Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Yesturbyggð Varðandi bæjarstjóm Vesturbyggðar vona ég, segir Jakob Krístíns- Fyrst von okkar allra - nú vonbrigði okkar allra ÞAÐ VAR von okkar íbúa í þeim sveitarfélögum sem sameinuðust í hinu nýja sveitarfélagi Vestur- byggð að verið væri að stofna nýtt sveitarfélag sem hefði burði, kjark, þor og fjárhagslega getu til að tak- ast á við þau verkefni sem hin fyrri sveitarfélög gátu ekki ráðið við vegna þess hve lítil þau voru. Fram- tíðin virtist björt og fögur. Þessari sameiningu var misjafnlega tekið af íbúum. Allir vissu hvað þeir höfðu en enginn vissi hvað koma skyldi sem bæta ætti stöðu þeirra sem byggja þetta svæði og allra síst grunaði íbúana að þeir myndu einungis missa það sem áður var og ekkert kæmi í staðinn. Til að kynna væntanlega sam- einingu var gefinn úr skrautlegur bæklingur þar sem kynna átti hvað framtíðin bæri í skauti sér ef sam- eining ætti sér stað. En þeir sem lásu vandlega þennan fallega myndskreytta bækling sáu að þar var einungis að finna yfirlýsingar um að „stefnt skuli að“, „ákveðið er“, „vonandi verður“, „lofað skal að leysa öll þau vandamál sem ékki var hægt áður“. í trausti þess að áðumefndur bæklingur sem kostaði um eina milljón króna væri að einhveiju leyti marktækur var sameining sveitarfélaganna sam- þykkt í Qórum hreppum af fimm sem til stóð að sameina. Tálknafjarðarhreppur vildi ekki vera með, þrátt fyrir að tvisvar væru. þar greidd atkvæði, og var það þeirra gæfa, ekki vegna þess að þeir sæju fram á þann óhugnað sem framundan var, heldur hitt, -að þeir mátu stöðuna þannig að betra er að lifa smátt af litlu en lifa stórt af engu. Og þeir höfðu kjark til að segja nei. í hinum sveitarfé- lögunum voru þeir sem ekki vildu segja já kaffærðir af tals- mönnum sameiningar með þeim rökum að gjaldþrot blasti við viðkomandi sveitarfé- lögum ef ekki tækist sameining. Aðeins eitt af þeim sveitarfélögum sem sameinuð voru átti til peninga, þ.e. Rauða- sandshreppur sem lagði fram til hins nýja sveitarfélags banka- bók með þó nokkurri innstæðu (varð fljótt tóm). Hin sveitarfélögin lögðu einungis fram sinar skuldir. Sem sagt einn lítill plús og þrír stórir mínusar áttu að gera einn rosalegan plús, og voru nú allir stærðfræðingar og tölvur mátaðar. Svona er það og svona skal það vera. Þegar gengið var eftir svörum hvernig mínusinn átti að verða plús var svarið einfaldlega „Ja, það barst svona í tal við Jóhönnu Sig, og hún lofaði að redda því.“ Þegar Jóhanna var hætt var næst farið að kenna ríkisstjórninni um, en því miður getum við engum kennt um nema okkur sjálfum. Við unnum einfaldlega ekki okkar heimavinnu eins og okkur bar. íbúar í hinu nýja sveitarfélagi kusu síðan í maí sl. sveitarstjórn sem síðar kaus að kalla sig bæjar- stjóm og í þeim kosningum vantaði ekki loforðin um að vinna hörðum höndum að eflingu byggðar, at- vinnulífs og vinna að margvíslegum framförum í hinu nýja sveitarfélagi og allir sem einn hömruðu á því að eftir kosningar værum við ekki að tala um Patreksfjörð, Bíldudal, Barðaströnd eða Rauðasandshrepp, heldur Vesturbyggð. En hver er niður- staðan af þessu öllu saman? í stað þess að fá íbúa hins nýja sveitar- félags til að standa saman og mynda eina heild hafa forustu- menn flokkanna, sem til valda komust, gleymt að rækta þann akur sem í var sáð með sameiningu sveitarfé- laganna. Þeira hlutverk var og er að byggja upp en því miður hafa þeir verið uppteknir við það eitt að tryggja sjálfum sér atvinnu eða bitlinga hjá hinu nýja sveitarfélagi, svo