Morgunblaðið - 09.02.1995, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SVA VAR HJALTI
* GUÐMUNDSSON
+ Svavar Hjalti
Guðmundsson
var fæddur á Lög-
bergi í Seltjarnar-
neshreppi 5. apríl
1913. Hann lést á
Sánkti Jósefsspít-
ala 28. janúar síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hans voru Guð-
mundur H. Sig-
urðsson, f. 17. 12.
1876, bóndi á Lög-
bergi, d. 4. 11.
1957, og Helga
Árnadóttir, f. 29.
12. 1879, d. 4. 1.
1970. Svavar kvæntist árið
1942 Arnbjörgu Markúsdóttur.
Þau slitu samvistir 1949. Þeim
varð þriggja barna auðið. Þau
eru: Helga Jóhanna, f. 20. 8.
1942 (látin), Sævar Geir, f. 29.
1. 1944, vélstjóri, og Guðmund-
ur Helgi, f. 10. 2. 1948, raf-
eindaverkfræðingur. Árið 1951
kvæntist Svavar seinni konu
sinni 1951, Mable Goodall, f.
EINN litríkasti persónuleiki sem
"eg hef kynnst á lífsleiðinni er all-
ur. Ég mun með þessum fátæklegu
kveðjuorðum ekki rekja lífshlaup
Svavars vinar míns, heldur reyna
að draga upp þá mynd af honum,
sem ég mun geyma í hugskoti sem
dýrmæta minningu.
Þegar fundum okkar bar fyrst
saman sumarið 1964 hafði Svavar
í vissum skilningi brotið skip sitt.
En ég fann fljótt að hugtakið að
leggja árar í bát fyrirfannst ekki
hans lífsorðabók. „Alltaf má fá
annað skip og annað föruneyti.“
Það gerði Svavar og lagði aftur á
djúpið og nú í bókstaflegum skiln-
ingi. Hann réðst til sjós á kaupskip-
um Sambandsins. Strax næsta
vetur hóf hann nám í Vélskóla ís-
lands og lauk því árið 1969, þá
56 ára gamall. Reyndar tók hann
„sjókokkinn" í Matsveinaskólanum
samhliða vélfræðináminu í lítilli
þökk þáverandi skólastjóra Vél-
skólans. Eftir stutta veru sem vél-
stjóri á Sambandsskipunum, kom
það fomkveðna „út vil ek“ upp í
hugann og hugðist hann endurnýja
fom kynni af framandi löndum og
fólki. Hann sigldi á sænskum skip-
.,um um öll heimsins höf í tæpan
áratug, en síðan aftur á Sambands-
skipunum til starfsloka. Auk lög-
heimilisins í Gautáborg kom hann
sér upp afdrepi í Edinborg í Skot-
landi og á báðum þessum stöðum
nutu vinir hans og ættingjar gest-
risni hans í ríkum mæli. Þegar
degi tók að halla í lífi hans, og
fóstuijörðin fór að impra á því að
hann færi að koma sér heim, tók
Svavar saman pjönkur sínar í
Gautaborg og kom heim til íslands
alkominn, því hér heima vildi hann
eyða ævikvöldinu og hvergi annars
staðar. Hann fékk inni á Hrafn-
istu, Dvalarheimili aldraðra sjó-
manna í Hafnarfírði. Þar undi hann
10. 3. 1913 í Skot-
landi, d. 22. 12.
1967.
Svavar sat í Sam-
vinnuskólanum
1933-1934, sótti
verkstj órnarnám-
skeið 1963, einnig
ýmis námskeið í
stjórnun. Hann
stundaði nám í Vél-
skóla íslands 1964-
1969. Hann var sjó-
maður á íslenskum
og erlendum skip-
um frá 1929-1946.
Svavar rak verslun-
ina As í Reykjavík 1946-1964.
Hann starfaði sem vélstjóri hjá
Skipadeild Sambandsins í eitt
ár og var vélstjóri hjá sænska
skipafélaginu Broström til
1968. Eftir það var hann vél-
stjóri þjá Skipadeild Sam-
bandsins til starfsloka.
Útför Svavars fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
hag sínum svo vel að hann, heims-
maðurinn og lífslistamaðurinn,
sagði í samtölum við mig að hann
legði að jöfnu dvölina þar og gist-
ingu á fimm stjömu hóteli.
Svavar var óvenju minnisstæður
persónuleiki. Leiftrandi húmor
hans er ógleymanlegur en aðal
hans var að gera góðlátlegt grín
að sjálfum sér. Frásagnarlist hans
var slík er hann sagði frá ferðum
sínum að áheyrandanum fannst
eins og hann hefði sjálfur verið á
vettvangi. Hann var mjög víðlesinn
og víðsýnn. Sem dæmi um víðsýni
hans er mér minnisstætt er ég
hlustaði á samtal hans og sonar
míns, þá 16 ára ,um poppstjörnur
samtímans. Þar talaði Svavar af
slíkri þekkingu að engu var líkara
en hann væri í hópi þeirra sem
dáðu þær hvað mest.
