Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 31 _____________AÐSENDAR GREINAR_ Flota- og sóknarstýring Ný sjávarútvegsstefna - síðari hluti EFTIRFARANDI fímm höfuðfor- sendur ættu að vera leiðarljós nýrrar fískveiðistefnu og eiga sameiginlega að tryggja hámarksafrakstur þjóðar- innar af auðlindinni. Til að ná þeim fram er lagt til að tekin verði upp aflastýring með því að stjóma sókn flotans og stærð hans. Einnig að sett verði á afla- gjald sem nýtt verði til hagræðingar í útgerð og beitt við fískveiðistjóm- unina. Fimm höfuðforsendur og h vernig má ná þeim ■ 1. Tryggja þarf til frambúðar óumdeilanlegan eignarrétt þjóðar- innar á auðlindum íslenska hafsvæð- isins. Þessu markmiði má ná með því að afleggja núgildandi ákvæði laga um aflahlutdeild og úthlutanir afla- heimilda. Ekki verður þá lengur rétt- ur til að framselja aflaheimildir milli skipa og af þeim ástæðum mun ekki myndast verð á aflaheimildunum. Enginn mun þess vegna efast um fullan eignar- og ráðstöfunarrétt þjóðarinnar á auðlindinni. 2. Við nýtingu auðlindarinnar þarf að gæta réttlætis gagnvart byggðarlögum, sjómönnum, físk- vinnslufólki og útgerðaraðilum. Þetta markmið næst í raun með sóknarstýringu. Því að í sóknarstýr- ingarkerfi eru eins og var fyrir daga kvótakerfísins möguleikar útgerðar- innar fólgnir í umráðarétti yfír skipi. Sjávarútvegsbyggðimar urðu til vegna nálægra fiskimiða og físk- vinnslufólk hefur sest að og fjárfest í íbúðum og sameiginlegum eignum sveitarfélagsins vegna þeirrar út- gerðar og fískvinnslu sem starfrækt hefur verið í byggðinni. Sama á við um sjálfa fiskvinnsluna. Með því að skilja á milli eignarrétt- ar á skipunum og réttarins til að draga fisk úr sjó hefur því jafnvægi verið raskað sem fyrir var. Mörg dæmi eru um að fiskur sé keyptur á verði sem kaupandi ákveður nánast einhiiða af kvótalitlum útgerðaraðil- um sem verða að leggja hluta síns kvóta á móti og fluttur þvert yfir landið til vinnslu. Þannig er eignarrétturinn á afla- heimildunum að grafa undan byggðarlögum og útgerðaraðilar eru að verða í hlutverki vinnuvélaeigenda sem ýmist verða að sætta sig við einhliða verð- lagningu kvótaeigand- ans eða jafnvel að gera tilboð í að veiða fyrir hann. 3. Með stjómkerfí fiskveiða þarf að stuðla að bættri meðferð afia, vemdun smáfisks og því að veija lífríkið í sjónum fyrir óheppilegum áhrifum veiðarfæra og veiðiaðferða. Þessu markmiði verður best náð með því að allir möguleikar sem stjómunaraðilar hafa yfír að ráða verði látnir vinna saman í þessu augnamiði. Það er að allar ákvarð- anir um hinar ýmsu takmarkanir verði teknar með þessi markmið í huga. Til að unnt sé að ná árangri em margvíslegar rannsóknir og eftirlit nauðsynlegar. Þær rannsóknir em að hluta til fyrir hendi en mjög skort- ir á að vitneskja sé fyrir hendi t.d. um áhrif veiðiaðferða og veiðarfæra. 