Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ SOFFIA ASBJORG MA GNÚSDÓTTIR ■4- Soffía Ásbjörg * Magnúsdóttir fæddist á Efra- Skarði í Svínadal í Hvalfjarðar- strandarhreppi 1. mai 1898. Hún lést á Vistheimilinu Kumbaravogi 31. janúar sl. á nítug- asta og sjöunda aldursári. Foreldr- ar hennar voru Sig- ríður Ásbjam- ardóttir frá Mels- húsum á Akranesi, f. 5.8. 1871, og Magnús Magnússon, bóndi á Efra-Skarði, f. 8.7.1862. Systk- ini Ásu, eins og hún var jafnan kölluð, voru Þórunn, f. 1.10. 1896, húsfreyja á Hurðarbaki í Svínadal, gift Ólafi Daniels- syni bónda þar; Kristín, f. 6.4. 1902, húsfreyja í Steinsholti í Svínadal, gift Oddi Oddssyni bónda þar; Ólafur, f. 14.3.1904, bóndi á Efra-Skarði í Svínadal, kvæntur Hjörtínu Jónsdóttur; Svanborg, f. 6.4.1906, húsmóð- ir á Akranesi, gift Jóni Helga- syni; og Guðríður, f.8.9. 1909, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni Guðjónssyni. Ólafur og Guð- ríður eru enn á lífi. Ása giftist 6.7.1927 Konráði Einarssyni, f. 21.11. 1898, d. 17.8. 1980, bónda á Efri- Grímslæk. Hann var sonur Einars Eyjólfssonar bónda á Efri-Grímslæk og konu hans Guðrún- ar Jónsdóttur frá Hjalla. Böm Ásu og Konráðs em: Gunn- ar, f. 4.7. 1928, bóndi á Efri-Gríms- læk, kvæntur Grétu Jónsdóttur hús- móður, og eiga þau þijá syni; Ingólfur, f. 19.6. 1929, starfsmaður Samskipa, kvæntur Ragnheiði Halldórs- dóttur húsmóður, og varð þeim fimm barna auðið, en eitt þeiira er látið; Magnús, f. 8.9. 1933, bifreiðasljóri hjá Mjólk- urfélagi Reykjavíkur, var kvæntur Jónu Sigursteinsdótt- ur en þau era skilin, og eiga þau fjögur böm; og Sigríður, f. 20.2. 1936, húsmóðir í Þor- lákshöfn, gift Guðmundi Þor- steinssyni vélstjóra og eiga þau fjögur böm. Utför Soffíu Ásbjargar fer fram frá Þorlákskirkju I Þor- Iákshöfn í dag og hefst athöfn- in kl. 13. MIG langar að leiðarlokum að skrifa nokkur minningarorð um móður mína, Soffíu Ásbjörgu Magnúsdóttur. Ása, en svo var móðir mín jafnan nefnd, fæddist á Efra-Skarði og ólst þar upp ásamt systkinum sínum. Er bömin uxu úr grasi, kom það í hlut elstu systranna, Þórunnar og móður minnar, að hjálpa til við bústörfin, jafnt innan sem utan dyra. Og oftsinnis tóku þær til hendinni á næstu bæjum. Rúmlega tvítug kveður Ása heimahagana og heldur til Reykja- víkur. Þar ræður hún sig í vist til Marteins Einarssonar kaupmanns á Laugavegi 29 og konu hans Guðrúnar. Vann hún þar við ýmis heimilisstörf og gætti nýfædds sonar þeirra hjóna, Gunnars, sem fæddist í mars 1921. Rúmu ári seinna, eða í apríl 1922, lést Guð- rún eftir skamma sjúkdómslegu. Það varð úr að móðir mín annað- ist drenginn unga næstu árin hjá Marteini. í vistinni kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Konráði bróður Marteins. Hann hafði þá róið á togurum frá Reykjavík nokkrar vetrarvertíðir, og gisti þá jafnan á heimili Marteins. Seinna var Gunnar sendur í fóstur að Efri- Grímslæk með móður minni. Og eitt leiddi af öðru, og 1927 giftu foreldrar mínir sig og tóku við búi á Efri-Grímslæk. Ungu hjónin byggðu sér fljótlega nýtt íbúðarhús og seinna gripahús. Jörðin Efri-Grímslækur er frekar lítil og land til ræktunar takmark- að. Engjamar voru blautar og erfíðar yfírferðar jafnt fyrir hesta sem menn. Því þurfti að nýta hvem skika af kostgæfni, og oftar en ekki var ráðið kaupafólk yfír slátt- inn. Þannig var oft margt um manninn á heimili foreldra minna. Húsmóðurhlutverkinu sinnti hún af alúð og samviskusemi. Hvort sem var við matseld, þvotta, heyskap, mjaltir eða önnur bú- störf, þá fórst henni það allt vel úr hendi. Á sumrin var oft gest- kvæmt, þegar frændfólk kom og