Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðmælandinn er orðin algjört aukaatriði í hanaati þeirra Hannesar og Marðar. . . Ellefu ára grunnskólanemar kynna niðurstöður athugunar Víða pottur brotinn í umgengni í fjörum NOKKRIR fulltrúar ellefu ára bama í sjö grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu kynntu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, niðurstöður fjöruskoðunar bam- anna í Höfða á fimmtudag. Fjöru- skoðunin er hluti af samvinnuverk- efni Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Náttúruvemdarfélags Suðvestur- lands og Borgarskipulags Reykja- víkur með ellefu ára nemendum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið ber yfírskriftina „Fjaran mín“ og felst í því að nem- endur kanna ástand fjara í borginni með tilliti til mengunar og dýralífs. Strandlengjunni er skipt í 98 fjöru- reinar, 500 m hver, og kemur ein ijörurein i hlut hvers skóla. Tilgang- urinn með verkefninu er að fá nem- endur til þess að líta á umhverfí sitt opnum og jafnframt gagnrýn- um augum. Víða pottur brotinn Verkefnið hefur verið unnið í fímm ár og voru niðurstöður fyrri ára kynntar á sýningu á vegum Borgarskipulags í Geysishúsinu vorið 1994. Samkvæmt niðurstöð- unum virðist víða vera pottur brot- inn í umgengni borgarbúa um fjör- ur Reykjavíkur en einnig megi kenna um rusli sem kastað hafí verið fyrir borð úr skipum. Lykt úr skolpræsum bætir síst úr en úr því verður bætt þegar skólp verður leitt nokkra kílómetra út í sjó með lagningu nýs holræsakerfis. Unnið er að því verki um þessar mundir. Fleiri taki að sér fjörureinar Við afhendinguna í Höfða komu fram tillögur frá nemendum um úrbætur og í framhaldi af því lagði borgarstjóri til að hverfasamtök og/eða foreldra- og kennarafélög tækju fjörureinar „að sér“ hver í sínu hverfí og aðstoðuðu við hreins- un þeirra. Tóku samstarfsaðilar heilshugar undir tillögu borgar- stjóra að því er fram kemur hjá fulltrúum aðstandenda verkefnis- ins. Með því að halda strandlengj- unni eins hreinni og kostur er eykst gildi hennar sem útivistarsvæðis fýrir borgarbúa og stuðlað er að ímynd Reykjavíkur sem „hreinnar borgar.“ Eins og áður segir voru nemend- umir sem komu í Höfða fulltrúar ellefu ár bama úr sjö skólum á höfuðborgarsvæðinu. Skólamir em: Hamraskóli, Hlíðaskóli, Melaskóli, Ártúnsskóli, Húsaskóli, Vesturbæj- arskóli og Æfíngaskóli Kennarahá- skóla íslands. Nemendumir skoð- uðu 9,5 km fjörusvæði haustið 1994. Morgunblaðið/Ragnhildur Ingólfsdóttir ÍHöfða INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarsljóri í hópi fulltrúa ellefu ára nemenda í sjö grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt í fjöruskoðunarverkefni reykvískra barna. Formaður Bílgreinasambandsins Verða bílar áfram almenningseign? Bflgreinasambandið, sem telur hátt í 200 aðila - m.a. verk- stæði, varahlutasala, bfla- innflytjendur og aðra þjón- ustuaðila í greininni - er hagsmunasamtök bflgrein- arinnar. Starfsemin felst m.a. í þjónustu við fyrir- tækin í greininni og því að fylgjast með tækniatriðum, mengunarstöðlum, eftirliti og fleiru í umhverfi grein- arinnar. Formaður sam- bandsins, Hallgrímur Gunnarsson, spjallaði við blaðamann um nokkur þau atriði sem helst brenna á mönnum innan bflgreinar- innar. -Hver er staða greinar- innar? „Staðreyndin er sú að á nokkrum mánuðum hafa þrjú bifreiðaumboð hætt störfum og ekki þarf að fara nema áratug aftur í tímann til að finna fjölda fyrirtækja sem annaðhvort hefur hætt eða lent í einhveijum hremm- ingum. Þetta stafar af því að allt- af er verið að breyta leikreglunum sem fyrirtækin eiga að starfa eft- ir. Bílgreinin hefur þó fundið meira fyrir þessu en aðrar grein- ar, því fyrir utan almennar breyt- ingar á skattkerfínu hefur tolla- reglum á bíla og varahluti að meðaltali verið breytt á minna en tveggja ára fresti allan sl. áratug. Rétt ákvörðun í dag í rekstri er einfaldlega röng á morgun." - Á hveiju þarf helst að taka? „Aðalmálið er að bílaflotinn er að eldast og bílum að fækka. í árslok 1991 voru 120 þúsund bílar á götunum, 1992 álíka margir, en