Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RAGNAR MARINÓ JÓNASSON + Ragnar Marinó Jónasson fæddist í Bolungarvík 6. febrúar 1911. Hann lést á Sjúkrahúsinu í Keflavík 21. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkur- kirkju 1. febrúar. OKKUR systkinin langar til að minnast afa í Keflavík með örfáum orðum. Margar góðar minningar koma upp í hugann frá heimsókn- unum til afa og ömmu á Faxabraut- inni. Alltaf var tekið á móti okkur með opnum örmum og söfnuðumst við ætíð saman í eldhúsinu til að bragða á öllu góðgætinu sem afi og amma buðu upp á. Það var spjallað um allt á milli himins og jarðar en afí hafði mikið yndi af því að tala um sjómennsku. Iðulega enduðu heimsóknimar á því að eitt- hvert okkar varði nótt á Faxabraut- inni. Afí var ekki nema rétt sjötugur þegar hann missti sjónina, en það var eins og almættið hefði gefíð honum einhvern sérstakan styrk til að standast þá raun því aldrei heyrðum við hann kvarta. Þrátt fyrir þessa fötlun afa voru ófáar ferðirnar famar í sumarbústaðinn í landi Miðdals, sem sem amma gróðursetti blóm og afí naut útiver- unnar. Afi og amma voru samrýnd hjón og reyndist amma honum afa vel í veikindum hans og var hans stoð og stytta. Afi hafði gaman af að fá langafabörnin sín í heimsókn og tók hann þau þá í faðm sér og talaði hlýlega til þeirra. Afi lést á spítalanum í Keflavík 21. janúar sl. eftir erfið veikindi en það er okkur gleði að hafa átt svo góðan afa í öll þessi ár. Við vitum að hann hafí hefur nú feng- ið snjónina aftur og hraustan lík- ama. Elsku amma við biðjum algóðan guð að styrkja þig í sorg þinni. Þótt líkaminn falli að foldu og felist sem strá í moldu, þá megnar Guðs miskunnarkraftur af moldum að vekja hann aftur. (Stef.Thor.) Helga Gréta, RagnarMarinó, Valdemar Ólafur Kristjánsbörn. W*AW>AUGL YSINGAR Laus staða Hjá embættinu er staða aðalbókara laus til umsóknar. Krafist er góðrar bókhaldskunn- áttu og þekking á BÁR er æskileg. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum, ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, skal skilað til undirritaðs fyrir 8. mars nk. Selfossi, 8. febrúar 1995. Sýslumaðurinn á Selfossi, Andrés Valdimarsson. Húsnæði óskast Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík leitar eftir kaupum á einbýlishúsi í Reykjavík, um 300-350 fm að stærð að meðtalinni bíl- geymslu. Æskileg staðsetning er í Þingholt- unum, vesturbænum norðan Hringbrautar eða Vogahverfi. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, bygg- ingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, athendingartíma og sölu- verð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytis- ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 20. febrú- ar 1995. Fjármálaráðuneytið, 9. febrúar 1995. Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjaratkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnaðarstörf félagsins fyrir árið 1995, og er hér með auglýst eftir tillögum um félags- menn í þessi störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 17. febrúar 1995. Hverjum lista þarf að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum þer að skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50A. Stjórnin. Myndlistarfólk Gallerí til leigu fyrir myndlistarsýningar. Góð aðstaða og góðir gluggar. Upplýsingar og tímapantanir í síma 23218 frá kl. 13-18 virka daga, sími 623218 á öðrum tímum. Óska eftir húsnæði fyrir léttan iðnað 20-40 fm í eða sem næst Stekkjunum í Neðra-Breiðholti. Upplýsingar í símum 74511 á daginn og 74363 á kvöldin. Atvinnuhúsnæði Rúmlega 70 fm skrifstofuhúsnæði til leigu. Húsnæðið er snyrtilegt, bjart og hlýtt og heppilegt til ýmissa nota. Góð aðkoma og bílastæði. Upplýsingar gefur Ottó í síma 21123. Samtök gegn astma og ofnæmi halda fund í Múlabæ, Ármúla 34, 3. hæð, þriðjudaginn 14. febrúar 1995 kl. 20.30. Ásta R. Jóhannesdóttir, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, flytur erindi og svararspurningum. Önnurmál. Kaffiveitingar. Mætum öll. Stjórnin. Frá Fósturskóla íslands í byrjun ágúst nk. verður tekið inn að nýju í fjarnám Fósturskóla íslands. Námið og inntökuskilyrði er sambærilegt við hefðbundið leikskólakennaranám. Áætlað er að kennsla í fjarnámi fari að töluverðu leyti fram í tölvusamskiptum. Umsóknarfrestur er til 12. maí nk. Nánari upplýsingr veittar í síma 91-581 -3866. Skólastjóri. Uppboð Framhald uppboðs á eftlrtöldum elgnum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Austurvegur 36, Seyðisfirði, þingl. eig. Davíð Gunnarsson, gerðar- beiðendur Lífeyrissjóður Austurlands og Lífeyrissjóður framreiðslu- manna, 17. febrúar 1995 kl. 14.00. Miðtún 4, Seyðisfirði, þingl. eig. Ottó Eiríksson og Ingunn Björg Ástvaldsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Kredit- kort hf., Lífeyrissjóður Austurlands og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 17. febrúar 1995 kl. 15.00. Múlavegur 17, Seyðisfirði, þingl. eig. Magnús Stefánsson og Lilja Kristinsdóttir, gerðarþeiðendur Búnaðarbanki Islands og Landsbanki Islands, 17. febrúar 1995 kl. 15.30. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 10. febrúar 1995. Uppboð Uppboð munu byrja í skrifstofu embættisins, Aðalstræti 12, Bolungar- vík, á eftirtöldum eignum kl. 15.00 miðvikudaginn 15. febrúar 1995: Árbæjarkantur 3, þinglýst eign Græðis hf., eftir kröfu Fiskveiðasjóðs fslands. Hafnargata 49, Bolungarvík, þinglýst eign Ingimars Baldurssonar og Guðrúnar Ásgeirsdóttur, eftir kröfu Húsasmiðjunnar hf. Holtabrún 14, 3. hæö t.h., Bolungarvík, þinglýst eign Önnu Torfadótt- ur, eftir kröfu Húsnæðisstofnunar ríkisins. Holtabrún 14, 1. hæðt.h., Bolungarvík, þinglýsteign Húsnæðisnefnd- ar Bolungarvíkur, eftir kröfu Húsnæðisstofnunar rlkisins. Skólastígur 26, Bolungarvík, þinglýst eign Bolungarvíkurkaupstaðar, eftir kröfu Húsnæðisstofnunar ríkisins. Vitastígur 8, Bolungarvík, þinglýst eign Gests Þorlákssonar, eftir kröfum Húsnæðisstofnunar og Þrándar Þorkelssonar. Þjóðólfsvegur 5, Bolungarvlk, þinglýst eign Birnu H. Pálsdóttur, eft- ir kröfu Búnaðarbanka íslands. Sýslumaðurinn í Bolungarvik, 10. febrúar 1995. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum elgnum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Koltröð 10, Egilsstöðum, þingl. eig. Hannes Björgvinsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Búnaðarbanki íslands og sýslu- maðurinn á Seyðisfirði, 16. febrúar 1995 kl. 15.00. Landspilda úr landi Þrándarstaða, Eiðaþinghá, þingl. eig. Kári Rúnar Jóhannesson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, 16. febrúar 1995 kl. 16.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 10. febrúar 1995. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisfirði, föstudaginn 17. febrúar 1995 kl. 14.00 á eftirfarandi elgnum: Miðás 9 + vélar og tæki, Egilsstöðum, þingl. eig. Eignarhaldsfélagið Ás hf., geröarbeiöendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Iðnlánasjóður og sýslumaðurinn á Seyðisfirði. Múlavegur 10, Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Torfi Þorvaldsson og Guð- jóna Vilmundardóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður rikisins, Líf- eyrissjóður Austurlands og sýslumaðurinn á Seyöisfiröi. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 10. febrúar 1995. Postulíns- og glermálun Get bætt við mig nokkrum nem- endum. Margt nýtt og spenn- andi. Innritun í síma 659099. Jónína Magnúsdóttir (Ninný), mynd- og handmenntakennari. Bænastund kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Mike Fitzgerald. Miðvikudagur: Skrefið kl. 18.00. Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Barbro Wallin frá Svíþjóð. Fimmtudagur: Almenn sam- koma kl. 20.30. Ræðumaöur Barbro Wallin. Föstudagur: Unglingasamkloma kl. 20.30. Laugardagur: Fjölskyldusamvera safnaðarins hefst með borðhaldi kl. 18.00. Hallveigarstíg 1 •sími 614330 Dagsferð laugard. 11. feb. Kl. 10.30: Kjörgangan Vatnsskarð - Undirhlíðar - Kald- ársel - Suðurbæjarlaug í Hafnar- firði. Reiknað er með um 4 klst. langri göngu. Verð kr. 900/1000. Skíðaganga sunnud. 12. febr. Kl. 10.30 Leirvogsvatn - Borgar- hólar á Mosfellsheiöi. Hressandi ganga um skemmtilegt göngu- skíðasvæði. Verð kr. 1000/1100. Brottför ( dagsferðir frá BSÍ bensínsölu, miðar við rútu. Helgarferðir 17.-19. febr. Góuferð í Bása og Fimmvörðu- háls á fullu tungli. Nánari uppl. og miðasala á skrifstofunni. Útivist. Grensásvegi 8 Almenn samkoma með Johnny Foglander í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnirl Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma i dag kl. 14. Öm Leó Guðmundsson prédlkar. Hann elskar oss og leysti oss frá syndum vorum með blóði sinu. Og hann gjörði oss að kon- ungsríki og prestum, Guði sínum og föður til handa. Hans er dýrð- in og mátturinn um aldir alda. Amen. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Ferðir Ferðafélagsins sunnudaginn 12. febrúar: 1) Kl. 10.30 Skfðaganga. Geng- ið austur fyrir Grimannsfell að Hafravatni. Verð kr. 1.200. 2) Kl. 13.00 Skíðaganga. Geng- ið frá Hafravatni í Seljadal (um 2'h klst.). 3) Kl. 13.00 verður gengið á Úlfarsfell (295 m), sem er I Mosfellssveit, norðvestan Hafravatns, gegnt Korpúlfsstöð- um. Verð kl. 1.000. Brottför frá Umferðarmiöstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Allir velkomnir félagar og aðrir. Ath.: Fimmtudagskvöldið 16. febrúar verður kvöldvaka f Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Ágúst Guðmundsson, jarð- fræðingur, mun fjalla um nátt- úrufar við Jökuldal og Fljótsdal á Austurlandi. Helgarferð f Tindfjöll 17.-19. febrúar. Fararstjóri: Gústav Stolzen- wald. Ferðafélag íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.