þeir geti sjálfír búið við óbreytt kjör eða betri en áður. í þessum átökum sprakk sá meirihluti sem myndaður var eftir kosningar og nýr meirihluti tók upp sama sið og mun springa áður en langt um líð- ur. Við erum hér að upplifa hið ítalska stjórnkerfi þar sem ný stjórn situr aðeins hálft ár að meðaltali og hrökklast svo frá vegna spilling- ar. Tilgangur sameiningar var eins og áður sagði að efla byggð og atvinnu, en eins og margur veit hefur atvinnulíf verið mjög veikt á þessu svæði. En hvemig hefur tek- ist til? íbúum fækkar stöðugt, allir sem geta forða sér í burtu. Mann- tal Hagstofu segir ekkert hér. Jakob Kristinsson son, að forystumenn meiri- og minnihluta verði sem mest að heim- an, svo venjulegir íbúar fái frið til uppbyggingar. Margir skráðir íbúar í Vesturbyggð búa og starfa í öðrum byggðarlög- um. Kvóti hefur flust í stórum stíl í önnur byggðarlög. í atvinnumálum varð sú stefna sett ofar öllu að ef bæjarfulltrúar hefðu örugg störf máttu hinir eiga sig og ef þeir gætu ekki bjargað sér um vinnu skyldu þeir bara koma sér í burtu. Þeir sem í mörg ár hafa haft kjark og þor og jafnvel lagt aleig- una undir til að skapa atvinnu eiga undir högg að sækja vegna rógs og ofsókna. Sumum er búið að slátra í þessum slag og komið að því að hálshöggva þann næsta. Nú gengur allt út á það að reyna að koma starfandi fyrirtækjum á hausinn. Og er nú svo komið að við búum ekki lengur í Vestur- byggð heldur Patreksfírði og þar deila menn hart hvort bátarnir skulu vera bláir eða rauðir. Mér þykir leitt ef rétt er að for- stóri Byggðastofnunar skuli láta hafa sig í að taka þátt í slíkum leik, að ota mönnum saman með því að lofa einum þessu og öðrum hinu sem hann mátti vita að yrði til að skaða hið nýja sveitarfélag en ég hélt að hans hlutverk væri annað. En nær allan bolfiskvóta Bílddælinga afhenti Byggðastofn- un Tálknfirðingum að því er virðist til að skapa enn meiri óvissu um sveitarfélagið Vesturbyggð. Hitt veit ég að bæjarfulltrúar Vestur- byggðar hafa ekki þau völd að þau stjórni þeim darraðardansi sem nú á sér stað á Patreksfirði, en einn og einn kann kannski að vera strengjabrúða í þeim leik og klæðir það suma mjög vel. Er nema von að manni ofbjóði að forsvarsmenn hins nýja sveitar- félags skuli æ ofan í æ gleyma að við búum í Vesturbyggð en ekki í hinum gömlu hreppunum fjórum? í þessu sambandi ætla ég ekki að undanskilja neinn af þeim sem sitja í efstu sætum þeirra lista sem fengu fulltrúa í bæjarstjórn. Frá Bíldudal koma þrír af bæjar- stjórnarfulltrúunum og hafi þau öll sem ein skömm fyrir hvernig þau láta teyma sig á asnaeyrum inn í gamla hreppapólitík á Patreksfírði og það gera þau einungis vegna þess að þau eru sátt við þá bitlinga sem þau hafa fengið. Þau hafa gleymt hver kaus þau og er sama um okkur næstu.fjögur árin. Ég ætla ekki að gagnrýna hér ferðakostnað Patrekshrepps eins og blásið hefur verið upp, Patreks- hreppur heýrir sögunni til, og að ætla að botna það mál er eins og að grafa upp lík og krefja það sagna. En varðandi bæjarstjóm Vesturbyggðar vona ég að ferða- kostnaður verði sem mestur og helst það mikill að forustumenn meiri- og minnihluta verði sem minnst heima og leyfí okkur hinum venjulegum íbúum Vesturbyggðar að fá frið til að byggja upp okkar sveitarfélag en kannski verðum við öll farin þegar þeir koma heim aft- ur. En ef við verðum öll farin er þá ekki tilgangi sameiningar náð það er að mynda friðland vitleys- inga? Höfundur er fv. frnmkvæmdnstjóri og núverandi trillusjómaður á Bíldudal. í MARS 1991, eða fyrir