Ég kveð Svavar vin minn með
söknuði, virðingu og þökk. Með
honum er genginn maður, sem
náði því eftirsóknarverða tak-
marki, að skilja einvörðungu eftir
sig hugljúfar minningar í hugum
þeirra samferðamanna sem voru
svo gæfusamir að kynnast honum
eitthvað að marki.
Slíkur er góður þegn.
Óskar Einarsson.
Gamall skipsfélagi og granni,
Svavar Hjaltí Guðmundsson, er
látinn á níræðisaldri.
Þegar ég hitti Svavar í Ási í
fyrsta sinn kunni ég nokkur deili
á honum, því hann var eins konar
þjóðsagnapersóna á Sambandskip-
unum. Fundum okkar bar fyrst
saman um borð í Helgafelli II í
Frederikshavn 1981. Skipið hafði
orðið fyrir alvarlegri vélarbilun og
verið dregið til hafnar. Þar vantaði
vélstjóra til að leysa af og var
kallað á Svavar sem bjó í Gauta-
borg.
Þá var hann 68 ára og hafði átt
litríkan feril eftir Samvinnuskóla-
próf, sem farmaður m.a. í seinni
heimsstyrjöld, og síðan matvöru-
kaupmaður. Rak hann um árabil
margar verslanir sem voru nefndar
Ás, en hann var meðal kunningja
aldrei kallaður annað en Svavar í
Ási. Þegar sá rekstur fór á höfuð-
ið söðlaði Svavar um og fór í Vél-
skólann og náði réttindum sem
vélstjóri á stærstu skip. Meðan
hann var í Vélskólanum stundaði
hann og nám í kokkaskólanum,
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N sími 620200
að eigin sögn aðalega vegna eigin
þarfa. Á vélskólaárunum sigldi
hann um tíma á Sambandsskipun-
um, en eftir að hafa hlotið tilskilin
réttindi sigldi hann hjá stærstu
útgerð Svía í þá tíð, Broström, í
um áratug þar til eftirlaunaaldri
var náð.
Um það leyti hafði Svavar kom-
ið sér upp bústöðum í þremur lönd-
um. íbúð við Dalgötu, sem hann
kallaði, í Edinborg, önnur íbúð við
Volrat Thamsgötu í Gautaborg og
herbergi sem hann leigði á Lauga-
vegi í Reykjavík.
Þótt hann hefði kvatt Broströms ■
lagði hann ekki árar í bát heldur
leysti af sem vélstjóri á m.a. Helga-
felli I og II, auk þess sem hann
skipti tíma sínum milli þessara
þriggja borga.
Eg sigldi einhveija mánuði með
Svavari. Hann kom oft upp í brú
og ræddi málin og hafði á flestu
skoðanir. Hann taldi sig framsókn-
ar- og samvinnumann, en afstaða
til einstakra málefna benti ekkert
frekar í þá áttina.
Við urðum síðan grannar í
Gautaborg í nokkur ár. Svavar bjó
í tveimur herbergjum í stúdenta-
blokk nálægt miðbænum. Annað
herbergið var svefnrými og verk-
stæði, þar sem hann hafði m.a.
skrúfstykki og verkfæri á betrum-
bættu skrifborði. Hitt herbergið
var í senn gestaherbergi, bókasafn
og fundarherbergi, en Svavar hafði
þann sið að bjóða heim kunningjum
til árlegs þorrablóts. Þar var etið,
drukkið og þrasað af hjartans list
og kynntist ég þar mörgum lönd-
um, sem höfðu dvalið lengi í Gauta-
borg, og héldu góðu sambandi við
Svavar.
Einhvern veginn passaði það vel
að þessi roskni maður, mikill á
velli og með myndarlegt skegg,
væri félagi í FINGON, náms-
mannafélaginu í Gautaborg, en
félagið var á þessum árum einkum
samastaður róttækustu skoðana.
Hann var svona aiheimskarakter,
enda hafði hann komið sér upp
eigin klæðasið. Hann gekk daglega
í bláum snikkarabuxum og blárri
nælonúlpu að vetrarlagi, gjarnan
með klút um hálsinn, en í léttari
yfírhöfn að sumarlagi. Seinna lét
hann sauma á sig svartar buxur
með sama sniði, sem hann notaði
við hátíðlegri tækifæri.