4. í stjómkerfínu þarf að vera fólginn hvati til nýsköpunar og hag- ræðingar í greininni og tryggðir eðli- legir möguleikar á aðgangi nýrra aðila til atvinnurekstrar í sjávarút- vegi. Þetta næst með því að gefa vel rekinni útgerð með góð skip og góða áhöfn tækifæri til að njóta árangurs- ins af því að físka vel. Með því að nýjungar í veiðarfæmm og veiðiað- ferðum fái að koma fram í auknum afla. Ein aðalröksemd fyrir kvótakerf- inu hefur verið sú að frjálst framsal aflaheimilda tryggði hagræðingu í útgerð og minnkun veiðiflotans. Báð- um markmiðunum er unnt að ná með því að fækka skipum í þeim útgerðarflokkum sem ekki teljast hafa eðlileg verkefni til lengri tíma litið. Með því að taka upp aflagjald sem greiða skal af hveiju lönduðu tonni og sem haldið skal innan grein- arinnar skapast möguleikar á að veita mikla íjármuni til hagræðingar. Með því að nota aflagjaldið til mikils sameiginlegs átaks við úreld- ingu þeirra skipa sem minnstum þjóðhagsleg- um arði skila fengju útgerðimar að njóta aukinna veiðimöguteika jafnóðum án þess að einstakar útgerðir þurfi að íþyngja sér með stórátaki í kaupum á skipi til úreldingar eða rándýrum kvótakaup- um eins og nú er. Með því að losa þjóð- ina við þau vandamál sem hafa fylgt ígildi eignarréttar á afla- heimildum, en eitt af þeim er að það hefur gjörsamlega ruglað alla verðmætamyndun í útgerð. Verð á aflakvótum hefur í reynd tekið mið af jaðarkostnaði þeirra útgerða sem best hafa staðið og hafa í raun verið að nýta sér mögu- leika á að spara sér skattgreiðslur með kvótakaupum og eða verið að keyra niður hráefnisverð í krafti veiðiheimildanna. I upphafí umræðunnar var því haldið fram að kvótaverð myndi ráð- ast þegar til lengri tíma væri litið af kostnaðarverði nýs skips og ávöxt- unarkröfunni á peningamarkaði. Þetta hefur gjörsamlega brugðist. Með því að leggja af kvótakerfið mun verðmæti útgerða aftur fara að ráðast af ástandi skipsins og veiði- möguleikum eins og var fyrir daga þess. Nýir aðilar munu af fyrrgreindum ástæðum fá möguleika á að kaupa skip með veiðileyfí. Eftir að kvóta- kerfíð verður aflagt verður skip og veiðiheimild þess óaðskiljanleg og verð skips sem útgerðareiningar mun fara eftir þeim arði sem hægt er að hafa af rekstri þess en ekki eftir jaðarkostnaði veiðiheimilda eins og nú. 5. Rannsóknir á sviði sjávarút- vegs þarf að stórauka til að gera mögulegt að ná þeim markmiðum sem nauðsynlegt er að setja til að tryggja hámarksafrakstur af þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Þetta er í raun algjör forsenda þess að hægt verði að stjóma nýtingu auðlindarinnar skynsamlega með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Sá aðili sem stjómar nýtingu líf- ríkisins þarf að hafa fullkomlega Lagt er til að innheimt verði aflagjald, segir Jóhann Ársælsson, og með-því stýrt sókn í mismunandi tegundir. vald á því að tryggja að nægilegar rannsóknir séu fyrir hendi til að stjórnunin nái markmiðunum sem sett em. Veiðistýringin í veiðistýringunni sem hér er langt til að tekin verði upp er að fínna ýmsar af þeim takmörkunum sem em nú þegar í notkun en þeim yrði beitt öðmvísi en nú svo sem skipt- ingu í veiðisvæði, svæðalokunum, takmörkunum veiðarfæra á til- teknum svæðum. En einnig þarf öðmvísi takmark- anir t.d. að mismuna veiðarfæram eftir áhrifum þeirra á lífíð í sjónum. Skipta þarf flotanum í útgerðar- flokka og ef of mörg skip em í út- gerðarflokki þarf að takmarka sókn- ina með því að úthluta tilteknum flölda sóknardaga til viðkomandi út- gerðarflokks. Sjávarútvegssjóður Lagt er til að innheimt verði sér- stakt gjald, „aflagjald", sem ætlað er að hafa margvíslegan tilgang. Með því má hafa áhrif á sókn í mismunandi