Morgunblaðið - 09.02.1995, Side 39

Morgunblaðið - 09.02.1995, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FBBRÚAR 1995 39 FRÉTTIR Stöðumælagjöld standi undir kostnaði VEGNA fréttaflutnings að undan- fömu um tillögur til breytinga á gjaldskrá Bílastæðasjóðs er nauð- synlegt að fram komi að markmið breytinganna er fyrst og fremst að fjölga „virkum" skammtímastæð- um þar sem þörfin er mest, við Laugaveg og í Kvos, segir í frétta- tilkynningu frá Stefáni Haralds- syni, framkvæmdastjóra Bílastæða- sjóðs. Auk þess tendur til að laga þjón- ustu Reykjavíkurborgar á þessu sviði að nútíma verslunarháttum með þvi að beita gjaldskyldunni til útvegunar skammtímastæða fyrir viðskiptavini miðbæjarins til kl. 18 mánudaga til föstudaga og á versl- unartíma á laugardögum. Gjaldskrárbreytingin nær til rúmlega 400 bílastæða af um 2.800 gjaldskyldum stæðum í miðborg- inni. Engin breyting verður gerð á tímagjaldi á um 2.400 bílastæðum við stöðumæla í hliðargötum, miða- mæla og í bílahúsum og verður lögð áhersla á að kynna staðsetningu ■ DREGIÐ var í fyrra sinn í AEG-KRAFT leik Efnaverk- smiðjunnar Sjafnar 25. janúar sl. Til að taka þátt í leiknum þurftu þátttakendur að klippa strikamerkingar af KRAFT- þvottaduftspakka og senda til Sjafnart en alls bárust hátt í 1.000 miðar. í vinninga voru ein AEG- þvottavél og 5 AEG-kaffivélar. Hinir heppnu vinningshafar voru Sigrún Jóhnnasdóttir, Bugðu- læk 6, Reykjavík, er hlaut þvotta- þeirra og notkun svo allir sem vilja njóta bílastæða á „gamla verðinu" geti það hindrunarlaust. Með framkvæmd tilagnanna yrðu sköpuð enn betri skilyrði' fyrir upp- byggingu atvinnustarfsemi í mið- borginni. Auðveldara verður að fá bílastæði „við dyrnar" eftir breyt- ingarnar og notendur þeirra verða ef til vill í enn meira mæli fólk sem leggur megináherslu á hraða, góða þjónustu og greiðan aðgang að blómlegu mannlífí í aðlaðandi mið- borg. Auknar tekjur af rekstri bíla- stæða munu duga til að greiða skuldir Bílastæðasjóðs niður um 30 milljónir króna á árinu 1995 og er þá gert ráð fyrir að í árslok verði heildarskuldir sjóðsins um 800 milljónir. Fyrirhugaðar breytingar eru þannig í anda þeirrar stefnu að notendur þjónustunnar greiði kostnaðinn við hann án niður- greiðslna úr sameiginlegum sjóði Reykvíkinga. vélina, en kaffivélar hlutu Þóra Jónsdóttir, Reykjaheiðarvegi 10, Húsavík, Halla Einarsdóttir, Dalsgerði ld, Akureyri, Hrafn- hildur Magnúsdóttir, Æsufelli 7, Reykjavík, Páll Helgi Buch, Einarsstöðum, Reykjahverfi, S.- Þing. og Bára Ólsen, Beykilundi 3, Akureyri. Vinningar voru af- hentir vinningshöfum föstudaginn 27. janúar hjá Sjöfn í Garðabæ. Dregið verður í seinna skiptið 28. febrúar nk. ■ VINALÍNU Rauða kross ís- lands var á dögunum færður að gjöf litprentari. Nýherji hf. gaf þessa gjöf sem er að andvirði u.þ.b. 50.000 kr. Þetta er í annað sinn sem Nýheiji hf. styrkir Vinalínuna með gjöf því áður höfðu þeir gefið Vinalínunni tölvu. Á myndinni sést framkvæmdastjóri Nýheija, Erling Ásgeirsson (t.v.), afhenda formanni Vinalínunnar, Þorfinni Guðbjarts- syni, prentarann. ■ FRAMSÓKNARMENN í Reykjaneskjördæmi hafa opnað aðalkosningaskrifstofu sína_í Bæjar- hrauni 22 í Hafnarfirði. í febrúar verður kosningaskrifstofan opin virka daga kl. 16-20 og á laugar- dögum kl. 10-16. Kosningastjóri er Arinbjöm Vilþjálmsson, arkitekt. Bréfdúfusýning í FJÖLSKYLDU- og húsdýra- garðinum í Laugardal mun Bréf- dúfufélag Reylqavíkur standa að bréfdúfnasýningu laugardaginn 11. febrúar og sunnudaginn 12. febrúar. í fréttatilkynningu segir að á sýningunni verði dæmdar helstu kappflugsdúfur landsins. Keppt verður til verðlauna í fjóram flokkum og verða fuglamir dæmdir eftir alþjóðlegum stöðl- um. Sérstök sýning verður á eldri keppnisfuglum og verðlauna- gripir í