Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LOKSINS LOÐNA Mikíð lagt undir hjá Fiskimjöli og lýsi hf. í Grindavík Morgunblaðið/RAX VÍKURBERGIÐ kom inn til Grindavíkur eftir hádegið í gær með 650 tonn af loðnu, þeirri fyrstu sem kemur til Grindavíkur. Fjárfest fyrir 250 milljónir fyrir vertíð Loðna er farín að veiðast í talsverðu magni fyrir austan land. Skip komu með loðnu í fyrsta skipti á árinu til Vestmannaeyja og Gríndavfkur í gær. Egill Olafsson var við- staddur loðnulöndun í Gríndavík í gær. ■ ‘ *{#&, W t T# JÓN Bryngeirsson verkstjóri var önnum kafinn í gær, enda loðnubræðslan að fara í gang og verið að prufukeyra þurrkara. FISKIMJÖL og lýsi hf. í Grindavík hefur fjárfest fyrir 240-250 milljónir fyrir þessa loðnuvertíð. Fyrirtækið hefur búið sig undir að geta tekið á móti 1.500-2.000 tonnum á sólarhring í bræðslu og frystingu. Fyrirhugað er að frysta loðnu í frystihúsum í Grindavík og í ljórum togurum. Ef mikið veiðist er hugsanlegt að einnig verði fryst í frystihúsum í Kefla- vík og Garði. „Nei, ég er ekkert stressaður. Það hefur alltaf veiðst loðna í febr- úar og mars og það er engin ástæða til að ætla annan en að svo verði einnig í ár,“ sagði Jón Pétursson, útgerðarstjóri hjá Fiskimjöli og lýsi hf., þegar hann var spurður hvort hann væri ekki hræddur um, með alla þessa miklu fjárfestingu á bakinu, að ekkert veiddist. Jón sagði að Magnús Þorvalds- son, skipstjóri á Sunnubergi, hefði haldið skrá yfir loðnuvertíðir frá því að hann hóf loðnuveiðar 1974. Öll árin hefði loðna bytjað að veið- ast frá 28. janúar til 23. febrúar. Veiðin stæði yfírleitt í 50-55 daga. Jón sagðist því hafa beðið rólegur eftir loðnunni undanfarna daga. Hann viðurkenndi hins vegar að fyrirtækið væri búið að leggja mikið undir, en sagðist vera sann- færður um að fjárfestingin ætti eftir að borga sig. Nýr þurrkari gangsettur í gær Jón Bryngeirsson, verkstjóri í loðnubræðslunni, sagði að það mætti segja að tækjabúnaður loðnuverksmiðjunnar hefði allur verið endumýjaður. í sjálfu sér mætti tala um nýja verksmiðju. Hún gæti framleitt 800-1.000 tonn af hágæðamjöli á sólarhring. í gær var í fyrsta skiptið settur í gang nýr þurrkari í verksmiðj- unni, sem settur var upp í sumar. Þar er einnig ný heilfískskilvinda, sem er í senn pressa og mjöl- vinda. Verksmiðjan tók nýlega í notkun rafmagnsgufuketil, sem smíðaður er í Hafnarfirði og fram- leitt getur 20 þúsund kíló af gufu á klukkustund. I haust var einnig tekin í notkun ný flæðivog frá Marel, sú fyrsta á landinu, sem vigtar miölið um leið og það kemur frá þurrkaranum. Að auki var reist raf- magnsspennistöð við verksmiðjuna og gerðar fleiri endur- bætur. Samtals kosta þessar framkvæmdir um 240-250 milljónir. Loðna fryst í fjórum togurum og öllum frystihúsum Þessi mikla fíjárfcBting' nýtist í fleira en loðnuvinnslu. I haust bræddi verksmiðjan um 9.000 tonn af sfld og allt árið framleiðir hún beinamjöl úr fískúrgangi. Fiskimjöl og lýsi hf. á tvö loðnu- skip, Háberg og Sunnuberg. Auk þess munu Víkurberg og Grindvík- ingur leggja upp hjá fyrirtækinu. Einnig er hugsanlegt að Júlli Dan muni land í Grindavík þegar loðn- an gengur suður með landi. Fyrirtækið ætlar sér að frysta mikið af loðnu. Öll frystigeta í frystihúsum í Grindavík verður nýtt, en auk þess er fyrirhugað að loðna verði fiyst í fjórum togur- um, þar af verða tveir staðsettir í Grindavíkurhöfn. Fyrirtækið mun að auki selja flokkaða loðnu í tvö frystiskip, sem staðsett verða í Revkiavík og Keflavík. Ný löndunardæla keypt Erfið innsigling inní í Grindavíkurhöfn er eitt af því sem veldur erfíðleikum við loðnu- vinnslu í Grindavík. Skipin geta ekki kom- ist inn í höfnina nema á flóði og í hvassri suðvestanátt getur höfnin lokast. Ef loðnuskipin eiga í erfiðleikum með að komast inn í höfnina er sá möguleiki fyrir hendi að fara með loðnudælurnar til Keflavíkur og landa þar og keyra loðnuna síðan til Grindavík- ur. Öll áhersla er lögð á að nýta sem best þann skamma tíma sem hægt er að frysta loðnu. Landað úr tveimur I einu Gert er ráð fyrir að hægt verði að landa úr tveimur loðnubátum í einu í Grindavík. í þeim tilgangi var fjárfest í nýrri löndunardælu í fyrra. Miðað er við að 2-3 bátar geti landað á sólarhring. Engin ástæða til að ætla annað en ioðnan veiðist á næstunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.