tegundir og einnig á sóknarálagið innan tegundarinnar til dæmis með því að hafa það hærra á smáum físki. Þá er hægt að hafa áhrif á gæði með því að hafa gjaldið hærra á lélegum fiski. Með aflagjald- inu skal mynda sjóð sem nýta má í margvíslegum tilgangi í þágu sjávar- útvegsins. Sjóðnum er ætlað að bera uppi kostnað af þeim rannsóknum sem nauðsynlegar era til að stjómin nái þeim markmiðum sem sett eru um sjálfa stjórnunina og þjóðhagslega arðsemi. Ýmsum öðmm markmiðum má ná með þessum sjóði t.d mætti fella nið- ur öll gjöld sem em innheimt af út- gerðinni vegna þjónustu stjómkerfis- ins. Þessi „sjávarútvegssjóður" tæki við hlutverki Þróunarsjóðs vegna Jóhann Ársælsson úreldinga fískiskipa og sjálfsagt væri að nota hana til einföldunar og hagræðingar þar sem því yrði við komið. Hvernig stjórnkerfið starfar Skipta mætti veiðistýringunni í fjögurra mánaða tímabil. Eftir hvert tímabil em allar nýjustu upplýsingar metnar, um ástand fiskistofna, um veiðar, um áhrif veiðarfæra og hvað annað sem máli skiptir til að físk- veiðistjórnin nái markmiðum sínum. A grundvelli nýjustu upplýsinga skal spá um ástand fiskistofna end- urmetin og framlengd þannig að ævinlega er verið að vinna með nýja heilsársspá og á gmndvelli hennar gerðar nýjar tillögur um beitingu hinna ýmsu takmarkana sem áður hefur verið lýst. Þær ákvarðanir sem teknar verða munu síðan gilda um sama tímabil að ári. Þannig á stjórnunin að gefa öllum sem hlut eiga að máli nægan tíma til að laga sig að nýjum ákvörð- unum. Leitast skal við að sem flestar ákvarðanir verði teknar með löngum fyrirvara en þó verður stjórnunaraðil- inn að hafa svigrúm til að bregðast við breytilegum aðstæðum, þær geta komið upp hvað varðar hvaða físki- stofn sem er en þó er líklegast að skemmsti tími til ákvarðana verði hvað varðar stjóm á veiði uppsjávar- físka. Þessi stjórnunaraðferð byggir á þeim gmnni að allar ákvarðanir skuli skoða í heildarsamhengi, en að upp- lýsingar um stærð fiskistofna geti aldrei orðið mjög nákvæmar hvað varðar einstök ár á viðkomandi veiði- svæði og þess vegna eðlilegt að sveiflur séu á veiðinni milli ára eftir því hvað mikill fiskur gengur á mið- in. Heildarsóknina þarf þó að sníða að áætlunum um stærð fískistofn- anna. Fyrst og fremst ber að horfa á stjórnunina til lengri tíma og aðlaga sóknina að viðkomandi veiðisvæði með það í huga að heildarárangurinn verði sem bestur, hvert svæði vegið og metið og stjóminni þannig hagað að ekki verði um rányrkju að ræða. Hér hefur í grófum dráttum verið gerð grein fyrir hugmyndum sem urðu til í málefnahópi Alþýðubanda- lagsins um sjávarútvegsmál í þeirri von að samanburður hugmynda og umræða skili okkur að lokum betri fískveiðistjómun. Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið í Vesturlandskjördæmi. Vertu áfram í öruggustu veröbréfunum. Opib í dag laugardag 11-16 | Notaðu daginn í dag til að innleysa spariskírteinin þín og tryggja þér 5,3% verðtryggða vexti á spariskírteinum ríkissjóðs eða 8,5% gengistryggða vexti á ECU-tengdum spariskírteinum. Ráðgjafar okkar eru þér til halds og trausts, gefa þér góð ráð og veita nánari upplýsingar. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hveríisgötu 6, stmi 562 6040
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.