íþróttinni verða einnig til sýnis. Sýningin verður haldin í nýja hreindýrahúsinu í Húsdýragarð- inum laugardaginn frá kl. 15-18 og sunnudaginn frá kl. 10-18. Foreldrar hafa áhyggj- ur af verkfalli kennara SAMFOK, Samband foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur, skorar á samninganefndir ríkis og kennarafélaga að ljúka kjarasamningum hið fyrsta. Á sijómarfundi samtakanna komu fram alvarlegar áhyggjur af yfírvofandi verkfalli kennara og var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Samfok (Samband foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur) leggur ríka áherslu á að ekki komi til verkfalls í skólum landsins. Til þess að koma í veg fyrir verkfall þarf að ganga frá samningum við kennara fyrir 17. febrúar nk. Sam- fok skorar því á samninganefndir ríkis og kennarafélaga að ganga af einurð til viðræðna og ljúka samningum hið fyrsta. Á foreldrum hvílir sú lagalega skylda að senda börn sín í skóla. Stjórnvöldum ber því að halda skól- um landsins starfandi. Kröfur for- eldra um úrbætur í skólamálum eru raunverulegar. Hæst ber kröf- una um aukin gæði í skólastarfí. og einsetinn grunnskóla með lengdum skóladegi. Sterk sam- staða er orðin um réttmæti þeirrar kröfu. Ein af forsendunum fyrir einsetnum skóla er að vinnutími kennara sé skilgreindur upp á nýtt og til þess að þróun í skólamálum geti haldið áfram á íslandi er nauð- synlegt að endurskoða hlutverk og starf kennarans. Samfok leggur ríka áherslu á að það sé ekki á úrræðalista for- eldra bama í grunnskóla að þau séu alein heima. Falli niður kennsla í skólum mun það hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir allt skólastarf en einnig víðtæk áhrif á alla aðra starfsemi í landinu. Samfok biður samninganefndir ríkis og kennarafélaga að semja í tæka tíð og tryggja þannig nem- endum að skólaganga þeirra verði með eðlilegum hætti.“ 200 landar á Stones UM 200 íslendingar verða á tón- leikum Rolling Stones í Kaup- mannahöfn 11. júní nk. á vegum Samvinnuferða Landsýnar. Allir miðar í ferðina seldust upp á einum degi en tekist hefur að útvega nokkra miða. og gistingu til viðbótar. Þeir verða seldir á næstu dögum en verðið er rúmlega 40 þús. kr. á mann. Flogið er til Kaupmannahafnar 10. júní og heim aftur 12. júní. Gríðarlegur áhugi hefur verið á tónleikaferðum á vegum Sam- vinnuferða Landsýnar og næsta ferð verður til Parísar á tónleika Eric Claptons 21. apríl nk. Verð á mann í þeirri ferð er 43 þús. kr. Tónleikar með REM í Englandi verða svo 30. júlí. Fyrirlesari frá Svíþjóð í heimsókn JOHNNY Fog- lander frá söfn- uðinum Livets Ord í Uppsölum, Sví- )jóð, verður gest- ur safnaðarins Orðs lífsins í Reykjavík dagana 10.-12. febrúar. Hann heldur fjöl- skyldunámskeið föstudaginn 10. febrúar kl. 20 sem höfðar bæði til einstaklinga og hjóna og almennar samkomur verða með honum laugardaginn 11. febr- úar kl. 20.30 og sunnudaginn 12. febrúar kl. 11. Johnny hefur verið einn af föst- um kennurum biblíuskólans Livets Ord Bibelcenter í Uppscilum frá stofnun skólans. Þar eru íslending- ar við nám núna og margir hafa sótt skólann í gegnum árin. Hann hefur einnig skrifað bæk- umar Réttlæti og Veldu réttan maka sem komið hafa út á sænsku. Einnig ferðast hann mikið, bæði í Svíþjóð og til annarra landa til að kenna og predika. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfír á Grensásvegi 8, Reykja- vík. -----» ♦ 4----- Landssamtökin heimili og skóli Aðalfundur haldinn í kvöld ' HEIMILI og skóli, ein stærstu hags- munasamtök barna og unglinga, standa þessa dagana fyrir bama- og unglingaviku sem stendur til 12. febrúar. í kvöld, fímmtudaginn 9. febr- úar, verður haldinn aðalfundur Heimilis og skóla. Á fundinum verð- ur vettvangur fyrir foreldra til að móta stefnu og styrkja samstöðuna. Fundurinn verður haldinn í Litlu Brekku við Lækjargötu kl. 20.30 undir yfírskriftinni Foreldrar, hvert viljum við stefna? » ♦ ♦---- Stálujeppa LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir númerslausum rauðum jeppa með grárri rönd á hliðum, sem stol- ið var frá húsi við Dalshraun þar í bæ aðfaranótt þriðjudags. Um er að ræða jeppa af gerðinni GMC Jimmy, árgerið 1973. Verið var að gera bílinn upp og var hann óökufær og þykir því ljóst að hann hafi verið dreginn á brott frá stæði sínu við Dalshraun. Lögreglan óskar eftir að komast í samband við þá sem hafa orðið þessa bíls varir síðan. Johnny Foglander BBIPS Ums jón Arnór G . Ragnarsson Dagskrá Bridshátíðar BRIDSHÁTÍÐ verður sett kl. 9.00 föstudagskvöldið 10. febrúar. Tví- menningskeppnina, sem er Hip- Hop tvímenningur með þátttöku 72 para, þijár 30 spila lotur alls 90 spil, hefst að lokinni setningu og verður spilað til 24.00 á föstu- dagskvöld. Klukkan 11.00 á laug- ardagsmorgun efst önnur lota sem stendur til 15.30 og þá er klukku- tíma matarhlé og spilamennska hefst aftur kl. 16.30 og tvímenn- ingskeppninni lýkur kl. 21.00. Verðlaunaafhending verður að lok- inni sveitakeppninni, mánudags- kvöldið 13. febrúar, kl. 20.00. Þrjú efstu pörin fá verðlaunagripi til eignar og átta efstu pörin hljóta peningaverðlaun; 1. verðlaun 2.900 $ — 2. verðlaun 2.000 $ — 3. verðlaun 1.400 $ — 4. verðlaun 1.000 $ — 5. verðlaun 600 $ — 6. verðlaun 400 $ — 7. verðlaun 200 $ - 8. verðlaun 100 $ — Samtals 8.600 $ Opna Flugleiðamótið í sveita- keppni hefst kl. 13.00 sunnudaginn 12. febrúar. Spilaðar verða 10 umferðir með 10 spila leikjum. Sveitum verður raðað saman eftir Monradfyrirkomulagi, þ.e. sveitir með svipaðan stigafjölda eigast við. Sex umferðir verða spilaðar á sunnudag með matarhléi eftir 4 umferðir kl. 19, og byijað á ný kl. 20.30. Sveitakeppninni verður haldið áfram kl. 13.00 mánudaginn 14. febrúar og spilaðar fjórar síð- ustu umferðirnar. Spilamennsku lýkur kl. 19.15 og verður verð- launaafhending fyrir báðar keppn- imar kl. 20.00. Fyrirliðar sveitanna fá í upphafí móts eyðublöð þar sem úrslit hverr- ar umferðar em skráð og er áríð- andi að þessum eyðublöðum sé skilað til keppnisstjóra um leið og Úrslitin hafa verið reiknuð út til þess að hægt sé að birta stöðu í mótinu. Á þessi blöð em einnig færð gullstig spilaranna og em fyrirliðar beðnir að merkja greini- lega hveijir spiluðu viðkomandi leik og muna að setja kennitölur allra spilaranna á blaðið. Efsta sveitin fær verðlaunagripi til eignar og varðveitir Flugleiða- bikarinn næsta árið. Að auki hljóta fímm efstu sveitimar peningaverð- laun; 1. verðlaun 2.800 $ — 2. verðlaun 1.800 $ — 3. verðlaun 1.000 $ — 4. verðlaun 600 $ — 5. verðlaun 200 $ — Samtals 6.400 $ Valdir leikir úr Opna Flugleiða- mótinu verð sýndir á sýningartöflu í Audiatorium. Tilkynnt verður jafnóðum hvaða sveitir eigast við í töfluleikjum og fer það eftir stöðu i mótinu. Áhorfendum er einnig heimilt að horfa á við spilaborðin í opnum sal en þeir em vinsamlega minntir á að fara eftir settum regl- um. Reykingar eða önnur tóbaks- neysla er ekki leyfð í spilasölunum. Keppnisstjórar á Bridshátíð eru Kristján Hauksson, Sveinn R. Ei- ríksson og Einar Guðmundsson. Reiknimeistarar em Sveinn R. Ei- ríksson og Kristján Hauksson. Mótsstjóri er Elín Bjarnadóttir. Bridsfélagið Muninn Sandgerði Einu kvöldi er ólokið í sveita- keppni sem staðið hefir yfir hjá félaginu. Spilað er eftir Monrad, tveir 14 spila leikir á kvöldi. Staða efstu sveita: Jón Erlingsson hf. 79 Hraðlestin 67 Guðjón Óskarsson 62 Svala Pálsdóttir 62 Tveir x tveir 62 Haffang 61 Bjöm Dúason 60 Aðaltvímenningur vetrarins hefst 15. febrúar. Keppnisstjóri er ísleifur Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.