dvaldi í lengri eða skemmri tíma, og hjálpaði til við bústörfín. Og MINNINGAR ófáir voru þeir, sem voru snún- ingastrákar í sveit á Grímslæk. Mætti þar nefna ýmsa, sem urðu móður minni afar kærir, þó ég láti nægja að nefna Guðjón systur- son hennar, en hann dvaldi hjá þeim í sex sumur. Við systkinin tókum mikinn þátt I búskapnum á okkar yngri árum. Það kom þó í hlut Gunnars, elsta sonarins, að stunda búskap- inn áfram með föður okkar. Eins og gengur festum við öll ráð okk- ar, og eru barnaböm Ásu nú orðin 15 og bamabamabörnin 22. Eitt bamabarna hennar, Soffía, ólst upp hjá ömmu sinni og afa. Árið 1967, eftir 40 ára búskap, flytjast foreldrar mínir til Þorláks- hafnar og láta Gunnari eftir búið. í Þorlákshöfn fékkst faðir minn við ýmis störf tengd sjónum. Ása móðir mín, serrf nú var tæplega sjötug, sinnti áfram húsmóður- hlutverki sínu á nýjum stað. Miklu af tíma sínum varði hún við ýmsar hannyrðir og prjónaði vettlinga og hosur á afkomenduma, frændfólk og vini. Þótti hún afar vandvirk og handbragðið gott. Eftir að faðir minn lést í ágúst 1980, dvaldist móðir mín um skeið á Ási í Hveragerði, og síðar í íbúð- um fyrir aldraða í Þorlákshöfn. Seinustu árin dvaldi hún á Vist- heimilinu Kumbaravogi. Hún hafði allgóða heilsu, þrátt fyrir háan ald- ur, pijónaði og hafði fótavist á hveijum degi, allt undir það síðasta. Ég vil að lokum þakka vinum og ættingjum hlýhug í hennar garð á liðnum ámm. Einnig vil ég þakka starfsfólki á Kumbaravogi og Ási ágæta umönnun. Hvfldu í Guðs friði. Magnús Konráðsson. Mig langar til að minnast kærr- ar tengdamóður minnar, Soffíu Ásbjargar Magnúsdóttur, með fá- einum orðum og þakka henni alla þá tryggð og vináttu sem aldrei bar skugga á. Ása, eins og hún var jafnan kölluð, var fædd 1. maí 1898 og var því á 97. aldursári er hún kvaddi okkur. Hún var af aldamótakynslóðinni sem upplifði svo miklar breytingar. Ein af ann- arri hverfa þær hvunndagshetj- umar sem aldrei létu deigan síga. Lífsviðhorf hennar var að sinna heimilinu og fjölskyldunni sem best, sem hún gerði einstaklega vel. Aldrei féll henni verk úr hendi. Þeir vom ófáir vettlingamir og sokkamir sem hún pijónaði á böm sín og bamaböm. Ég man hvað synir mínir voru glaðir er þeir fengu belgvettlinga með tveimur þumlum því engir strákar i hverf- inu áttu slíka vettlinga. Mjúkir JÓNAS HALLDÓRSSON + Jónas Halldórs- son fæddist í Bolungarvík 28. júni 1912. Hann lést á Sjúkrahúsinu á ísafirði 1. febrúar sl. Foreldrar hans vom Agnes Veron- ika Guðmundsdótt- ir og Halldór Þor- geir Jónasson. Systkini Jónasar vom Margrét, sem dó á öðm ári, Ósk- ar, sem fórst með mb. Baldri 1941, Halldór, sem lést 1970, Gunnar og Margrét, sem bæði eru búsett í Bolungarvík. Eiginkona Jónasar var Sigríð- ur Magnúsdóttir, sem lést 1992. Þau eignuðust þrjú börn, Maggý, Gylfa og Halldór. Utför Jónasar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag. Dagsverki er lokið og dvðl minni hér út við sæinn dregur að kvöldi míns síðasta vinnudags. Einyrlga bóndi sem elskaði vorþýðan blæinn er kannske að bíða hér síðasta ævidags. (Jónas Halldórsson) JÁ, DAGSVERKI er lokið og æviskeiðið á enda runnið. Þegar ég frétti andl- át Jónasar komu margar minningar upp í hugann frá kynnum okkar. Ég var á 11. eða 12. aldurs- ári þegar Jónas og Sigríður fluttu í sveitina mína Skálavík, þau keyptu Minni-Bakka. Ég varð strax mjög sátt við nýju nágrannana, þau áttu þijú böm heldur yngri en ég, við urðum góðir leikfélagar. Afi minn átti oft erindi við Jón- as, honum fannst hann viðræðugóð- ur. Ömmu minni voru þau fjarska góð, sérstaklega eftir að afi dó. Þegar