tæpum fjórum árum, kom nýtt Fagranes til Ísaíjarðar og var því vel fagnað við komuna af heimamönnum, jafnt sveitarstjómarmönnum, alþingis- mönnum kjördæmisins og almenn- ingi. Stjómmálamennimir héldu fagrar ræður og gáfu fögur fyrir- heit um hinn nýja farkost. Skip þetta, sem leysti af hólmi 28 ára gamlan Djúpbát, er bflafeija sem rúmar 24 bifreiðar og 170 farþega. Undanþága hefur fengist hjá Sigl- ingamálastofnun til að flytja 250 farþega, a.m.k. innan Djúpsins. Gamla Fagranesið þurfti endurbæt- ur upp á 80 milljónir króna til þess -Að það gæti þjónað hlutverki sínu við byggðimar við Djúp og ferðum á Homstrandir á sumrin með ferða- menn. Einnig svaraði skipið ekki nútímakröfum um farþega og vöm- flutninga. Hið nýja Fagranes kost- aði 45 milljónir króna hingað komið og var keypt með leyfi og fyrirgre- iðslu stjómvalda. Skilyrði til þess að tryggja rekstrargrundvöll hins nýja skips var að byggja ekju- bryggjur í Inn-Djúpi og á Isafirði. Það hefur enn ekki verið gert og er það að ríða útgerðinni að fuilu. . Þetta er allt hið einkennilegasta ifiál. Alþingi hefur þrisvar veitt fé á fjárlögum í feijubryggju á Am- gerðareyri í Inn-Djúpi. Sérstök heimild var fyrir samgönguráðherra í íjárlögum fyrir árið 1992 að veita fé í ekjubryggju í Djúpi fyrir Fagra- nesið. Sams konar heimild var not- uð af ráðherra þegar ekjubryggjur vjiru byggðar í Vestmannaeyjum og á Þorlákshöfn fyrir 1,6 milljarða feijuna Heijólf. í fjárlögum fyrir árið 1993 var fjárveiting í bryggjuna í Djúpi 10 millj. kr., 1994 9 millj., og í íjár- lögum ársins í ár 24 millj. Ekkert fé af heimildinni eða af fjár- lögunum hefur verið notað. Vita- og hafna- málastofnun hefur teiknað bryggjuna og er verkið í Inn-Djúpi tilbúið til útboðs og hefur svo verið frá því í haust. Áætlað er að verkið kosti 60—80 millj. kr. Útboðsgögnin lentu síðan ofan í skúffu Halldórs Blöndals samgönguráðherra og hafa ekki komist upp úr henni aftur. Ráð- herra er sem sagt sestur á þetta mál vegna þess að hann er persónu- lega á móti rekstri bílafeiju í Djúpi. Virðist ráðherrann beita sér gegn vilja Alþingis sem samþykkti Qár- lögin. Spuming er, hvort það sé löglegt að framkvæmdavaldið níðist svo á löggjafarvaldinu eins og það gerir í þessu tilfelli. Trúlega er ráð- herra einungis að tefja málið og drepa því á dreif þannig að Hf. Djúpbáturinn á ísafirði fari á haus- inn. Alþingismenn Vestfjarðakjör- dæmis hafa liðið þetta og ekki beitt sér í málinu þrátt fyrir fögm orðin við komu Fagranessins. Nú eiga þeir einungis eftir að sitja fjórar vikur á þingi og þær ættu þeir að nýta vel til þess að sjá til þess að ráðherrann dragi útboðsgögnin upp úr skúffunni og bjóði verkið út svo fram- kvæmdir geti hafist í vor. Bæjarstjóm ísa- fjarðar hefur ekki stað- ið sig vel í þessu máli heldur, þrátt fyrir að allir stjórnmálaflokkar hafi lofað fyrir sveitar- stjómarkosningamar í fyrra að beita sér fyrir því, að feijubryggja yrði byggð í ísafjarðar- höfn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um byggingu bryggju á ísafírði og er það mál alfarið í hönd- um heimamanna. Fagranesið hefur sannað nauð- syn þess að á ísafírði þarf að vera skip þegar vetur em harðir eins og tveir undanfarnir vetur vom og þessi sem er að líða. Skipið er öryggistæki sem við megum ekki missa. Þegar engu farartæki hefur verið fært vestur á firði og í Djúpið hefur Fagranesið'verið eina farar- tækið sem hefur komist um og get- að flutt lífsnauðsynjar til Þingeyr- ar, Flateyrar, Suðureyrar og Bol- ungarvíkur og byggða við Djúpið. Og þar hafa