í árslok 1993 hafði fækkað um fjögur þúsund bfla og hefði fækk- að enn meir í árslok 1994 ef inn- lögn skráningamúmera hefði ekki komið til, þ.a. menn bera ekki fastakostnaðinn af bílunum. Nýj- ustu tölur um fjölda innlagðra skráningarnúmera liggja ekki fyr- ir en talið er að þar sé um 2.000- 4.000 bfla að ræða. í þessu samhengi verður að horfa til þess að ríkisvaldið hefur breytt skattheimtunni af bflgrein- inni. Þegar innflutningurinn minnkaði þurfti ríkið að bæta sér upp tekjutapið og skattlagði, bíla- flotann í landinu í staðinn. Gróft reiknað er ríkið að taka inn 100 þúsund krónur á hvem bfl þegar allt er talið; fastagjöld, þungaskatt, gjöld af bensíni, varahlutum og viðgerðum. Ef við ger- um ráð fyrir að númer af tvö þúsund bflum séu í geymslu þá er ríkið að verða af gjöldum upp á 200 milljónir. Ef við lítum á samsetningu flot- ans þá er svo stór hluti af honum keyptur þegar verðið var lágt að fjórðungur er kominn á þann tíma að hann fer að detta út. Svo er athyglisvert að hátt í fjórðungur stærri vörubíla er eldri en 20 ára, yngri en 5 ára einungis 10% og samtals yngri en tíu ára er ekki nema rúmlega fjórðungur. Þetta sama áhyggjuefni á líka við um rúturnar, mikilvæg tæki til að þjónusta ferðamannaiðnaðinn þar sem okkar helsti vaxtarbroddur á að vera. Þessu ástandi veldur ekki bara efnahagslægðin ein og sér.“ - Heldur hvað? „Þessir stóru bílar eru í háum gjaldaflokki. Þetta tíðkast hvergi í Evrópu og gerir m.a. það að verkum að samkeppnisstaða ís- lenskra fyrirtækja er mun verri en almennt gerist erlendis. Ferða- mennirnir sem hingað koma eru líka það kröfuharðir að þeir láta sér ekki nægja gamlar rútur. Hallgrímur Gunnarsson ►Hallgrímur Gunnarsson fæddist í Reykjavík 25. septem- ber 1949. Hann er verkfræðing- ur að mennt, er forstjóri Ræsis hf. og formaður Bílgreinasam- bandsins. Hallgrímur er kvænt- ur Steinunni Helgu Jónsdóttur og eiga þau þrjár dætur. Bílafloti íslendinga er a A eldast Þessi gjöld af atvinnubílum skipta ríkissjóð litlu máli og það er full þörf á að endurskoða þau mál. Ég held að það sé hætta á því að erlend rútufyrirtæki fari að starfa hér með erlenda bfla á erlendum númerum. íslensk fyrir- tæki yrðu þá engan veginn sam- keppnisfær. Erlendu fyrirtækin þurfa ekki að greiða virðisauka- skatt, því hann er frádráttarbær, þau greiða enga tolla og á meðan þungaskattskerfið er eins og það er, keyra þau miklu ódýrar heldur en íslensku fyrirtækin.“ - En hvað með innflutningsgjöld af einkabílum? „Það eru mishá gjöld á bflum eftir vélarstærð og hefur það veru- leg áhrif á það hvemig fólk kaup- ir. Það kaupir minni bfl heldur en það vill og þeir sem hefðu mesta þörf fyrir stóra bfla, eins og til dæmis fólk með mörg böm, hafa síst efni á að kaupa þá. í ótíðinni undanfarið hefur berlega komið í ljós að landsbyggðarfólk fer ekki á smábflum á milli staða. Það þarf að eiga bærilega kraftmikla og stóra bfla en á þeim eru einmitt hæstu gjöldin. Það má líka benda á það að almenningur getur varla nýtt sér þá hagkvæmni sem dísel- vélar bjóða upp á vegna þess að til þess að þær skili sama afli og bens- ínvélar þá þarf rúmtak þeirra að vera stærra og þá eru þær aftur komnar í hærri tollflokk. Ég veit ekki hvort menn átta sig á því að ríkissjóður er að taka inn 18 milljarða í tekjur af bíl- greininni árlega. Inni í þeirri tölu eru 3,8 milljarðar af innflutningi, um 12,2 milljarðar af notkuninni og 1.9 milljarðar í öðrum sköttum. Að óbreyttum forsendum heldur bílum áfram að fækka, sennilega um 25% á næstu þremur til fimm árum, þannig að þessir 12,2 millj- arðar af notkuninni eru í veru- legn hættu. Ef ekki verður eitt- hvað að gert getur ríkissjóður bókað tap strax á þessu ári. Það þarf að ná jafnri endurnýj- un bílaflotans með því að lækka aðflutningsgjöld, hætta neyslu- stýringunni, sem felst í misháum gjöldum eftir vélarstærð, og það þarf að framkvæma þetta skyn- samlega. Nú er lag að taka ákveð- in skref til lagfæringar og það sem á vantar að einhveijum tíma Iiðn- um,“ sagði Hallgrímur að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.