Jónas og Sigga flytja tií Bolungarvíkur byijar nýr kafli t lífi þeirra. Fyrir sex árum kynnist ég fjölskyldunni upp á nýtt, þegar við byijum að gera upp Meiri-Bakka bæinn. Þá eru Jónas og Sigga búin að byggja sér sumarbústað í landi Minni-Bakka og Maggý dóttir þeirra og Bragi annan bústað fyrir ofan þeirra, sem snjóflóð gjöreyði- lagði nú í síðustu viku. Þau höfðu ekki gleymt mér, þau tóku fagn- andi á móti mér og allri minni fjöl- skyldu. Það var gaman að hitta þau og endumýja gömul kynni, því ég hafði flutt frá Skálavík um ferm- ingu. Jónas hafði frá mörgu að segja enda búinn að ferðast alveg ótrú- lega mikið bæði innanlands og utan og kynnast öðram þjóðum. Jónas var ákaflega fróður maður, var vel heima í flestum málum og hann bjó yfir mörgum hæfileikum, sem ég hafði ekki komið auga á í æsku. Failegu ljóðin hans bera vott um það. Mér finnst vænt um að eiga ljóðin hans. Eftir að Sigga dó urðu ferðir Jónasar færri í Skálavíkina, þá varð það okkar að vitja hans þegar við voram á ferð. pakkar frá langömmu glöddu lítil hjörtu á jólum. Þó svo að aldurinn færðist yfír þá vora pijónamir ekki lagðir á hilluna fyrr en í des- ember síðastliðnum. Hlýtt og nota- legt viðmót hennar fundu allir sem kynntust henni. Hún var lánsöm að halda reisn sinni og viljanum til að bjarga sér sjálf allt til hinstu stundar. Margs er að minnast sem aldrei verður tjáð með orðum en geymist í minningunni sem dýr- mætur fjársjóður, þær eru þarna allar eins og perlur á bandi. Ég og Ingólfur, börn okkar og bamaböm viljum að lokum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Ég hef þá trú að lítil hönd hafí stutt ömmu sína og nöfnu yfír móðuna miklu ásamt öllum þeim ástvinum sem farnir vora á undan. Eftir sitja minning- ar og þakklæti frá okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ragnheiður Halldórsdóttir. Nú á kveðjustund langar mig að minnast föðurömmu minnar og nöfnu í örfáum orðum. Þrátt fyrir háan aldur hélt hún heilsu sinni nokkuð vel til síðasta dags. Samviskusemi var henni í blóð borin og féll henni aldrei verk úr hendi. Hún pijónaði vettlinga og sokka á bamabömin og bama- bamabömin af sérstakri kost- gæfni, þar til undir það síðasta. Ohætt er að segja, að handverk hennar hafí borið henni fagurt vitni um vandvirkni og snyrti- mennsku. Merki um þessa eigin- leika mátti glöggt sjá á heimili ömmu og afa, bæði á Efri-Gríms- læk og í Þorlákshöfn. Amma Ása var lágvaxin, nett kona og ljós yfirlitum. Hún var hæglát og vann verk sín í hljóði. Hún var fremur dul og bar tilfínn- ingar sínar ekki á torg. Trú- mennsku og hlýhug sýndi hún fremur í verki en orðum. Fjölskyld- an var henni ávallt efst í huga og nutum við afkomendurnir í návist hennar umhyggju og hlýju. Ég þakka henni samfylgdina og kveð hana með þessum ljóðlínum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ásbjörg Magnúsdóttir. Við fjölskyldan kveðjum góðan vin með söknuði og þökkum ánægjulegar samverustundir. Allt á takmark, einhver ræður gerð, allt er hér á einhverskonar ferð, engin skynjar alheims veldistól, enginn veit hver lifir næstu jól. .