Hittumst við oft á Borgarbóka-
safninu í Gautaborg, en þar var
hægt að lesa Moggann og lengi
vel Þjóðviljann og drekka kaffí í
ódýrara kantinum. Þar sem Mogg-
inn og kaffíð höfðu umtalsvert
aðdráttarafl á landa sem áttu leið
urri miðbæinn varð oft nokkur
mannsöfnuður við borð Svavars.
Var ekki ósjaldan að hann stóð
fyrir veitingunum. Eftir að ég flutti
heim bauð hann mér jafnan í hverri
viðkomu sinni til Reykjavíkur að
drekka kaffí með sér og börnum
og stjúpbörnum á Hótel Borg á
sunnudagsmorgnum. Sveif þá
gamli Gautaborgarandinn yfir
kaffibollunum.
Svavar var lengi mjög vel á sig
kominn, ferðaðist fótgangandi um
hæðir Gautaborgar þótt kominn
væri vel á áttræðisaldur. En eftir
að hafa veikst fyrir allmörgum
árum fór heilsu hans hrakandi og
hafði hann um síðir orð á því að
mál væri að flytja sig endanlega
heim. Hann hélt þá enn uppi vana
sínum að skipta árinu á milli
dvalarstaða sinna og naut velvildar
gamalla skipsfélaga um far yfir
hafið.
Þegar hann fékk inni á Hrafn-
istu í Hafnarfirði var sem hann
yngdist um 15 ár. Líkaði honum
svo vel að hann sagði við mig eitt
síðsta skipti þegar við hittumst að
ég skyldi flýta mér að eldast, það
væri svo gaman að vera gamall á
Hrafnistu.
Svavar var greiðvikinn og vel
liðinn af samferðamönnum. Hann
tók vel á móti gestum í bækistöðv-
um sínum erlendis, hvort sem hann
var heima, eða að heiman, en hann
var lipur að lána kunningjum aðra
hvora íbúðina til að skoða sig um
í útlandinu.
Vegna búsetu minnar erlendis
hafði fundum okkar ekki borið
saman í hálft þriðja ár, en ég haft
spurnir af hrakandi heilsu.
Svavar í Ási var mjög við-
kunnanlegur samferðamaður og
sendi ég úr fjarlægð ástvinum hans
samúðarkveðjur.
Páll Hermannsson.
Vinur minn Svavar Guðmunds-
son var eftirminnilegur maður til
orðs og æðis. Myndarlegur á velli,
hárprúður, og skeggprúður. Hann
kunni margar sögur og sagði
skemmtilega frá.
Leiðir okkar lágu saman fyrir
42 árum. Við vorum báðir að læra
að fljúga, í ólíkum tilgangi þó. Þrátt
fyrir nokkum aldursmun tókst með
okkur óijúfanleg vinátta.
Á þessum tíma rak hann
verslunina Ás á Laugavegi 160.
Svavar fór ungur til sjós og var í
raun alltaf meiri sjómaður en kaup-
maður.
Á stríðsárunum var hann á
norsku fraktskipi sem varð fyrir
árás þýskra ormstuflugvéla á leið
sinni til Bretlands. Þegar skothríð-
in stóð sem hæst á varnarlaust
skipið og sjómennina reif Svavar
lausa lofttúðu, beindi henni að
flugvélunum og öskraði eins hátt
og hann gat ra ta ta ta ta ta!I
„Han Islændingen, han har ikke
nerver i kroppen" sögðu norsku
félagar Svavars fullir aðdáunar.
Sjálfur sagðist Svavar hafa verið
svo hræddur að hann hefði ekki
fundið fyrir hnjánum þegar hann
gekk aftur á skipið. í stríðslok var
Svavar ásamt öðrum sjómönnum
norska kaupskipaflotans sæmdur
orðu fyrir að stuðla að frelsun
Noregs.
En Svavar hafði einmitt góðar
taugar eins. og sagt er í ýmsum
skilningi. Á Jónsmessunni fyrir
rúmum 30 árum hélt hann eftir-
minnilegustu afmælisveislu dóttur
minnar sem þá átti 5 ára afmæli.
Hann lét sig ekki muna um að
keyra afmælisgestina út um allt
tún hjá sér í Fossvoginum, heldur
kórónaði afmælisboðið með að
hlaða heilmikinn bálköst, sem
tendraður var eftir kúnstarinnar
reglum.
Svavari þótti vænt um börnin
sín og gladdist yfir velgengni
þeirra. Hann þröngvaði hvorki
félagsskap né umhyggju upp á
börn sín eða aðra vini. Ef þú vild-
ir hitta hann eða biðja bónar, þá
var Svavar til.
