yfir-
staðnir þetta árið og þá sóttu hvorki
meira né minna en 1.300 gestir.
Flestir á aldrinum fjögurra og fimm
ára, úr elstu bekkjum leikskóla í
Reykjavík. Að þessu sinni tóku
nemendur og kennarar úr Lista-
dansskólanum þátt í tónleikunum
og bömin sjálf líka, því nýr Gleðifor-
leikur Atla Heimis Sveinssonar
krefst þátttöku tónleikagesta bæði
í söng og klappi.
Tónleikar fyrir leikskólabörn í
borginni eru árlegur viðburður hjá
sinfóníunni og síðustu daga hafa
tvennir slíkir tónleikar verið haldnir
í Háskólabíói. Ljósmyndari Morgun-
blaðsins leit inn á þá síðari í upp-
hafi vikunnar. Hákon Leifsson var
þar hljómsveitarstjóri og kynnir og
á efnisskrá vora þrír dansar úr
Hnotubijótnum eftir Tchaikovskíj,
Veiðimannapolki eftir Johann
Strauss, óveðurskaflinn úr 6. sin-
fóníu Beethovens og Gleðiforleikur
Atla Heimis. Þar létu bömin ekki á
sér standa og sungu líka með hljóm-
sveitinni Snert hörpu minnar strengi
eftir Atla Heimi og Maístjömuna
eftir Jón Ásgeirsson. Dansstjóri var
Auður Bjamadóttir og hún samdi
dansana auk Nönnu Ólafsdóttur.
Sex nemendur Listadansskólans og
tveir kennarar komu fram.
..
I
i
1
C
Sýmngin Leirlist á
Islandi framlengd
AKVEÐIÐ hefur verið að fram-
lengja sýninguna Leirlist á íslandi
sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöð-
um um eina viku eða til 12. febrúar.
Leirlist á íslandi er í Vestursal
og Miðsal Kjarvalsstaða. í kynningu
segir meðal annars: „Saga leirlistar
á Islandi er stutt, raunar innan við
mannsævi og hófst fyrir tilstilli
Guðmundar frá Miðdal, sem setti
fyrstu leirmunagerðina á fót hér á
landi um 1930. Með þessari sýningu
er ætlunin að gefa nokkurt yfirlit
yfir þróun leirlistar hjá íslenskum
listamönnum sem hafa helgað sig
þessum miðli og líta yfir sviðið eins
og það er nú. Hér getur því að líta
sýnishorn verka þeirra sem ruddu
brautina, dæmi um hvað leirlistar-
fólk hefur verið að fást við síðustu
áratugi og hver viðgangsefnin era
nú.“
Eftirtaldir listamenn sýna: Borg-
hildur Óskarsdóttir, Bryndís Jóns-
dóttir, Elísabet Haraldsdóttir, Gest-
ur Þorgrímsson, Guðmundur Ein-
arsson, Guðný Magnúsdóttir, Hauk-
ur Dór Sturluson, Helga Jóhenns- 4
dóttir, Jóna Guðvarðarsdóttir, Jón-
ína Guðnadóttir, Kolbrún Björgúlfs-
dóttir, Kolbrún Kjarval, Kristín
ísleifsdóttir, Kristjana Samper, Ólöf
Erla Bjarnadóttir, Ragna Ingi-
mundarsdóttir, Ragnar Kjartasonn,
Rannveig Tryggvadóttir, Sigrún
Guðjónsson, Sóley Eiríksdóttir og
Steinunn Marteinsdóttir. Sýningar- (|
stjóri er Eiríkur Þorláksson. |
„í Austursal stendur yfir sýning -
á verkum úr eigu Kjarvalssafns. 1
Sýndar eru myndir af þekktum ís-
lendingum, landslagsteikningum og
olíuverkum, uppstillingum og teikn-
ingum af ýmsum þeim furðuverum
sem einkenna myndheim Kjarvals,"
segir ennfremur í kynningu.
Leirlist á íslandi verður opin dag-
lega til 12. febrúar og sýningin á
verkum Kjarvals til 21. maí. Kjarv- f
alsstaðir eru opnir daglega frá kl. ^
10-18 og kaffistofan er opin á sama _
tíma.