(Jónas Halldórsson) Elsku Maggý, Gylfi, Halldór og fjölskyldur, við sendum ykkur inni- legustu samúðarkveðjur. Arnfríður Aradóttir. Elsku afi, okkur langar að minn- ast þín hér í nokkrum orðum. Þú varst alltaf svo hress og kátur og sögumar vora alltaf á sínum stað. Allar sögumar um kóngana, huldu- fólkið og allar hinar hetjumar voru það sem gladdi okkur bræðurna gegnum öll æskuárin. Mamma og pabbi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar þið amma voruð á leið suður því að við bræðumir ætluðum að umtumast af spenn- ingi. Við vitum ekki hvort það var blái Ópalinn sem þú komst alltaf með og konfektið sem amma keypti í leikhúsinu og gleymdi að borða til að geta gefíð okkur daginn eft- ir, eða það þægilega andrúmsloft Þótt enginn skyldleiki hafi verið með okkur Ásu var hún samt hluti af fjölskyldu minni, jafnvel áður en ég fæddist. Þegar faðir minn missti móður sína, Guðrúnu, eins árs gamall, var Ása í_ vist hjá ömmu og afa Marteini. Ása hugs- aði um pabba þar til hún giftist afabróður mínum, Konráð Einars- syni. Þau stofnuðu heimili á Grímslæk í Ölfusi, en þaðan voru þeir ættaðir. Annað heimili pabba fyrstu árin var hjá Ásu og Konráð. Þau eignuðust fjögur böm, Gunnar, Ingólf, Magnús og Sigríði. Pabbi var í sveit á sumrin hjá þeim. Ekki gerðu þau hjón það enda- sleppt, því þau tóku á móti mér í sumardvöl að Grímslæk og var ég þar á hveiju sumri frá því ég var fímm ára og þar til ég var orðin fímmtán ára. Ég fékk sjálf að velja hvort ég vildi vera heima eða í sveitinni. Engin spurning, ég valdi sveitina. Þau hjónin og böm- in þeira vora öll góð við mig. Ása var ein af þessum konum sem unnu sín verk hljóðlega en jafnt og þétt. Falleg og fínleg kona og ekki allra. Hún hafði góða kímni- gáfu og hlógum við mikið þegar við voram einar heima. Ég skil ekki enn hvemig hún komst yfír öll störfín jafnvel þegar húsið var fullt af fólki. Hún lagði sig í smá stund eftir hádegi. Ætli það sé þess vegna að hún náði svona háum aldri? Þegar Ása og Konráð brugðu búi tóku Gunnar og Gréta við og búa enn á Gríms- læk. Gömlu hjónin keyptu sér hús í Þorlákshöfn og bjuggu þar í nokk- ur ár þar til Konráð lést 1980. Þá flutti Ása að Ási í Hveragerði. Hún tók upp sitt fyrra nafn og lét kalla sig Soffíu upp frá því. Síðar fékk hún fallega íbúð í Þorláks- höfn nálægt Siggu dóttur sinni sem kom daglega til mömmu sinnar. Síðustu árin dvaldi Ása á Kumbaravogi. Hún þekkti allt sitt fólk, böm, bamabörn og barnabamaböm fram á síðasta dag. Hún vissi hver átti hvaða bam og hafði myndir uppi við af öllum. Ekki er hægt að tala um Ásu án þess að minn- ast á pijónaskapinn. Hún pijónaði vettlinga og sokka handa öllum bömunum og svo listavel að annað eins sást ekki. Og ekki gleymdi hún mér, mínum systkinum, né okkar bömum. Með þakklæti kveð ég nú Ásu mína, sem fer þangað sem hún fær að rækta garðinn sem hún ekki eignaðist hérna megin. Hennar líf einkenndist af hófsemi, rósemi, vinnu og kærleika. Edda Sigrún Gunnarsdóttir. sem þið komuð með að vestan. Þetta allt gerði lífíð svo skemmti- legt. Einnig var svo gaman að koma til Bolungarvíkur til að bralla eitthvað með þér, fara á sjóinn á Álftinni og Þristinum, láta sér líða vel í Skálavík, eða bara liggja uppi í rúmi og hlusta á sögur. Þú varst svo ánægður og stoltur af því sem þú áttir; báturinn, bú- staðurinn, Minnibakki, og skógur- inn sem þú hafðir ræktáð í Skála- vík. Þú varst mikill bókaunnandi og var Laxness þar í miklu uppá- haldi. Þegar sjónin fór að versna gafst þú ekki upp og baðst ömmu um að lesa fyrir þig. Ekki hafðir þú aðeins gaman af að lesa heldur ortir þú fjöldann allan af ljóðum sem við fyllumst stolti yfír þegar við lesum. Einnig varst þú mjög sterkur, sem kemur best í ljós þeg- ar litið er á hversu oft þú lagðist í veikindi undanfarin ár en alltaf náðir þú þér aftur á strik. Vonuð- umst við allir til að svo myndi verða í þetta skipti, en við vitum að amma hefur einnig viljað fá þig til sín, svo að við vitum að þú ert á góðum stað. Blessuð sé minning þín. Þín bamabörn, Finnbogi, Jónas og Gylfi Örn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.