Örlögin höguðu því þannig að
hann varð að leggja kaupmennsk-
una á hilluna og stóð uppi slippur
og snauður. Þá dreif hann sig í
Vélskóla íslands og útskrifaðist
þaðan 56 ára gamall. Samhliða
Vélskólanum fór hann á námskeið
í kokkamennsku og þar með var
næringarmálunum bjargað. Hann
var vélstjóri hjá Skipadeild SÍS um
tíma, þá hjá sænska skipafélaginu
Broström u.þ.b. 12 ár og síðast
hjá Skipadeild SÍS.
Við og við duttu póstkort frá
Svavari inn um bréfalúguna. Kort
með stuttum en hnyttnum athuga-
semdum. Þannig fylgdist ég með
ferðum Svavars um heiminn. Und-
arleg tilviljun réð því að við Svavar
héldum saman jól á Sao Tome
þegar Biafrastríðið stóð sem hæst.
Hann átti leið um á skipi sínu en
undirritaður vann við loftbrúna
milli Sao Tome og Biafra.
Síðustu æviár sín dvaldi Svavar
á Hrafnistu í Hafnarfirði og undi
hag sínum vel þrátt fyrir að heils-
an væri ekki sem best. í síðustu
heimsókn minni til Svavars hálfum
mánuði áður en hann kvaddi þenn-
an heim fylgdi hann mér til dyra
og sagði: „Einar, nú er þetta bráð-
um búið.“
Góður drengur er genginn. Ég
sendi eftirlifandi afkomendum
Svavars samúðarkveðjur mínar.
Einar Ó. Gíslason.
PÁLL GUÐMUNDSSON
+ Páll Guðmunds-
son fæddist í
Stykkishólmi 22.
ágúst 1927. Hann
lést í sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 16.
janúar sl. Páll bjó
og starfaði sem tré-
smíðameistari í
Vestmannaeyjum
frá 1973. Eiginkona
hans var Huldís
Ingadóttir, sem nú
er látin. Páll og
Huldís áttu þrjú
böm: 1) Svanhildur
f. 6. 10. 1948, mót-
tökuritari í Ólafs-
vík. Maður hennar er Hermann
Magnússon, vélstjóri. Börn
þeirra em: Hermann Her-
mannsson, f. 30. 4. 1966, mál-
ari. Páll Hrannar Hermanns-
son, f. 19. 11. 1970, rafeinda-
virki. Jóhanna Snædís Her-
mannsdóttir, f. 21. 10. 1972,
nemi. Hákon Þorri Hermanns-
son, f. 29. 2. 1980, nemi. 2) Ingi
Arnar, f. 26. 6. 1952, vélstjóri
Reykjavík. Kona' hans er
Kristín Sólborg Ólafsdóttir,
f. 11.8.1954, húsmóðir. Sonur
þeirra: Ólafur Ragnar Inga-
son, f. 19. 11. 1974.
Sonur hans er Am-
ar Logi Ólafsson, f.
11. 2. 1993. 3) Páll
Heimir, f. 23. 5.
1954, offsetprentari
á Akureyri. Kona
hans er Borghildur
Blöndal, húsmæðra-
kennari. Böm
þeirra em: Friðrik
Heiðar Pálsson, f.
17. 10. 1976, nemi.
íris Ósk Pálsdóttir,
f. 1. 10. 1977, nemi.
Páll og Huldís slitu
samvistir. Sambýlis-
kona Páls var Sól-
veig Sigurðardóttir, f. 19. des-
ember 1923. Hún var jarðsett
16. desember sl.
Jarðarför Páls fór fram í
kyrrþey frá Stykkishólms-
kirkju 28. janúar sl.
Kveðja til pabba og
Sólveigar
Ég horfi yfir hafið
um haust af auðri strönd,
í skuggaskýjum grafið
það skilur mikil lönd.
Sú ströndin stijála’ og auða,
er stari’ eg héðan af,
er ströndin striðs og nauða,
er ströndin hafsins dauða,
og hafíð dauðans haf.
En fyrir handan hafið
þar hillir undir land,
í gullnum geislum vafið
Það girðir skýjaband.
Þar gróa’ í grænum hlíðum
með gullslit blómin smá,
í skógarbeltum bllðum
í blómsturlundum ftíðum
má alls kyns aldin sjá.
Er þetta hverful hilling
og hugarburður manns?
Nei, það er föpr fylling
á fýrirheitum hans,
er sýnir oss í anda
Guðs eilíft hjálparráð,
og striðsmenn Guðs þar standa
við stól hins allsvaldanda.
Þar allt er eilíf náð.
(Vald.Briem)
Sérstakar þakkir til Þórhildar Ósk-
arsdóttur og systkina hennar í Vest-
mannaeyjum fyrir allan þann stuðn-
ing sem þau sýndu föður okkar.
Börn, tengdabörn
og barnabörn.