Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 19 Menningarhátíðin Sólstafir að hefjast Fyrir- mynda- rfaðir KYIKMYNDIR Sagabíó Pabbi óskast „A Simple Twist of Fate“ ★ ★ Leikstjóri: Gillies Mackinnon. Hand- rit: Steve Martin, byggt, á sögunni Silas Marner eftir Georg Eliot. Aðal- hlutverk: Steve Martin, Catherine O’Hara, Gabriel Byrne, Stephen Baldwin. Touchstone Pictures. 1994. ÞESSI nýjasta mynd gamanleikar- ans Steve Martins, Pabbi óskast eða „A Simple Twist of Fate“, er alls engin gamanmynd heldur alvarleg, dramatísk saga af einstæðingi og einbúa rétt utan bæjarmarka lítils sveitaþorps. Hann tekur að sér litla stúlku er labbar sig inní húsið hans eina óveðursnótt. Móðirin er frosin í hel fyrir utan og faðirinn er stór- eigna- og stjórnmálamaður í grennd- inni, sem ekkert vill af barninu vita fyrr en tíu árum seinna að föðurtil- finningar taka að vakna og hann reynir að fá barnið í sínar hendur. Það kemur fram í lok myndarinn- ar að hún er byggð á hinni frægu sögu Georg Eliots, Silas Marner, og það er Martin sem fer með hlutverk Marners í nútímanum alveg eins og hann lék nútímalegan Cyrano de Bergerac í „Roxanne“, gamanmynd byggðri á hinni frægu ástarsögu. En Pabbi óskast er ekki sama létt- metið. Þar er Steve Martin fullur sjálfsvorkunnar vegna atburðar úr fortíðinni og við eigum að fínna til með honum sem sorgmæddum ein- stæðingi er hefur farið illa útúr líf- inu. En hlutverkið hentar gaman- leikaranum einhvern veginn ekki og það gerir áhorfandanum erfitt fyrir að finna raunverulega til með hon- um. Steve Martin leikur þennan fyr- irmyndarfaðir sem býsna fjörugan og uppfínningasaman uppalanda en það verður frekar lítið úr átökunum 'um stelpuna því sagan er fyrirsjáan- leg og allir eru í raun einstök val- menni. Meira að segja Gabriel Byrne, sem leikur ríka stjórnmála- manninn og á að vera andstæðingur vinalausa einbúans, er góðmennskan uppmáluð. Skemmtilegust er Cat- herine O’Hara í hlutverki vinkonu Martins og það ekki í fyrsta skipti. Svo hér er á ferðinni átakalítil og spennulaus mynd, alltaf frekar al- varleg en ekki beint vond. Arnaldur Indriðason ----♦ ♦ ♦--- Samsýn- ing í As- mundar- safni NÁTTÚRA/náttúra, samsýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals og Ásmundar Sveinssonar sem opnuð var 14. janúar síðastliðinn stendur nú yfír í Ásmundarsafni. í kynningu segir: „Megininntak sýningarinnar er sýn meistaranna á íslenska náttúru. Verkin á sýning- unni eru í eigu Listasafns Iteykja- víkur-Kjarvalssafns og Ásmundar- safns. Þessi sýning var sýnd í Lista- safni Akureyrar síðastliðið sumar og í Johannes Larsensafninu í Kert- eminde í Danmörku síðastliðið haust.“ Sýningin stendur til 14. maí og er Ásmundarsafn opið daglega á veturna frá kl. 13-16, en frá og með 1. maí hefst sumartími safns- ins og þá verður það opið daglega frá kl. 10-16. FINNSKUR tangó, dönsk mynd- list, norrænar kvikmyndir og danskar bókmenntir marka upp- haf Sólstafa — Norrænu menn- ingarhátíðarinnar sem hefst laujgardaginn 11. febrúar. I kynningu segir: „Danska kaffileikhúsið Café Kelbert verð- ur í Kringlunni á laugardag frá kl. 11-13 og er þetta í annað sinn sem leikhópurinn kemur til ís- lands, en þeir voru gestir á Dönsk- . um haustdögum í september síð- astliðinn. Café Kolbert hefur á sínum snærum sjö sérþjálfaða þjóna sem framreiða hvað eina sem hugur- inn girnist og hefur sérhæft sig í að krydda hvern rétt með ley- niuppskrift sem inniheldur meðal annars fortíðarþrá, söngva, grín, gleðilæti og slíka yfirmáta kurt- eisi að jaðrar við ósvífni. Leikhópurinn tekur einnig þátt í finnsku tangókvöldi sem haldið verður á Hótel Borg á laugar- dagskvöld og í Þjóðleikhúskjallar- anum mánudagskvöldið 13. febr- úar kl. 20.30, en sú dagskrá er á vegum listaklúbþsins. Sex finnskir tangóleikarar með Reijo Taípale í fararborddi, en hann er einn af vinsælustu tangó- söngvurum Finnlands koma síðan fram á Hótel Borg á laugardags- kvöld og eru miðapantanir hjá Hótel Borg. Á laugardaginn verður opnuð í Norræna húsinu sýning danska myndlistarmannsins Svend Wiig Hansen og verður hann viðstadd- ur opnunina. Þenna sama dag verður í Norræna húsinu dagskrá helguð dönskum bókmenntum og hefst hún kl. 16. Sérstakir gestir verða þeir Knud Sorensen rithöf- undur og Thomas Thurah gagn- rýnandi. Norskir tólistarmenn koma til landsins um helgina og verða þeir með tónleika á Akureyri sunnu- * daginn 12. febrúar. Tónleikar þessir eru fyrir alla fjölskylduna og marka þeir upphaf tónleika- ferðalags þeirra félaga í skólum í Reykjavík, á Akureyri og á ísafirði. Tónlistarmennirnir eiga ættir að rekja til Afríku og munu þeir leika tónlist sem er upprunn- in frá heimalandi þeirra. Norræn kvikmyndahátíð hefst síðan í Háskólabíói á laugardag- inn og mun hún standa í rúma viku.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.