stórviðri í engu hamlað ferðum þess og má þar nefna ferð skipsins með björgunarmenn til Súðavíkur 16. janúar sl. þegar nátt- úmhamfarimar gengu þar yfir. Ekki hefur verið staðið við þá forsendu rekstr- argrundvallar Fagra- nessins, segir Gísli Hjartarson, að byggja ekjubryggjur í Innri- Djúpavog á ísafírði. Skipið var gert að stjórnstöð björg- unaraðgerða. Fullyrt er að ef ekju- bryggja hefði verið komin á ísafirði hefði tekið um einni og hálfri til tveimur klst. skemmri tíma að ferma skipið tækjum björgunar- manna en raun varð á. Hefði það flýtt komu skipsins á slysstað sem því nemur. Einnig hefði verið hægt að aka sjúkrabifreið (neyðarbifreið) um borð og stinga henni í samband við rafmagn skipsins og nýta neyð- arbúnað bifreiðarinnar. Hins vegar þurfti að hífa allan búnað um borð og tók það dijúgan tíma. Skipið hefur einnig flutt efni og mannskap vestur á firði fyrir Orkúbú Vestfjarða þegar raflínur hafa rofnað vegna snjóflóða og of- viðris. Það er því ómælt gagn og öryggi að hafa jafn fullkomið skip og reynda skipshöfn staðsetta á ísafírði. Djúpvegur er hluti af þjóðbraut íbúa af norðanverðum Vestfjörðum til Reykjavíkur. Stór hluti þess ófullkomna vegar liggur um snjó- flóðasvæði og eyðifirði ísafjarðar- djúps. Þetta er ekki álitleg vetrar- leið fyrir venjulegt fjölskyldufólk með böm og breytir bundið slitlag engu þar um. Vegurinn mun eigi að síður liggja um Súðavíkurhlíð, Álftafjörð, Seyðisfjörð, Hestfjörð og Skötufjörð. Segja má að hinir þrír síðast töldu firðir séu í eyði. Einnig er snjóflóðahætta í ísafirði í Inn-Djúpi og jafnvel innst í Mjóa- firði vestanverðum. Fyrir skömmu vora talin 22 snjóflóð á Súðavíkur- hlíð einni og mörg að auki í Djúp- inu. Þegar feijubryggjurnar eru komnar upp losnar fólk við að aka þennan veg, ef veg skyldi kalla, og getur tekið feijuna frá ísafirði til Arngerðareyrar. Siglingin tekur svipaðan tíma og akstur þessa leið í góðu færi. Ef Hf. Djúpbátnum er ekki búinn rekstrargrandvöllur með byggingu bryggja er grandvellinum kippt undan sívaxandi ferðamannaiðnaði Vestfirðinga. Eftir að nýja Fagra- nesið kom hefur ferðamönnum á Hornstrandir stóríjölgað, því gamla skipið var ekki í stakk búið til að flytja fólk í vondum veðram þangað norður á þægilegan hátt. Fólk setti siglinguna fyrir sig vegna þess hve lítið skipið var og þröngt. Um þetta get ég dæmt sem fararstjóri á þessu svæði í þijá áratugi. Auk þess sem upp er talið hér að framan þarf að þjóna byggðinni í eyjunum Æðey og Vigur í Isafjarð- ardjúpi og hefur Djúpbáturinn gert það tvisvar í viku, auk byggðar á Snæfjallaströnd og yst á Langa- dalsströnd (Melgraseyri) sem segja má að sé ófært til á landi fjóra til fímm mánuði á ári- Nú verða allir að leggjast á eitt við að halda bílafeijunni Fagranesi á ísafirði og stjórnmálamennirnir sem sögðu fögru orðin við komu skipsins ættu að fara að standa við þau og framkvæma. Skipið er slík nauðsyn í samgóngum og slíkt öryggistæki að við höfum ekki efni á að missa það. Vestfjarðagöngin breyta þar engu um og má í því sambandi benda á snjóflóðasvæðið í Önundarfírði, á Hvilftarströnd frá Flateyri og inn í Breiðadal, þar sem gangamunninn er. Sama gildir um veginn frá Suðureyri inn að jarð- göngum. Vestfírðingar, stöndum vörð um Fagranesið og bætum sam- göngur innan fjórðungs sem út úr honum. Höfundur er blaðamaður og rit- sijóri á ísafirði og fararstjóri um óbyggðir Vestfjarðakjálkans. Fagranesið er öryggis- tæki sem við megum ekki missa frá Vestfjörðum Gísli Hjartarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.